Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 38 i-S r * ■MTim Margfalt metár á hæsta tindi heims: Vinsældir Everest aldrei meiri - jafnvef þótt 800 manns hafi þegar spókað sig á toppnum Bara vegna þess aö það er þama og menr> vita að það er hægt að klífa það hefur hæsta fjall heims, Everest, nú verið klifið rétt rúmlega 800 sinnum. Þrátt fyrir þann mikla fjölda hafa vin- , sældir fjallsins sjaldan eða aldrei verið meiri en í ár og að minnsta kosti tólf fjallgöngumenn undirbúa nú göngu á toppinn næsta haust. Nú er vorklifurtimabilinu lokið og fjöldamet sett í fjallinu þvi ekki í ann- an tíma hafa jafnmargir, 28 fjallgöngu- menn og 36 sherpar, kliflð fjallið á einu tímabili. Fimmtán umsóknir hafa þeg- ar borist fyrir næsta tímabil sem er tvöfalt meira en venjulega og fyrir- spumum rignir yfír nepalska ferða- málaráðið. Það skiptir víst ekki máli hversu oft eða hve margir ná toppnum, fíallgöngumenn mun alltaf dreyma um Everest-tind. Þótt menn kimni orðið býsna vel á Everest verður fíallið alltaf varasamt og á árinu hafa þrír fíall- göngumenn týnt lífi eftir erfiða baráttu ’ við óblíð náttúmöflin á þessum slóð- um. Þar með hafa rúmlega 180 fiallagarpar látið lífið í fíallinu. Arið í ár þykir eitt það viðburðarík- asta í sögu Everest. Fréttastofur heimsins gerðu flestar mikið úr því þegar jarðneskar leifar breska fíail- Það skiptir víst ekki máli hversu oft eða hve margir ná toppnum, fjallgöngumenn mun alltaf dreyma um Everest-tind. göngumannsins George Mall- ory fundust nýverið skammt undan toppnum. Um Mallory hefur alltaf verið sveipaður þjóðsagnakenndur ljómi og margir sem neita að trúa öðm en hann hafi ásamt félaga sín- um, Andrew Irvine, náð toppn- um áður en þeir létust báðir. Síðan era liðin 75 ár. Mallory hefði þá verið 29 árum á und- an sir Edmund Hiilary sem ásamt sherpanum Tenzing Norgay náði eins og frægt er orðið toppnum 29. maí 1953. En mörg fleiri met hafa ver- ið slegin á árinu; tii dæmis náði Bandaríkjamaðurinn Pete Athans þeim einstæða ár- angri að klífa tindinn í sjötta sinn, oftar en nokkur annar maður úr Vesturheimi. Georg- íumaðurinn Lev Sarkisov er elsti maður sem hefur náð toppnum. Það mátti þó ekki tæpara standa því fyrra met var 60 ár og 160 dagar. Serk- isov var aðeins deginum eldri þegar hann stóð á tindinum nú í vor. Þá munaði minnstu að yngsti fiallagarpur sögunnar kæmist aila leið upp en skóla- pilturinn Arvin Timilsina, að- eins 15 ára, varð að láta í minni pokann þegar um kílómetra leið var ófarin. Hann getur þó státað af því að vera yngstur þeirra sem hafa náð þeirri hæð. Sherpar hafa verið óaðskiljanlegur hluti fíallaklifurs á Everest og einn þeirra, Appa að nafni, spókaði sig á toppnum þetta árið í tíunda sinn sem er heimsmet. Kollegi hans, Babu Chi- iri, komst á spjöld sögunnar þegar hann eyddi 21 klukkustund á toppnum en reynslumestu fíallagarpar hafast ekki við á tindinum nema í nokkrar mínútur vegna súrefnisskorts og óbærilegs kulda. Nýtt vandamál Metin sem hafa verið slegin þetta árið verða að margra mati til þess að hvetja enn fleiri tO að klífa Everest og ljóst að áhuginn á fjallinu fer vaxandi. Aukin vitneskja um ailt sem lýtur að fiallinu verður enn frekar til að ýta undir áhugann. Aukin umferð um hlíðar Everest hefúr hins vegar skapað nýtt vanda- mál sem er rasl af ýmsu tagi. Áætlað er að ekki færri en 1500 súrefniskútar séu á víð og dreif í fíailinu. Þá era ótal- in tjöld, niðursuðudósir og annar bún- aður sem fíallamenn hafa gjama upp með sér en nenna síðan ekki að bera niður aftur. -aþ/cnn Hvalaskoðun og sjóstangaveiði í Keflavík: Hlustað