Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 15
14 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sögumenn og ótíöindi Tölvupóstur var í fullum gangi og framleiddi kolrangar rokufréttir af yngsta manndrápsmáli ársins, þegar hlé varð í alvörufréttum fjölmiðla af málinu. Við slíkar að- stæður riíjast upp, hversu mikilvægt er, að fólk hafi að- gang að árvökulum og öruggum fjölmiðlum. Á DV erum við stolt af algerri forustu í nýjum og rétt- um fréttum af málinu. Stoltið stafar ekki sízt af hinni miklu fyrirhöfn, sem fór í að afla tveggja eða fleiri óháðra heimilda að hverjum þætti málsins, svo sem lengi hefur verið regla fréttamiðla, sem taka sig alvarlega. Áherzla DV á öruggar heimildir er jafngild áherzlu blaðsins á birtingu upplýsinga um allar hliðar umdeildra mála. Fréttastofa blaðsins reynir að forðast kranablaða- mennsku, sem felst í, að skrúfað er frá einni heimild eða einum álitsgjafa, sem gefa ófullkomna mynd. Einhliða kranablaðamennska hefur hins vegar magnazt í þjóðfélaginu, einkum við tilkomu sjónvarps og sjón- varpsviðtala. Hún hefur líka haft áhrif á prentaða fjöl- miðla, til dæmis Morgunblaðið, sem hefur í seinni tíð i vaxandi mæli vikið frá hefðbundnum vinnureglum. Það hlýtur til dæmis að hafa komið lesendum Morgun- blaösins á óvart, að skólastjóri Hestaskólans í Ölfusi hrökklaðist úr starfi og var vísað úr Félagi tamninga- manna, eftir að blaðið hafði ítrekað birt algerlega einhliða fréttir af frábærri fyrirmyndar-skólastjórn hans. Hér á DV höfum við óhjákvæmilega fundið fyrir mikilli áherzlu, sem Morgunblaðið leggur á að birta þráhyggju miðaldra poppara, sem hefur ekki enn jafnað sig eftir að hafa uppgötvað, að hann getur ekki ritstýrt DV. Aldrei hefur Morgunblaðið leitað sjónarmiða mótaðilans. Með tilkomu Skjás eins og Striks hefur nýtt vandamál farið að ríða húsum. Tímafrek leit aö upplýsingum víkur fyrir sveitum kjaftaska, sem hafa meikað það eða eru að meika það i samræmi við ákveðna tízku, sem felst i að verða fyrirhafnarlítið frægur eða ríkur. Slíkir kjaftaskar stunda froðusnakk saman tveir eða íleiri í sjónvarpsþáttum og gefa yfirlýsingar um fjölmiðla, sem eru að vinna vinnuna sína. Meginþemað er, að þeir, sem grafast fyrir um heimildir og ónáða álitsgjafa út og suður, verði sjálfir óhreinir af greftrinum. Þetta er eitt afbrigða gömlu reglunnar um, að sögu- manni er kennt um ótíðindin. Hræsnarar sumra fjölmiðla sameinast sumum helgislepjumönnum úr klerkastétt og kvarta um, að vinnandi íjölmiðlar séu aðgangsharðir, til- litslausir, frekir, ósvífnir og jafnvel gulir. Af ýmsu efni Morgunblaðsins má ráða, að blaðið líti fremur á sig sem opinbera stofnun en fjölmiðil. Af ýmsu efni sjónvarps og veraldarvefs, undir forustu Skjás eins og Striks, sem gefa tóninn, má ráða, að þáttastjórar líti frem- ur á sig sem kaffihúsakarla eða skemmtanastjóra. Hver verður auðvitað að velja sér hlutskipti við hæfi. Um þessar mundir er greinilega vinsælt að velja leiðir í fjölmiðlun, sem víkja frá hefðbundnum svita við að afla fjölbreyttra heimilda og margs konar álits og hossa sér í staðinn á alls konar vaðli til að skemmta fólki. Kjaftaskar, sem hvorki kunna að afla heimilda né mundu nenna því, ef þeir kynnu, sitja saman á skjánum og eru að meika það með því reyta af sér athugasemdir um þá fjölmiðla, sem forðast þessa tízku og eru enn að grafast fyrir um það, sem er að gerast í þjóðfélaginu. DV hefur fyrir sitt leyti valið. Blaðið