Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 24
Æ_________________________________________________________________________________________________FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 - Tilvera I>V * Blús á Kaffi Reykjavík Vinir Dóra leika blús á Kafíi Reykjavík í kvöld. Auk Dóra sjálfs eru í hljómsveitinni Ágeir Óskarsson, Guðmundur Pétursson og Jón Ólafsson. Klassík ■ PÍANÓKEPPNI I dag heldur áfram íslenska píanó- keppnin meö forkeppni fyrir háskóla- nám. Keppnin fer fram í Salnum í Kópavogl og er opin almenningi til áheyrnar gegn vægum aðgangseyri. ■ SINFÓNÍUTÓNLEIKAR í gulri áskrlftaröð í kvöld. Tónleikarnir , hefjast kl. 19.30. Kabarett ■ SUFISTINN Dagskrá bókakaffisins í Máli og menningu er í kvöld helguö Einari Má Guömundssyni. Einar les úr nýútkominni skáidsögu sinni, Draumar á jöröu, og Guöni Elísson ræöir um skáldið. Einnig flytja þeir Einar Már og Tómas R. Einarsson efni af geisladiski sínum í draumum var þetta helst sem kom út í haust. Dagskráin hefst kl. 20. y. ■ GAUKURINN Gleðisveitin aó austan, A móti sól, leikur í kvöld. Sveitin ■ SKUGGA-BALDUR I HVERA- GERÐI Furðufyrirbæriö Skugga-Bald- ur steyþir þoku liöinna poppára yfir hrekklausar sálir á Þinghús Café í Hveragerði milli kl. 22.00 og 01.00. Aögangur er ókeypis. ■ ÚTGÁFUTÓNLEIKAR MARGRÉT- AR EIRAR A AKUREYRI Söngkonan barnvæna og brosmilda, Margrét Eir, heldur í kvöld útgáfu- tónleika á Pollinum, miöstöö skemmtana í höfuöstaö Noröur- lands. Hún getur nú þaniö radd- böndin ágætlega. ■ HESTAKRÁIN Á SKEKHJM BJargræöiskvartettinn heldur r sóngskemmtun á Hestakránni. Á dagskrá verða lög úr ýmsum áttum og frá ýmsum, tímum en textarnir eru allir eftir Ómar Ragnarsson. Bjargræöiskvertettinn skipa Aöalheiöur Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Gísli Vlagnason og Örn Arnarson. Söngskemmtunin hefst kl. 21 en íúsið verður opnað kl. 20. Miðaverð er 1.500 kr. Leikhús______________________ i Nemendaleikhúiö sýnir Ofvlðrlð í kvöld í Smiöjunni. Fundir ■ BYGGÐ OG MENNING Fyrirlestur III í Byggöasafni Arnesinga, Húsinu á Eyrarbakka, í dag kl. 20.30. Fjall- ■> aö um byggð og menningu Árnes- inga. ■ SITTHVAÐ UM SJÓMANNAHJÁ- TRU I kvöld kl. 20.30 heldur Símon Jón Jóhannsson þjóöfræöingur fyrir- lestur í boöi Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Islands sem nefnist: „Varastu búra, hross og hund “, sitthvaö um sjómannahjátrú. Fyrirlesturinn verður fluttur í Sjóminjasafni íslands, Vest- urgötu 8 í Hafnarfiröi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ■ Á ÍSLAND AÐ GANGA í EVROPUSAMBANDIÐ? Kappræöufundur Sambands ungra sjálfstæöismanna og Ungra jafnaðarmanna. Ungir sjálfstæöismenn og ungir jafnaöarmenn mætast í kappræöum um Evrópusambandiö. Fundurinn verður á Kaffi Reykjavík og hefst kl. 20.30. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Óttarr Proppé leikur Simma í Óskabörnum þjóðarinnar: Smáglæpon í safnarabúð Biojfngnryní Háskóiabíó - Den eneste Ene ★ ★★ — , - - , , x _ _ Gunnar Smári Unglingamynd fynr miðaldra var lítill myndaðist mikil samstaða og allir hjálpuðust að við að láta hlutina ganga upp. „Leikaramir hjálpuðu gjaman til við leikmyndina og að bera græjur," segir Óttarr. Að frjósa úr kulda í gufubaði Biluð tæki og ónothæfir tökustaðir voru meðal þess sem leikaramir og tökuliðið fékk að upplifa við