Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Side 16
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 JL>"V .. fólk an kemur þú?“ spyr forsætisráð- herra fýlulega. „Ég er blaðamaður á DV,“ segi ég, sannleikanum sam- kvæmt. „Nei, það var ekki rætt,“ segir forsætisráðherra og horfir á bilinn sinn. „Munuð þið ræða þeirra mál á næstu dögum?“ spyr ég þá. „Við erum að skoða það,“ segir forsætisráðherra og sest inn í bíl- inn. Ég flyt skipverjum tíðindin og þeir taka þeim fálega. Heim með þá strax! Ég er orðin þreytt í fótunum þeg- ar glæsilegur jeppi keyrir upp að einum skipverjanna og bílstjórinn réttir honum snyrtilega saman- brotna peningaseðla. Ég sé að þetta eru bláleitir peningar og verð skamma stund ánægð með skilning samborgaranna þó að ég velti því fyrir mér hvemig þessum stolta lett- neska sjómanni finnist að vera skyndilega kominn í stöðu betlar- ans. Maðurinn á jeppanum hefur varla ekið á brott þegar sendibíl- stjóri, sem bíður á rauðu ljósi, hróp- ar til mín reiðilega: „Ég missti vinn- una út af svona köllum! Svo bara heim með þá strax!“ Ég kann ekki við að segja skip- verjum sannleikann þegar þeir spyrja mig'hvað maðurinn hafi sagt en það eru greinilega skiptar skoð- anir meðal borgarbúa um veru þeirra á umferðareyjunni. Ungt ítalskt par með bakpoka kemur upp að skipverjum og spyr hvað sé að gerast. Þau fá stutta ræðu um ástæður mótmælastöð- unnar og verða mjög hissa, en lýsa yfir stuðningi og spyrja hvort við- staddir hafi netfang Stjómarráðs- ins. Enginn hefur það handbært og mótmælastaðan heldur áfram. Á morgun verðið það þio „Ég er orðinn svo þreyttur," segir Karmanov. „Að standa hér frá átta til fímm er mun erfiðara en að vinna til sjós.“ Hann bætir því við að það sé það eina sem hann langi að gera. Fara á sjóinn til þess að vinna - og fá síðan greitt kaup til þess að geta komist heim. Karma- nov á konu heima í Kanada og þeim hefur orðið tveggja barna auðið. Hann segir að það að fara heim með tvær hendur tómar sé næstum því eins og sjálfsmorð. „Konan og bömin hafa lifað á lán- um og aðstoð góðra manna með það að leiðarljósi að það verði greitt þegar ég sný aftur. Ég get ekki farið allslaus heim.“ Hinir taka í sama streng; að engu er að hverfa þegar heilt ár hefur dottiö út í launa- greiðslum. „Mér þykir eins og fólk átti sig ekki á því hvað er að gerast héma og mig langar til þess að það fái að vita það,“ segir Karmanov. „Margir sem aka hér fram hjá sjá bara út- lendinga sem eitthvað em að heimta en fólk skilur ekki að í dag erum það við en á morgun verðið það þið. Þar sem vörðurinn um rétt einstaklinga er ekki staðinn og þar sem þeir sem ekkert eiga utan sitt vinnuafl eru ekki vemdaðir fyrir glæpamönnum er voðinn vís, Þar sem atvinnurekendur hafa lögin sín megin er ekki hægt aö segja að lýð- ræði fyrirfinnist,“ segir hann. Leiðinlegt á að horfa Leigubílstjórinn sem ekur mér þegar ég yfirgef skipverjana stamar en honum er mikið niðri fyrir. Hann skellir skuldinni á stjómvöld og er óskaplega reiður fyrir hönd sjómannanna. Ég horfi út um aft- urrrúðuna á bilnum og velti því fyr- ir mér um hvað þeir tali allan þann tíma sem þeir standa á þessum smáa grasbletti. Hvemig sé að standa í sömu sporum með öll þessi forvitnu augu hvílandi á sér. Sumir vegfarendur eru eflaust orðnir pirraðir og þreyttir á því að sjá mennina standa þama. Það er leið- inlegt að þurfa að horfa upp á svo átakanleg vandræði annarra þegar enginn virðist vita hvað á eiginlega að gera. -þhs Fyrir framan Stjórnarráðið hafa þeir staðið sfðustu daga og þar fer viðtalið fram vegna þess að Karmanov og félagar hans vilja ekki færa sig um set. Od- incovumenn standa frá átta til fimm, hafa einungis með sér kaffi á brúsa og drekka það standandi. DV-myndir Pjetur Skipverjar Odincovu í mótmælastöðu: Væri sjálfsmorð að Þaö er morgunn í Lækjargötu og kannski einn sá síöasti af sólríkum sumarmorgnum þetta áriö. Bílar og fólk þjóta fram