mun áfram verja ómældum tíma til að grafast fyrir um mál í samræmi við góðar verklagsreglur vestrænna alvörufjölmiðla. Jónas Kristjánsson _____________________________________FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000_FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 DV ______J9* Skoðun Trúarleiðtogar nútímans Kjallari Á hverjum morgni kveikj- um við á útvarpsfréttunum og heyrum hvað verðbréfa- miðlarar og aörir hagspek- ingar hafa fram að færa um þjóðmálin. Þetta eru trúar- leiðtogar nútímans og við þá er talað sem óháða og hlut- lausa skýrendur veruleik- ans, mun oftar en nokkra aðra, t.d. vísindamenn, lista- menn eða verkalýösforingja. Þannig leggja fjölmiðlarnir sitt af mörkum til að móta hugarfar samfélagsins. Á íslandi nútímans ríkir sú staða að stjómvöld búa nánast ekki við neina gagnrýni á störf sín nema frá eigin flokksmönnum því að viöskipta- jöframir sem öðru hvoru gagnrýna stjórnvöld eru flestir flokksmenn eða kjósendur stærri stjórnarflokksins. Gagnrýnin snýst líka iðulega um tæknileg atriði og skapar þá ímynd að allir séu nokkurn veginn á einu máli um hvernig stjóma skuli íslensku samfélagi. „Kjaftastéttir" Einu sinni var talað um „kjafta- stéttir", andstætt hinum þöglu at- Armann Jakobsson íslenskufræöingur hafnamönnum sem sköpuðu auðinn. Hafi það átt við þá er ekki lengur svo; kjafta- stéttir nútímans eru athafna- og verðbréfamennirnir og allir spjallþættir em fullir af þeim; í íslensku samfélagi em þeir einir teknir alvar- lega sem leggja mælikvarða viöskiptanna á alla hluti. Islenskum menntamönn- um hefur mistekist að hafa áhrif á hugarfar þjóðarinn- ar. Listamenn og vísinda- menn reyna nú af sem mest- um móð að þykjast vera viðskiptajöfr- ar. Háskóli íslands snýst nú um að fjármagna fokdýrar byggingar með spilakössum og að selja MBA-nám. Þeim sem stunda hefðbundin vísindi mun fara ört fækkandi og brátt verða allir kennarar við skólann prófessorar í „frumkvöðlafræði" og öðrum nú- tímavísindum. Stjórnvöldum þykir líka lítið koma til háskóla sem ekki taka skólagjöld eða kenna viðskipta- hugarfar; sú vanþóknun sést vel á fjárlögum. Hraðsuðumenntun Sú ein menntun sem skiptir máli á ,í listum er nú hafin mikil sókn „markaðsleikhús- anna“ og greinilegt er hvert stefnir þar. Sú tíð er liðin að listamenn hafi skoðun á þjóðmálum, þeir eru orðnir trúðar sem mœta aðeins ísjónvarp til að „skemmta“ landsmönnum ogselja eigin verk“ íslandi er viðskiptafræði og stjómun, enda eru óvíða í heiminum fleiri stjórnendur á hvern íbúa. Keppst er við að markaðssetja menntunina sem ákafast og búa til hraðsuðumenntun sem nýtist sem best í „atvinnulífinu" sem allt nám á að snúast um. Nokk- urra ára nám í viðskiptum gerir menn enda að alvitringum. Skólar, sjúkra- hús og menningarstofnanir fá nú reglulega úttektir frá „ráðgjafarfyrir- tækjum“, þar sem fólk sem hefur lært bisness leggur hvaða fyrirbæri sem er að hinum eina algilda mælikvaða við- skiptanna. í listum er nú hafin mikil sókn Er Norden i orden? Guðmundur Andri Thorsson skrif- aði 11. þ.m. grein í DV og fjallar þar m.a. um þing Norðurlandaráðs sem haldið var í Reykjavík 6.