Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Fréttir DV Nefnd hefur verið skipuð sem á að meta þörf á lögum um eignarhald á fjölmiðlum og semja frumvarp ef þörf krefur. Formaður nefndarinnar segir vísbendingar um aukna samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og ekki sjálfgefið að samkeppnislög séu nóg til að koma í veg fyrir að hún verði of mikil. Jón Ásgeir segir þetta stjórnast af persónulegri heift forsætisráðherra. Lög um eignarhald á íjölmiðlum yfirvofandi Fjölmiðlar sem tengjast Jóni Ásgeiri og félögum hans: Dagblöð: DV Fréttablaðið Sjónvarps- stöðvar: Stöð 2 Sýn Popp Tíví Stöð 3 Útvarps- stöðvar: Bylgjan FM 957 Xið Létt 96,7 Skonrokk Jólastjarnan Fjölmiðla- kóngurinn Berlusconi í byrjun mánaðarins samþykkti öldungadeild ítalska þingsins mjög um- deild fjölmiðlalög. And- stæðingar þeirra segja að lögin hafi það eitt markmið að herða tök Berlusconis á ítölskum íjölmiðlum enn frekar. Sjónvarpsstöðvar í eigu Berlusconis hafa nú 40% áhorf en hann er einnig æðsti yfirmaður ftalska rík- isútvarpsins og ræður þannig beint eða óbeint því sem 95% ítala horfa á í sjón- varpi. Fyrirtæki hans stjórn- ar einnig 2/3 sjónvarpsaug- lýsingamarkaðarins. Sam- kvæmt lögunum verður los- að um hömlur á eignarhaldi á íjölmiðlum og fyrirtæki Berlusconis getur byrjað að kaupa dagblöð og útvarps- stöðvar árið 2009. ítalski forsetinn ákveður innan tveggja vikna hvort hann staðfesti lögin. (heimild: press.is) Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem á innan rúmlega tveggja mánaða að skila niður- stöðu um hvort þörf sé á sérstökum lögum um eignarhald á fjölmiðlum, og semja frumvarp að slíkum lögum, verði það niðurstaða ráðherra að hennar sé þörf. I nefndinni eiga sæti Karl Axels- son, hæstaréttarlögmaður, Guðmundur Frí- mannsson, deildarforseti kennaradeildar Háskól- ans á Akureyri, Pétur Gunnarsson, blaðamaður og Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt er formaður nefndar- innar. „Við hefjum vinnu strax eftir áramót og mun- um byrja á því að afla okkur upplýsinga um hvernig þessi löggjöf er í öðrum löndum", segir Davíð. „Það er of snemmt að segja til um það hvort það sé ástæða til að setja reglur um eignar- hald á fjölmiðlum hér á landi, en það eru vísbend- ingar um aukna samþjöppun. Atburðir síðustu vikna eru augljóslega tilefni til þess að nefndin er sett á laggirnar". Hér á landi eru engin lög sem takmarka fjölda fjölmiðla í eigu sömu aðila, en stjórnmálamenn allra flokka hafa lýst áhyggjum af stöðunni eins og hún er nú, eftir að Jón Ásgeir keypti hlut í Norður- ljósum og Frétt ehf. Málið var rætt í ríkisstjórn fyr- ir skömmu, og í kjölfarið var nefndin skipuð. Davíð sér hættumerki Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist síðast í gær að það væri áhyggjuefni að sömu eigendur og eiga Fréttablaðið og DV skuli nú hafa náð eign- arhaldi á Norðurljósum. „Það séu ekki góð tíðindi sérstaklega eftir að hafa séð hvernig þeim fjöl- miðlum, sem viðkomandi aðilar hafi þegar komist yfir, sé beitt. Það hafí ekki sést áður í íslensku þjóðfélagi og sé hættumerki. Hann segir að sterkt SiSSSSN'si * ríkisútvarp sé nauðsynlegt við þær aðstæður", sagði hann í samtali við RÚV. Jón Ásgeir Jóhannesson segir það af og frá að eigendur hafi beitt sér á ritstjórnum þessara fjöl- miðla. „Ég kannast ekki við það. Það er athyglisvert að forsætisráðherra verður alltaf kolviltaus ef maður er ekki sammála honum". „Varðandi nefndina sem hefur verið skipuð og hugsanlega lagasetningu um eignarhald á fjöl- miðlum þá er ljóst að það er ekki sama hver er. Ég fullyrði að ríkisstjórnin væri ekki að skoða þetta ef Morgunblaðið hefði keypt Norðurljós. Þetta stjórnast af persónulegri heift forsætisráðherra út f ákveðna einstaklinga, eins og við höfum fundið fyrir síðastliðin 4-5 ár. Þetta hefur ekkert með lýð- ræði að gera. Ég er þeirrar skoðunar að sam- keppnislög séu nægilegt aðhald". Tæpast leyft í öðrum löndum DV aflaði upplýsinga hjá Alþjóðablaðamanna- félaginu og Evrópuráðinu um hvernig lögum um eignarhald á fjölmiðlum er háttað í 8 löndum víða um heim. Niðurstaðan, sem birt var í blaðinu fyr- ir skömmu, sýnir að slík samþjöppun og er á fjöl- miðlamarkaði hér á landi um þessar mundir yrði tæpast leyfð í neinu þeirra, af mismunandi ástæð- „Ég fullyrði að ríkis- stjórnin væri ekki að skoða þetta efMorg- unblaðið hefði keypt Norðurljós. Þetta stjórnast afpersónu- legri heift forsætisráð- herra út i ákveðna ein- staklinga, eins og við höfum fundið fyrirsíð- astliðin 4-5 ár. Þetta hefur ekkert með lýð- ræði að gera". um þó, þar sem löggjöfm er mjög ólík milli landa. Jón Ásgeir Jóhannesson á sem stendur stóran meirihluta í Norðurljósum. Fljótlega kemur í ljós hvort og þá hvaða eigendur bætast í hópinn, og hver endanlegur eignarhlutur Jóns Ásgeirs og tengdra félaga verður. Baugur, þar sem Jón Ásgeir er forstjóri, á ennfremur 46,2% hlut í Frétt ehf., sem gefur út DV og Fréttablaðið. Landsbankinn á 22% í Frétt ehf, og stóran hluta í sambankaláni Norður- ljósa og á því mikilla hagsmuna að gæta þar. Engin þörf á lögum Bæði Jón Ásgeir og Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, telja að eng- in þörf séu á lögum um eignarhald á fjölmiðlum, samkeppnislög ættu að duga. Björgólfur telur reyndar einnig að bankar ættu ekki að þvælast í fjölmiðlun eða öðrum atvinnurekstri. Davíð Þór telur ekki víst að samkeppnislög séu nóg. „Það er ekki víst að samkeppnislöggjöf tryggi þau markmið sem mörg lönd hafa sett sér um opna skoðanamyndun og frjálsa .lýöræðisum- ræðu í samfélaginu. Það er umræða sem snertir ekki beint samkeppnislög, sem eru fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Þetta kemur allt til skoðunar". brynja@dv.is Eigendur DV og Fréttablaðsins Hluthafar í Frétt ehf. Baugur 46,2% Landsbanki 22,0% Dægradvöl 13,3% (á vegum Gunnars Smára Egilssonar) Tuesday Eq. 7,8% (á vegum Árna Haukssonar) Fons 5,2% (á vegtjm Pálma Haraldssonar) Frétt 3,0% RagnarTóm. 2,7% Davíð Oddsson „Áhyggjuefni að sömu eigendur og eiga Fréttablaðið og DV skuii nu hafa nað eignarhaldi á Norðurljósum." Jón Ásgeir Jóhannesson. „Ég fullyrði að rikisstjórnin væri ekki að skoða þetta ef Morgunblaðið hefði keypt Norðurljós".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.