Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir Óli H. Þóröarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, um nýjar bílbeltareglur EES: Telur að líka eigi að setja belti í eldri rútur - telur of mikið að rútubílstjóri beri ábyrgð á beltanotkun, t.d. óstýriláts barnahóps )li H. Þórðarson. í ljósi þess að i reglum Evrópska efnahagssvæðisins eigi að verða komin bflbelti í alla rútu- bila yfir ákveðinni stærð á næsta ári segir Óli H. Þórðar- son, framkvæmda-1 stjóri Umferðarráðs, ljóst að íslendingar hafi ekki efni á að bíða eftir að rútubflaflotinn verði orð- inn það nýr að belti verði komin i alla slíka bfla. „Það er allt of dýrkeypt bið. Þess vegna tel ég að við þurfum að finna einhverja leið til að stíga þetta skref fyrr. Margir, þar af nokkrir sérleyfis- hafar, hafa verið að setja bflbelti i rút- ur. Þá kemur það tfl að menn verða sennilega flestir að styrkja sætisfest- ingar. Hjá rannsóknamefnd umferðar- slysa kom berlega i ijós að í einu rútu- slysi voru þau ekki nægilega fest.“ Óli segir að þó það sé ekki algilt þá fari rútur yfirleitt á hliðina þegar þær lenda út af vegi, eins og gerðist í rútu- slysinu i Fljótum, í slysi í Hvalfirði og t.a.m. við Laka. „Þá kemur það til að ef fólk er í tveggja punkta beltum þá myndu þau halda fólkinu að mestu leyti í sætinu þó rútan ylti. Fari rút- an hins vegar á toppinn, eins og gerðist í Botnastaða- brekkunni, þá hafa þeir sem eru í þessum tæknimálum bent á að of mikill þungi geti hvílt á yfirbyggingunni - ef allir hanga í beltunum. Þetta skil ég mætavel, enda þarf að skoða þetta vel. Óli kveðst ánægður með þá aðgerð dómsmálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp í ljósi þessara ábendinga rann- sóknanefndarinnar. „Ég bind vonir við þessa nefnd og vona að starf hennar verði þessu málefni til framdráttar." Ekki talsmaður fullrar ábyrgðar rútubílstjóra - Telur þú að rútubílstjóri eigi að bera ábyrgð á farþeg- um undir 18 ára aldri? „Ég tel mjög æskilegt að þessi regla væri algild, að bílstjór- ar beri ábyrgð á þeim sem í bíl hans eru. Þetta er spurn- ing um sjálfráða einstaklinga en við það hefur verið sett spurningarmerki. Að vísu er nú þegar ein regla í umferð- arreglunum sem kveður á um að taki ökumaður bif- hjóls farþega upp á hjólið er honum gert að sjá til þess að viðkomandi sé með hjálm.“ Óli segir að vissulega sé þessi regla meira en að segja það hvað varðar flutning á skólabömum. „Spurningin er hvort auknar kvaðir verði settar gagnvart fólki sem er yngra en 18 ára. Þetta er érfitt i framkvæmd. Óstýri- látur krakkahópur getur orð- Ið erfiður fyrir bílstjóra að eiga við ef hann er ekki með þvi meiri stuðning leiðbein- anda eða kennara. Ég er því ekki talsmaður þessa. Þetta verður þó að skoða rækilega, Bílbelti í rútum sagði Óli H. Þórðarson. Rútuslysiö í Fljótum hefur enn lertt til umræöu um bílbelti í rútum. _(jtt Jóhannes Ellertsson, eigandi Vestfjarðaleiðar, telur faglega umræðu skorta: Eiga rútubílstjórar að setja undir 18 ára í belti? - telur menn almennt tala af fáfræði um að setja bílbelti t.a.m. í eldri rútubíla Jóhannes Ellertsson, eigandi Vest- fjarðaleiðar, segir að ótal atriðum sé ósvarað varðandi það að setja bílbelti í aðra rútubfla en nýja á næsta ári. „Málið er að kostnaðarhliðin við að setja belti í rútur er kannski ekki svo stór. Menn hafa hins vegar talað um þessi mál af afskaplega mikilli fá- fræði. í þessu beltamáli er ótal atrið- um ósvarað," segir Jóhannes. „Verði beltin notuð, hver er þá ábyrgð bílstjórans þegar beltin eru komin í bílinn? Verður bílstjórinn ábyrgur fyrir því t.d. að farþegar undir 18 ára aldri noti beltin? Kemur þetta til með að gilda í rútubílum að ábyrgðarmaður ökutækis taki ábyrgð á farþegum undir lögaldri? Þessu höfum við ekki fengið svar við. Ef bílstjórar verða ábyrgir fyrir því ef skólabörn eru ekki í beltum er ég ansi hræddur um að mjög þurfi að taka til. Þá er orðin spuming um að þegar við erum að aka skólabörnum hvort kennari eigi ekki að fylgja börnunum," segir Jóhannes. Hann segir að í sjálfu sér sé ekki flókið að setja bílbelti í nýjar rútur. En með eldri bíla gegni allt