Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 8
Nýkaup Þarsemferskleilcinn býr matgæðingur vikunnar LAUGARDAGUR 19. JUNI 1999 Kristín G. Jónsdóttir yfirfálagsráðgjafi býður upp á fljótgerðan og bragðgóðan rétt: Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Lax með kanileplum og piparrótarrjóma Kristín G. Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kennir okkur að elda rétt sem að hennar sögn tekur undra- verðum breytingum eftir því hvort hvers- dags- eða sparistellið er notað. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Fyrir 4 &-12 stk. kjúklingalæri á beini 1-2 dl grillsósa (BBQ-sósa) Grillsósa með ólífum 2 stk. gulrætur, stórar 100 g ólífur, svartar og grænar 3 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr-teningur) 4 msk. graslaukur 4 stk. tómatar l*dl grillsósa (BBQ) 3 msk. ólífuolía Meðlæti 200-250 g hrísgrjón Penslið kjúklingalærin með grillsósunni, setjið í eldfast form og ofnsteikið við 200'C í 20 mín. Grillsósa með ólífum Sneiðið gulrætumar og snögg- steikið ásamt ólífunum í heitri olíu (1-2 mínútur). Hellið kjúklingasoðinu saman við og lát- ið suðuna koma upp. Skerið tómatana í sneiðar og saxið gras- laukinn, bætið hvom tveggja út í ásamt afgangi af grillsósu og sjóð- ið áfram í u.þ.b. mínútu. Meðlæti Sjóöið hrísgrjón skv. leiðbein- ingum á pakka. Gróft brauð hent- ar einnig vel með þessum rétti. Svínahnakki með steiktu grænmeti Fyrir 4 800 g svínahnakki (íjórar 200 g steikur) 3 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Steikt grænmeti I 200 g perlulaukm-, ferskur eða frystur 1 stk. kúrbítur (zucchini) 2 stk. gulrætur 200 g sveppir 8-10 hvítlauksrif I 6 stk. ferskur spergill, grænn 4 msk. fersk steinselja 1 dl hvítvín, óáfengt 3 msk. matarolía 100 g smjör Meðlæti 12-16 stk. kartöflur, smáar Steikið kjötiö í 6-7 mín., snúið : af og til, bragðbætið með salti og pipar. Setjið á miðjan disk. Steikt grænméti Skerið grænmetið í sneiðar og brúnið í heitri olíu. Setjið perlu- laukinn heilan á pönnuna. Bragð- bætið með salti og pipar. Saxið steinseljuna og setjið á pönnuna ásamt hvítvín'i og loks smjöri. Hellið yfir réttinn. Meðlæti Soðnar kartöflur og/eða brauð henta vel með þessum rétti. Þessi réttur, sem samanstendur af laxi, kanileplum, soðnum kartöfl- um og piparrótarrjóma, hæfir nú- tímanum vel þar sem hann er bæði fljótgerður og bragðgóður. Hann tekur því lítinn tíma frá önnum dagsins og bæði ungum og öldnum gestum mínum líkar hann vel. Með réttinum ber ég fram vatn eða hvítvín, allt eftir því hvað hæflr til- efninu. Þessi réttur hefur nefnilega þann eiginleika að hann tekur breytingum eftir því hvort spari- eða hversdagsstellið er notað. Laxaflak með rósapipar 800 g laxaflak rósapipar salt Brómberja- og súkkulaðipæ - þarf góðan undirbúning fyrir pægerð ef vel á að vera 70 g smjör 1 stk. egg 100 g sykur 170 g hveiti Undirlag 250 g brómber, frosin 2 tsk. appelsínusafi 1 tsk. sítrónusafi Yfirlag 1 stk. egg 50 g sykur 60 g smjör, brætt 40 g hveiti 50 g möndluflögur 80 g suðusúkkulaði Blandið öllu hráefni saman i j botninn og hnoðið. Kælið deigið ca 25 mín., fletjið það út í 26 cm form og þrýstið vel upp á kantana, setjið smjörpappír ofan á og fyllið með hrísgijónum svo deigið lyfti sér ekki. Bakið við 180'C í 13 mín. Fjar- lægið gijónin og bakið í 13 mín. í j| viðbót. Undirlag Blandið saman berjum og safa, setjið á botninn. Yfirlag Bræðið smjörið og hræriö saman við eggin og sykurinn i hrærivél, blandið hveiti saman við og hrærið þar til slétt og fint. Blandið þá bræddu súkkulaðinu og möndlun- um saman við og hrærið vel saman. Setjið yfir berin og smyrjið vel út, bakið við 180'C í 45 mín. Berið helst fram volgt með þeyttum ijóma. DV-mynd Hilmar Þór Setjið flakið í smurt eldfast mót, stráið salti og ríflega muldum rósapipar yfir. Setjið álpappír yfir fiskinn