Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 DV heygarðshornið Að mála Watson á vegginn „Minn herra á aungvan vin,“ kjökraði Grindavíkur-Jón í íslands- klukkunni þegar sótt var að hús- bónda hans og velgjörðarmanni úr öllum áttum. Nú virðist vera að koma á daginn að við okkar herrum - mönnunum sem stjóma landinu - blasir enn ískyggilegri vandi: þeir eiga aungvan óvin. Við þeim sem skipulögðu heræf- ingamar sem haldnar em hér í ár undir því sérlega álappalega nafni „Norðurvíkingur" blasti martröð herráðsmannsins: að íslandi steðjar engin sjáanleg ógn. Þeir hafa engan tii að plafifa á. Rússneska ógnin er bara einn fullur kall að delera ein- hvers staðar. Þótt Bandaríkjaforseti hringi í Davíð Oddsson úr flugvél þegar hann er að skafa upp restina af Nató-ríkjum til að þakka liðveisluna í Kosovo þá er enginn að hugsa neitt um ísland. Til allrar hamingju er is- land ekki ofarlega í huga þess brota- brotabrotabrots mannkyns sem yfir- höfúð veit að það er tiL Ekki einu sinni bin-Laden rennir glymunum hingað. Hvað er til ráða? Skotið er á neyð- arfundi forsprakka hersins í Keflavik og hugsuða utanríkisráðuneytisins og búinn til óvinur í snatri. Og hver er óvinurinn? Hver er sú vá sem helst er talin steðja að íslensku sam- félagi undir lok tuttugustu aldarinn- ar, svo ógurleg að æfa þarf sérstak- lega og með miklum viðbúnaði vam- ir gegn? Hver er vondi kailinn? Það em umhverfisvemdarmenn. Og út á hvað gengur leikurinn? Það er óljóst. En þeir em „öfgafullir" eins og Halldór Ásgrímsson, starfandi um- hverfisráðherra, kallar alla þá sem ekki vilja sökkva umhugsunarlaust Eyjabökkum. Kannski að öfgafúllu umhverfissinnamir hafi sett Kannski að öfgafullu umhverfissinnarnir hafi sett sprengju í Staðarskála til þess að fá íslendinga til að undir- rita Kyoto-bókunina. Kannski þeir hafi tekið gísla í Kerlingarfjöllum til að fá íslendinga til aö flokka almennilega sorp. sprengju í Staðarskála til þess að fá íslendinga til að undirrita Kyoto-bók- unina. Kannski þeir hafi tekið gísla í Kerlingarfjöllum til að fá íslendinga til að flokka almennilega sorp. Kannski þeir hafi sett her á land á Melrakkasléttu í því skyni að fá ís- lendinga til að virða alþjóðasáttmála um vemdun votlendis. Og kannski era þeir meira bara svona almennt vondir. Öfgafullu um- hverfissinnamir. Eða hvað er það nákvæmlega í við- horfum og starfsháttum umhverfis- vemdarsinna sem gerir það að verk- um að íslensk stjómvöld kjósa að gera þá að höfúðóvini íslensku þjóð- arinnar þegar þau fá að fara í byssó með stóra strákunum? Era það hinar bamalegu hugmyndir Ameríkana um hvali sem nokkurs konar Bamba úthafanna? Er það þessi ameríski vit- leysingur sem gumaði af því að hafa sökkt hvalbátum, Paul Watson? Þarf heilan her á móti honum? Er ekki nóg að stinga honum í tukthúsið næst þegar hann lætur sjá sig hér? ****** Það er alltaf eitthvað pínlegt við heræfingar, ekki síst hér á landi. Fullorðnir karlmenn í byssuleik era alltaf hálfspaugilegir - þangað til þeir fá alvöi u byssur í hendur - og manni finnst synd að ekki sé hægt að nota þessa hraustu stráka til að gera eitthvað nytsamlegt i stað- inn. Og hvað sem menn i Kefla- vik og utanríkisráðuneytinu kunna að halda þá er sjálfsmynd íslendinga upp til hópa ekki sú að þeir séu „víkingar". Ofmælt er kannski að þessi þrasgjama þjóð sé beinlínis friðsöm en það hefur hins vegar löngum verið stolt okkar að vera vopnlaus þjóð sem gerir ekki út um sín mál með byssuskaki heldur fremur flóknum lagareöum sem