Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1976. 2 - FJOSINU BREYTTIKJÖRBUÐ Bóndi sem ég þekkti þegar ég var strákur rak stórt kúabú, fyrir utan þaö aö hann átti all- margt fé og mikið stóð. Hann var höföingi í lund og átti til aö gefa af bústofni sínum á báða bóga ef það datt í hann, meðal annars gaf hann mér einu sinni lamb upp úr þurru og i annað skipti setti hann undir mig ung- an fola í smalamennsku óbeð- inn — ég hafði raunar annan hest fyrir — en foli þessi varð Síðar frægur á hlaupabrautinni. Karl þessi er enn á lífi þótt kunningsskapurinn hafi rofnað, hann er við hestaheilsu að ég best veit en hættur að hafa kýr. Það voru samt kýrnar hans sem ég ætlaði að gera að um- talsefni hér, og tilefnið til þess að mér duttu þær í hug var jafnréttisþáttur sem ég heyrði f útvarpinu núha í vikunni. Þar var sem sé fjallað harkalega um það, að vinnuveitendur megi ekki auglýsa að þá vanti karl- menn til starfa né heldur kven- fólk, heldur einfaldlega fólk. Og þá verður að fara að líkt og minn karl þegar hann seldi kýr úr fjósi sínu. Því það kom fyrir að hann vildi fækka í fjósi, eða kannski réttara sagt losa sig við ákveðna gripi. Flestir þeir sem ég þekkti á þeim árum höfðu þann hátt- inn á að þeir auglýstu kannski fjórar kýr til sölu og þegar kaupendur komu var þeim vísað á þessar fjórar kýr, en aðrar voru ekki falar. Minn karl hafði annan háttinn á: Hann auglýsti fjórar kýr til sölu og þegar kaupendur komu hafði fjósinu verið breytt í kjör- búð. Þar voru allar kýr falar, hver á sínu verði. Nú var það á kaup- andans valdi að velja sér góða kú. Og þessir karlar sem komu að skoða kýrnar voru engir óvaningar á því sviði. Þeir gengu í kringum sölugripina, þukluðu og þreifuðu, horfðu og mátu. Svo kom það: Þessa kú vildu þeir kaupa. Guðvelkomið, sagði minn karl, hún kostar — og svo kom allt upp í sexfalt kýrverð eins og það var í þá daga. Ekki leist kaupanda á það, reyndi kann- ski að prútta, en mínum karli varð ekki þokað. Þá var að — eða a auglýsandinn bara að villa á sér heimildir? finna aðra — hvað kostaði hún? Fjórfalt kýrverð, sagði minn karl, og þannig var svo haldið áfram þar til kaupandi hafði rakið sig fram til einhverra af þeim fjórum, sem raunverulega voru falar. Þá loksins var prís- samkvæmt jafnréttinu að aug- lýsa ólikindalega, en til þess að losna við karlskepnurnar sem ef til viil sækja um verð ég að raða einhverjum þeim ljónum á veginn, sem gera starfið ekki eftirsóknarvert, þangað til á Raunar væri þetta svolítið erfitt mál fyrir mig, því í raun- inni vildi ég fremur fá kvenfólk til flestra þeirra starfa sem ég get rifjað upp nú á stundinni að mig gæti hugsanlega vantað fólk til. Ég hef nefnilega rekið inn kominn þangað sem normalt var um kýr. Sama háttinn verður líklega að nota til þess að auglýsa eftir þeim starfskrafti, sem viðkom- andi vantar hverju sinni. Vanti mig stúlku til starfa, verð ég tjorurnar rekur persónu af þeirri tegund, sem mig raun- verulega vantar. Sama verður upp á teningnum ef ég ásælist karlmann til starfa, þá verð ég að setja upp fælur fyrir kven- fólkið. mig á, að þær eru allajafna fullt eins vandvirkar, ef ekki vand- virkari, og flestar hverjar sam- viskusamar. Auk þess verð ég að viðurkenna það, að mér þykir fullt eins gaman að hafa kvenfólk