og bakið í ofni við 180°C í 20-30 mínútur. Kanilepli 5 græn epli 2 msk. kanill smjör Flysjið eplin og takið kjarn- ana úr. Skerið eplin sneiðar, sem síðan eru settar í lög á pönnu með kanil á milli og smjörklipum ofan á. Sjóðið við vægan hita þar til eplin eru meyr. Piparrótarrjómi 1 box sýrður rjómi (10%) 1/2 pakki rifin piparrót 1 msk. sítrónusafi örlítill sykur Öllu blandað saman og hrært í. Gott er að byrja á að gera sósuna því hún verður betri við að standa. Einnig má setja meira/minna af piparrót, allt eftir smekk. Sósan verður léttari ef ögn af þeyttum rjóma er bætt í. Ég skora á systur mína, Sigrúnu H. Jónsdóttur tækniteiknara, sem næsta matgæðing Helgarblaðsins. Sigrún er alltaf svo ráðagóð og til- búin að rétta fram hjálparhönd þegar efnt skal til stórrar veislu m íMekkert vesen _____________________________ X '$t Ef þú vilt sýnast listakokkur er ommelettan lausnin: Á þunnum sunnudagsmorgni - leiðbeiningar til ógiftra kvenna Það eru margir sem telja það til mannkosta að vera laginn við mat- argerð. Það er svo sem gott og bless- að en getur valdið vandkvæðum ef maður hefur ekki löngun í sér til þess að læra að elda en vill samt ganga í augun á einhverjum. Karl- menn bráðna til dæmis alltaf fyrir laglegri matargerð. Svo ekki sé tal- að um ef konan er einnig lagleg og skemmtileg er eldamennskugenið alltaf til mikilla bóta og getur lagt karlinn að velli áður en hann fær nokkrum vömum við komið. Rétturinn sem hér fylgir er þó ekki til þess að bjóða upp á í kvöld- verðarboði, heldur frekar á þunnum sunnudagsmorgni, eða jafnvel í næt- urheimsókn eftir dansleik. Þá er sterkur leikur að segja með áherslu: „Ja, þaö er nú bara ekkert til í ís- skápnum!“...en áður en náunganum gefst ráðrúm til þess að segja: „Pönt- um pitsu“, þá segirðu: „Hm... sestu niður - ég skal athuga hvað ég fmn.“ Og alltaf finnurðu eitthvað. Það sem er hins vegar nauðsynlegt að eiga er: Fjögur egg ólífuolíu nokkrar ostsneiðar hvítlauk salt og pipar Síðan spilarðu bara eftir eyranu, en ekki væri verra ef þú fyndir eitt- hvað af neðantöldu, eða allt: lauk graslauk blaðlauk (laukur er mjög ódýr, hollur og góður) tómata sveppi papriku ólifur soðnar kartöflur Það er ekkert mál að búa til veislumat ef maður á fáein egg og svolítið af grænmeti í ísskápnum. Þetta getur meira að segja orðið til þess að þú slærð alveg i gegn. ur þaö farið að brúnast og brenna (sem er ekki gott). Á meðan þeytirðu eggin með gafili og hellir svolítilli mjólk í auk þess sem þú kryddar með salti og pipar. Að þessu loknu hellirðu eggj- unum yfir grænmetið á pönnunni og lætur þau jafnast út. Síðan ríf- urðu ost eða skerð í sneiðar eða bita og setur yfir blaut eggin á grænmet- inu. Svo geturðu bara slappaö af, en gættu þín að setja lokið á pönnuna og hafa helluna á miðlungs hita bjór eða Coca Cola. Ef þú ert í sér- stöku stuði má hafa með brauð og ferskt salat, en það er ekki nauðsyn- legt. Það er miklu sterkara í mannleg- um samskiptum að töfra þessa ommelettu fram úr erminni sisona heldur en að elda fínan dinner. Þama fær hinn grunlausi væntan- legi maki það á tilfinninguna að þú getir gert allt úr engu. Og leyfðu honum bara að halda það. -þhs Aðferð: Á heitri pönnu, þakinni ólífuolíu er laukurinn hitaður fyrstur og síð- an afgangurinn af grænmetinu, sem allt er skorið í hentugar sneiðar. At- hugið að hafa grænmetið ekki lengi á mjög heitri pönnunni, því þá get- áður en þú leggst í sófann. Þú getur legið í tíu til fimmtán mínútur, eða þangað til að þú sérð að eggin em orðin hæfilega þurr og osturinn fallega bráðinn. Ommelett- una berðu síðan fram í pönnunni og með henni er gott að drekka kaldan Ohtf Mr REVIVAL DANBERG ehf. Skúlagötu 61 sími 562 6470 Jwí Nykaup Þar semferskleikinn býr Kjúklingalæri á beini með grillsósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.