Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 28
Dúkkukerrur og dúkkuvagnar í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikfðng og gjafavörur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 DV-MYND PJETUR Stríð og friöur á Gauknum Bubbi Morthens hélt fyrstu tónleika sína með nýrri hljómsveit sem kölluð er Stríð og friður. Hljómsveitina skipa auk Bubba þeir Guðmundur Pétursson, Jakob Magn- • ússon, Pétur Hallgrímsson ogAmar Geir Tómasson. Þeir félagar ætla að ferðast um landið fram í febrúar en fara svo i stúdíó oggefa út plötu á vormánuðum. Hvaða trú hentar þér? * í Fókusblaði morgundagsins gefst þér kostur á að renna í gegnum skot- heldan upplýsingapakka um helstu trúarbrögðin sem okkur standa til boða þessa dagana. Kikt er á hvað er í boði á hverjum stað, hvemig stuðið er á samkomum, hvetjir hátíðisdagamir em og hvað þarf til að komast til himnaríkis. Þorsteinn Joð segir okkur frá nýrri bók sinni sem hann skrifar í minningu móður sinnar og nokkrir þekktir einstaklingar deila með okkur reynslunni af þvi þegar þeir ákváðu að stijúka að heiman. Sagt verður frá heista djammviðburði desembermán- aðar og Lífið eftir vinnu er auðvitað á sínum stað, nákvæmur leiðarvísir um skemmtana- og menningarlífið. SVARAÐl STIGINN AÐ SJÓMANNASIS? Nýr kjarasamningur skipstjórnarmanna, bryta og Matvíss undirritaður í morgun: Bylting á launakerfinu Samkomulag í kjaradeilu / nótt náóist samkomulag milli Samtaka atvinnulífsins og skipstjórnarmanna, bryta og Matvíss vegna félagsmanna þeirra á sjó. í nótt náðist samkomulag um efn- isinnihald nýs kjarasamnings í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Félags skipstjómarmanna, Fé- lags bryta og Matvíss vegna félags- manna þeirra á farskipum. Sam- kvæmt heimildum DV felur sam- komulagið sem gert var í nótt i sér 15-16 prósenta launahækkun á gild- istima samningsins, en samið var til þriggja ára. Að auki reiknast launaskrið á tímabilinu vegna þátta sem fara inn í heildarpakkann og reiknast sem visst vægi af launun- um. Að öllu samanlögðu gera menn ráð fyrir um 20 prósenta hækkun á tímabilinu. „Með þessum samningi verður bylting á launakerfinu," sagði Jónas Ragnarsson, formaður Félags skip- stjórnarmanna, við DV í morgun. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um prósentuhækkanir samningsins. „Við erum að breyta öllum launa- töxtum og launaskala í eitt fast- launakerfi. Samkvæmt samningi voru yflrvinna, frídagar o.fl. aðskil- ið, nú er þetta allt í einum pakka. Þetta verður ein upphæð sem menn semja um prósentuhækkanir á í framtiðinni." Samkomulag í deilunni náðist klukkan fimm í morgun. Aðilar hafa verið boðaðir til ríkissátta- semjara kl. 14 i dag þar sem gengið verður frá nokkrum atriðumi sem varða t.d. sérsamninga vegna ferj- anna. Síðan verður samningurinn undirritaður. Boðuðu verkfalli sem heflast átti á miðnætti i kvöld hefur verið frestað. Sátttafundur í kjaradeilu MAT- VÍSS (Matvæla og veitingasam- bands íslands) vegna starfsmanna í landi og Samtaka atvinnulífsins stóð til klukkan sjö í morgun. Deilu- aðilar hafa verið boðaðir aftur til fundar hjá rikissáttasemjara kl. 15 i dag. Matvís hefur boðað verkfall 1200 félagsmanna sinna frá kl. 19 á morgun hafi samkomulag ekki náðst í deilunni fyrir þann tíma. -JSS Mikið útstreymi gjaldeyris - bíðum skýringa, segir seðlabankastjóri Gengi Bandarikjadollars komst í sögulegt hámark í gær og greip Seðlabankinn inn í við- skipti til að verja stöðu krón- unnar. Hjá Seðlabanka var sölu- gengi dollars skráð á 89,97000 krónur i gær. Á fyrsta degi þessa árs var gengi Bandaríkjadollars skráð á 72,55 krónur og hefur hann því hækkað um 17,17 krónur á ell- efu mánuðum. „Við keyptum krónur fyrir tólf millj- ónir dollara til að veija gengi krónunn- ar í gær,“ sagði Eiríkur Guðnason seðla- bankastjóri í samtali við DV í morgun. Þetta samsvarar yfir milljarði islenskra króna. „Við trúum að þessi kaup hafi virkað. Það hafa ver- ið miklar hreyfmgar á genginu siðustu daga. Ástæður þessa eru sjálfsagt margar. Vafalaust hafa neikvæðar fréttir af okkar efnahagslífi upp á síðkastið haft talsverð áhrif. Það veldur út- streymi á peningum. Síðan kunna að vera einhveijar sér- stakar ástæður fyrir mikilli eft- irspum eftir gjaldeyri einmitt þessa dagana. Það er líklegt, því það hefur ver- ið óvenjumikil þörf af háífu bankanna til að fá gjaldeyri. Þar kunna að vera skýringar sem við eigum þá eftir að fá,“ sagði Eiríkur Guðnason. -HKr. Eiríkur Guðnason. Árni Johnsen: Rotaðist á bónstöð Ámi Johnsen alþingismaður rotað- ist þegar hann fór með bifreið sína á Bónstöðina að Sætúni 4 í gærmorgun. Ámi lá um stund í roti en jafnaði sig þó fljótt og vel: „Það vom menn að setja upp skilti fyrir mig hér utandyra og höfðu reist stiga upp við háa hurð. Þegar Ámi svo kom og opnaði dymar féll stiginn að sjálf- sögðu niður og ofan á Áma,“ sagði Páll Jóhannsson, eigandi Bónstöðvarinnar, sem skellir skuldinni alfarið á starfs- menn Merkingar hf. sem unnu við uppsetningu skiltisins hjá honum. „Ámi rotaðist og maðurinn sem hafði verið að vinna í stiganum féO niður og handleggsbrotnaði. Ég skO ekki hvem- ig honum datt í hug að reisa stiga upp við hurð sem opnast inn,“ sagði PáO á Bónstöðinni sem hlúði að Áma og ók honum síðan niður í Alþingishús. „Ámi jafnaði sig á leiðinni,“ sagði PáO. Sjálfur vOdi Ámi Johnsen sem minnst gera úr þessari heimsókn sinni á Bónstöðina þegar eftir því var leitað: „Maður hefði meitt sig ef maður hefði ekki fengið þetta í höfuðið,“ sagði Árni sem var orðinn algóður í höfðinu í gær. -EIR deCODE þokast upp Hlutabréf í deCODE hækkuðu í gær um 3,33%. í lok dags seldust hlutabréfln á 13,5625 doOara og höfðu þá 190.800 atkvæði skipt um eigendur. Hlutabréf í deCODE genetics Inc., móðurfélagi tslenskrar erfðagreining- ar, hafa þannig hækkað lítiOega frá því gengið hrapaði um 18,92% í fyrra- dag i viðskiptum á Nasdaq-hluta- bréfamarkaðnum í Bandaríkjunum. Lokagengi bréfa deCODE í gær var 13,5625 doOarar á móti 13,125 doOur- um í fyrradag. -HKr. Dagatöl brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileo merkivól 5 leturstærðir 9 leturstillinpar prentar í 2 linur boröi 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.lf.is/rafport_______ fc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.