íslend- ingar hafa yndi af umfram aðrar þjóðir. Smæð þjóðarinnar og al- gjört vamarleysi kann að valda því að þær hræður sem hér haf- ast við og kalla sig þjóð þurfa að tengjast öðrum Evrópuþjóðum í einhvers konar hemaðarsamstarfi, en slíkt hlýtur ævinlega að vera ill nauðsyn, og það samstarf er eðli sínu samkvæmt allsérstætt. Hemaðarlegt mikilvægi landsins fer óðum minnk- andi vegna skorts á framboði á ógn- un, og satt að segja er það aðeins eitt sem íslendingar hafa fram að færa í samfélagi þjóðanna, og það er margrómuð snilli þeirra við samn- ingaborðið - íslendingar gætu hugs- anlega tekið í rikari mæli að sér eitt- hvert hlutverk í því að stilla til friðar milli þjóða, vilji menn endilega að þeir láti yfirleitt eitthvað að sér kveða á alþjóðavettvangi. ****** Val islendinga á óvini nú bendir hins vegar ekki tO að þeir séu reiðu- búnir í slíkt: það sýnir í besta falli heimóttarskap og vanþekkingu á heiminum - í versta falli tilraun til að kveða möur ört vaxandi umhverf- Guðmundur Andri Thorsson ishreyfmgu hér á landi. Það sýnir vilja til að skipa sér i flokk þeirra afla í heiminum sem níðast vilja á um- hverfinu til skjótfengins hagvaxtar- auka. Þetta mun koma sér illa fyrir þjóðina á alþjóðavettvangi: það verð- ur erfitt að útskýra fyrir öðrum þjóð- um að íslendingar æfi nú sérstaklega vamir og viðbúnað gegn umhverfis- vemdarsinnum. Að frátöldum þess- um þýðingarlausa manni sem fer um heiminn og djöflast á hvalveiðibátum stendur engmn íslendingum ógn af umhverfissamtökum. Því er þveröf- ugt farið. Við eigum í einu og öllu samleið með þeim sem vilja vemda náttúruna og beijast gegn rányrkju. Það fólk ætti að geta orðið öflugir bandamenn í flestum hagsmunamál- um þjóðarinnar. En þá verðum við líka að fara að alþjóðasamþykktum í umhverfismálum - þótt það kunni að koma við pyngjuna stund og stund - og umfram allt: að hætta að mála Watson á vegginn í hvert sinn sem talið berst að vemdun umhverfisins. Við þurfúm ekki valdamenn sem vemda okkur gegn umhverfisvemd- armönnum - við þurfum umhverfis- vemdarmenn sem vemda okkur gegn valdamönnum. dagur í lífi Dagur í lífi Þóris Stephensens, staðarhaldara í Viðey: Afturgangan í Viðey - stjómar söng með broddstaf í tónsprota stað Þórir Stephensen er staðarhaldari í Viðey og hefur ýmsum hnöppum að hneppa. Hann verður meðal annars að gegna starfi sendils og geta brugðið fyrir sig fjórum tungumálum, auk þess sem hann skemmtir fólki með söng og gamanmálum. DV-mynd Hilmar Þór Staðarhaldarinn í Viðey hefur skrifstofu sína í Sundaborg 1. Þar hefur hann unnið einn í rúm ell- efu ár. Hann gegnir því öllum störfum, frá því að vera sendi- sveinn og upp í það að skipa for- stjórastól fyrirtækisins. Þess utan er hann oft í viku kallaður til að vera sögumaður fyrir gesti sem koma til snæðings í Viðeyjarstofu og þarf þá að geta brugðið fyrir sig flórum tungumálum. Hann er enn fremur leiðsögumaður í göngu- ferðum og staðarskoðun. Af marg- þættum störfum leiðir að hann get- ur ekki ætíð svarað í skrif- stofusímann. Því bjargar tæknin í dag með því að flytja símhringing- una í gsm-símann. Og sem ég sat í bílnum á fjórða tímanum á þriðju- daginn var og ók Lækjargötuna komandi úr erindrekstri í Ráðhús- inu, en á leið til þess að fara að vinna að úttekt á fjárhagsstöðu Viðeyjar og bera hana saman viö fjárhagsáætlun, þá hringdi síminn í brjóstvasanum. Á ég að fara að skrifa? Það var blíð rödd Súsönnu Svav- arsdóttur á DV sem heilsaði og kynnti sig, en sagði síðan: „Værir þú ekki til í að segja lesendum okkar frá einum degi í lífi þínu og helst að taka þar inn í kvöldgöngu í Viöey?