Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 8
8 _____________________________________________________________________________________________FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 Útlönd I>V Bráöabirgöaforseti Perú Valentin Paniagua ætiar aö leiöa þjóöina til frjálsra kosninga. Japönsk blöð segja Fujimori að snauta heim Japönsk yfirvöld flýttu sér í morgun aö óska nýjum bráðabirgða- forseta Perú, Valentin Paniagua, til hamingju. Yflrvöld í Japan vilja forðast diplómatískar deilur vegna dvalar Albertos Fujimoris, sem vik- ið var úr embætti forseta á þriðju- dag, í Japan. Japanskir leiðarahöf- undar kröfðust þess hins vegar í morgun að Fujimori sneri heim og útskýrði fyrir þjóð sinni hvers vegna hann hefði flúið land. Fu- jimori, sem sendi afsagnarbréf sitt frá hóteli í Tókýó, yfirgaf hótelið í gær og er nú sagður dvelja á heim- ili vinar síns. Paniagua, sem verið hefur þing- forseti, sagði helsta verk stjómar sinnar verða að leiða þjóðina til frjálsra og réttlátra kosninga í apríl næstkomandi. Perez de Cuellar, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verður nýr forsætisráöherra Perú. Hann hefur búiö í París síðan hann tapaði í for- setakosningunum 1995 fyrri Alberto Fujimori. Perez de Cuellar kvaðst í gær ætla að flýta sér heim. HEILDARVIÐSKIPTI 1241 m.kr. Hlutabréf 183 m.kr. Húsbréf 331 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Qi Bakkavör Group 28 m.kr. Íslandsbanki-FBA 18 m.kr. | O Össur 18 m.kr. MESTA HÆKKUN | O Járnblendifélagiö 5% | O Pharmaco 2,5% | o Landsbankinn 2,1% MESTA LÆKKUN O íslenski hugbúnaöarsj 9,6% O Opin kerfi 5,3% O Össur 3,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1356 stig | - Breyting O 0-43 % F DOW JONES 10399,32 Q 0,95% 1 * Inikkei 14301,31 O 1.07% IÉíIs&p 1322,36 O 0,25% i F NASDAQ 2755,34 O 1,16% SOftse 6225,90 O 0,04% "^DAX 6530,17 O 0,20% H CAC40 5964,14 0.19% Frfpéstur veitir þér aukið Deck Cheney á sjúkrahús með hjartaáfall: Bush áfiýjar til Hæstaréttar BNA George W. Bush, forsetaefni repúblikana, hefur fært baráttuna um Hvíta húsið til Hæstaréttar Bandarikjanna þegar hann áfrýjaði í gær úrskurði Hæstaréttar Flórida um að að handtalningu skyldi haldið áfram í þremur sýslum ríkisins og að úrslitin úr henni yrðu að vera með þegar endanleg úrslit verða kynnt. Niðurstöður handtalningarinnar eiga að liggja fyrir á sunnudagskvöld, samkvæmt úrskurði dómsins. Fulltrúar Bush fóru fram á að Hæstiréttur hraðaði málsmeðferð- inni svo henni yrði lokið fyrir 12. desember þegar staðfesta verður endanleg úrslit í Flórída fyrir fund kjörmannanna sem velja síðan nýj- an forseta. A1 Gore, forsetaefni demókrata, varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar kjörstjóm í Miami-Dade-sýslu ákvað að hætta handtalningu vegna tímaskorts og láta fyrri úrslit eftir véltalningu standa. George W. Bush Forsetaefni repúblikana sættir sig ekki viö aö handtalning atkvæöa veröi tekin gild og hefur kært til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gore, sem hefur fengið 930 at- kvæðum minna en Bush samkvæmt opinberum tölum, hafði bundið von- ir sínar við endurtalningu í Miami- Dade, Palm Beach og Broward-sýsl- um. Demókrötum hefur alla jafna vegnað vel í þeim sýslum. Wiliiam Daley, formaður kosn- ingabaráttu Gores, sagði að reynt yrði að fá ákvörðun kjörstjórnar 1 Miami-Dade hnekkt fyrir dómi. Að sögn bandarískrar sjónvarpsstöðvar hafnaði áfrýjunardómstóll í Flórída kröfu demókrata í gærkvöld. Þar sem Hæstiréttur ríkisins hefur hafnað frekari umfjöllun um kosn- ingarnar verður Gore að leita til al- ríkisdómstóls. Það var svo aðeins til að bæta gráu ofan á svart að Dick Cheney, varaforsetaefni Bush, liggur nú á sjúkrahúsi eftir að hann fékk vægt hjartaáfall. Cheney sagði í gær að sér liði vel og að útlitið væri gott. Hátíöarkalkúnninn Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sem