-8. nóv. sl. Samkvæmt greininni virðist hann hafa upplifaö umrætt þing sem „lang- dreginn geispa" og í framhaldi af því efast hann um að þessar samkomur séu yflrleitt til nokkurs. Ég hrökk nokkuð við þegar ég las þessa grein því satt að segja hélt ég að ekki væru uppi efasemdir um gagnsemi nor- rænnar samvinnu hér á íslandi, allra síst í menningargeiranum. Víðtækt og mikilvægt Af öllu erlendu samstarfi sem við íslendingar tökum þátt í er norrænt samstarf að mínum dómi sennilega það mikilvægasta því það er svo víð- tækt, nær m.a. inn í aðrar alþjóöa- stofnanir. Ég varð t.d. vitni að mjög árangursríku norrænu samstarfi þar sem Islendingar gengu fram af mikl- um eldmóði er tókst að tryggja Norð- manni sæti í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna nú í október. Því miður er það svo að lýð- ræðið er tímafrekt og því út- heimtir allt erlent samstarf á lýðræðisgrundvelli mikla vinnu og mikla þolinmæði. Það þurfa allir að komast að með sín sjónarmið og svo er togast á og reynt að koma ályktunum þannig í endanlegan búning að allir geti við unað. Það virðist oft líða óþægilega langur tími meðan hin lýðræðislega um- ræða að manni virðist silast áfram þegar ákafafólk eins og — ég vill hefjast handa strax. En verður þó að segja Norðurlandaráði til hróss, að starf þess er þrátt fyrir allt mun sveigjanlegra og íljótvirkara en starf ýmissa annarra fjölmennari al- þjóðastofnana sem við íslendingar erum aðilar að. En málin mjakast áfram og þegar, að því er virðist, endalaus umræða hefur farið fram þar sem allir hafa komiö fram með slnar hugmyndir og þeim hefur verið velt fram og til baka næst sem betur fer oftast sýnilegur árangur um siðir. Einskis virði? Finnst Guðmundi Andra Thorssyni og þeim öðrum sem fjallað hafa með nei- kvæðum hætti um nor- rænt samstarf einskis virði að samþykkt var á umræddu þingi: - að Norð- urlandaþjóðimar ynnu sameiginlega að því að gera flutninga fólks milli Norðurlandanna auðveldari, - að lögð verði áhersla á að efla stöðu nor- rænna mála í tilefni af evrópska mála- árinu og til þess varið fjármagni, - að samræmd verði stefna Norðurland- anna í málefnum flóttamanna, - að Norðurlöndin taki sameiginlega á til Sigríður Jóhannesdóttir þingmaöur Samfylking- arinnar í Reykjaneskjör- dæmi það ,,Ég leyfi mér að vona að farsœl niðurstaða áðumefndra mála fœri einnig Guðmundi Andra og öðrum efasemdamönnum um gildi norrœns samstarfs heim sanninn um - að Norden er i orden. “ - Frá setningu Norðurlandaráðsþings fyrr í mánuðinum. þess að vinna gegn kynþáttahatri og andúð í garð nýbúa, - að áhorf á sjón- varp hinna einstöku landa verði gert aðgengilegt öðrum Norðurlandabúum - auk þess að unnið verði að því að samræma siðareglur um líftækni milli Norðurlandanna? Og er þá að- eins fátt eitt upp talið. Hins vegar er það svo að ekki tíðkast að taka deiluefni milli ein- stakra landa upp á þingi Norður- landaráðs þó svo að auðvitað sé sam- úð mín öll með Færeyingum í þeirra sjálfstæðisbaráttu. Ég get fullvissað Guðmund Andra og aðra þá sem halda að starf Norðurlandaráðs sé ein- tóm leiðindi um að þeir hafa nú minnst séð af starfi Norðurlandaráðs. Tímanum vel varlð Það getur oft tekið á taugarnar hjá þeim sem sitja í nefndum ráðsins sem undirbúa þær ályktanir sem lagðar eru fram í endanlegum búningi til samþykktar á þingum Norðurlanda- ráðs. Megin málefnavinnan fer nefni- lega fram í nefndunum og þar fara fram skoðanaskiptin. Þegar mál koma til afgreiðslu á þinginu er oft búið að takast hressilega á i nefndunum. Ef við sem situm á þjóðþingum Norðurlandanna vinnum áfram sam- eiginlega að framgangi þeirra mála sem samþykkt voru í Reykjavík 6.