í kringum mig eins og karla og stundum meira að segja miklu meira gaman. Þannig er ég alveg inn á jafn- réttislínunni eins og hún kemur kvenfólki fyrir sjónir. Þetta er líklega mjög eðlilegt frá uppeldisfræðilegu sjónar- miði, því ég átti aldrei neinn bróður en þeim mun fleiri systur, og nú á ég helmingi fleiri dætur en syni. Þannig dregur hver dám af sínu upp- eldi og umhverfi. Burtséð frá öllum kaup- kröfum held ég að við eigum sem betur fer æði langt i land með að láta okkur vera hjartan- Iega sama hvort kynið velst f sum störf vinnumarkaðarins. Ég hef til dæmis séð grjótmuln- ingskonuflokka að störfum austan tjalds og vegavinnuhópa kvenna, sem notuðu hjólbörur, skóflur og haka til verka sinna, og ég vil ekki vinkonum mlnum samlöndum slíkt hlutskipti. Á sama hátt fyndist mér ankanna- legt að sjá fílefldan hundrað kilóa karlmannsskrokk með lyftingavöðva sitja við að skrifa upp bréf á ritvél af diktafóni. Er það kannski móti jafnrétti að hugsa nokkuð um burði þess fólks, sem velst til hinna ýmsu starfa? Jafnrétti á að vera. Það er víst. En það má ekki verða öfga- stefna fremur en annað. Og sannleikurinn verður Iíklega sagna bestur, þegar til lengdar lætur, og því vil ég að menn haldi áfram að auglýsa eftir konu þegar þá vantar konu, en karli þegar karl vatnar. Skipti ekki máli hvor dýrategundin vinnur verkið, er náttúrlega sjálfsagt að auglýsa kynlaust. Háaloftið SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON EG VIÐ ÖLLUM HASKA HLÆ.... Níels skáldi Jónsson var mjög þekktur og umtalaður á sinni tíð og allmikið hefur verið skrifað um hann á seini árum. Það hefur best gert Finnur Sig- mundsson prófessor í bóka- flokknum Menn og minjar. Ennfremur Örn á Steðja í bók sinni Sagnablöð hin nýju, auk ofanritaðs í bókinni Fólk og fjöll. Níels skáldi var skag- firðingur að ætt og uppruna, fæddur um 1782. Hann var snöggtum eldri en þau skáldin sem hæst bar á fyrri hluta 19. aldar, Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgrímsson og Sigurður Breiðfjörð. En Níels lifði þessi skáld öll og orti mikið og þenkti margt eftir að þau voru gengin til feðra sinna. Níels átti, fyrir fátæktar sakir, aldrei kost á neinni skólagöngu og varð að láta sér það lynda. En þrátt fyrir Móðuharðindi og hungur í æsku aflaði hann sér þeirrar menntunar og þekkingar sem hann gat með nokkru móti komist yfir í bóka- kosti þeirra dapurlegu tíma. Ilann varð listaskrifari og sagt var að hann kynni einar tíu stílhandir og leturgerðir. Hann lærði og norðurlandamálin af sjálfum sér og gal lesið þeirra þjóða bækur • viðstöðulaust. Einnig komst hann riiður í latíniisér ' gagni. Vinnusamur á veraldarvísu þótti hann ekki. en sat löngum uppi um nætur og las eða skrifaði. Lagði sig heldur á vangann um hádegis- bilið. Aldrei var hann neitt telj- andi við búskap og gekk ekki heldur í reglulegar vistir, en var laus við og ferðaðist mikið um Skagafjörð og Húnavatns- þing. Hann var sérvitur úr hófi og ekki við alþýðuskap, laginn til smíða og vann nokkuð þar að, en þótti þó hvorki drjúgur með efnivið eða tíma. Sem dæmi um það er sagt, að hann væri vetrartíma í Höfnum á Skaga og tæki sér þá fyrir hendur að smíða pontu úr kýr- horni. Þegar skáldið hafði lokið við pontuna voru öll kýrhorn staðarins uppurin, en þau höfðu skipt tugum þegar verkið hófst. 