Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 3 Við munum öll... Spurning dagsins Á að drepa Saddam? Þegar jólin nálgast fer ég óhjá- kvæmilega að hugsa um dauðann. Meira en venjulega, meina ég, út af öllum þessum pínulitlu ljósaperum, sem virka dáldið eins og ljósið við endann á göngunum ef maður splæsir þeim öllum saman, og fólk- inu sem hleypur fram og til baka og ráðstafar öllu sínu lausafé eins og það sé að búa sig undir lokaorrust- una eða hinsta kveðjusvallið. Og þessi tilfinning sem liggur í loftinu um að maður verði að vera búinn að öllu, eins og nú sé allrasíðasti séns til að hnýta alla lausa enda og hafa allt nákvæmlega eins og það á að vera. Við göngum til verks af dómadags alvöru, svipað og safnstjórinn í „spennubók ársins" (Da Vinci lykl- inum) sem notaði síðustu fimmtán mínúturnar sínar til að berhátta sig, skrifa eitthvað dularfullt á gólfið við hliðina á sér og teikna á sig djöfla- stjörnu með blóðinu úr síðuskotsár- inu. Það mætti eiginlega kalla þetta litladauða og hann er hollur. Hann minnir okkur á það sem við erum alltaf að reyna að gleyma með því að þrástagast á sömu hugsanavillunni: Jú, jú, auðvitað eru allir menn dauð- legir, en bara ekki Ég! Stefnumót á Flateyri Jólin eru eins konar brunaæfing, nema við vitum að það er öruggt að einn daginn MUN kvikna í húsinu, en við gleymum bara stundum að við höíúm ekki hugmynd um HVENÆR það gerist. Þegar stóri- dauði pikkar í öxlina á okkur er ekk- ert víst að við höfum tíma til að ganga frá lausu endunum. Við gæt- um alveg eins dáið í miðju samtali um skófatnað persónanna i Sex&theCity. Það minnir mig á flökkusöguna um manninn sem hitti dauðann á Lækjartorgi og hljóp í burtu þegar dauðinn ætlaði að ávarpa hann og var svo hræddur að hann tók næstu rútu til Flateyrar. Svo sat hann á Vagninum og sötraði bjór og var rétt að ná úr sér hrollinum þegar dauð- flhrifin frá Trippa-Láka Helga Jónsdóttii hríngdi: Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri talar um græðgi og áráttu íslenskra fyrir- tækja til undanskots frá skatti og Lesendur reiðir hátt til höggs. Maðurinn ætti að stilla orðum sínum í hóf. í frægri grein sinni talar Indriði um að hvað skattsvik varði skipti hugarfarið mestu. Framsetning orða hans vek- ur líka spurningar um hugarfar hans sjálfs og hlýtur að vera áhrif úr upp- vextinum. Hvað var honum kennt forðum daga af föður sfnum, þeim fræga Trippa-Láka í Eyjarhólum í Mýrdal. MisskilningurVR Skúli Guömundsson skrífar. VR hefur undanfarið haldið úti auglýs- ingaherferð þar sem fólk er minnt á að taka út sinn eðlilega frí- og hvíld- artíma í jólamánuðinum. Ella fer fyrir okkur eins og fólkinu sem við sjáum í sjónvarpsauglýsingunni, sem steinsofnar yfir jólasteikinni. Nú er ekki nema prýðisgott að VR veki máls á því að verslunarfólk þarf að finna óskaplega langan vinnudag í desember, svo stundum er algjört óhóf. En hitt þarf líka að hafa í huga í Bónus Verslunarfólk þarfað vinna langa daga I desember. Guðrún Eva Mínervudóttir hugleiðir dauðleikann og jólin. Kjallari inn sveiflaði upp hurðinni og sagði: Af hverju hljópstu burtu þarna í morgun? Ég sem ætlaði bara að segja þér að við ættum stefnumót á Flateyri í kvöld! Af tvennu illu En það eru ekki allir sem eru svo heppnir að vera boðið upp á svona fína viðvörun. Þess vegna held ég að það væri ekkert vitlaust að und- irbúa sig smávegis. Það er kannski óþarfi að kaupa sér kistu og sofa í henni á hverri nóttu, en það er til dæmis hægt að gera upp við sig hvers kyns útför hæfir manni best og jafnvel leita óhefðbundinna leiða í þeim efnum. Af tvennu illu vil ég heldur láta brenna mig en grafa; þá kem ég til með að taka minna pláss og þeim mun meira pláss ætti að vera fyrir af- komendur mína ef einhverjir verða. En það eru auðvitað til mun umhverfisvænni aðferðir, eins og hjá munkunum í Tíbet sem vilja ekki menga jörðina með rotnandi kjöti, eða loftið með lík- brennslureyk, svo þeir rista líkin upp