Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 11 Hagsýni Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is NýrvöruUsd í dreifingu 1 dag Leyfi mér ýmislegt - segir Ágústa Johnson sem hefur þó hollustuna í fyrirrúmi Það hefur verið sagt að ein helsta ástæða þess að fólk borðar mikið af skyndibitum og tilbúnum mat sé tímaskortur. Við vinnum mikið og þegar dagurinn er á enda er oft þægi- legra og auðveldara að grípa með sér eitthvað tilbúið heldur en að elda. Ágústa Johnson er kona sem þekk- ir þetta þvi auk þess að vinna úti rek- ur hún heimili með sambýlismanni sínum og tveimur bömum. Hún hefur lengi verið viðloðandi heilsugeirann og því lék okkur forvitni á að vita hvernig matargerð og innkaupum er háttað á hennar heimili. Við fengum þvi að fljóta með þegar hún fór í dæmigerðan innkaupaleiðangur í Nóatún í Grafarvogi. „Þetta sem ég er með í körfunni núna eru frekar dæmigerð innkaup. Ég kaupi undanrennu fyrir okkur en bömin fá nýmjólk. Hér er líka ein ferna af appelsínusafa sem ég kaupi ekki' mikið af en ákvað að prófa þar sem hann var á svo góðu verði. En það verður að gæta þess að börnin séu ekki drekkandi þetta allan daginn þar sem svona drykkir fara svo illa með tennurnar. Sama má segja um gosdrykki. Það er ekki almenn notk- un á þeim heima hjá okkur en við fáum okkur þó stundum dietkók og börnin fá stundum gos um helgar. Þau verða að fá að vera með; ég er ekki hlynnt því að vera með ein- hverja öfgastefnu. Engln magninnkaup Ágústa kaupir yfirleitt inn fyrir um tvo daga í einu og segir að magninnkaup henti henni ekki. Matarkarfan kost- aði um 4.200 kr. að þessu sinni. Ég ætla að hafa fisk og kartöflur i matinn i kvöld en ég er, eins og flest- ir, mjög rútínugjöm i innkaupum og kaupi mjög oft það sama. Ég legg þó áherslu á að eiga mikið af ávöxtum og grænmeti fyrir krakkana tfl að hafa með sér í skólann og narta i eft- ir að þau koma heim. Jógúrt og skyr reyni ég alltaf að eiga tfl þar sem ég og sambýlismaður minn borðum það í morgunverð þó krakkarnir séu hrifnari af morgunkomi, eins og Cheeriosi. Forðast frekar fitu en sykur Ég hef aðeins fylgst með sykurum- ræðunni undanfarið en er frekar hlynnt því að skera niður fltuna. Ef maður einblínir bæði á fltu og sykur er ekki mikið eftir. Ég reyni að tak- marka fituneysluna og svo forðast ég bein sætindi. Ég veit að skyr með ávöxtum er frekar sætt en það er hollt þar sem það er mjög prótínríkt og ef það er borðað án sykurs er það Grænmeti og ávextir „Maður verður að reyna að halda þessu að börnunum en þau eru hrifnari af ávöxtunum, “ segir Ágústa. rosalega súrt. Manneskjan hefur þró- ast þannig að hún er með mjög sæta tönn. Ég er engin öfgamanneskja. Ég myndi samt segja að ég væri meðvit- aðri um hollustu en margir og er frekar samkvæm sjálfri mér dags dag- lega. En ég leyfi mér líka ýmislegt, eins og að baka vöfflur þegar gestir koma í heimsókn, og svo er náttúr- lega smákökubaksturinn að byrja fyr- ir jólin. Því er ég að kaupa nýja upp- skriftabæklinginn frá Nóa-Síríusi. Ferskleikinn í fyrirrúmi Ég er ekki mjög góð í spekúlera og spá í innkaupin. Ég reyni samt að kaupa ekki inn mikið í einu því reynsla mín er sú að þegar ég geri magninnkaup þá dagar hlutina uppi og þeir vilja skemmast. Mér finnst þægflegast að hugsa svona tvo daga fram í tímann. Það á við bæði um ferskvöru og annan mat en ég á þó yf- irleitt hluti eins og hrísgrjón og pasta. Ég man aldrei hvað er til og því vfl ég frekar kaupa það sem ég ætla að nota hverju sinni. Ég hef aldrei komist upp á lag með að fara t.d. í Bónus og kaupa mikið í einu. Það er með allt svona að maður þarf að gefa sér tima tfl að skipuleggja sig en ég hef hugsað meira um að eiga ferskan, góðan og hollan mat. Þótt ég hafi leikið í auglýsingum fyrir 1944-réttina fyrir mörgum árum, þegar ég var bamlaus, þá kaupi ég yf- irleitt ekki tilbúinn mat því ég vil ferskleika umfram allt. En ég skil þá sem era mikið að flýta sér og búa kannski einir, að fá sér rétti eins og 1944, en fyrir fjölskyldu eins og mína fmnst mér þetta ekki spennandi kost- ur. Ég fer ekki með mikinn pening í matarinnkaupin. Ég kaupi t.d. lítið kjöt og er sjaldan með eitthvað dýrt á borðum. Ég elda a.m.k. fimm kvöld vikunnar, auk þess sem við höfum stundum bara eitthvert snarl eða pitsu. Ég hef mjög gaman af því að elda, sérstaklega þegar ég á von á gestum. Svo finnst mér líka gaman að reyna að gera hversdagsmatinn spennandi og ég nota krydd mikið til þess. Ég byrjaði sem bam að hafa áhuga á mat og er því komin með nokkuð góða reynslu í þeim efnum. Sendir manninn með miða Matarinnkaup heimilisins lenda að mestu á mínum herðum og ég bý til innkaupalista fyrir manninn þegar hann fer að versla. Það er ekki mikið um að hann fari í búðina af sjálfsdáð- um. Hann kaupir töluvert öðru- vísi inn ég, hann er dug- legri við að prófa nýja hluti. Maður er sjálf ur svo vanur kaupa sömu hlutina og aftur að það kannski hindrar að maður sjái annað. Það kemur þó fyrir að hann kaupir eitthvað sem endar svo í skápnum, auk þess sem þaö kemur fyrir að hann gleymir einhverju sem hann er sendur til að kaupa. Þetta eru allt afleið- ingar þess að hann fer sjaldnar í búðina en ég. Ég versla yfir- ‘itt í Nóa búðunum. Stað- en aftur INDVERSK HUSGOGN LAMPAR HEILSUDÝNUR SÓFAR_____________ HVÍLDARSÓFAR SKRIFBORÐ koc HVÍLDARSTÓLAR_____ ýmis tilboð SÓFABORÐ borðstofur glafavörur _ rúmteppasett Gott flskborö „Mér finnst gott að versla hérna þar sem mér leiðist að kaupa mat í tilbún- um pakkningum. Ég vil ákveða magnið sjálf, “ segir Ágústa. Hvað kostar þetta? Ágústa segist ekki kaupa mikið af dýrum vörum heldur leggur hún áherslu á ferskan og hollan mat. DV-myndir Pjetur setning þeirra hentar mér, auk þess sem hér er gott vöruúrval og gott kjöt- og fiskborð. Mér fmnst líka mikilvægt að geta keypt ná- kvæmt magn af því sem ég þarf og mér leiðast vörur sem búið er að pakka inn fyr- fram. Svo finnst mér það líka vera plús ég safna ferða- punktum á visakort- ið mitt með því að versla hér.“ Þessi ferð í búðina kostaði um 4.200 kr. og segir Ágústa að það dugi fyrir tvo daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.