hjá, hver aö sinna sínum erind- um. Sumir láta eins og þeir sjái þá ekki en aórir gefa sér tíma til þess aö veifa eða jafnvel taka í hendur þeirra manna sem staöiö hafa lengi fyrir framan Stjórnarráöiö meö skilti. Flestir vita hvaöa menn þetta eru og hvers vegna þeir standa þarna. Þetta eru lettneskir sjómenn, skipverjar á rœkjubátnum Od- incovu sem veriö hafa á íslandi síöan í byrjun febrúar án þess aö fá greidd laun fyrir vinnu sína. Nú er svo komiö aö þeir eiga inni árslaun hjá íslenskum atvinnurekanda. Þeir hafa snúiö sér til stjórn- valda meö vandrœöi sín og bíöa þess aö á þá veröi hlustaö. Blaöamaöur DV beið meö þeim nokkra stund fyrir helgi. Alls ekki sósíalistar Sagt var í fréttum í gær að ríkis- stjórnin ætlaði kannski að ræða málefni Odincovumanna á ríkis- stjórnarfundi í dag. Síðustu vikur hafa sjómennimir staöið fyrir fram- an húsnæði Eimskipafélags Islands en núna er það umferöareyjan fyrir framan Stjómarráðið. Gennadij Karmanov er skipstjóri á Odincovu. Hann er fæddur í Síber- íu og honum þykir kuldinn þar miklu kaldari en hér. Þar fer frostiö oft í fimmtíu stig. Karmanov fluttist ungur til Kanada þar sem hann fékk tækifæri til þess að gera það sem hann langaði að gera við líf sitt. Stunda sjóinn. En af hverju fór hann frá Síberíu? „Mér líkaði ekki stjórnmála- ástandið í Rússlandi," segir hann og hlær biturt þegar hann er spurður hvort hann sé ekki sósíalisti. „Nei, ég er lýðræðissinni," segir hann og bætir því við að í Kanada sé að vísu bölvaö skrifræði en þó sé réttlætið meira en í Rússlandi. Aðrir skip- verjar, þrettán talsins, búa í Lett- landi og tala ekki ensku. Karmanov er viljugur að túlka það sem ég vil spyrja mennina um en þeir tala fátt og standa vandræðalegir og horfa hver á annan. Þegar sósíalismi berst til tals fóma þeir þó allir höndum fussandi og sveiandi. Karmanov horfir á Stjómarráðið en fyrir framan það fer viðtalið fram vegna þess að Karmanov og fé- lagar hans vilja ekki færa sig um set. Þeir segja að löggan hafi horn í síðu þeirra og væri vís til þess að setja einhverjar tálmanir á svæðið ef þeir brygðu sér í burtu. Od- incovumenn standa frá átta til fimm, hafa einungis með sér kaffi á brúsa og drekka það standandi. Beðið eftir Davíð „Þetta á að vera afskaplega ein- falt. Þú vinnur og svo færðu greidd laun. Sá sem svíkur fólk um laun fyrir unnin störf, hann er glæpa- maður samkvæmt lögum lýðræðis- ríkja. Ég hélt að allir væra jafnir fyrir lögunum en það hefur komið á daginn að svo er ekki. Við höfum verið rændir laununum okkar og enginn gerir sig líklegan til þess að koma lögum yfir ræningjann,“ segir Karmanov reiðilega. Nú er ríkisstjórnarfundi lokið. Ráðherramir þjóta út í bílana sína til bílstjóranna sem hafa beðið þeirra í dágóða stund. Þeir líta ekki í áttina til skipverja Odincovu sem standa beint fyrir framan þá með skiltin sín. Aðeins landbúnaðarráð- herra staðnæmist örlitla stund og horfir - en ekki lengi. Forsætisráðherrann lætur hins vegar bíða eftir sér. Hann kemur ekki út fyrr en klukkustund síðar Gennadij Karmanov, skipstjóri Odincovu: „Þetta á að vera afskaplega ein- falt. Þú vinnur og svo færðu greidd laun. Sá sem svíkur fólk um laun fyrir unnin störf, hann er glæpamaður samkvæmt lögum lýðræðisríkja. Ég hélt að allir væru jafnir fyrir lögunum en það hefur komið á daginn að svo er ekki. Við höfum verið rændir laununum okkar og enginn gerir sig líklegan til þess að koma lögum yfir ræningjann." og skipverjar mana mig, þennan meinta blaðamann, til þess að spyrja hann hvað hafi farið fram á fundinum. Ég hleyp yfir götuna og sé forsætisráðherra ganga i átt að bílnum sem merktur er með skjald- armerki. Forsætisráðherra er að tala í GSM-síma og svartur frakkinn hans flaksast í vindinum. Ég segi: „Fyrirgefðu, rædduð þið málefni þessara manna á fundinum?" og nikka í átt til félaga minna. „Hvað- fara allslausir heim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.