Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 XJ>'Vr ** 10 'nærmynd k k Skúli Mogensen, fyrirliöi Oz-fólksins sem vinir segja aö sé eins konar Ein- ar Ben. 21. aldarinnar. DV-mynd Teitur Heimspekingur í forstjórastól - Skúli Mogensen var ráðinn til Oz af 18 ára unglingi þegar vantaði mann sem kunni að setja upp bindi Galdrakarlarnir í Oz eru aö sanna sig. í fjármálaheim- inum mátti heyra efasemd- araddir um verömœti fyrir- tœkisins eftir aö DV sprengdi á forsíöu fyrir 6 mánuöum vel varöveitt leyndarmál um fyrirhugaöa milljarös fjár- festingu sœnska tœknirisans Ericssons í litla Oz. Á þriðju- dag var hálfs árs gömul frétt DV loksins innsigluö og staö- fest og Oz var skotiö á spor- baug í fjármálalífinu í hin- um stóra heimi. Bak viö vel- gengnina eru nokkrir ungir menn sem hugsa töluvert óheföbundiö. Einn þeirra er Skúli Mogensen, 30 ára, sem er í þessari Nœrmynd DV. Heimspekilegur þankagangur Skúli Mugensen er framkvæmda- stjórinn og fyrirliði hópsins sem starfar í gömlu mjólkursamsölunni við Snorrabraut. Hann er elsti sonur Brynjólfs Mogensens bæklunarlæknis og Önnu Skúladóttur, löggilts endur- skoðanda og fjármálastjóra Reykjavík- urborgar. Margrét Ásgeirsdóttir, eig- inkona Skúla, er líka læknir og faðir hennar einnig, en tengdamamman lög- fræðmgur. Skúli er því umvafinn læknum og hámenntuðu fólki. Sjálfur hefur hann ekki sýnt nein merki um læknisfræðilegar tilhneigingar svo kunnugt sé, og ekki hafði hann tíma til að bíða lokaprófs úr háskóla. Hans áhugi fór í aðrar áttir. Þau Skúli og Margrét búa ásamt bömum sínum tveim, þeim Ásgeiri, 6 ára, og Önnu Sif, eins árs, í virðulegu og gömlu húsi við Fjölnisveg. Skúli er fyrst og ffernst filósóf, og kemur inn í viðskiptaheiminn á heim- spekilegum forsendum. Hann er hvorki tölvugúrú, né heldur gengur hann með háskólapróf í viðskipta- greinum frá virtum háskóla upp á vas- ann. Hatnn hefúr reyndar ekkert há- skólapróf. Skúli stundaði nám í heim- speki við Háskóla íslands en lauk ekki námi. Viðskiptin voru hafrn og ekki gafst tími til að ljúka prófum. Skúh fékk sænskt-íslenskt uppeldi. Brynjólfur faðir hans var á æskuárum Skúla í sérfræðinámi og síðar doktors- námi. Hingað kom Skúli sem unglingur og settist í Hagaskóla. Honum varð vel tU vina hér á landi eins og í Svíþjóð. Kannski var hann talinn allsérvitur á yngri árum, og margir segja að svo sé enn. Hans áhugamál voru mörg og sum þeirra óvenjuleg hjá unglingum. Sem dæmi um það er brennandi áhugi á mál- aralist. Þann áhuga var að finna á heim- ili Skúla. Sjálfúr teiknaði hann fimin öli og flktaði við liti, en þá iðju hefur hann lagt af vegna anna, sem og ýmsa dægradvöl aðra sem hann hefur ánægju af. Fáir vina Skúla vita um myndlistarhæfi- leika hans og áhuga á listinni. Meðal áhuga- mála sem Skúli hefúr vanrækt er tennis, hann er sagður eiga tröllaukin smöss ef hann hittir vel. Hann á það hins vegar til að renna um borgina á reiðhjólinu sínu með hjálm á höfði. í samningaviðræðum við Ericsson var það mikill kostur að toppmaðurinn í Oz talaði reiprennandi sænsku. Þeir sem til þekkja segja að sú kunnátta hafi liðkað fýrir