á óviðjafnanlegan söng hvalanna - með sérútbúnum hljóðnema Louvre í París - opið á ný eftir 3ja vikna verkfall: Biðraðir heyra sögunni til um gjöfulustu fiskimiðum heims og ekki skemmir útsýnið frá Faxaflóa- miðum þar sem menn njóta Snæ- fellsjökuls, allan hringinn að Garð- skagavita." Tii ferðanna gerir Guðmundur út bátinn Gest, sem tekur 30 manns, og hefur ágætis aðgengi fyrir hjóla- stóla. Hjá Hvalstöðinni er í raun hægt að panta hvers konar siglingu og segist Guðmundur taka vel í all- ar óskir og reyna að framkvæma þær eftir þörfum hvers og eins. -aþ Hvalaskoðunarferðir hafa undan- farin ár verið vinsæiar hér á landi, ekki síst á meðal útlendinga. Hval- stöðin í Keflavík er eitt þeirra fyrir- tækja sem bjóða upp á slíkar ferðir og í vikunni bættist við nýr tækja- búnaður í bát fyrirtækisins, Gest, sem gerir farþegum kleift að hlusta á söng hvala og höfrunga auk þess sem neðansjávarmyndavél hefur verið komiö fyrir. „Þetta er nýjung hér á landi og við vonum að þetta auki enn á fíölbreytni ferðanna. Það er gríðarlega skemmtilegt að skoða lífríkið í sjónum þegar aðstæður leyfa," sagði Guðmundur Gestsson hjá Hvalstöðinni. Hvalaskoðunarferðimar taka um þrjár klukkustundir og sagði Guð- mundur sumarið byrja ágætlega og í nánast öllum ferðum hefðu menn orðið varir við hvali. Erlendir ferðamenn eru sem fyrr segir í miklum meirihluta þeirra sem sækja í hvalaskoðunarferðir en Hvalaskoðun og sjóstangaveiði eru meðal þess sem fólk getur notið í skemmtibátnum Gesti sem er gerð- ur út frá Grófinni i Keflavík. Guðmundur segir íslenska hópa, svo sem fyrirtæki og saumaklúbba, sýna slíkum ferðum æ meiri áhuga. „Við bjóðum líka upp á fuglaskoð- unarferðir og sjóstangaveiði sem er afar vinsæl. Við veiðum á einhverj- Kínaklúbbur Unnan I þrettánda sinn til Kína Loksins berast góðar fréttir frá Louvre-safninu í París eftir harð- indatímabil sem varaði í þrjár vik- ur en starfsmenn safnsins lögðu niður vinnu. Með verkfaliinu vildu starfsmennimir mótmæla miklu vinnuálagi og kröfðust fleiri starfsmanna. Talið er að 320 þúsund gestir hafí þurft frá að hverfa á þessum stutta tíma og tekjutapið nemi 175 milljónum króna á tímabilinu. Jákvæðu fréttimar era hins vegar fleiri en þær að safnið sé opið á ný. Nú ætla forráðmenn safnsins nefnilega að stemma stigu við löngum og þreytandi biðröðum sem ein- kennt hafa inngang- inn í glerviðbygg- ingu safnsins. Nýja innganginn er að finna við Porte des Lions við ána Signu og standa vonir tii að biðraðfr þeirra sex milljóna manna sem heimsækja safnið ár hvert muni nú heyra sögunni til. Þó er mælt sterklega með því aö fólk bóki aðgöngumiða fyrir fram en það er hægt að gera á heima- síðu safnsins, www.mistral.cult- ure/louvre á Netinu. Það sparar enn frekar tima. -Reuter Langar biðraðir hafa einkennt Louvre-safnið í París en nú mun hafa verið ráðin bót á því. Unnur Guðjónsdóttir hefur sjálf- sagt farið oftar til Kína en flestir aðrir íslendingar. Hún er nýkomin heim úr sinni tólftu ferð og þegar farin að leggja drög að þeirri næstu. „Ég fæ aldrei nóg af Kina og er aldrei fyrr komin heim en ég byrja að undirbúa næstu ferð, sem verður í haust ef allt gengur að óskum,“ sagði Unnur í samtali við DV. Kínaferðin í haust verður með svipuðu sniði og fyrri ferðir og dag- skráin að vanda afar yfirgripsmikil. Meðal þeirra fíölmörgu staða sem heimsóttir verða má nefna Sichuan- hérað, þar sem meðal annars er hægt að sjá einu villtu risapöndum- ar í veröldinni. Þá verður Potala- höllin heimsótt og þar geta gestir gengið um híbýli Dalai Lama og virt fyrir sér fíölda geysistórra