tökurn- ar. „Eftirminnilegast í mínu tilviki var þegar við tókum upp langa senu sem gerist i gufubaði. Við vorum hálf- berir í stúdói þar sem hita- stigiö var rétt yfir frost- marki. Heila nótt vorum við því skjálfandi úr kulda að reyna að þykjast vera að kafna úr hita,“ segir Óttarr. Myndin á að gerast í sam- tímanum og var að mestu leyti tekin upp fyrir tveimur árum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Einnig fóra tökulið og fjórir leikarar til Hollands á síðasta ári þar sem nokkur atriði voru tek- in upp í Amsterdam. Óttarr segist ekki vera búinn að sjá endanlegu útgáfuna og er því spenntur að sjá afrakst- urinn á föstudagskvöldið þegar myndin verður frum- sýnd í Háskólabiói. „Þá rifj- ast örugglega margt skemmtilegt upp fyrir manni,“ segir Óttarr. Hitt aðalhlutverkið er í höndum Gríms Hjartarson- ar og meðal annarra leikara má nefna Davíð Þór Jóns- son, Þröst Leó Gunnarsson, Björk Jakobsdóttur, Pálínu Jónsdóttur og Árna Tryggvason. í myndinni er líka fjöldi aukaleikara og má sjá mörgum þekktum andlitum bregða fyrir í henni. Einn þeirra er Frið- rik Þór Friðriksson, leik- stjóri og kvikmyndafram- leiðandi, sem leikur kokk i myndinni. -MA „Ég var eiginlega plataður til að leika í myndinni af leikstjóranum Jóhanni Sig- marssyni," segir Óttarr Proppé, sem leikur annað að- alhlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd, Óskabömum Þjóðarinnar. Óttarr leikur Simma, sem er gamall smá- glæpon og nýbúinn að vera í meðferð. Simmi vinnur í safnarabúð sem kærastan hans rekur og þegar hann hittir Óla, gamlan vin úr glæpaheiminum, hefjast vandræðin fyrir alvöru og þeir félagar verða að reyna að leysa málin. Þó að Simmi eigi að vinna í búð eins og Óttarr gerir, því hann vinn- ur í bókaverslun Máls og Menningar, eiga þeir lítið sameiginlegt að mati Óttarrs. Hann segir að Simmi sé frek- ar eins og gamall kunningi. arsta alvöru itverkið „Þetta er fyrsta alvöru hlutverkið mitt en ég hef áður leikið minni hlutverk í myndunum Ein stór fjöl- skylda og Sódóma Reykja- vík,“ segir Óttarr. Þrátt fyrir þaö lítur Óttarr ekki á sig sem leikara og segist ekki hafa neinn sérstakan metnað til að gerast leikari. Hann sé þó opinn fyrir að reyna fyrir sér aftur á því sviði ef skemmtilegt tækifæri býðst. Að sögn Óttarrs var mjög gaman að fá að taka þátt í að búa til Óskabörn Þjóðarinn- ar og jafnframt mjög erfitt. „Þegar ég las handritið að myndinni fyrst leist mér mjög vel á það, fannst það mjög þétt og gott og ákvað því að vera með,“ segir Ótt- arr. Þar sem myndin var unn- in á mjög ódýran hátt þurftu leikararnir oft að leika af fingrum fram til að láta hlut- ina virka og að mati Óttarrs var það oft mjög erfitt, sér- staklega þegar verið var að taka upp atriði við erfiðar að- stæður. Þar sem hópurinn DV-MYND Fyrsta alvöru hlutverkið Óttarr Proppé leikur annaö aöalhlutverkiö í Óskabörnum Þjóöarinnar, sem er ný íslensk kvikmynd sem frumsýnd verður annaö kvöld. Den eneste Ene er bæði ósköp dönsk og alls ekki. Það má eiginlega segja að þetta sé rómantísk gaman- mynd af ameriskri sort sem flutt hefur verið til Danmerkur. Ein- feldningsleg trú á ástina, árangurs- laus framvinda sögunnar, ham- ingjusamur endir og feel-good-andi sem svífur yfir vötnunum; allt er þetta eitthvað svo amerískt. Persón- urnar eru hins vegar danskar og samfélagið skandinavískt. Það