Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Page 31
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 39 Bandaríkin: Bannað að gefa blóð Bandaríkjamenn sem dvöldu i Bretlandi um sex mánaða skeið eða lengur frá árinu 1980 mega ekki gefa blóð í bandarískum blóðbönkum samkvæmt ákvörð- un sem stjómvöld tóku á þriðju- dag. Bandaríkjamenn sem hafa eingöngu ferðast eða dvalist í Bretlandi í skamman tíma mega áfram gefa blóð. Ákvörðunin er tekin vegna hræðslu þarlendra yfirvalda um að kúariða geti borist við blóðgjöf en ekkert bendir til þess að kúariða geti smitast þannig. Þetta kemur sér afar illa fyrir blóðbanka landsins þar sem áætlað er að þessi ákvörðun geri það að verkum að blóðgjafir skerðist um 2,2%. I : Endurbættur dýragarður Eftir hálftímaakstur frá Man- hattan komast menn inn í „afrískan“ regnskóg með fjöl- skrúðugt dýralíf. Bronx-dýra- garðurinn hefur eytt 43 milljón- um dala í að breyta dýragarðin- um þannig að hann er glæsilegri en nokkm sinni fyrr og líkist auk þess mjög því umhverfi sem íbúar garðsins eiga að venjast. Sérstakur górillugarður er í dýragarðinum þar sem sjá má górillur og fleiri apategundir í mjög raunverulegu umhverfi. Píramídaskoðun: Besti tíminn í nánd Píramídar Giza era sönnun þess hvers maðurinn er megnug- ur þegar hann leggur sig allan fram. Mjög margir ferðamenn skoða píramídana en3a eru þeir með því merkilegra sem hægt er að sjá. Ferðamenn sem skoða þá eru aldrei færri en í september- mánuði en þá streyma þeir í bað- staði í grennd við Rauðahafið. Þetta ættu ferðamenn að hafa í huga því að september er í raun og veru besti mánuður ársins til þess að skoða píramídana þar sem veðrið verður aldrei betra til þess. Verðið er auk þess mjög hagstætt á þeim tíma ársins. Boston hefur getið sér frægðarorð fyrir það að vera setur skemmtikrafta því þar hafa allir frægustu grínistar Bandaríkjanna komið fram. Menningarborgin Boston: Blús og bjór í Boston Boston er mikil menningar- og söguborg en borgin þykir sú borg Bandaríkjanna sem mest líkist Evr- ópu og hennar borgum. Boston er afar spennandi fyrir ferðamenn þar sem fjölbreytileg dagskrá stendur til boða allan ársins hring. Mörg ný hótel hafa verið reist i borginni á undanfórnum tíu árum en flest þeirra eru í dýrari kantinum með fyrsta flokks þjónustu. Það kemur ekki á óvart sé haft í huga að borg- in er gríðarleg ráðstefnuborg og enn þekktari háskólaborg. Söfn og kirkjur Borgin hefur að bjóða mikið úr- val áhugaverðra staða, svo sem Boston Athenaeum sem er eitt elsta bókasafn landsins. Bókasafnið sem er á fimm hæðum hýsti eitt sinn listagallerí og er farið með ferða- menn í sérstakar ferðir um safnið þar sem það er gríðarlega stórt. Þá ættu menn ekki að láta John F. Kennedy bóka- og listasafnið fram hjá sér fara en Kennedy var fæddur í Boston. Fyrsta vísindakirkja krist- innna manna er einnig í borginni en hún er jafnframt höfuðstöð vís- indakirkjunnar. Þar er að fmna eitt stærsta pípuorgel heims. Museum of Fine Arts var stofnað árið 1870 en þar er meðal annars hægt að berja 43 af verkum Monet augum. í Boston er þvílíkur fjöldi safna að ómögulegt er að nefna þau öll en nefna má söfn