Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 DV 2» helgarviðtalið ~k ★ „Ég var aldrei með neina leiklistarbakteríu.Ég var tutt- ugu og fimrn ára þegar ég fór í Leiklistarskóla íslands og var bara að leita að einhverju til að gera við líf mitt, “ segir Maria Siguröardóttir leikstjóri sem setti upp fjögur „kassa- stykki“ á liðnu leikári og gekk nýlega út í vorið eftir að hafa setið inni í myrkrakompu í heilan mánuð við að leikstýra talsetningu við kvikmyndina Myrkrahöfðinginn. María segist ekki hafa unnið við Myrkrahöfðingjann að öðru leyti en hún hefur unnið sem aðstoðarleik- stjóri við tíu íslenskar kvikmyndir. í vetur var þó vettvangur hennar í leik- húsunum þar sem hún setti upp fjórar sýningar, Sex í sveit, Pétur Pan og Feg- urðardrottninguna frá Línakri í Borg- arleikhúsinu og Þjón í súpunni í Iðnó. Allar sýningamar urðu kassastykki og sum kvöldin var uppselt á þær ailar. Sýningamar fjórar verða teknar upp aftur á næsta leikári og útlit er fyrir að fleiri sýningar bætist í safnið. María er þessa dagana að hcfja æf- ingar á „The Search for Signs of Intelli- gent Life in the Universe," (Leitin að vísbendingum um ráð og rænu í al- heiminum), einleik sem leikinn er af Eddu Björgvinsdótur og verður frum- sýndur á litla sviði Borgarleikhússins í ágúst. Sex í sveit er að leggja upp í leikferð um landið og þann 1. ágúst hefjast tökur á kvikmynd Friðriks Þórs „Englar alheimsins" þar sem María verður aðstoðarleikstjóri. Næsta vetur mun hún setja upp bandarískt leikrit „The Smell of the Kill“ (Ilmur morðs), gamantrylli um þijár konur, í Borgarleikhúsinu. En fyrst á verkefhalistanum er Englar al- heimsins. Samstarfið við Friðrik Þór „Ég er að byrja að undirbúa vinn- una með Friðriki Þór, velja í hlutverk og þess háttar," segir María og víst er að þar er hún á heimavelli því hún hef- ur verið aðstoðarleikstjóri hjá Friðriki í fjómm myndum; Bíódögum, Djöfla- eyjunni, Cold Fever og í erótískri mynd sem Friðrik gerði fyrir þýska sjónvarpið. Hún segist núorðið ekki myndu vinna sem aðstoðarleikstjóri í kvik- mynd með neinum öðrum en Friðriki. En hvers vegna? „Við vinnum mjög vel saman. Frið- rik er mjög skemmtilegur maður. Hann er fróður, hefúr stálminni og hef- ur þann kost að treysta því fólki sem hann ræður. Hann ræður fólk sem hef- ur eitthvað sem hann vill nota og það er góð tilfinning. Það er áhugavert og lærdómsríkt að fylgjast með því hvem- ig hann gerir myndir sinar, hvemig hann hugsar þær og hvað hann vill fá út. Mér fmnst ég endalaust vera að læra eitthvað þegar ég vinn með hon- um. Það er alltaf góður mórall í kring- um hann. Ég held fáir hér geri sér grein fyrir því hve frægur hann er orð- inn erlendis og hversu víða íslenskar myndir era sýndar. Óskarstilnefning hans á sínum tíma fleytti íslenskri kvikmyndagerð mjög áfram. Það segir kannski sína sögu um hvað við vitum lítið um Friðrik hér- lendis að þýska sjónvarpið er búið að gera heimildamynd rnn hann - ekki við. Og hvað varðar erótísku myndina sem hann gerði, þá er hún hluti af ser- íu sem þýsk sjónvarpsstöð fékk fræga kvikmyndaleikstjóra til að gera. Þar er Friðrik Þór kominn í hóp með fræg- ustu leikstjórum heims.“ María Sigurðardóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands árið 1983. Hún hefur síðan starfað sem leikari, aðstoðarleikstjóri í kvikmyndum, leikstjóri hjá áhugaleikhópum og síðasta vetur í atvinnuleikhúsum þar sem hún átti fjórar metsölusýningar. Hún segist þó enn ekki sest að í leikstjórastólnum. Leikara og leikstjóra skortir þjálfun Hvar stendur ís- lensk kvikmynda- gerð? „íslensk kvik- myndagerð líður að vissu leyti fyrir það að hér vantar kvik- myndaþjálfun fyrir leikara og leik- stjóra. Ég man hvað ég var glöð í fyrra þegar ég heyrði að Sjónvarp- ið ætlaði að vera með sunnudags- leikhús í hverri viku. Mér fannst þetta upplagður vettvangur fyrir leikara og leik- stjóra til að fá þjálf- un í kvikmynda- leik - og þá í krefj- andi verkum, is- lenskum sem er- lendum. En