samstarfinu undanfarin tvö ár og Svíamir orðið æ hrifnari af Oz- hugmyndum eftir því sem á leið En hvað er það sem Svíunum líkar svo vel? Það em hugmyndir, hugmynda- fræði, kraftur og stefna starfsmanna Oz. Unnið er að þróun svokallaðis iPulse- samskiptabúnaðar, sem á að flýta fyrir samskiptum á Intemetinu og bæta þau á ýmsan hátt. Það sem íslendingum þyk- ir skrítið er að sjá ekki tiltekna inn- pakkaða vöm. Þetta er hugbúnaðarvara sem maður hleður inn af Intemetinu en fæst ekki úr hillu í tölvubúð. Líka er um að ræða umfangsmikinn sörver-búnað sem er sérsniðinn til að falla aö símkerf- um símaíyrirtækjanna og með öllu ósýnilegur. En þetta era hugmyndir sem eiga eftir og era þegar famar að hafa áhrif á þróun Netsins. Þess vegna hefúr risinn Ericsson lagt milljarð í Oz.com., sem er með rekstur í San Francisco og Stokkhólmi auk Reykja- víkur. Ericsson starfar aftur á móti í 140 löndum og var í fyrra með 1.840 millj- arða ísl. króna veltu - hagnaðurinn um tíu af hundraði veltunnar eða 184 millj- arðar. Af þeirri fjárhæð fóra nær 30 milljarðar króna í að kaupa nýjungar á raftæknisviðinu og tO að veija þær með einkaleyfum. Oz nýtur góðs af því leiðir opnast að rannsóknarstarfi Ericsson. Ekki tölvugmskarí Forstjórinn í tölvufyrirtækinu Oz er ekki tölvugrúskari. Hann er þekktur fyrir að nálgast ýmis viðfangsefni úr óhefðbundinni átt. Hann hefur lært af heimspekinni. Spyrji allir sömu spum- ingarinnar er ekki von á öðra en afar einfaldri mynd af veruleikanum. Sé verkeMð hins vegar skoðað frá öðra sjónarhomi er von tU að fá aðra sýn sem stundum opnar nýjar víddir. Kunningjar og vinir segja að Skúli Mogensen sé ekki þessi dæmigerði ís- lenski uppi með veUandi kampavíns- froðu í munnvikunum. Þó er hann gleðimaður í góðri merkingu þess orðs. En hann stefnir upp á við og er snjall í bissness og hann vill vinna langan vinnudag en vera með fjöl- skyldunni á Fjölnisveginum eins mik- ið og unnt er. Hann er ekki tUbúinn í hefðbundið viðtal viö DV, en setur sig ekkert upp á móti því að um sig og sína persónu sé fjallað i tUefhi af ótví- ræðum sigri fyrirtækisins í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Rmmtán ára í viðskiptum Undan einni grundváUarspumingu getur Skúli þó ekki vikist. - Mér er sagt að þú hafir farið tólf til fimmtán ára í viðskipti, hvað olh því? „Já, sagan segir að ég hafi ungur far- ið að huga að viðskiptum. LUdega var ég í mikUli sjálfstæðisbaráttu frá unga aldri. Ekki það að þessi barátta beindist gegn foreldrum mínum. Mér þótti bara leiðinlegt að vinna undir öðrum, en vUdi stjóma ferðinni sjálfúr. Því sóttist ég eftir að reyna að bjarga mér með ýmsum aðferðum og leiðum sem gerðu mér kleift að ráða mínum tíma sjálfúr, og vitanlega vUdi ég hafa eitthvað upp úr minni vinnu líka. Af sömu ástæðu leiddist mér hefðbundið nám, ég hef alla tíð lesið mjög mUdð um aUt mUli him- ins og jarðar og safnað bókum, ekki síð- ur en myndlist en ég átti erfitt með að lesa tUtekið námsefni á tUteknum tíma,“ sagði Skúli sem var reyndar góður í skóla því okkur skilst að hann hafi klárað MH á tveimur og hálfu ári. Skúli sýslaði í ýmsu, meðal