“ Mér varð hugsað til þess, sem ég var búinn að atast í síðan ég kom úr sundi kl. 8 þann morg- un - skrifa upp á reikninga, semja auglýsingar og fréttatilkynningar, faxa þetta eða senda í tölvupósti, keyra um bæinn þveran og endi- langan með upplýsingabæklinga um Viðey á hótel og gististaði, til að laða ferðamennina til eyjarinn- ar. „Á ég að fara að skrifa? Ég sem á eftir að fara í þriðjudagsgönguna í kvöld. Hvenær þarftu að fá þetta?“ „Á morgun, þetta kemur í helgarblaðinu." Hún hefur sjálf- sagt heyrt þreytuna í röddinni, því hún bætti við: „Vinkona min fór í svona gönguferð og var svo ánægð að ég vildi gjarnan geta sagt fólki frá þessu, kynnt bæði þetta og ann- að í starfi þínu.“ Þá kom samvisk- an við mig. Ég gat ekki neitað að kynna staðinn og starfið. Því var svarið: „Ætli ég verði ekki að gera þetta, þótt margt annað kalli. Hvert er netfangið þitt?“ Glaður og góður hópur Að fengnu netfangi var haldið áfram inn á skrifstofu, unnið til kl. 18, en þá farið heim að borða og síöan að búa sig til kvöldgöngunn- ar. Það hafði rignt óvenjumikið þennan dag, kólnað mikið og gert haglél. Það voru því ekki likur á mikilli sókn i gönguna í dag. En ég varð að búa mig rétt, fór í peysu og regngalla og var í vaðstígvélum, enda þá orðinn fær i flestan sjó. Þegar ég kom niður á bryggju rétt fyrir klukkan 19.30 beið þar 30 manna hópur. Tveir úr hópnum eru feðgar og þetta var þriðja gangan þeirra í vor, en við förum þarna raðgöngur og þeir sem koma fimm laugardagseftirmið- daga eða þriðjudagskvöld í röð sjá allt það helsta sem er að sjá í eynni og sumt reyndar tvisvar. Þetta var glaður og góöur hópur, alveg tfi í að taka lagið með mér á göngunni. Sumir spyrja, hvort ég sé „afturganga“ þegar ég geng kannski meirihluta leiðarinnar aftur á bak og stjórna söng með broddstafinn hans móðurafa míns í tónsprota stað. Við sungum Öxar við ána, Við göngum svo léttir í lundu og fleira gott, þegar við héldum af stað. Sungnar druslur Ég vakti athygli á gamla tún- garðinum fyrir austan Stofuna, við gengum með fram honum yfir á norðurströndina. Ég vakti líka at- hygli á kúmeninu, og sagði frá því hvernig faðir minn hafði eitt sinn eyðilagt alla uppskeru systra sinna af því, meö því að pissa í kúmendunkinn. Ég sýndi líka mjaöjurtina er var notuð sem rot- vörn við ölgerð fyrr á tímum. Við sungum meira og ég fór að kenna hópnum „druslur" (bamavísur við sálmalög) og fleiri vísur eftir frú Stefaníu, konu sr. Sigurðar í Hraungerði. Allt féll þetta í góðan jarðveg og ekki síst þegar staðar- haldarinn fór með einhver gaman- mál og lét þá vaða á súðum. Við héldum austur norður- ströndina, austur á Sundbakka, skoðuðum rústir þorpsins og fisk- verkunarstöðvarinnar, sem þar var á fyrri hluta þessarar aldar og sáum í Viðeyjarskóla ljósmynda- sýningu um þann þátt í sögu eyjar- innar. Þaðan var haldið heim að Stofu aftur og þar lauk göngunni með því, að allir sungu „þjóðsöng Viðeyjar", ísland ögrum skorið, eftir Eggert Ólafsson, sem oft dvaldi langdvölum hjá Skúla fó- geta í Viðey. - Þá var klukkan líka langt gengin í tíu og mál að halda heim með Maríusúðinni. Þessar kvöldgöngur eru meðal þess ánægjulegasta í sumarstarfinu í Viðey. Það er svo gott að ganga um lítt snortna náttúru í góðum fé- lagsskap, þar sem söngur, gaman- mál og fróðleikur fléttast saman og skapa í senn menningu og minn- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.