Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 I>V Sagnaþulur á siglingu - frá himni tiljarðar Draumar á jörðu er annað bindi í því sem virðist ætla að verða einhver frábærasti sagna- bálkur sem sést hefur í íslensk- um bókmenntum undanfarinna ára. Þessi nýjasta skáldsaga Einars Más Guðmundssonar er verðugt framhald af Fótsporum á himnum sem kom út fyrir þremur árum og tekur henni um margt fram. Einar Már er á góðri leið með að byggja upp sinn eigin goð- sögulega heim, sem jafnframt er saga Islands og Reykjavíkur á tuttugustu öld. Þessi heimur er gjöful uppspretta fyrir sögur af miklum örlögum þeirra sem hafa lengi verið ósýnilegir í sög- unni, ómaga og fátæklinga sem mæta örlögum sínum og skapa sér líf í því umróti sem saga ís- lands er á öldinni. Þannig rím- ar bálkur Einars sem söguleg skáldsaga við nýjustu hræring- ar í sagnfræði, einsöguna og áhersluna á líf og tilfmningar einstaklingsins. Söguskoðunin að baki frásögninni er einkar vel heppnuð, hún ein- kennist af skilningi á aðstæðum persón- anna, magnleysi þeirra gagnvart yfir- völdum og ytri aðstæð- um. Hvergi freistast sag- an til að gera úr þeim hefðbundnar hetjur eða kempur - kannski er það einmitt lykillinn að stærð þeirra. Titill nýju sögunnar er fenginn að láni úr Fótsporum á himnum, og hér er haldið áfram sögu fjölskyldunnar sem þar var í brennidepli, raunar kinkar sögumaður líka kolli til Engla alheimsins, hann reynist eiga eldri bróðurinn „Palla sem nú er dáinn“. Sögumaðurinn Rafn er meira áberandi í þessari sögu en þeirri fyrri, og nálægð hans gerir hvort tveggja að færa ör- lög persónanna nær lesandanum og gera frá- sagnaraðferðina markvissari. Hin persónan sem birtist í stærra hlutverki en fyrr er foður- systir sögumanns, Sæunn, sem liggur fyrir dauðanum á berklahælinu á Vífilsstöðum. Kafl- Einar Már Guðmundsson rithöfundur Raunsæi hans er stundum af svipuöum toga og í kviöum Grikkjans Hómers. DV-MYND HILMAR ÞÓR arnir þar sem hún hefur orðið eru með þeim lýrískustu, sárustu og glæsilegustu sem Einar Már hefur nokkru sinni skrifaö. Þáttur Sæunnar, ásamt nærveru sögumanns- ins, dregur fram þróun sem hefur orðið á að- ferð Einars milli bóka. í stað þeirrar yfirsýnar sem einkenndi Fótspor á himnum hefur sjónar- hornið færst niður á jörðina. Sögumaður stend- ur mitt á meðal persóna sinna, bæði meðan þær rifja upp fyrir hann liðna atburði og í hringiðu atburðanna sjálfra. Still Einars Más er sífellt að fágast, stundum fær lesandinn á tilfinninguna að hann sé að lesa nútímalegt söguljóð, rödd sögunnar er meitluð, setningar og málsgreinar stuttar, stundum eins og yfirlýsingar sem hrópaðar eru af sagnamanni út yfir mannfjölda. Þess vegna gæti manni dottið í hug að Einar seildist alla leið aftur til Hómers eftir fyrirmyndum og raunsæi hans er stundum af svipuðum toga og í kviðum Grikkjans. Þegar ný persóna er kynnt til sögunnar er ekkert tiltökumál að gera hlé á framvindunni til að lýsa uppvexti hennar og æviferli, jafnvel ættingjum. Allt vitnar þetta um hversu fullkomin tök Einar Már hefur á efninu og aðferðinni rétt eins og í fyrri bókinni. í Draumum á jörðu hef- ur bæst við ósvikin ástríða og hiti. Útkoman er ljóðrænn sagnaskáldskapur á heimsmæli- kvarða. Jón Yngvi Jóhannsson Einar Már Guðmundsson: Draumar á jöröu. Mál og menning 2000. Tónlist MIÍÍiiÍ^S Eins og