annars hluta- bréfakaupum. Síðar hafði hann umboð fyrir myndir af körfubolta- stjömum í Ameríku sem ungmenni víða um lönd keyptu eins og heitar lummur snemma á þessum ára- tug. Sumarið 1991 kom Guðjón Oz-mað- ur, átján ára tölvusnUlingur og stærsti hluthafi Oz, tU Skúla og óskaði eftir að hann kæmi tU þeirra Arons í Oz. Guð- jón sagði að að þá vantaði einhvem sem gæti sett upp bindi! Fyrirtækið er reyndar ekki nema áratugs gamalt, en mikið vatn hefúr runnið tU sjávar á þessum árum. Eitt árið var unnið að verkefni sem hreinlega gekk ekki upp. Tekjur uröu því engar, en útgjöldin mikU. Á slíkum tímum veltur mikið á góðri stjóm og hugrekki tU að snúa dæminu við. Það tókst. Jarðbundinn heimspekingur Vinur Skúla frá unglingsárum og úr háskólanum er Sæmundur Norðfjörð, heimspekingur og kvUunyndagerðar- maður, en hann er i stjóm Iðnó og fram- kvæmdastjóri Loka, og var áberandi sem kosningastjóri Guðrúnar Agnars- dóttur í forsetakjörinu. Sæmundur seg- ir að Skúli sé afar mikill heimspekingur í sér, listhneigður og fagurfræðingur. Þessi áhugamál hafi gert að verkum að þeir uröu eins og tvíburabræður, smuUu saman sem vinir. Sæmundur segir að ekki þurfi að fjölyrða um fram- sýni, áræði og þor Skúla, það hafi kom- ið í ljós undanfarin ár. „En Skúli var líka jarðbundinn og var með fram að vafrast í veraldlegu málunum, tU dæmis íþróttum og fór ungur í viðskiptin," segir Sæmundur. Hann nefnir tU sölumennskuna á körfú- boltamyndum hér á landi og í Dan- mörku, sem hafi gengið að óskum. Sæmundur segir að Skúli hafi líklega fengið áhuga á viðskiptum og fjármál- um þegar hann var 15 tU 16 ára. Þá hafði hann verið skiptinemi í Bandaríkjunum og komst í kynni við fólk sem hafði vit á viðskiptum með hlutabréf. Þar með var Skúli kominn á kaf í þessi viðskipti og búinn að átta sig á alheimshagkerf- inu og möguleikum þess. Þessi viðskipti urðu búbót hjá unga manninnum aUt frá 16 ára aldri. Skúli er hávaxinn og herðabreiður, keppnismaður mikUl, eiginlega klæð- skerasniðinn í handboltalandsliðið sem öflugur línumaður, enda þótt hann færi aldrei þangað. Hann fór í handbolta í KR, liði sem varð íslandsmeistari, enda þótt Sæmundur vinur hans léki með ná- grannaliðinu, Gróttu. Þar lét Skúli stað- ar numið. „Helsti kostur Skúla er að hann er afar skapgóður hann er og laus við dramb og það er gott að vinna með hon- um. Hann er gæddur einhverri eðlis- lægri tækni í að semja við fólk, þar ger- ir enginn betur en Skúli Mogensen. Hann hefúr mikið skap, en beitir þvi sárasjaldan - og af mikUli yfirvegun," sagði Sæmundur vinur hans að lokum. „Oft hefúr mér dottið í hug hvort Skúli sé ekki Einar Ben. okkar daga. Sjálfúr hefur hann M táningsáranum verið afar hrifinn af Einari. Skúli er 19. aldar maður, eldhugi með mikla persónutöfra sem hefði aldeUis tekið á vandamálum þess tíma, en nýtur sín að ftUlu i við- skiptalifi tölvualdarinnar," sagði Sæ- mundur. -JBP Hann er hvorki tölvugúrú, né heldur gengur hann meö háskólapróf í . viöskiptagreinum frá virtum háskóla upp á vasann. Hann hefur reyndar ekkert háskóíapróf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.