-8. nóvember sl. þannig að þau fái far- sæla lausn þá finnst mér tíma mínum að norrænu samstarfi hafa verið vel varið. Ég leyfi mér að vona að farsæl niðurstaða áðurnefndra mála færi einnig Guðmundi Andra og öðrum efasemdamönnum um gildi norræns samstarfs heim sanninn um - að Nor- den er i orden. Sigríður Jóhannesdóttir Með og á móti Eyðir tortryggni t „Friðhelgi einkalífsins tak K markar aðgang al fp mennings og fjöl miðla að mynd skeiðum úr eftirlitsmyndavél um lögreglunnar. Ég er al- mennt hlynntur rúmum rétti almennings til aö athuga gögn hjá stjórnvöldum, þ.m.t. lög- reglu, m.a. í því skyni að veita aðhald og eyða tortryggni. Finnst mér að jafnvel einka- lífsverndin verði að vikja við ákveðn- ar aðstæður. í umræddu tilviki stang- ast á upplýsingar frá lögreglu og hand- teknum manni um átök í miðborginni. Þór Jónsson, varaformaöur Btaöamannafétags Islands Er hugsanlegt að myndir úr eftirlitsmyndavélunum sýni hvort lögreglan hafi gerst sek um ofbeldi eða hvort hún hafi aðeins beitt nauðsynlegu valdi. Er það öllum í hag, nema þeim sem hafa eitthvað að fela, að almenningur fái að skoða og meta sönnunargögn- in. Eyðir það tortryggni miklu heldur og betur en ef rannsókn lögreglu á eigin sök leiðir til sýknu. Upplýsingaréttur al- mennings gagnvart ríkisvaldinu á að vera þeim mun ríkari sem heimildir stjórnvalda til valdbeitingar eru meiri. Því miður er það ekki svo.“ rlitsmyndavéla lögreglunnar? Strangar reglur um persónuvernd „Upptökur frá eftirlitsmyndavél- IBr um eru einungis f til nota fyrir lög- reglu en ekki fyrir flölmiðla og almenning. Um notkun þeirra gilda mjög strangar reglur. Fólk verður að geta gengið um miðbæinn án þess að eiga það á hættu að sjá myndir af sér í fjölmiðlum. Ríkislögreglustjóri hefur gefið út skýrar og ákveðnar reglur sem gilda um notkun mynda- vélanna, staðsetningu og meðferð gagna. Eftirlitsmyndavélarnar eru Karl Steínar Valsson aöstoöaryfir- iögregluþjónn tökur hugsaðar sem stýritæki fyrir lögreglu og eru einnig notað- ar við rannsóknir brota. Þessar reglur eru byggðar á áliti Tölvunefndar og lögum um persónuvernd. Ákveðnir lögreglumenn hafa heimild til að vinna við myndavélarnar og með gögn sem frá þeim koma og mikil áhersla er lögð á rétta varð- veislu þeirra og forgun innan ákveðins tíma. Sambærilegar reglur gilda um þessar upp- og önnur sönnunargögn." Fréttastofa Skjás eins vildi fá upptökur eftirlitsmyndavéla af hópslagsmálum sem urðu á Ingólfstorgi um síðustu helgi. Lögreglan neitaði. „markaðsleikhúsanna" og greinilegt er hvert stefnir þar. Sú tíð er liðin að listamenn hafi skoðun á þjóðmálum, þeir eru orðnir trúðar sem mæta að- eins í sjónvarp tO að „skemmta" lands- mönnum og selja eigin verk. Það eru engin alvörumál til nema viðskipti. Allar stofnanir samfélagsins eru metn- ar út frá mælikvarða viðskiptanna, nánast óháð því til hvers til þeirra var stofnað í upphafi. Ekki er við því að búast að stjórnmálin breyti þessu. Flestir stjórnmálamenn vilja láta taka sig alvarlega og til þess að kom- ast í sjónvarpið þurfa þeir að beygja sig undir mælikvarða viðskiptanna. Þannig má víða sjá gamla vinstrileið- toga ræða nú af aivöru um mikilvægi einkavæðingar í samfélaginu; nútíma- stjómmál snúast um aö hver sakar annan um forsjárhyggju og ríkisaf- skipti. Það er auövitað ekki nýtt að stjóm- mál snúist um ríkjandi tískusveiflur í hagfræði. Sorglegra er að íslenskt samfélag skuli taka tvítuga verðbréfa- miðlara alvarlega en líta á alla sem sinna vísindum, listum og menningu sem trúða - og enn sorglegra