og mylja beinin með grjóti og koma þeim síðan fyrir hátt uppi á eins konar stillönsum þar sem síl- spikaðir gammar halda veislu. (Kona sem ég þekki fékk raunar hroll þegar ég sagði henni frá þessu, af því að henni fannst það ekki nógu praktískt. Það væri nær að mylja líkin í vélum og nota þau síðan í refafóður.) Rækjur Ég á mér draum um þjóðlega og virðulega útför þar sem ég verð sett í búr með víðum möskvum og látin síga ofan í sjó til að rækjurnar geti séð um að fínpússa beinin. Síð- an verður kannski hægt að halda minningarathöfn þar sem rækjurnar eru borðaðar, hnefastórar og stút- fullar af steinefnum og prótíni úr mér. Þannig get ég lifað áfram í hjörtum og beinum ætt- ingja minna og vina. Faxafeni 5 • Sími 588 8477 wwv/.betrabak.is að sama er hvaða starfsvettvang fólk velur sér, alltaf koma tarnir og langir dagar - en rólegar stundir inn á milli. Fólk í útivinnu þarf til dæmis að vinna langa daga á sumrin, í fisk- vinnslu renna saman dagur og nótt þegar verðmæti berast á land, rétt eins og forystumenn verkalýðsins þegar þeir eru að karpa um kjör skjólstæðinga sinna. Eftir slíkar hólmgöngur má ætla að þeir sjálfir dotti yfir kvöldmatnum hjá sér. Hugsunin á bak við herferð VR er góð, en byggist á misskilningi. Hann er sá að lotur og langir dagar hafa alltaf komið inn á milli hjá stritandi íslenskri alþýðu. Og svo verður enn um sinn, þótt viðurkennt skuli að stundum fer vinnubrjálæðið ffam úr öllu hófi. Góðu gjafirnar Guðrún Haialdsdóttii skrífar. Stjórnendur stórfyrirtækja eru ósparir á að láta alþjóð vita af örlæti sínu og ágæti. Þeir gefa klink í kassa fátæka fólksins nú fyrir jólin og senda fréttir af því til fjölmiðla. En er samviska þeirra svo slæm að þeir þurfi að auglýsa gjafmildi sína? Er hún friðþæging þeirra sjálfra, eða hluti af upplýsingaskyldu fyrirtækj- anna gagnvart samfélaginu? Spyr sú sem ekki veit, en þetta er svolítið sérstakt allt saman. Sjálf gef ég til Rauða krossins fyrir þessi jól, en sé ekki ástæða til að flíka krónutöl- unni þó stór- fyrir- tæk- in geri slfkt. „Saddam Hussein hefur fyrirgert lífi sínu, sumir menn hafa gert slíkt, eins og til dæmis Heinrich Himmler. Og fyrir þau illvirki og misþyrm- ingar sem Hussein er sakaður um tel ég að dæma eigi hann til dauðarefsingar." Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður Saddam náðist, en hvað skal gera við kauða? Alltafí vandræðum „Ég er rosalega feginn að þeir náðu honum. Og það er ágætt efþeir drepa hann, þvíþá er öruggt að hann er ekki á lífi. Og þá fæ ég frið, því sjálfur hefég fundið fyrir þvíað karlinn tóri, enda er það svo að I flughöfnum er- lendis lendi ég alltafí spekúlasjónum og vandræðum hjá tollinum." Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni „Nei, það eig- um við ekki að gera. Ég er andvigur dauðadómum en í öðru lagi treysti ég mér varlega til að setjast í dómarasæti yfir Hussein, eins og öðrum. Kofi Annan er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað stórmannlega; lýstyfir vilja til að al- þjóðasamfélagið fjalli um mál Husseins.Aðrir stjórnmálamenn sem ég hefheyrt til hljóma eins og barbarar." Óskar Guðmundsson blaðamaður Þú átt hann skilib „Hann á að fá réttláta máls- meðferð og dóm. Yfirhöfuð er ég ekki fylgj- andi dauða- refsingum." Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Félags skipstjórnarmanna „Forsetann fyrrverandi á að dæma eftir þeim lögum sem hann hef- ur sett í eigin landi. Fyrir glæpi eins og fjöldamorð, eins og haldið er fram að hann hafi staðið að. Én í mörgum löndum öðrum eru stórglæpamenn sem hafa fengið frið." Þorsteinn Ágústsson, bóndi á Syðrivelli í Flóa Viper Hægindastóll með stillanlegum hnakkapúða. Verð áður tauáklæði -J4e^ÖÖ> Nú 87.900,- VerÓ áður leðuráklæði U3r9Q07 Nú 109.900,- Ekki missa af þessu/ Birkline stillanlegur hnakkapúði Verð ááur tauáklæÖi^O^90O7*Nú 58.900,- Verá áður leáuráklæðL84r90O^ Nú 72.900,- DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.