Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 JLJ"V fréttaljós Fávana og fámenn lögregla, útsöluverð á dópi og lokun meðferðarplássa í miðju góðæri: Dópsalar glotta við getuleysinu Lokun þriggja af átta vistunar- plássum vegna fjárskorts á Stuðl- um, þar sem fíkniefnaneytendur undir sjálfræðisaldri eru vistaðir neyðarvistun, hefur beint kastljós- inu að ógnvænlegri stöðu fíkniefna- mála hér á landi, hástemmdum kosningaloforðum framsóknar- manna upp á einn milljarð króna og langvarandi máttleysi lögreglu vegna skorts á bæði fé og mannafla. Vegna mikils framboðs bjóðast flkniefni á lægra verði en fyrr, dópsalar stunda sína iðju framan við nefið á lögreglunni og ekkert bólar á milljarðinum. Á sama tíma lengjast biðlistar á meðferðarstofn- unum fyrir flkniefnaneytendur, sér- staklega þá yngri. Biðtími á Stuðium, þar sem neyð- arvistun er barnavemdarúrræði og heyrir undir félagsmálaráðuneytið, er allt að eitt ár. Fjölgun á biðlistum orsakast bæði af meiri og alvarlegri fikniefnaneyslu unglinga undir sjálfræðisaldri og eins vegna hækk- unar sjálfræðisaldurs úr 16 í 18 ár. Skjólstæðingar Stuðla eru eldri en áður, sterkari og í harðari neyslu. Dýrara að snúa við Það þykir því eðlilega skjóta skökku við að loka nær helmingi plássanna í allt að tvo mánuði yfir sumartímann. í viðtali við DV á miðvikudag fullyrti 16 ára stúlka, fyrrum flkniefnaþræll, að hún hefði aldrei lifað svo langan biðtíma eftir plássi á Stuðlum. Svo alvarlegt hefði ástand hennar verið vegna neyslu þegar hún var vistuð þar. Sú spurning verður því áleitin, og fyllilega réttmæt, hve margir ung- lingar verði ekki aðeins fórnarlömb neyslunnar sem slíkrar næstu miss- eri heldur tregðu kerfisins til að bregðast við vanda þeirra. En hvað kostar að opna þessi pláss aftur. Sólveig Ásgrimsdóttir, forstöðumaður Stuðla, tjáði DV að sumarið hefði þegar verið skipulagt með tilliti til þessara lokana og þá byggt á reynslu síðasta árs. Þá voru sams konar lokanir uppi á teningn- £f 200 tsltrn&k ungmenni vívru týnd í hriðarbyl á fjollum fyndist «kki sa Islendingur sem ekkt vteri fús aO teg&a alit t saiurnar ttl a6 bjarga þctm. Framsókn Framsóknorftokkurinn vill róðstafa 1.000 miiljónum króna til viSbótar því som nú cr gcrt til baróttunnar gegn fíknicfnum. ASrir fiokkar lýsa yfir köldu stríSi hver viS annan. Framióhnarmenn^ lýsa yfir stri'Si gegn ffkniefna- vandanum. Framsókn g Vertu mcS! f fknief num FRAMSOKNARFLQKKURiNN • il latum verltin tala! Dönsku jarðgerðarkassarnir komnir aftur Ræktaðu garðinn með heimagerðum áburði og dragðu um ieið úr sorpmagni frá heimilinu r/. .1 —•**\ '4 Dalbrekku 16, Kópavogi, sími 564 4600 Humus kassinn er úr endurunnu plasti og er einn mest seldi jarðgerðarkassinn I Danmörku 16 ára fyrrum fíkniefnaneytandi, sem var nær dauða en lífi í harðri neyslu, auglýsir eftir efndum á loforðum stjórnmálamanna. DV-mynd Hilmar Þór um. Sólveig sagði að úr þvi sem komið væri væri dýrara að snúa við núna, opna plássin og skipuleggja allt upp á nýtt, en halda óbreyttum kúrs. Væn sneið af milljarði kæmi sér vel í þessari stöðu. Ódýrara dóp Vegna mikils framboðs á flkniefn- um, í Evrópu og hér á landi, hefur smásöluverð þeirra verið á niður- leið. DV skýrði frá því í gær að grammið af kókaíni væri komið nið- ur í 7-8 þúsund krónur eftir að hafa verið í 15 þúsund krónum og þar yfir fyrir nokkrum misserum. Grammið af hassi fæst á um 1500 krónur en magnafsláttur er í boði ef keypt eru 10 grömm eða meira. Svipaða sögu er að segja af öðrum fikniefnum, framboðið er mikið og verðið hefur tilhneigingu til að lækka frekar en hækka. Hassmoli týnist Margir foreldrar haida því fram að bamið þeirra geti ekki neytt fikniefna, einfaldlega vegna þess að það hafi ekki peninga til að standa undir neyslunni. En þetta viðhorf er blekkingar einar. Unglingar eru sterkur þrýstihópur þegar kemur að útgjöldum heimilisins. Ef tekin eru saman útgjöld vegna reksturs ung- lings á einum mánuði kemur niður- staðan oftar en ekki á óvart. Því er nærtækt að bera saman smásölu- verð á grammi af hassi og verð ým- issa dæmigerðra neysluvara ung- linga. Og ekki má gleyma aðgeng- inu, dópið berst hraðar en pitsan. -. Grammið a£ hassi. kostar 150Ú krónur. Ef fimm unglingar slá sam- an í