Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Page 29
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 33 M agasm Gufcný Halldórsdóttir frumsýnir Stellu í framboói í dag fimmtudag: ur i mer „Það er kominn frumsýningarfiðr- ingur í mig,“ segir Guðný Haildórs- dóttir kvikmyndaleikstjóri. í kvöld, fimmtudagskvöld, verður í Háskóla- bíói frumsýnd kvikmyndin Stella í framboði sem er óbeint framhald hinar vinsælu myndar um Stellu í orlofi sem var sýnd fyrir um hálfum öðrum ára- tug. „Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að fylgja vinsælli mynd með annarri í sama dúr. En ég vona að áhorfendur verði ekki fyrir vonbrigð- um. Ég hef skynjað áhuga þeirra á þessari nýju mynd og að því leyti er kominn fiðringur í áhorfendur, rétt eins og mig sjálfa." hinar sömu og í fyrri mynd, en hér seg- ir frá þeim Stellu og Salómon sem reka saman fagurkerafyrirtæki, Fram- koma.is. Salómon er ráðinn af Antoni Skúlasyni flugstjóra til þess að fegra og umbreyta þorpi sem hann hefur eign- ast. Stella verður eftir í bænum og tekur að sér að kenna stjórnmálamönnum að koma fram, enda kosningar í nánd. Af misskilningi þvælist Stella inn í fram- boð Centrumlistans sem berst við Mið- flokkinn. Og fyrr en varir er Stella komin á kaf í pólitík. Af stöku æðruleysi Þvælist í framboð Guðný er leikstjóri og sömuleiðis handritshöfundur. Helstu leikarar eru Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson og Gísli Rúnar Jónsson, en öll eru þau áhorfendum vel kunn úr fyrri Stellumyndinni. Sögupersónurnar eru „Inn í allt þetta slysast Stella. Og af stöku æðruleysi verður hún að mæta þeim verkefnum sem henni eru falin, þessari geðþekku konu,“ sagði Guðný í samtali við DV-Magasín í gær - þegar hún vár að leggja lokahönd á undir- búning frumsýningar. -sbs Það er fiðringur í Guðnýju og áhorfendum sem bíða spenntir eftir Stellu í framboði. ÚR&GULL FpiflagStu 13 -15,220 Hafno^ðrtur, Smi: 565 4666 r NOclcl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.