að allir skuli sætta sig við það. Ármann Jakobsson Ummæli Óvíst um Flugleiöir „Flugleiðir hafa boðað breytingar i rekstrinum sem verða vonandi til þess aö hann fari að skila viðunandi afkomu. Ef það tekst ætti vissulega að vera svigrúm til hækkana á hlutabréfum félagsins. Slíkur viðsnúningur í rekstri er þó eng- an veginn í hendi og óvíst aö hann náist. Viö hjá Greiningardeild Kaupþings treystum okkur ekki til að mæla meö bréfum félagsins sem stendur og teljum rétt að bíða eftir aö skýr merki sjáist um viðsnúning í rekstrinum." Þóröur Pálsson, deildarstj. Kaupþings, í Viöskiptablaöinu 22. nóvember. E ddu-ver ðlaunin „Það mætti fyrirgefa þeim sem horfa á ís- lenskt sjónvarp 365 daga á ári, eða kannski bara annan hvem dag, að vita ekki alveg út á hvað Eddu-verðlaunin ganga. Verðlaun? Fyrir íslenskt sjónvarp? Hugmyndin sjálfsagt sú að hvetja, en þess í stað logar bransinn í innbyrðis stríði og afbrýði vikurnar á undan. Á undan sýninguxmi á bransan- um í sparifótunum að heiðra sjálfan sig. Á meðan versnar dagskráin. Sá hluti hennar sem getur það.“ Stefán Jón Hafstein blm. í Degi 22. nóvember. Ríkisstuðningur aftur? „Starfsemi Flugleiða hefur gífurlega þýðingu fyrir okkur íslendinga... Þegar á bjátar í flugsamgöngum á milli landa þurfa landsmenn að fylkja sér að baki þessu félagi. Þetta er ekki bara spum- ing um afkomu eins einkafyrirtækis... Það er ekki sjálfgefið, að við munum alltaf búa við þessar góðu samgöngur. Þess vegna em það eigin hagsmunir landsmanna að standa fast með því fyrirtæki, sem heldur þeim uppi.“ Úr forystugreinum Mbl. 22. nóvember. Indland í Kína-glýju „Undanfarið hafa margir íslendingar verið uppteknir af tækifærum á Indlandi og virðast ekki setja fyrir sig þótt það taki hálfan sólarhring að fljúga þangað. Að hluta til likist þetta þeirri Kína- glýju sem margir höfðu í augunum hér fyrir nokkrum árum. Sumir segja að þarna sé verið að leita langt yfir skammt; næg tækifæri séu í löndum ná- lægt okkur og tilkostnaður miklu minni. En rétt eins og í Kínadæminu skiptir sjálfsagt miklu máli hinn gríðarlegi Qöldi fólks sem býr á Indlandi..." Siguröur Már Jónsson í Viöskipta- blaöinu 22. nóvember. Gore lagði ekki nógu mikla áherslu á frið og félagsmál... ...klikkaði á kapprœðunum og nýtti ekki Clinton Allt getur enn gerst Þeir sem ekki þekkja til undrast það fyrirkomulag sem haft er á forsetakjöri í Bandaríkjunum og á sér djúpar rætur í sögu þeirra. Hvert ríki er í raun smækkuð mynd af alríkinu með eigin stjómarskrá, forseta (ríkisstjóra) og þing sem skiptist í fulltrúadeild og öldungadeild (Nebraska hefur þó þing i einni deild) sem setja lög sem gilda innan þess ríkis, svo og óháð dómsvald. Alríkis- stjómin í Washington hefur ekki rétt til að skipta sér af innanríkismálum ríkjanna, sé farið eftir þeim lögum sem þar gilda, og alríkisdómstólar hafa ekki lögsögu innan þeirra, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Því er enginn samræmdur kjör- seðill né kosningalög sem gilda fyrir öll ríkin. Kosningarnar eru háðar samkvæmt lögum hvers ríkis fyrir sig. Jafnvel innan ríkjanna hafa sýsl- ur, svo og einstakar kjördeildir, eigin reglur. Svo er til dæmis í mörgum af 67 sýslum Flórída, og í sumum þeirra 6000 kjördeilda sem þar eru. Þess vegna eru deilurnar þar fyrir dómstólum innan Flórída. - Alríkis- dómstólar koma að- eins við sögu ef vafi leikur á að í ríkinu sé farið að öllu eftir stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Kjörmenn