Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 29
JLJ V LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 íffelgarviðtalið J skemmtileg verkeM með góðu fólki og framleiða eitthvað sem áhorfendur njóta. Vildi skrifstofustarf og íbúð í verkó Þú segist ekki hafa verið með leik- listarbakteríuna þegar þú þreyttir inn- tökupróf inn í leiklistarskólann. Hvemig byijaði þetta ailt? „Þetta er eiginlega allt Olgu Guð- rúnu Ámadóttur vinkonu minni að kenna. Ég var tuttugu og fimm ára þegar ég fór í leiklistarskólann. Ég ég ailar götur síðan verið að vinna við leiklist, fyrir utan nokkrar vikur sem ég var að þrífa. Það var þegar ég bjó á Húsavík og hlé i leiklistinni. En mér fannst óskaplega gaman í skólanum og hann er mjög góður.“ Samt ertu gagnrýnin á hann. „Já, það er vegna þess að mér þykir svo vænt um hann. Það var ómetanleg reynsla að fara í gegnum hann. Þama ert maður í einkatímum við að fara í gegnum sjálfan sig - algera naflaskoð- un. Það er reynsla sem maður býr að alla ævi, Ég hef oft hugsað um það síðan að í gegnum ailan skólann sá ég aldrei fýr- ir mér að ég yrði leikkona sem ynni á sviði í atvinnuleikhúsi alla ævi. Enda var ég alltaf að viða öllum fjáranmn að mér i skólanum, sérstaklega þvi sem laut að leikstjóm. Það var ómeðvitað en ég held að ég hafi grætt mjög mikið á því. Eftir að ég útskrifaðist var ég síðan stundum að leika og stundum ekki. Þess á milli var ég að leikstýra hjá áhugaleikfélögum." Nú þykir það ekki par fint í leiklist- arheiminum. „Nú er það ekki? Mér fannst það rosalega gaman. Ég lagði alltaf mjög mikið í þessar uppsetningar. Ég ætlað- ist til þess að fólk ynni eins og í at- vinnuleikhúsi. Jaihframt varð ég að María Sigurðardóttir hefur unnið við leiklist frá því hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands 1983, ef undan eru skildir fáeinir mánuðir sem hún vann við hreingerningar. sitja sem fastast inni í leikhúsinu og þeim heimi sem tilheyrir því. Maður er alltaf að pæla í karakterum, alltaf að pæla í þeim sem maður er að vinna með hveiju sinni og reyna að gera góða hluti fyrir áhorfandann." Sótt norður til að leikstýra bömum María hafði að vísu skroppið norð- ur árinu áður til að leikstýra á Húsa- vík. Eftir að hún flutti norður var óhjákvæmilegt að hún tæki upp leik- stjóm - og það var einmitt á Húsavík sem boltinn byijaði að rúila. „Hrafn Gunnlaugsson hringdi í mig og bað mig að vera aðstoðarleik- stjóri í kvikmynd. Hann sá sýningu sem ég leikstýrði hjá Leikfélagi Húsavíkur þegar hann var að byija að fraMeiða Hin helgu vé, þar sem böm em í aðaMutverkum. Hann sagði að ef ég gæti leikstýrt áhuga- leikurum svona vel, þá gæti ég leik- stýrt bömum i kvikmynd. Ég sló til. Síðan sat ég í mánuð, æfði bömin og eina stúlku sem var ekki lærð leikkona og vann með Hrafni til enda. Eftir þetta hringdi Friðrik Þór í mig. Hann var að byija á Bíódögum þar sem var mikið af bömum. Þannig hefur það þróast að ég er að- stoðarleikstjóri sem vinnur með leik- urum, öfugt við það sem gerist er- ina þar sem skipulag og undirbM- ingur var mjög flókið ferli. Ég var svo stressuð að ég svaf ekki. Ég vann bara linnulaust og var mjög meðvit- uð um að ég kynni ekki neitt." Hvenær fluttirðu svo aftur suður? „Ég veit það ekki. Ég flutti bara smám saman. Allt í einu var ég farin að vera hér meirMutann af árinu. Ætli ég hafi ekki flutt suður um 1995.