Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 22
26 1 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, Sólvallagata - Ánanaust. í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Tillagan lýtur að því að breyta landnotkun hluta reits sem afmarkast af Sólvallagötu, Ánanaustum, Holtsgötu og Framnesvegi úr "athafnasvæði" í "íbúðasvæði". 1 Tillagan gerir ráð fyrir að landnotkun reitsins í heild verði "íbúðasvæði". Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 23. nóvember til 14. desember 2000. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgar- skipulags Reykjavíkur fyrir 15. desember 2000. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 23. nóvember 2000. Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri. ________________________________________________FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 Tilvera lO'V Kátir á barnum Eggert Þorleifsson leikari og Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaöur voru í essinu sínu. I góöum fíling Eggert Þorteifsson, Björn Jörundur, Halldór Gylfason og Jón Ólafsson voru allir samankomnir í útgáfuteiti Megas- ar í gærkvöld. Kaffileikhúsið í gærkvöld: Svana- • • songur Megasar DV-MYNDIR PJETUR Megas á sviöi / gærkvöld fögnuöu menn nýjum geisladiski Megasar, Svanasöngur á leiöi, sem kom út fyrir stuttu. Jón Ólafs- son sá um undirleik í gærkvöld sem og á diskinum. Megas gaf nýlega út geisladiskinn Svanasöngur ú leiði og var útgáfunni fagnað með veisluhöld- um í Kaffileikhúsinu í gærkvöld. Margt gesta var í veislunni og stemning góð. Megas steig á svið og flutti lög af nýja diskinum sínum við frábærar undirtektir viðstaddra. /=>, NSF-10 hljómflutningstækl • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi 09 diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hatalari (2 way) • Djúpbassi Ný og skemmtilega hönnuð stæða frá Pioneer sem hverfur léttilega í landslagið heima hjá þér, festist hæglega á vegg og er kraftmikil prýði hvar sem er. Setiö og skrafaö Þeir höföu margt að spjalla um Óttar Guömundsson læknir og Megas að loknum tónteikunum i gærkvöld. Ýmsir flytjendur - Fugl eftir fugl, sumar eftir sumar ★★ Þjóðskáld á kántrínótum Um það bil ára- tugur er liðinn síðan Þormar Ingimarsson kvaddi sér fyrst hljóðs sem laga- höfundur. Þá fór lag hans, Ljós og skuggar, að hljóma á Aðal- stöðinni sálugu oft á dag. Fimm ár liðu þar til Þorm- ar fylgdi laginu sinu eftir með plötunni Sundin blá og enn líða fimm ár. Enn á ný kemur út plata með lögum hans og nú fær upphaf- slagið að fylgja meö. Lögin á Fugl eftir fugl... eru flest samin við ljóð þjóðskáldanna Tómasar Guðmundssonar og Steins Steinarr. Eitt gamankvæði eftir Kristján Eldjám fær að fylgja með og svo náttúrlega texti Þormars, Ljós og skuggar, sem fyrr var nefnd- ur. Lög plötunnar eru mjög í sama anda og á fyrri plötu Þormars. Þau eru létt og einfóld, falla yfirleitt vel að ljóðunum sem þau eru samin við og virðast útsetj- aramir sem kall- aðir eru til leiks iðulega klæða þau í búning kántrítón- listar að hætti Nashville-verk- smiðjunnar. Það sem fyrst og fremst háir Þorm- ari Ingimarssyni sem lagahöfundi er hve einhæfur hann er. Maður fær á tilfinninguna að hann sé aö miklu leyti að semja sama lagið upp aftur og aftur. Kannski má að einhverju leyti skella skuldinni á útsetjarana, þá Gunnar Þórðarson, Vilhjálm Guö- jónsson, Ólaf Gauk og Stefán S. Stef- ánsson. En þó held ég að ef hráefn- ið er einhæft sé ekki hægt að krydda það nema upp að vissu marki. Þetta er höfuðvandi plötunn- ar Fugl eftir fugl ... sem að öðru leyti er ósköp meinlaus og meiðir tæpast nokkurt eyra. Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.