Búdda- líkneskja. Stórborgirnar Sjanghai og Bejing eru að sjálfsögðu á dag- skrá og í þeirri síðarnefndu verður að sjálfsögðu farið á Torg hins himneska friðar og í Forboðnu borgina. Að lokum verður stærsta mannvirki jarðar, Kínamúrinn, heimsóttur. Þetta er aðeins brot af fíölbreyttri dagskrá ferðarinnar en á þriðjudagskvöldið verður kynn- ingarkvöld á veitingahúsinu Shang- Stærsta Búddastytta í heimi verður á vegi Kínaklúbbsins í haust. Stytt- an, sem er 71 metra há, var höggvin í berg á 8. öld. Hún er svo stór að hægt er að aka eftir vegi á höfði hennar. hai þar sem Unnur mun halda fyrir- lestur og sýna myndir úr fyrri ferð- um. Allir eru velkomnir á kynning- una sem hefst klukkan 19.30. -aþ Sæti drottningar fyrir 45 pund Þeir sem fara tu London og hyggj- ast skreppa í leikhús lenda oft i vandræðum þegar kaupa á mið- ana á síðustu stundu enda oft uppselt margar vikur fram í tím- ann. Breska tfrnaritið Travel Holiday fíallaði á dögunum um nokkur ráð sem ættu að nýtast vel. í stærri leikhúsunum á West End eru nánast undantekningar- laust konunglegar stúkur sem oftast standa auðar. Konunglegt sæti kostar í kringum 45 pund. Aðeins einn galli er á þessum stúkum en hann er sá að fólk sér ekki nema hluta leiksviðsins enda hugsunin sú að konungsfiöl- skyldan sjáist en ekki að hún sjái vel. Fyrir þá sem vilja ekki sitja í sæti Betu drottningar mælir timaritið með því að fólk komi í leikhúsið um hálftíma fyrir sýn- ingu. Þar sé oftast að fá betri kjör en í sölubásunum sem margir þekkja á Leicester Square. (Týndur farangur á spottprís í í bænum | Scottsboro í i Alabamaríki | er að finna ; merkilega verslun. Þar á bæ er hægt að kaupa farangur sem hefur ekki skUað sér til réttra eigenda. Yfirfúllar ferða- töskur, myndavélar, strigaskór, minjagripir og hvaðeina fylla j hillur verslunarinnar og á hverj- um degi bætast um sjö þúsund nýir hlutir við. Á síðasta ári gerðu rúmlega 700 þúsund manns sér ferð til Scottsboro til að kaupa farangur annars fólks. Þótt flest flugfélög staðhæfi að 99% týnds farangurs skili sér á endanum til réttra eigenda glata um 20 þúsund farþegar töskum sínum í innanlandsflugi Banda- ríkjanna einu saman. Þeir sem vilja síður að farang- ur sinn endi i búð eins og þeirri í Scottsboro ættu að hafa eftirfar- andi atriði í huga. Mikilvægt er að merkja töskuna vel að utan en ekki er síður mikilvægt að setja merkimiða í hana að innan. Ekki yfirfylla töskuna því þá er hætt við að hún opnist og ekki víst að flugvallarstarfsmenn nenni alltaf að setja farangurinn aftur í. Þá er líka um að gera að innrita sig snemma því þeir sem koma á síð- ustu stundu eiga alltaf á hættu að taskan nái ekki rétta leið þótt | þeir sjálfir nái flugvélinni. Stokkið fram af háhýsi Þeir sem hafa alltaf öf- undað Köngu- lóarmanninn þegar hann ‘ stekkur fram af háhýsum geta nú próf- að eigin stökkgetu, það er að segja ef þeir heimsækja nýjasta skemmtigarðinn í Orlando í Flór- ída. Það var Universal stúdíóið sem reisti garðinn fyrir 70 millj- arða króna og hyggst fara í harða samkeppni við Disney world sem hingaö til hefur nánast einokað þær 40 milljónir gesta sem árlega sækja borgina heim. Kóngulóarmannshermirinn sió strax í gegn og þykir tæknilega miklu betri en önnur tæki af svipaðri gerð. Fjölmörg önnur leiktæki eru í garðinum og gestir ættu ekki að láta sér bregða þótt þeir rekist á risaeðlu í fullri stærð þegar þeir spóka sig í garð- inum. Þá hefúr hótel verið reist innan garðsins þannig að unn- endur skemmtigarða geta haft allt sem þeir þurfa við höndina. = ; s ! ) - í í :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.