Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 2
2 _________________________FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 Fréttir I>V Séra Jakob Rolland krefst dvalarleyfis fyrir flóttamann frá Tsjetsjeníu: Kaþólskur prestur í mótmælasetu - settist upp í dómsmálaráðuneytinu í morgun og neitar að fara „Ég yflrgef ekki dómsmálaráðuneyt- ið fyrr en ráðuneytisstjórinn hefur af- hent mér dvalarleyfl fyrir flóttamann- inn og ég vil fá það skriflegt," sagði séra Jakob Rolland, kaþólski prestur- inn á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, sem settist upp í dómsmálaráðuneyt- inu í morgun og neitar að fara. Mótmælaseta kaþólska prestsins er neyðarúrræði sem hann grípur til eft- ir að hafa reynt allar aðrar leiðir í bar- áttu sinni fyrir réttindum Aslans Gila- evs sem er 26 ára gamall flóttamaður frá Tsjetsjeníu. Allir dánir „Eina ósk Aslans er að fá að hefja nýtt líf hjá friðsamri og umburðar- lyndri þjóð eftir allar þær hremmingar sem hann hefur þurft að ganga í gegn- um í heimalandi sínu. Öll flölskylda hans, foreldrar, bræður og systur, hafa látið lífið í átökunum sem þar hafa geisað,“ sagði séra Jakob Rolland skömmu áður en hann kom sér fyrir í húsakynnum dómsmálaráðuneytisins í Amarhváli. Hjónaband Aslan Gilaev kom hingað til lands í júní og sótti um landvistarleyfi. Skömmu síðar kynntist hann íslenskri Sleipni vísað frá: Ekki með skjal- festar sannanir Mál Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis fyrir félagsdómi gegn Allrahanda-ísferð- um ehf. var fellt niður á þriðjudag vegna skorts á rökstuðningi og var Sleipnir dæmt til að greiða stefndu 100 þúsund krónur í málskostnað. Sleipnir gaf út stefnu á hendur Allrahanda-ísferð- um ehf. þann 13. október vegna meintra brota fyr- irtækisins á vinnu- löggjöflnni. Var því geflð að sök að hafa með fjárgreiðslum stuðlað að úrsögn- um nokkurra starfsmanna fyrir- tækisins úr stéttar- félaginu fyrir verk- fall Sleipnis sl. sumar. Einnig að Allrahanda hafi haldið uppi akstri í verkfallinu án þess að skýra nánar í hverju aksturinn væri fólginn. í aðalmeðferð málsins fyrir Félags- dómi kom i ljós að rökstuðning skorti fyrir ásökunum Sleipnis. „Málið var fellt niður vegna þess að framkvæmdastjóri fyrirtækisins hélt því fram fyrir dómi að enginn þar inn- an dyra af félögum Sleipnis hefði verið í akstri á meðan á verkfalli stóð,“ segir Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis. „Við vorum ekki með neitt skjalfest um þaö að einhverjir einstaklingar úr okk- ar félagi hefðu verið að keyra eða verið teknir við akstur i verkfallinu. Okkar mál var því ekki sannað og því var það látið niður faila. Við vinnum hins vegar að því fullum fetum að ná í þessar sann- anir og fara ótrauðir fram aftur með málið.“ Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Allrahanda- Isferða ehf., segir ljóst að Sleipnismenn hafi ekki haft neitt í höndunum í málinu. Hann vísar öllum ásökunum Sleipnis á bug og segist furða sig á að menn séu að eyða fjármunum í málaferli og þras fyrir dómstólum frekar en að klára gerð kjarasamninga. -HKr. Óskar Stefánsson. Þórir Garöarsson. konu og eru þau nú gift og búa saman á Framnesvegi í Reykjavík ásamt þremur bömum konunnar, Signýjar Hakert. „Dómsmálaráðuneytið neitar að hnekkja úrskurði Útlendingaeftirlits- ins sem vill ekki veita Aslan dvalar- leyfi þó svo að hann sé kvæntur ís- lenskri konu og geti alls ekki snúið aft- ur heim til fóðurlands síns,“ sagði séra Jakob Rolland