öðru máli. „Þar þarf kannski að gera við allar festingar á sætum og annað slíkt. Yf- irleitt eru sæti fest í gegnum gólf með 8-10 millímetra bolta. Hann er kannski búinn að vera þarna á þessum stað í 10-15 ár. Hverju heldur slíkur bolti eftir þetta mörg ár? Er styrkleikinn 5 eða 3 millímetr- ar eða er hann að verða ryðg- aður í sundur? Þarf að skipta um allar festingamar? Þessu er öllu ósvarað." Þola eldri rútur 3 tonn af fólki í beltum? „Ég tel að menn tali um þessa hluti af afskaplega mikilli fáfræði. Á næsta ári eiga allir nýir rútu- bílar að vera komnir með belti. Verði þetta gert aftur- virkt eru ótal, ótal hlutir sem þarf að fara í gegnum, gerð sætanna og festinga, og er bíll- inn hreinlega ekki orðinn það ryðgaður að hann beri þetta ekki. Jóhannes Ryöið sest yfirleitt að burð- Ellertsson. arvirkinu um gólfið. Er það þá nógu sterkt í öllum þessum rútum til að þola alla þessa þyngd? í 40 sæta bfl eru það þrjú tonn sem bindast ofan í sæti með öllu fólkinu. Fari slíkur bíll á hvolf, hvað þá? Ég held að menn hafi talað um þessi mál öll af afskaplega mikilli óvarfæmi. Ég er til í að ræða þetta frekar við menn og sýna um hvað er að ræða. Kostnaðurinn er, eins og ég segi, ekki svo mikill en spurningum um allar Hugsanlegar hliðarverkanir er ósvarað. Það hefur aldrei verið farið í faglega umræðu um þessa hluti. Menn þykjast hafa vit á þessu en gera það ekki. Ég hef t.a.m. rætt við framkvæmdastjóra Umferðarráðs og ég tel hreint út sagt að hann viti ekki um hvað þetta mál snýst tæknilega," sagði Jóhannes Ellertsson. -Ótt Veöríö í kvöld Súld norðan- og austanlands Noröaustlæg átt, 5-10 m/s og rigning eöa súld noröan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjað. Noröaustan 8-13 og slydda á Vestfjöröum í nótt. Hiti víöa 1 til 6 stig viö ströndina en frost O til 5 stig til landsins. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.05 15.41 Sólarupprás á morgun 10.26 10.30 Síódegisfló& 16.47 21.20 Árdeglsflóó á morgun 05.15 09.48 Stcýringará veðurtáknum J^VINDÁTT 10V-HIT. x -10“ \VINDSTYRKUR Vconcr í metrum á sakúmlu & HEIÐSKÍRT :Ö IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAO V.,. RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA 0 V ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Færöin Fært er um alla helstu þjóðvegi á landinu. Þó er víöa hálka eöa hálkublettir. Nánari upplýsingar um færð á vegum er aö finna hjá Vegagerðinni. c=jSNJÓR MÞUNGFÆRT ■mófært HÁLT TEHHEkSEra: Norðaustlægar áttir Noröaustlæg átt, 5-10 m/s og rigning eöa súld norðan- og austanlands, en annars yfirleitt léttskýjaö. Norðaustan 8-13 og slydda á Vestfjörðum á morgun. Hiti víða 1 til 6 stig við ströndina en frost 0 til 5 stig til landsins. Laugarda 1j> Vindur: /■r' 8-13 m/a Hiti 4° til 0» Sunnudagur Vindur: /S'' 10-15 m/s Hiti 6° til 0 Mánuda • C 1 rn/*\ Vindur: 3-8 Hiti 3® til 0° Norðaustan 8 tll 13 m/s og snjókoma eða slydda norðan- og austanlands, en bjart veður suð-vestan tll. Hltl 0 tll 4 stlg. Norðaustan 10-15 m/s og slydduél norðanlands og stöku skúrlr austan tll, en annars léttskýjað. Hltl 0 tll 6 stig, mlldast syðst. Norðlæg átt og dálítll snjókoma eða él norðanlands en bjart fyrir sunnan. Kólnandl veður. AKUREYRI rigning 1 BERGSSTAÐIR léttskýjaö -3 BOLUNGARVÍK skýjað 3 EGILSSTAÐIR 2 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 5 KEFLAVÍK léttskýjaö -1 RAUFARHÖFN rigning 4 REYKJAVÍK heiðskírt -1 STÓRHÖFÐI léttskýjaö -3 BERGEN alskýjaö 8 HELSINKI rigning 2 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 5 ÓSLÓ rigning 6 STOKKHÓLMUR þokumóða 8 ÞÓRSHÖFN skúrir 7 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 8 ALGARVE þokumóöa 16 AMSTERDAM skýjaö 6 BARCELONA alskýjaö 13 BERLÍN lágþokublettir 4 CHICAGO skýjaö -6 DUBLIN þokumóöa 1 HALIFAX heiöskírt -2 FRANKFURT rigning 8 HAMBORG léttskýjað 3 JAN MAYEN skýjaö 3 LONDON alskýjað 6 LÚXEMBORG rigning 7 MALLORCA skýjaö 16 MONTREAL léttskýjaö -7 NARSSARSSUAQ skýjað -8 NEWYORK léttskýjaö -2 ORLANDO heiösklrt 7 PARÍS rigning 9 VÍN þokumóöa 6 WASHINGTON skýjaö -1 WINNIPEG heiöskírt -12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.