Harvard-há- skólans, svo sem Arthur M. Sackler Museum, Fogg Museum og Busch- Reisinger Museum en þau þykja öll merkileg. Bjórmenningin Borgin býður ekki einvörðungu upp á hina svokölluðu klassísku menningu heldur geta menn skemmt sér við að kynnast annars konar menningu borgarinnar, bjór- menningunni. Það er tilvalið að sækja heim Samuel Adams Brewery og sjá með eigin augum hvernig besti bjór landsins er gerður og fá samtímis tækifæri til þess að bragða á honum. Farið er með gesti í klukkutímakynningu um fyrirtæk- ið en mælt er með því að menn borgi einn dollar i málamyndagjald fyrir heimsóknina sem rennur til góðgerðarmála. Fyndnasta borgin Boston hefur getið sér frægðar- orð fyrir það að vera setur skemmti- krafta því þar hafa frægustu grínist- ar Bandaríkjanna komið oftar fram en annars staðar, svo sem Jay Leno, Conan O’Brien, Denis Leary og fleiri. í Boston er margt um að vera á næstunni og má þannig nefna svo- kallað Arts Festival dagana 8.-12. september og kvikmyndahátíðina sem er á dagskrá 10.-19. sama mán- aðar. Þann 14. hefst svo blúshátíð þar sem margir af þekktustu blús- listamönnum Bandaríkjanna koma fram. Boston er augljóslega borg þeirra sem hafa áhuga á alls kyns menn- ingu. Boston er borg ævintýranna. -þor Leitarválar flugvalla: Eyðileggja filmur Nýjasti tækjabúnaður flugvalla gerir flug vissulega öruggara fyrir farþega en það sama á ekki við um ljósmynda- filmur. Þegar farangur ferðalangar fer í gegnum leitarvélar, eða þegar lýst er í gegnum tösk- urnar, er mikil hætta á því að geislamir skemmi filmurnar og þar með minningar sumarleyfis- ins. Nú mæla fagmenn- irnir með því að fllmur séu settar í handfarang- urinn þvi hann fer í gegnum vægari geisla en hinn almenni farangur. Þannig tryggja menn sig á besta mögulega máta. www.visir.is FYRSTUR MEO FRETTIRNAR ÚTSALA Enn meiri lækkun. [Allar sumarkápur, stuttar og síðar, á kr. 5.900. Leðurlíki-jakkar, stærðir 34-44, á kr. 2.000. Opið laugardaga 10-16. N#HI/I5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518. Gulisól, Mörkinni 1 auglýsir eftirfarandi störf laus: Yfirmanneskja á vinnusvæði: Vaktavinna, full staða. Við leitum aðhugmyndaríkum og duglegum einstaklingi sem gæddur er einstakri þjónustulund og samstarfsvilja við undirmenn sína. Þrif á sólbaðsstofu: Vaktavinna, full staða. Viðkomandi ber ábyrgð á hreinlæti sólbaðsstofunnar og hefur yfir 3 starfsmönnum að ráða. Afgreiðsla: Vaktavinna, full staða. Þjónustulund, brosmildi og söluhæfileikar. Hársnyrtimeistarar og sveinar: Vinnutími eftir eigin óskum, betri laun. Einnig óskast nemi sem lokið hefur minnst einu ári af náminu. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13 og 17 alla daga eða í síma 896 6998. Sölumanneskja: Hárgreiðslumenntun æskileg. Vinnutími 2-3 dagar í viku. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13 og 17 alla daga eða í síma 896 6998. Þvottavél Tv. . * 1 ' >-/ J Q ——* f ■ ---A' Q' j —-——< 3] Electrolux • 1400 snúninga vinda • Tekur 5 kg. • Þvottahæfni A • Þvær á 0-95° • Hljóðlát • H:85 sm, B:60sm D:58 sm 84.900 kr. M(‘(Tmlii\ |)vollavél l .\\ 1-LT7 l; HUSASMIÐIAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.