en afstaða ráðuneytis- ins byggist á því að Aslev er vegabréfs- laus og gaf upp rangt nafn þegar hann kom til Noregs á flóttaleið sinni frá Tsjetsjeníu til íslands: Eins og gyðingur „Aslan gaf upp rangt nafn í Noregi vegna þess að hann reyndi eins og aðr- ir flóttamenn að fela slóð sína af ein- skærum ótta. Nú situr hann hér og yf- irvöld telja sig ekkert geta gert þar sem þau viti ekki hver maðurinn er. Staða Aslans er ekkert öðruvisi en gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir urðu að villa á sér heimildir og skipa um nöfn til að lifa af,“ sagði séra Jakob Rolland. Rjúkandi rúst Aslan GOaev yflrgaf heimaland sitt í byrjun þessa árs og fór fyrst til Noregs sem fyrr greindi. Heimabær hans er ein rjúkandi rúst og allir sem hann þekkti, vinir jafnt sem skyldmenni, annaðhvort dánir eða á flótta eins og hann sjálfur. -EIR Róttamaöurinn Aslan Gilaev á heimili sínu á Framnesvegi í gær. Ekki afgreitt á einum degi „Presturinn er að leggja fram stjóm- sýslukæru og slíkt er ekki afgreitt á einum degi. Okkar er nú að úrskurða hvort rétt hafi verið að farið hjá Út- lendingaeftirlitinu varðandi synjun á dvalarleyfi fyrir þennan mann,“ sagði Bjöm Friðflnnsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu í morgun, í þann mund er séra Jakob Rolland hóf mótmælasetu sína í ráðuneytinu. - Hvað ætlið þið að gera við prestinn þegar ráðuneytinu verður lokað síð- degis? „Það verða að sjálfsögðu allir að fara út þegar við lokum en annars er það húsvarðanna að ákveða hvort þeir vilji hafa manninn hjá sér í nótt,“ sagði Bjöm Friðfinnsson. -EIR Björn Friöfinnsson Kópavogur vill ræða við Reykjavík um skipulag flugvallarins: Ekki þörf á sér- stökum viðræðum - segir formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur Skipulagsnefhd Kópavogs hefur samþykkt tillögu þess efnis að bæjaryf- irvöld í Kópavogi „fari fram á viðræð- ur við Reykjavíkurborg og Flugmála- stjóm um hugmyndir um skipulag á flugvallarsvæðinu." Ámi Þór Sigurðs- son, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, segist ekki sjá neina þörf á að taka upp sérstakar viðræður um það mál milli umræddra sveitarfélaga þar sem samvinnunefnd um svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins Qalli um það en í henni eigi m.a. sæti tveir fulltrúar Kópavogs. Hann kveðst þó ekki vilja útiloka viðræður milli sveit- arfélaga ef mál skipist þannig. „Þessi tillaga er samþykkt i kjölfar þess að uppi era hugmyndir um að fara með eina braut flugvallarins út í miðjan Kópavoginn," sagði Ármann Ki'. Ólafsson, formaður skipulags- nefndar Kópavogs, við DV. „Að auki verða íbúar i vesturbæ Kópavogs og Fossvogsdalnum fyrir miklu ónæði af þessu flugi. Þegar við höfúm skipulagt á Kársnesi hefur flugmálastjóm sett Armann Kr. Viljum viöræöur Arni Þór Engin þörf spumingarmerki við framkvæmdir þar. Við megum ekki skipuleggja nema upp í ákveðna hæð vegna að- flugsbúnaðar Reykjavíkurflugvallar. í framhaldi af því að tekið var upp sér- stakt samstarfs um Vatnsendaland og skipulag þar flnnst okkur eðlilegt að við Kópavogsbúar fáum að koma með beinum hætti að þessu skipulagi, enda snertir þetta hagsmuni margra ibúa okkar.