heldur á Tyler, litlum frænda sínum, þyrmdi lífi kalkúnsins sem honum var færöur í tilefni þakkargjöröarhátíöarinnar. Kalkúnninn, sem kallaður er Jerry, veröur sendur á búgarö í Virginíu. Mikill viðbúnaður í ísrael vegna hugsanlegra hryðjuverka: Yasser Arafat vill endur- vekja friðarviðræðurnar Yasser Arafat hefur áhuga á því að endurvekja friðarviðræður Palestínumanna og ísraela. ísra- elski utanríkisráðherrann, Shlomo Ben-Ami, hafði það eftir Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í morgun. Ben-Ami sagði að Albright hefði hringt í sig í nótt eftir að hún hafði rætt við forseta Palestínumanna. Albright haföi það eftir Arafat að hann vildi koma friðarviðræðunum aftur í gang og binda enda á ofbeld- isverkin sem hafa kostað meira en 250 manns lífíð undanfama tvo mánuði. Flestir hinna látnu eru Palestínumenn. „Ég veit ekki hvort þetta er alvar- legt tilboð en þetta er að minnsta kosti það sem maðurinn (Arafat) Bílsrpengja í ísrael Svona var umhorfs eftir aö bíl- sprengja sprakk viö strætisvagn í bænum Hadera í ísrael í gær. sagði í símtali við hana (Albright). Þetta er það sem hún sagði mér í nótt,“ sagði Ben-Ami í viðtali við ísraelska útvarpið. Mikill viðbúnaður er í ísrael í dag vegna frekari ofbeldisverka í kjölfar bílsprengjunnar sem varð tveimur mönnum að bana í bænum Hadera í norðurhluta landsins í gær. Rúmlega sextíu manns særð- ust í tilræðinu. Skömmu síðar skutu ísraelskir hermenn fjóra Palestínumenn til bana á Gazaströndinni. Háttsettur ísraelskur foringi í ör- yggislögreglunni sagöi að fátt væri hægt að gera til að koma í veg fyrir sprengjutilræði eins og í gær. Fleiri lögregluþjónar veröa þó á götum úti í eftirlitsstörfum. Thatcherskeiöi lokið Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, sagði í gær að skeiði Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráð- herra, væri lokið. Blair sagði að nú væri nóg komið. Thatcher hefur harðlega gagnrýnt þá ákvörðun að Bretar taki þátt í myndun Evrópuhers. Hryðjuverk í Tsjetsjeníu Læknar án landamæra krefjast þess að Evrópudómstóllinn og Sam- einuðu þjóðimar grípi til aðgerða i Tsjetsjeníu vegna skelfilegs ofbeldis Rússa gegn íbúunum. 300 þúsund Tsjetsjenar eru á flótta í landinu og utan þess. Iðnir við ástarleiki Stuðningsmenn Græningja í Þýskalandi eru iðnastir við ástar- leiki samkvæmt nýrri könnun. 71 prósent þeirra stunda kynlíf að minnsta kosti einu sinni í viku. Sprengjuárás í Kosovo Sprengja sprakk í gær við heimili Serbans Stanimirs Vukicevics, full- trúa Júgóslavíuforseta í Kosovo. Vukicevic var ekki heima en bíl- stjóri hans beið bana. Rússum fækkar Rússar eru nú ekki nema 145 milljónir. 950 þúsund Rússar fædd- ust fyrstu 9 mánuöi ársins en 1,6 milljón lést. Rússum hefur fækkað um 5 milljónir frá því að Sovétríkin leystust upp. Vona að Havel náði 0Danir bíða nú eft- ir því að Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, taki ákvörð- un um hvort náða eigi danskan fram- haldsskólanema sem setið hefur í fangelsi í Prag frá því í september. Námsmaðurinn er sakaður um hafa fleygt grjóti í lög- reglumann í mótmælum gegn fundi Alþjóðabankans í Prag. Hann vísar ásökuninni á bug. Nýnasistar safna vopnum Yfirmaður þýsku öryggislögregl- unnar sagöi lögregluna hafa lagt hald á fleiri vopn og sprengiefni nýnasista á þessu ári en áður. Sagði hann öfgamenn ræða beitingu vopna til að ná pólitískum mark- miðum sínum. Alvara nauðsynleg Jacques Chirac Frakklandsforseti segir ekkert sam- komulag betra en slæmt þegar leið- togar Evrópusam- bandsins koma saman í Nice í næsta mánuöi til að ræða umbætur á starfsemi sam- bandsins. Alvara sé nauðsynleg á fundinum. Mótmælendur söfnuðust í gær við heimili Suhartos, fyrrverandi Indónesíuforseta. Kröfðust mótmælendur þess að hann yrði dreginn fyrir rétt þjóðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.