“ Hvað með leikhúsin þá? „Ég sótti um vinnu þar á hveiju vori, sem leikari eða leikstjóri, en fékk ekkert að gera. En mér þótti það ekkert erfitt. Maður sótti bara um til þess að minna á sig,“ segir María en bætir við eftir andartaksumhugsun: „Kannski var ég bara búin að brynja mig gegn vonbrigðum. Ég er þannig að ég reyni alltaf að láta mér líða vel, sama hvemig allt veltist og snýst.“ Hallæríslegt upphlaup í fyrravor setti María upp hinn gríðarvinsæla farsa Sex í sveit i Borgarleikhúsinu og var eftir það ráðin á árssamning til þess að setja upp þijú verk til viðbótar. Það var Þórhildur Þorleifsdóttir sem réð Maríu á leikstjórasamning en undan- farið hefur staðið nokkur styr um Þórhildi. Þegar María er spurð út í átökin í Borgarleikhúsinu, segir hM: „Þetta er ótrúlega hallærislegt upp- hlaup. Þórhildur er óhrædd við að Sex í sveit hefur gengið fyrir fullu húsi í heilt leikár og verður tekið upp f haust. mála en það er bara lífsins gangur og eðlilegt í leikhúsi en ekki undarlegt eða tortryggilegt. Það sem ég mun alltaf meta við Þórhildi er að hM kastaði mér ekki bara út í laugina þegar ég kom óreynd þama inn. HM fyigdist alltaf með vinnunni og ég gat farið til hennar með öll mín vanda-' mál, stór og smá. Það var mér mikils virði í byijun þar sem ég var óvön að vinna í atvinnuleikhúsi og einangr- uð sem leikstjóri. Þórhildur er hins vegar mjög reyndur leikstjóri og það var ómetanlegt að geta rætt við hana um það sem ég var að gera. Þórhildur er skapstór kona eins og algengt er með gáfað fólk. Við höfum vissulega deilt um ýmsa hluti og báð- ar staðið fast á okkar. En við höfum ailtaf leyst okkar ágreining, því við erum báðar að vinna í leikhúsinu og fyrir leikhúsið og það skiptir öflu máli. Þórhildur ber ábyrgð á list- rænni stjómun og stefnu í þessu leik- húsi og mér finnst hM standa sig vel.“ Engar blóðsúthellingar „Það gætu margir haldið að þama væra stundaðar svakalegar blóðsút- hellingar, en það er auðvitað bufl. Þórhildur hefur fundið verkeM og leiðir sem em alveg grand fyrir þetta leikhús. HM er að dMdra því upp M öldudal af miklum kjarki og aðsókn- in hefur stóraukist. Ég hef engan hitt í Borgarleikhús- inu sem ekki á sér þann draum að það leikhúsið nái að bómstra. Þeir sem ekki vilja það, hljóta að fara. Leikhúsið hefur alltaf verið átaka- heMur og verður það alltaf. Ég get auðvitað gagnrýnt Þórhildi fyrir ým- islegt en þá segi ég það við hana ■ sjálfa. HM er ekkert öfundsverð af því að koma inn í þetta félag sem hef- ur aldargamalt mynstur. Og ég hef ekki orðið vör við að Þórhildur sé að gera neitt annað en að vinna þessu leikhúsi til framdráttar." Verður þú framvegis fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið? „Nei, en ég verð eitthvað að vinna þar næsta vetur.“ Nú ert þú orðin leikstjóri. Hvað langar þig til að gera næst? „Ég er leikstjóri nMa og það er gaman og ég held áfram að læra. En þar sem ég skipulegg aldrei líf mitt,? tek ég bara því sem að höndum ber. Það er svo margt annað í deiglunni. Ég er alltaf meðvituð um að ekkert varir að eilífú. Þetta getur allt hrun- ið á einum degi en það hefur aldrei vafist fyrir mér að vinna við hvað sem er til að sjá fyrir mér.