að þessi blanda skuli ganga upp gerir Den eneste Ene nokkuð merkilega mynd; líklega eru væntingar okkar Norðurlandabúa til lífsins orðnar svo litaðar af ameriskri fjöldamenn- ingu að það er sannara fyrir okkur að gera amerískar myndir en evr- ópskar. Den eneste ene segir frá tveimur pörum. Niller (Niels Olsen) og Lizzie (Ses Egelind) eru bamlaus hjón sem hanga saman á löngun sinni til að eignast barn. Hjónin Sus (Sidse Babett Knudsen) og Sonny (Rafael Edholm) deila um barneign- ir. Sonny er ítali og samkvæmt myndinni vilja allir ítalir eignast haug af bömum. Sus óttast hins vegar að meðgangan geri hana svo feita og slitna að Sonny missi lyst á henni. Niller og Lizzie ákveða að ættleiða stúlku frá Búrkina Fasó og Sus og Sonny ákveða einnig að eign- ast barn. En börnin hafa önnur áhrif á lif hjónanna tveggja en þau reiknuðu með. Lizzie deyr af slys- förum daginn sem þau ættleiða stúlkuna og Niller er skyndilega orðinn einstæður faðir fimm ára stúlku. Sus kemst að því að Sonny heldur fram hjá sér og rekur hann á dyr. Hún er ein og ólétt. Og svo hitt- ast þau Niller og Sus og ástin gefur þeim annan séns. Eins og títt er i rómantískum gamanmyndum eru persónur þeirra Nillers og Sus geðugar með afbrigð- um svo áhorfendur fagni fundum þeirra; þau eiga allt gott skilið - ekki síst hvort annað. Svona geðug- ar persónur eru dálítið þreytandi í góðmennsku sinni og því gefur höfund- ur þeim „sidekick“. Niller fær vin- inn Knud (Lars Kaa- lund), mikinn kallakall sem hrekst um líf- ið af hvötum sínum. Sus fær vinkon- una Stellu (Paprika Steen), konu sem er á alvarlegum villigötum i leit sinni að hinum eina rétta. Sam- kvæmt formúlunni fá þessi tvö flesta hlátranna hjá áhorfendum. Og mágkona Nillers, Mulle (Sofie Grábel), sem er eins konar persónu- gervingur flrrtra Skandinava sem leggja aUt traust sitt á læröa góð- mennsku. Aðrar persónur hafa létt- ari einkenni síns heimshluta; borða smnrrebrod, eru ligeglad en gætu að öðru óbreyttu búið hvar sem er í hinum vestræna heimi. Den eneste ene er gamanmynd. Og það sem mestu máli skiptir er að hún er fyndin á sinn huggulega hátt. Sidse Babett Knudsen og Niels Olsen eru bæði sjarmerandi; hún lífleg og orkumikil; hann álappaleg- ur og hlýr. Paprika Steen, Sofie Grábol, Ses Egelind og Lars Kaa- lund eru ýktari persónur, en þó ekki svo að áhorfandinn kannist ekki við afkáraleg lífsviðhorf þeirra. Vanessa Gouri leikur barn- ið; brosir og þegir - draumabarn. Rafael Edholm þarf hins vegar að leika útlendinginn, mann sem er genískt vitlaus og taktlaus og frem- ur þá synd að vUja ekki aðlagast gildum skandinavismans og ætlast til að innfæddir beygi sig undir sín. Það heföi verið gaman ef höfundar myndarinnar heföu haft kjark tU að hafa þessa persónu svarta eða ís- lamstrúar. Spurningin sem íslenskur áhorf- andi spyr sig í lok myndarinnar er: Er þetta tU eftirbreytni? Eiga ís- lenskir kvikmyndagerðamenn að gefast upp fyrir deyjandi evrópskri kvikmyndahefð og gefa áhorfendum það sem þeir eru að biðja um; sögur settar inn í form sem þeir þekkja - frásagnarmáta amerískra bíó- mynda? Spyr sá sem ekki veit. Leikstjórn: Susanne Bier. Handrit: Kim Fupz Aakeson. Leikarar: Sidse Babett Knudsen, Niels Olsen, Sps Egelind, Paprika Steen, Rafael Edholm, Sofie Grábdl o.fl. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.