“ Ofangreind tillaga skipulagsnefndar verður tekin fyrir á bæjarráðsfundi í Kópavogi í dag. Ámi Þór sagði, að fúlltrúar Kópa- vogs í samvinnunefndinni um svæðis- skipulag hefðu látið í ljós áhuga um að Kópavogur fengi að taka þátt í at- kvæðagreiðslu um Reykjavíkurflug- völl sem fram ætti að fara í Reykjavík. „Um þann áhuga er ekki nema gott eitt að segja,“ sagði Ámi Þór. „Við erum reiðubúin að ræða það við Kópavog og önnur sveitarféiög með hvaða hætti væri hægt að standa að því að at- kvæðagreiðslan næði einnig til ann- arra sveitarfélaga. Hins vegar getur enginn tekið ákvörðun um atkvæða- greiðslu í sínu sveitarfélagi nema sveitarstjómin sjálf. Hvað varðar skipulagsmálin sjálf era umræður um þau í gangi í sam- vinnunefndinni. I henni á hvert sveit- arfélag á höfuðborgarsvæðinu tvo full- trúa. Þar er verið að vinna tillögur um útfærslur i Vatnsmýrinni, flugvöll fyr- ir sunnan Hafnarfjörð og Keflavík. Kópavogur á sína fullltrúa þar. Skipu- lagsmálin era umflöllunarefhi sam- vinnunefndai-innar.“ -JSS Skýr skil á Þingvöllum Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra og formaður Þingvallanefndar, segir ákvörðun nefndarinnar um breytingu á afnotum Þingvallabæjar draga skýra línu milli starfsemi þjóðgarðsins annars vegar og starfsemi kirkjunnar hins vegar. Ráðherra bendir jafnframt á að biskupsembættinu hafi verið ljóst um áratugaskeið að Þingvallabærinn væri eign ríkisins, í umsjá Þingvalla- nefndar en ekki prestsbústaður. Dæmdir fyrir peningafals Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo menn í skilorðsbundið fang- elsi fyrir peningafals. Annar mann- anna falsaði 5000 króna seðla en hinn notaði slíka seðla. Falsarinn hlaut 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn 10 mánuði enda braut hann skil- orð. Dagur sagði frá. Skemmdarverk í kirkjugarði I fyrrinótt voru tugir legsteina skemmdir í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Litarefni úr málningarbrúsum var sprautað á legsteina og lágmyndir á mörgum leiðanna. Meðal annars var legsteinn Jóns Sigurðssonar skemmdur tölu- vert. Á myndinni sést Halldór Peder- sen, starfsmaður garðsins, virða fyrir sér skemmdimar. Til stendur að loka jafnvel garðinum að næturlagi og setja upp lýsingu Suðurgötumegin til að sporna við skemmdarverkum. Framsókn á uppleið Fylgi Framsóknarflokks eykst sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Flokkurinn mælist nú með 16% fylgi en var með 12% fylgi í síð- ustu könnun sem gerð var um mán- aðamótin september-október. Sjálf- stæðisflokkur mælist nú með 44%, Vinstri grænir með 18%, Samfylking með 19% og Frjálslyndir með 1%. Vill fækka hrossum Landbúnaðarráð- herra Guðni Ágústs- son vill fækka hross- um um tugi þús- unda. í viðtali við Dag segir ráðherra að hann taki heils- hugar undir orð Þor- kels Bjarnasonar, fv. hrossaræktarráðunauts, sem telur að fækka megi hrossum um allt að 40 þúsund og stór hluti hrossa í landinu sé ekki þess virði að halda lifandi. Sektir við verðsamráði Samkeppnisyflrvöld geta lagt sekt- ir á fyrirtæki sem hafa með sér ólög- mætt verðsamráð jafnvel þótt engin skjalfest sönnun um samráðið liggi fyrir. Þetta kemur fram í greinargerð með nýjum samkeppnislögum sem öðlast gildi í desember. RÚV greindi frá. Bannað að keyra og tala Sigríður Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylkingar, mun ásamt 6 þingmönn- um úr öllum flokk- um flytja frumvarp um bann við notkun farsíma án hand- frjáls búnaðar við akstur ökutækja. Þingmennirnir leggja jafnframt til að 7,5% tollur og 25% vörugjald af handfrjálsum bún- aði verði afnumið. Þess má einnig geta íslendingar eru orðnir heims- methafar í farsímanotkun og hafa skákað Finnum. Hér á landi eru 210 þúsund farsímar í notkun. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.