sólarupprás Um Aubade eftir John Speight á tónleikum Tónskáldafélags íslands í Salnum á mánudagskvöldið stóð aðeins þetta í tónleikaskránni: „Aubade er skrifað árið 1982 fyrir Einar Jóhannesson og var flutt á tónleikum 1983. Verkið er í einum kafla og er eins og sólarupprás." Þetta eru orð tónskáldsins og virka nokkuð hjákátlega, því auð- vitað er ekki hægt að semja tónlist sem er eins fögur og sjálf dögunin, þó form og framvinda tónsmíðar- innar minni vissulega á upprisu. Tónskrattinn, stækkaða ferundin í byrjun verksins, hótaði manni meira að segja leiðindum, en eftir á að hyggja var þetta drungalega andrúmsloft fullkomlega viðeig- andi. Það var eins og síðasta augnablik myrkursins áður en dagur rís, og út frá því þróaðist tónlistin eðlilega og varð að þægi- legri íhugun sem gaf manni nota- lega nostalgíutilfinningu. Verkið var lagrænt án þess að vera banalt afturhvarf eða dulbúið popplag og endaði sérléga fallega. Einar Jó- hannesson klarínettuleikari flutti verkið af djúpri sannfæringu og ljóðrænni mýkt og var mikil stemning yfir túlkuninni. Sónatína Gunnars Reynis Sveinssonar, sem Einar lék ásamt Emi Magnússyni píanóleik- ara, er einnig áheyrileg tónsmíð. Hún einkenn- ist af ljúflegu flæði í fyrsta þættinum en svo er eins og innblásturinn hljóðni og við taki þurr- ar formúlur sem verða harla leiðigjamar til lengdar. Var sónatínan samt vel flutt og ein- kenndist túlkunin af fagurlega mótuðum hend- ingum og góðu styrkleikajafnvægi hljóðfær- anna tveggja en það dugði bara ekki til. Lélegur brandari Miklu verri var tónsmíð Leifs Þórarinsson- ar, Piece frá 1966, því þrátt fyrir þokkalega formbyggingu og rökrétta raddsetningu þriggja hljóðfæra, klarínettu, píanós og sellós (Richard Talkowski), var innihaldið aöeins kjánalegt glamur. Endirinn minnti á hið fræga tónverk Johns Cage, 4 mínútur og 33 sekúndur, því hljóðfæraleikararnir sátu nánast grafkyrrir í langan tíma og gáfu ekki frá sér einn einasta tón. En eftir leiðinda strengjaplokk, hljómborðsklór og klari- nettuýlfur Leifs virkaði þögnin bara eins og lélegur brandari sem kallaði í mesta lagi fram brosviprur hjá stöku áheyranda. Öllu hnitmiðaðra var verk Áskels Mássonar, Blik, sem var samið árið 1978 og er fyrir einleiksklarínettu. Það var hins vegar dálítið þurrt og skorti þá skáldlegu mystík sem einkennir síðari verk tónskáldsins. Nóg var aftur á móti af dulúð í tón- smíð Atla Heimis Sveinsson- ar, Plutot blanche qíazurée, sem er prógramtónlist og á að lýsa „heitum sumardegi í danskri sveitasælu". Dulúð- in tekur bara aldrei enda og hlýtur dagur tónskáldsins í Danaveldi að hafa verið óskaplega leiðinlegur, þvi tónlistin malar án af- láts og teljandi viðburða í ótrúlega langan tíma. Það jákvæðasta sem segja má um verkið er að það minnir á ambient tónlist Brians Eno og kannski var það einmitt tilgangur tónskálds- ins. Mögulega er hægt að hafa gagn af tónlist- inni sem svefnlyfi, a.m.k. var ómþýður flutn- ingur þeirra Einars, Arnar og Richards svo sannfærandi að maður var nánast sofnaður í lok tónleikanna. Jónas Sen ____________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Draumar á jöröu í dag kemur út skáldsaga Einars Más Guð- mundssonar, Draumar á jörðu, sem Jón Yngvi Jóhannsson fjallar um hér á síðunni. í tilefni útgáfudagsins verður dagskrá um höfundinn og verk hans á Súfístanum, Laugavegi 18, í kvöld. Þar les Einar Már úr nýju sögunni og Guðni Elísson ræðir um skáldið. Einnig flytja þeir Tómas R. Einarsson og Einar Már efni af geisladiski sínum, í Draumum var þetta helst, sem kom út i haust. Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Medea takmörkuð Leikhúsrottur ættu að athuga að ekki er ráð nema í tíma sé tekið að sjá uppsetningu Fljúgandi flska á Medeu Evripídesar i Iðnó. Sýningin er eins konar lifandi tónlistar- myndband og stýrir höf- undur tónlistar, Jonathan Cooper, sjálfur fram- kvæmdinni. Hann hverfur brátt til annarra verka er- lendis og sýningum á Medeu verður hætt 3. desember. Sýningin er nýstárleg, auk þess sem efnið er sígilt á öllum tímum - því miður - óhamd- ar ástríður, framhjáhald, svik og morð. „Kvik- mynd, tónlist, ljós og lifandi leikur mynda sterka og sannfærandi heild og hvert einasta smáatriði í útfærslunni er þaulhugsað," sagði rýnir þessa blaðs m.a. Hilmar Oddsson leik- stýrir og Þórey Sigþórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring leika hjónin Medeu og Jason. Sýn- ingin er á dagskrá M-2000. Sjómannahjátrú I kvöld, kl. 20.30, helaur Símon Jón Jó- hannsson þjóðfræðingur fyrirlestur i Sjó- minjasafni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfírði, sem hann kallar: „Varastu búra, hross og hund. Sitthvað um sjómannahjátrú." Símon Jón hefur skrifað fjórar bækur um þjóðtrú og fjallar í fyrirlestrinum um einkenni hjátrúar sem tengist sjómennsku og hvemig hún kemur helst fram. Einkum verða skoðað- ir fyrirboðar, varúðarorð, kreddur og sam- skipti við sjávardýr. Þá ræðir hann um hjátrú almennt og sérstöðu hennar gagnvart annarri þjóðtrú. 7 útúrdúrar Barnabókahöfundurinn góðkunni, Stefán Júlíusson, sendi frá sér i haust bókina 7 útúrdúrar sem er safn þátta úr ævi hans. Þar seg- ir hann m.a. frá því þegar hann var snúningastrákur í Votmúla í Flóa sumarið 1929, þegar hann gerðist knapi án alls undirbúnings á hvítasunnunni 1934, þegar hann var kola- keyrari árið 1933, þegar hann gerðist óforvar- andis trésmiður í Grænuflöllum í Bandaríkj- unum 1941 og ævintýraferð heim frá Ameríku með Dettifossi 1943. Textinn er fleygaður vís- um og byrja flestir kaflarnir á vísu þar sem at- vikið er tekið saman í stuttu máli. Bókaútgáfan Björk gefur útúrdúrana út og einnig kemur þaðan níunda útgáfan af vinsæl- ustu bók Stefáns, Kára litla og Lappa. Júlíus úr leikför Leiksýningin Júlíus-veruleikur spjaraði sig vel á hátiðum í Óðinsvéum í Danmörku og Vantaa í Finnlandi nú í nóvember. Leikverkið er samvinnuverkefni íslenska leikhússins og Hafnarflarðarleikhússins og var frumsýnt í leikhúsi þess síðamefnda síðastliðið vor. Á hátiðinni í Óðinsvéum var Júlíus sýndur tvisvar í Rosenhaven, stærsta sviðinu af flórum í Teaterhuset Odense, og í umsögn í Fyens Stiftstidende segir að verkið sé „yndisleg, ljóð- ræn sýning, ætluð bömum, sem fullorðnir mega og eiga að sjá. Sýningin hefur sterkan sið- rænan boðskap; að hver einstaklingur hafi rétt á þvi að vera hann sjálfur þrátt fyrir kröfu um annað frá umhverfinu ... Með sinn alþjóðlega tjáningarmáta er sýningin til þess fallin að ferðast um allan heim“. Á Listahátíð barna og ungs fólks í Vantaa í Finnlandi var Júlíus sýndur þrisvar í The Concert Hall Martinus við mjög góðar undir- tektir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.