Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 DV _______21 Tilvera* HBB' Ðancer in the Dark ★★★★ Dancer in the Dark er hámeló- dramatísk sápuópera gerð af hjartans ein- lægni og miklu næmi - en um leið læðist stöðugt að manni sá grunur að von Trier sé að skemmta sér við að hafa áhorfandann að fifli. -ÁS Buena Vista Social Club ★★★ Einstök upplifun, innihaldsrík og skemmtileg heimildarmynd um tónlist og tónlistarmenn á Kúbu sem voru velflestir horfnir af sjónarsviðinu þegar blúsgitarleik- arinn og kvikmyndatónskáldið Ry Cooder hafði uppi á þeim árið 1997 og gerði með þeim plötu sem ber sama heiti og kvik- myndin. Tæpum tveimur árum síðar fór Ry Cooder aitur til Kúbu og þá var Wim Wend- ers með í fórinni og afraksturinn er ekki að- eins gefandi kvikmynd um tónlist og tónlist- armenn heldur einnig lífið sjálft. -HK Nutse Betty ★★★ í Nurse Betty er flest vel gert. Það er helst að frásagnarmátinn verður flatur og áhorfandinn fær það á tiifmninguna að sag- an hafi ekki snert við sögumanninum. Á móti kemur að persónumar eru snyrtilega frágengnar af höfundum og leikurum. Morg- an Freeman er traustur að vanda, Chris Rock hefur ekki í annan tíma verið betri, Greg Kinnear er hégómalegur og sjálfupp- tekinn sem leikari í sápuóperu og Renée Zellweger fer vel með hlutverk góðmennsk- unnar sjálfrar. -GSE Kjúkimgaflóttitm ★★★ Það sem gerir teiknimyndir góðar er það sama og gerir aðrar kvikmyndir gððar, gott handrit, góð mjmdræn útfærsla og góð- ur leikur. Slík mynd er Kjúklingaflóttinn (Chicken Run), sem ber nokkum ferskleika með sér í flóm teiknimynda þar sem vel hefur heppnast að blanda saman brúðum og teiknimyndum. Mynd sem öll fjölskyldan getur sameinast um. -HK 101 Reykjavík ★★★ Hilmir Snær leikur auðnuleysingj- ann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi 101 Reykjavík. Líf hans er í fóstum skorðum þar til vinkona móður hans kemur í heimsókn og úr verður einhver sérkennilegasti ástar- þríhymingur íslenskrar kvikmyndasögu. Fjömg mynd sem býr þó yflr þungri og al- varlegri undiröldu. -BÆN Risaeðlur Disneys Aladar og Níra ásamt vinum Vinirnir eru ekki af sömu stæröargráöu eins og sjá má. Á morgun verður nýjasta stór- myndin frá Disney, Risaeðlan (Dino- saur), frumsýnd í Reykjavík, á Akur- eyri og í Keflavík. Um er að ræða kvikmynd þar sem tölvutækni og leiknum, raunverulega kvikmynduð- um atriðum, er biandað saman. Ger- ist myndin fyrir 65 milljón árum og segir frá ungri risaeðlu, Aladar, sem er af tegundinni Iguanodon. Verður hún strax í æsku viðskila við sinn eigin kynþátt og er alin upp á para- disareyju af eðlum af tegundinni Lemurs. Á sínu þroskaskeiði lendir Aladar í miklum ævintýrum og þarf oftar en einu sinni að bjarga sér og öðrum frá grimmum nágrönnum. Þroski Aladar er mun meiri en ann- arra í eðluheiminum og lumar hún þvi oft á góðum ráðum fyrir sig og sína sem koma til góða þegar stór loftsteinn fellur á jörðina. Dinosaur var rándýr kvikmynd en uppgefinn kostnaður við hana er 130 milljónir dollara. Sumir vilja þó halda því fram að kostnaðurinn sé mun nær 200 milljónum dollara. Ef það er rétt þá er hún meðal allra dýr- ustu kvikmynda sem gerðar hafa ver- ið. Þekktir leikarar hafa ljáð raddir sinar í aukahlutverkin en fyrir Alad- ar talar D.B. Sweeney. Aðrir leikarar eru Julianna Margulies, Joan Plowright, Alfre Woodard, Ossie Dav- is og Della Reese. Það sem aðgreinir Dinosaur frá eldri teiknimyndum Disneys, sem hvað vinsælastar eru, er að í Dinosaur eru engin lög og eng- in dansatriði. Hér á landi er einnig boðið upp á íslenska talsetningu og með helstu hlutverk fara Friðrik Friðriksson, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Ólafsdóttir, Pétur Einarsson, Sturla Sighvatsson, Pálmi« Gestsson, Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Sunna Eldon og Guðrún Ás- mundsdóttir. Elva Ósk Níra Risaeöla sem veröur félagi Aladar og elst upp meöal ókunnugra á eyju. Tengiliöurinn Bill Murray leikur tengiliö Charlies viö englana þrjá. Englarnir þrír Lucy Liu, Cameron Diaz og Drew Barrymore eru ekki bara glæsilegar held- ur einnig hættulegar. .4 Hættulegir englar Ein vinsælasta kvikmyndin vestan- hafs um þessar mundir er Charlie’s Angels og það þurfti Jim Carrey til að velta englunum þremur, sem Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucu Liu leika, úr efsta sæti vinsældalistans. Myndin er gerð eftir vinsælli sjón- varpsseriu sem fyrst leit dagsins ljós fyrir tuttugu árum og gerði leikkon- umar Farah Fawcett, Jaclyn Smith og Kate Jackson þekktar sjónvarpsstjöm- ur. Englamir þrír nú em eins og áður flottar stelpur og snjallar og þær vinna fyrir Charlie. Þær em í sérsveit sem er búin öllum þeim nýjustu tækjum og tólum sem þarf til að leysa ýmis saka- mál. Þær geta bmgðið sér í alls kyns gervi, þær kunna bardagaíþróttir upp á sina tíu fingur og þær deyja aldrei ráðalausar. Þær stöllur fá aðstoð hjá Bosleys sem Bill Murray leikur. í stuttu máli segir í myndinni frá Eric Knox sem er eigandi Knox Technologies og er hann heilinn bak við raddbreytiforrit sem á eftir að valda byltingu í öryggismálum. Hann er líka einn ríkasti maður landsins. En þegar honum er rænt af eigin vinnu- staö er haft samband við Engla Charlies. Ef raddbreytiforritið kemst í rangar hendur gæti það haft afdrifa- ríkar afleiðingar og öryggismál verið í hættu um heim allan. Englar Charlies dulbúa sig sem japanskar fylgikonur og magadansmeyjar og beita þær kyn- þokka sínum til hins ýtrasta, sem og sérstakri bardagatækni. Leikstjóri Charlie’s Angels nefnir*l sig McG og eins og nafnið bendir til kemur hann úr poppbransanum, hefur leikstýrt margverðlaunuðum mynd- böndum og auglýsingum. Charlie’s Angels er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Myndin verður frum- sýnd á morgun í Reykjavík, á Akur- eyri og í Keflavík. mWFILL Þegar þig vantar far.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.