það var ákveðið að sýna bara stutt, ný verk eftir íslenska höf- unda sem þýddi að höfundamir komu með verkin og fengu þau fram- leidd. Þegar búið er að ákveða fram- leiðslu á tuttugu til þrjátíu verkum seg- ir það sig sjálft að menn eiga ekki mikið val. Þeir veröa bara að fram- leiða það sem berst. Enda fór það svo að það var lítið varið í útkomuna. Þetta var eins og til- raun til að kreista einhvern safa úr engu og alltaf eftir sömu höfundana og aðeins fáir leikstjórar fengu að spreyta sig. Oft skildi maður ekki hvað var verið aö fara í þessum verkum og hver tilgangurinn væri með þessu öllu. Ég hefði lika viljað sjá þetta gert þannig að leikstjórar veldu verk, erlend jafnt sem innlend, til að glíma við. Ef stefhan er að efla íslenska kvikmynda- handritagerð, þá getur ekki verið stefna að sleppa því að efla leikara og leik- stjóra í sama miðli. Dagskráin á ekki að vera einkamál og geðþóttaákvörðun þessarar ríkisstofnunar sem við höfum þar að auki skylduáskrift að.“ Leiklistarskolinn of lengi ein skorðaður við sviðsþjáltun Sigrún Edda Björnsdóttir og Ellert Ingimundarson Feguröardrottningunni frá Línakri sem frumsýnd var undir vor. Er það ekki leiklistarskólans að þjálfa leikara og leikstjóra í kvik- myndavinnu? „Jú, en þjálfunin þar er engan veg- inn nægjanleg. Það var mjög jákvætt að sjónvarpið og leiklistarskólinn skyldu vinna saman að verkefiii með útskriftarhópnum eins og gert var í fyrravetur og í vetur, en slikt verkefhi þarf lengri aðdraganda og krakkamir þurfa að læra meira áður en þau vinna verkefni sem er sýnt alþjóð um páska. Það vantar svolítið metnaðarfyllri stefnu; að hugsa lengra fram í tímann. vonandi sjö til níu kvikmyndir á ári en hér er enn þá verið að útskrifa leikara án nægrar þjálfunar í kvikmyndaleik. Við sjáum auðvitað leikara eins og Hilmi Snæ sem bara kann þetta, hefur þetta í sér og virðist gera þetta fyrir- hafnarlaust, sem og Egil Ólafsson sem er mjög sjóaður í kvikmyndaleik. Leiklistarskólinn hefhr einskorðað sig of lengi við sviðsþjálfun. Hún er auðvitað nauðsynleg en þetta þarf að vera samverkandi." Núna er búið að merkja kvikmynda- gerð sem iðnað og hún heyrir því und- ir Finn Ingólfsson. Er ekki slæmt að hún skuli ekki heyra undir mennta- málaráðuneytið eins og Leiklistarskól- inn og Ríkisútvarpið? „Nei, það er bara mjög gott. Ef hún heyrir undir iðnað ætti að vera auð- veldara að fjármagna kvikmyndir. En þetta era allt ríkisstofnanir og Leiklist- arskóli íslands og Sjónvarpið verða að fylgja sömu stefnu. Það segir sig líka sjálft að þegar við útskrifum átta leik- ara á ári, fyrir utan þá sem fara utan í nám, þá fá ekki allir hlutverk á sviði. Leikhúsin geta ekki tekið við þessum fjölda. Það væri til dæmis alveg mögu- leiki að bjóða upp á að leiklistamem- endur gætu tekið valkúrsa til að sér- hæfa sig í aðra hvora áttina." Markmiðið að framleiða eitt- hvað gott fyrir áhorfendur Nú hefur þú verið aðstoðarleikstjóri í tíu kvikmyndum og komin með mikla þjálfun. Ætlarðu ekki að fara sjálf út í að leikstýra kvikmyndum? „Jú, það stendur til. Það er verið að skrifa handritið og það er inni hjá Kvikmyndasamsteypunni. Það hefhr verið dálitið þannig í kvikmyndageir- anum hér að þeir sem vilja gera bíó- mynd skrifa handritið sitt sjálfir, leik- stýra sjálfir og era að vasast í öllu. En svo kemur við og við fólk, eins og þessi tiltekni handritshöfundur, sem fær brilljant hugmynd, skrifar handrit en gerir sér grein fyrir því að hann er ekki leikstjóri þótt hann sé mjög fær á sínu sviði sem kvikmyndatökumaður. Enda getur þetta ekki lotið að því að gera allt sjálfur og verða heimsfrægur. Þjónn í súpunni: Edda Björgvins, Kjartan Guðjónsson og Margrét Vilhjálmsdóttir. Eg vil helst að okkar leikarar geti gert rosalega góða hluti í kvikmynd- um. Á næstu árum framleiðum við Markmiðið á auðvitað að vera að fram- leiða eitthvað gott fyrir áhorfendur. Kikkið í þessu er að takast á við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.