“ -sús i húsinu og var að leika þar stórt hlut- verk. En ég velti ekkert fyrir mér hverju ég var að kasta frá mér, þannig að það var mikið áfafl þegar ég áttaði mig á þvi að ég hafði gleymst. Alveg eins og skot. Það hringdi enginn í mig til að biðja mig að koma suður að leika, nema Guðmundur Ólafsson sem bauð mér eitt hlutverk í verki sem hann skrifaði." Hvemig stóð á að þú hugsaðir mál- ið ekki betur? „Ég sit aldrei við að plana framtíðina. Ég hef aðeins tekið eina ákvörðun í líMu; að sækja um leiklistarskólann og er enn að jafiia mig á því. Á sama hátt sit ég aldrei og iðrast þess sem ég hef gert. Þegar upp er staðið var þetta svokaflaða flan nákvæMega það sem ég þurfti á að halda. Ég kynntist miklum fjölda fólks, virkileg- um karakterum, sem er endalaus brunnur í minni vinnu. Það síð- asta sem leiksfjóri þarf að gera er að lendis þar sem þetta er skipulags- og stjómunarstarf. Hér vinnur aðstoð- arleikstjóri þriggja manna starf; stjómunarvinnu, vinnu með leik- sljóra og leikurum, stjómar upptök- um og þjálfar statista i hópsenum. En þannig er bara allt á íslandi." Hvemig var að koma inn í heM kvikmyndanna? „Það vora mikil viðbrigði. Ég hafði leikið í tveMur myndum sjálf en nMa var ég hinum megin við vél- Pétur Pan var barnasýnlng Borgarleikhússlns á liðnu leikári og verður hún tekin aftur upp í haust. Það er Gísli Rúnar Jónsson sem er kapteinn Krókur. hafði unnið fyrir mér frá sextán ára aldri og vissi ekkert hvað ég átti að gera við líf mitt. Á táningsárunum hafði ég mest metnað til að verða skrif- stofustúlka, kjósa Sjálfstæðisflokkinn og verða mér úti um ibúð í Verkó. Þetta var línan. Ég átti vinkonu sem var í leiklistar- skóla SÁL en þá fannst mér þetta ekki vera fyrir mig. En ég var nýbúin að kynnast Olgu og orðaði það við hana að maður ætti kannski að athuga leik- listina. Ég hafði reynt fyrir mér í myndlist en fannst það svo einmana- legt starf. Olga tók mig á orðinu, kenndi mér að syngja og barði mig í gegnum inntökuprófið í Leiklistar- skóla íslands. Ég varð mjög undrandi þegar ég komst inn í skólann, því þeir sem vom í inntökuprófmu vom flestir með leik- listarbakteríuna. Ég var bara að leita að einhveiju til að gera. Hins vegar hef gæta þess að fólk hefði gaman af þessu, vegna þess að í áhugaleikfélögum legg- ur fólk á sig ómælda vinnu sem það fær ekki greitt fyrir. Sjálfri finnst mér mjög gaman að setja upp gamanleiki með áhugaleikfélagi en enn þá skemmtilegra að setja upp dramatísk verk. Rutti liorður og gleymdist María útskrifaðist frá Leiklistar- skóla Islands vorið 1983 og lék á sviði fram til ársins 1989. „Eftir það hef ég þrisvar leikið á sviði,“ segir hM, „sem kann að hljóma mjög sorglega en það er ekkert sorglegt við það.“ Hvað gerðist? „KarMaður. Norður í landi. Ég var svo ástfangin að ég flutti norður til þess að vera með þessum manni. Þetta þótti auðvitað algert glapræði, vegna þess að ég var á samningi í Þjóðleik- gera breytingar og taka áhættu, sem mælist ekki alltaf vel fyrir hjá þeM sem vilja lulla áfram í sama gaMa hjólfarinu M þess að þurfa að hugsa. Mér fannst alveg frábært að hún skyldi ráða manneskju sem aldrei hefur sett upp í atvinnuleikhúsi til þess að setja upp farsa, Sex í sveit. Þegar sú sýning gekk vel, ákvað hM að ráða mig á leikstjórasamning og okkar samvinna hefur verið mjög góð. Við erum alls ekki alltaf sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.