eitt gramm verður niðurstaðan 300 krónur fyrir hvem. Til saman- burðar má nefna að það kostar víða 350-450 krónur að leigja mynd- bandsspólu með nýrri bíómynd. Bíómiðinn kostar um 600 krónur, og fargjald fram og til baka í strætó kostar nú 240 krónur. Pitsa og kók getur kostað 1400 krónur, geisla- Fréttaljós diskur 2100 krónur og nýjar buxur 6.900 krónur. Kaup á hassmola af og til geta auðveldlega týnst í þessari neyslu. Hæðast að getuleysi Heimildir innan lögreglunnar tjá DV að um 50 virkir fikniefnasalar starfi á höfuðborgarsvæðinu. Vitað er hvað þeir heita, hvar þeir búa og hvernig þeir starfa. En sömu heim- ildir og heimildir innan forvarna- og félagsmálageirans eru sammála um að þessir aðilar starfi nær óá- reittir. Og smásalar, í sumum tilfell- um þekktir krimmar, gangi áhyggjulausir um göturnar með hæðnisglott á vör og vasana fulla af fikniefnum, vitandi að lögreglan er . vanhúin,. vantar. peninga og. mann= afla til að trufla iðju þeirra svo nokkru nemur. Áður hefur verið íjallaö um fjár- skort og manneklu lögreglunnar sem stjómvöld bera ábyrgð á. Ef slá á neti um starfsemi fikniefnasala kostar það mannafla og fé sem ekki er fyrir hendi. Getuleysið er hróp- andi - á milljarð. í skjóli þessa getuleysis eru einnig framin ofbeldisverk á þeim sem skulda fyrir fíkniefni, jafnvel fyrir opnum tjöldum. Og aðferðim- ar eru eins og í bíómyndum. Þannig mun ungur drengur hafa verið tek- inn, ekið með hann út fyrir bæinn, honum hent niður í holu og hótað að hann yrði grafinn lifandi ef hann borgaði ekki meinta fikniefnaskuld. Eins segir frá dreng sem læstur var í farangursgeymslu bíls og honum ekið að stað þar sem átti að lemja hann með kylfum. Það varð drengn- um hins vegar til happs að hann hafði GSM-síma á sér og gat gert lögreglunni viðvart í tæka tíð. En gróðavonin er óttanum yfir- sterkari. Ef vel er haldið utan um viðskiptin má græða væna fúlgu - skattfrítt. Þegar ársvelta í fikniefna- heiminum á íslandi kemur til um- ræðu þykir einn milljarður ekki merkileg tala. Smákóngar slást Af ofanrituðu er ljóst að þörfin fyrir margumtalaðan milljarð fram- sóknarmanna er æpandi. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði DV á miðvikudag að milljarð- urinn væri á leiðinni. Honum yrði deilt út í samráði við sérfræðinga og yrði að auki deilt niður á árin fjögur á kjörtímabilinu. Aðspurðm' um milljarðinn á beinni línu DV fyrir kosningar sagði Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknar: „Við segjum í okkar stefnuskrá að við viljum verja honum til for- varna, meðferðarúrræða, til lög- gæslu og tollgæslu. Við teljum það hins vegar ekki mögulegt á þessu stigi að skipta því nákvæmlega heldur sé eðlilegt að þeir aðilar sem þarna er um að ræða verði beðnir að fara yfir það og koma með sínar skoðanir á því. Við viljum líka auka samsteirf við félagasamtök i landinu og þær stofnanir sem vinna að þess- um málaflokki." Heimildarmaður DV, sem hefur látið sig þessi mál mjög varða og hefur langa reynslu af fíkniefnamál- um, er fullur efasemda þegar kemur að svari Halldórs. „Þetta þýðir að allir smákóngarn- ir í kerfinu byrja að bítast um sem stærsta sneið af þessari frægu millj- arðsköku. Þeir sem hafa sterkustu lobbíistama fá náttúrlega mest. En þar sem þetta er kosningaloforð verður að gæta þess að sem flestir fái eitthvað. Ef fáir fá mikið verða einhverjir út undan og það er ekki gott fyrir loforðapólitíkus. Þess vegna er útlit fyrir að milljarðurinn skiptist í svo marga litla parta, og það á fjórum árum, að hans verði í raun aldrei vart. En á meðan halda fikniefnasalamir áfram og biðlist- arnir styttast ekki. Við stöndum frammi fyrir verkefni sem kostar milljarða, ekki milljarð." í hríðarbyl f auglýsingum Framsóknarflokks- ins fyrir kosningar, með Halldór Ás- grímsson í broddi fylkingar, sagði: „Ef 200 íslensk ungmenni væru týnd í hriðarbyl á fjöllum fyndist ekki sá ís- lendingur sem ekki væri fús að leggja allt í sölurnar til að bjarga þeim.“ Ef marka má orð viðmælenda DV er mikill Qöldi ungmenna þegar týnd- ur í hríðarbyl fikniefnaneyslu, á göt- unni i góðærinu. Og þeir sem eru á leið til hjálpar eru fáir og illa búnir. _____________________________-Hlh i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.