1 Höfnum hóf hann einnig smíði á kistli sem átti að verða hið mesta völundarsmíði, með mörgum leynihólfum og galdralæsingum. Viður hefur lengst af verið nægur.í Höfnum og háir rekaviðarkestir í fjöru, en sagt var að þeir hefðu verið orðnir lágir í loftinu um það leyti sem skáldið lauk við kistil- inn! Níels orti og skrifaði ósköpin öll. í Landsbókasafninu eru nær tvö hundruð bindi skrifuð af honum, bæði bundið og laust mál. Hann orti margar og langar rímur að hætti alþýðu- skálda þeirra tíma og marga stóra kvæðabálka trúarlegs og veraldlegs efnis. En honum var ekki nóg að yrkja um þetta og hitt, heldur ritaði hann tíðum langa formála og skýringar við ljóð sín — og lagðist þá gjarnan djúpt, bæði í hugsun Dg framsetningu. Varð hann því stundum að skýra skýring- arnar í löngu máli. Hann var fyrst og fremst hugsuður eða ,,þenkjari“, eins og hann kallar sjálfan sig oft. En lítið af skáld- skap hans varð alþýðueign, til þess var hann of tyrfinn og stirður, en hinu er ekki að leyna að Níels skrifar og yrkir af alvöru og viti. Leggur sig allan fram. Vegna þess má hik- laust flokka hann með skáldum fremur en hagyrðingum. Drambsemi Níelsar og of- metnaði er víða lýst þannig, að minnir helst á Sölva Helgason. Sjálfsagt hefur minnimáttar- kennd beggja verið orsökin. Níelsi var lítið gefið um Sigurð Breiðfjörð og fleiri samtíma- skáld. Þó er sagt að eitt sinn færu skólapiltar á Hólum með Ijóð eftir Jónas Hallgrímsson fyrir hann og segðu: — Laglega hagorour er nu Jónas. Þá sagði Níels þessa frægu setningu: — Hann er meira, mannskratt- inn, liann er skáld. Sjálfum sér og aðstöðu sinni lýsir Niels vel í þessari stöku: Mærðargreinum hvar sem hreyfði hef ég æ skrifað fjötralaus, aldrei neinum lærðum leyfði lögsögn yfir mínum haus. Margt var Níels vel gefið annað en skáldgáfan. Hann fékkst við margskonar lækningar, einkum á efri árum, og þótti heppinn. Meðal annars gerði hann mikið af því að sitja yfir konum. t æsku var hann frábær snarleika- og íþrótta- maður, stökk vel hæð sína í loft upp og lék sér að. En hertygi nærri eins oft og þörf krafði, — hvað sem valdið hefur. Drauga og slæðinga kvað hann aftur á móti niður með góðum árangri, en á slíku þurfti oft að halda á hans dögum. Son átti Níels sem Hálfdán hét. Hálfdán sá bjó lengi á Sel- hólum, koti uppi í Göngu- skörðum. Kotið eignaðist faðir hans með einhverjum hætti á gamals aldri. Sumir segja að Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður hafi gefið honum það fyrir rímur, sem hann orti átti hann engin til að klæðast við slíkar sýningar. Hann gat líka hlaupið upp bæjarþil, jafn- vel þótt þau hölluðust heldur í móti honum, eins og sumra var siður með árunum. Þá var hánn frár á fæti og hljóp jafnan þegar hann var á ferð. Hann þótti sjá örlög manna fyrir og gekk flest eftir eins og hann sagði. Hann var líka krafta- skáld. Hann gat kveðið hafís af Skagafirði, en gerði það ekki fyrir embættismanninn a Möðruvöllum eða þægt honum svo vel fyrir rímurnar að Níels gat fest kaup á kotinu. Þarna í Selhólum dó svo Níels 12. ágúst 1857. Þessi ágæta visa Níelsar skálda mun vera þekktust: Ég við öllum háska hlæ á hafi sóns óþröngu. Mér er sama nú hvort næ nokkru landi’ eða öngu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.