Forsetakjör er óbein kosning þar sem kjörmenn ríkj- anna greiða atkvæði sem alríkisþingið tel- ur. Kjörmenn eru jafnmargir saman- lögðum þingmanna- fjölda á alríkisþing- inu, þ.e. tveir fyrir hvert riki og einn fyr- ir hvert kjördæmi til fulltrúadeildar. í Flórida eru þeir 25. Alls eru kjörmenn 538 og meirihluti því 270. Þessu fylgir það að sá sem vinnur í einu ríki, þótt aðeins sé með einu atkvæði, fær alla kjörmennina (nema í Maine og Nebraska). Þessu er 200 þúsund fleiri atkvæði á lands- vísu. En það skiptir ekki máli. Möguleikar Það sem gæti hugsanlega gerst, eftir því hvernig málaferlum lyktar, er að Flórídaþing kjósi kjörmenn fyrir Bush en hæstiréttur ríkisins skipi aðra kjörmenn fyrir Gore. Al- ríkisþingið yrði þá að taka öðrum hvorum eða hafna báðum. Enn frem- ur gæti Flórídaríki hætt við að velja nokkra kjörmenn og þá yrði alríkis- þingið að ákveða hvort meirihluti þeirra sem eftir eru væri nóg, sem myndi þýða að Gore næði kjöri. Einnig gæti alríkisþingið hafnað ein- stökum kjörmönnum. Ef Bush vinn- ur þá 25 sem eru í Flórída dugir að tveimur sé hafnað til að meirihluti Bush hverfi. Einnig er hugsanlegt að kjörmenn kjósi einhvem annan en þeir eiga að vera fulltrúar fyrir, eins og lög leyfa. Ef eitthvað af þessu gerðist myndi fultrúadeildin veröa að kjósa forset- ann, þannig að þingmannanefnd hvers ríkis fær eitt at- kvæði. Þá myndi Bush vinna því að hann vann fleiri ríki, 29 (án Flórída) gegn 20. Hann myndi þó ekki vinna Texas, sem hann vann í kosningunum, því að meirihluti þingmanna þaðan eru demókratar. Þá myndi öldunga- deildin velja varafor- seta, hver þingmaður með eitt atkvæði. Því gæti svo farið að Bush yrði forseti en Liebermann varafor- seti, eða fræðilega séð að Gore og Cheney' yrðu kjörnir. - Verði enn allt fast 20. janúar, þegar kjörtimabili Clintons lýkur, verður forseti fulltrúadeildar- innar, Denis Hastert, að sverja embættiseið sem bráðbirgðaforseti. Mörg tilbrigði eru hugsanleg við þetta en eru þó aðeins fræðileg- ir möguleikar. Það eru ekki kosningasvik sem valda vandræðunum í t Flórída heldur óþarf-' lega mikiö lýðræði. Dómstólaferlinu lýkur ekki með hæstarétti Flórida. Alríkisdóm- stólar gætu fengið lög- sögu og alls óvíst hver endalokin verða. Gunnar Eyþórsson. ■P aðeins hægt að breyta með stjómarskrárbreytingu sem þýðir að fyrst verður alríkis- þingið að samþykkja hana með 2/3 hluta atkvæða og síðan 3/4 hluti ríkisþing- anna, sem talið er óhugs- andi, því að smærri ríkin hagnast á þessu og hvert kjörmannaatkvæði er dýr- mætt. Gunnar Frambjóðendur verða að Eyþórsson taka tillit til smærri ríkj- þiaöamaöur anna og þau standa fast á sínum hagsmunum. Kjör- mennimir verða valdir hinn 18. des- ember og atkvæði þeirra verða talin í fulltrúadeild þingsins í Washington 6. janúar. Þá fyrst er kjörið löglegt en þó að- eins ef annar hvor fær 270 atkvæði. Annars kæmi til kasta þingsins. Það er raunhæfur möguleiki nú. Gore hefur nú 267 kjörmenn (ef Oregon og New Mexico eru hans megin) en Bush 256. 25 er óráðstafað í Flórída og ráða því úrslitum. Gore hefur um „Því gceti svo farið að Bush yrði forseti en Lieber- mann varaforseti, eða frœðilega séð að Gore og Chen- ey yrðu kjömir. - Verði enn allt fast 20. janúar, þeg- ar kjörtímabili Clintons lýkur, verður forseti full- trúadeildarinnar, Denis Hastert, að sverja embættis- eið sem bráðbirgðaforseti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.