Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 11
DACHLAÐIÐ. I.AUC.ARDACUR 14. AGl'ST 1976. herrans i Tyrklandi ok gat sem slikur ljósmyndað fjöldann allan af hernaðarleyndar- málum bandamanna. Stjórn Hitlers horgaði Cirero 300 þúsund sterlingspund (í dag samsvarandi unt hundrað milljónum króna) fyrir vel unnin störf. Cicero komst undan til Suður-Ameríku með alla peningana og var rétt far- inn að hlakka til áhyggjulauss lífs það sem eftir var ævinnar þegar hann uppgötvaði að megnið af peningunum var falsað. Eins og Schwend snéri Cicero á endanum aftur til Evrópu. Hann dó í mikilli fátækt í Miinchen sumarið 1970. Forvitnir ferðamenn fylgjast með því þegar fölsuðu seðlarnir eru veiddir upp úr Toplitzee í Austurríki 1»59. SA YÐAR SEM SYNDLAUS ER Skyldi nokkur þjóð vera jafn hneykslunargjörn eða gera sér jafn margt að hneykslunar- hellu og íslendingar? Það er árlegur viðburður hér á landi að þegar skattskráin kemur út, þetta einstæða fyrir- bæri sem aðrar þjóðir hafa aldrei kynnzt, þá er eins og fólk ærist og tekur upp þá iðju, ásamt fjölmiðlum, að kann hagi hver annars, birta móður- sýkislegar fréttir um gjöld þessa eða hins og draga ályktanir af þeim, hversu mikið viðkomandi hafi getað dregið undan af skattskyldum tekjum. Vart má á milli sjá hvort öfund mann er meiri út i þá sem hæsta skatta greiða eða út í þá sem bezt hefur tekizt við þá iðju. sem allir landsmenn stunda að gefa upp sém minnstar tekjur eða eignir til þess að greiða eins lág opinber gjöld og frekast er mögulegt. Það er staðreynd, sem enginn getur á móti mælt nema af hræsni einni. að enginn islendingur, hvort sem hann er opinber starfsmaður eða al- mennur launþegi hjá einka- aðila, alþingismaður eða at- vinnurekandi, gerir sig vís- vitandi „sekan" unt þá glópsku að telja meira fram til skatts en hann er nauðbeygður til. Þetta þýir það i raun að allir re.vna eftir fremsta megni að komasl hjá því að gefa upp allar tekjur sinar eða hlunn- indi. eftir þvi sem þeim þ.vkir vogandi. í raun hafa Íslendingar almennt. og með fáum undari- tekningum. sameinazt i siðferðismati að líta á skattsvik og smygl sem lægstu þrepin í stiga óheiðarleikans, ef ekki alfarið sem nokkurs konar lifbelti sem ávalit megi grípa til í því skyni að verjast áföllum í ISKATYAMALUM ólgusjó þess Hfsmáta sem er svo einkennandi i þessu landi. Þessar staðreyndir eru svo augljósar og almérint' viður- kenndar, ýmist ljóst eöa leynt, að um þær er óþarfi að.deila. Og jafnvíst er að hver sem er slær ekki hendi á móti hvers konar ívilunum eða eftir- gjöfum, ef um er að ræða, i sambandi við lækkun öpin- berra gjalda og vandfundinn er sá einstaklingur sem ekki hrósar happi yfir því þegar hann sér að skattar þeir er honum er gert að greiða eru lægri en hann hafði búizt við. Sama máli gegnir um viðhorf manna til skatta af vörum og varningi, sem fluttar eru til landsins erlendis frá, og oft eru í formi svokallaðra tolla.Undan- brögð, eða tilraunir til undan- bragða við að greiða slíka skatta, eða hluta þcirra. eru landlæg, og nánast alsiða hjá flestum landsmönnum. Ekki þó svo að skilja að allir landsmenn séu smyglarar af „guðs náð“ í þess orðs merkingu en viljann vantar ekki og flestir eru þess albúnir að „syndga upp á náðina" hvenær sem færi gefst. Eða hver trúir því að þeir séu margir hér á landi sem ekki mundu fegnir kaupa erlendan, áfengan bjór ef hann væri falur? Kannski trúa því þeir sem nú hneykslast hvað mest á lágum sköttum ýmissa samborgara sinna, nú eða þá þeir sem standa hvað fastast gegn fram- leiðslu á áfengu öli hérlendis en finnst það hinn mesti munaður að geta drukkið þennan Ijúffenga mjöð þegar þeir dvelja erlendis! Annars er athyglisverð sú staðreynd að sú hneykslunar- alda sem ávallt rís við útkomu skattskrár hérlendis er hváð hæst I Reykjavik. Úti á lands- byggðinni er þettá nær óþekkt fyrirbrigði, t.d. í bæjarfélögum eins og Akureyri, Hafnárfirði, Keflavik og víðar, að ekki sé nú talað um í strjálhýlh byggðar- Kjallarinn Geir R. Andersen lögum. Og setningar eins og þessi: „Lögfræðingur einn hér i borg greiðir ekki einu sinni vinnukonuútsvar," og slengt er frant með mikilli hneykslun í sumum blöðum stjórnmála- flokkanna, sem gefin eru út hér i borg, sjást yfirleitt ekki í blöðum þeim sem gefin eru út annars staðar á landinu — nema þvi aðeins að verið sé að skfrskota til Reykvikinga! En hvað veldur þá þessari miklu hneykslun hjá fólki úr þvi að allir eru samsekir i þvi að reyna að draga tekjur og eignir undan skatti, eins og frekast er unnt? Svarið er öfund. — Öfund út í þá hina sem eru enn klókari að finna smugu á skattkerfinu og gera þeim í raun kleift að ætla sér fyrirfram þá upphæð sem þeim þykir hæfileg að greiða hverju Og skattakerfió býður upp á margar smugurnar, það er staðreynd. Og hverjum er það láandi þótt hann notfæri sér þessar smugur, sem eru lög- legar, og eru oftar en ekki tilbúnar af löggjafanum til þess m.a„ þótt ekki sé auglýst, að aðstoða alla þá sem vit og getu hafa til að nota þær. Hver getur bannað manni sem á inni einnar millj. króna lífeyrissjóðslán aðtakaþað.þótt hann þurfi ekki á þvi að halda og leggja inn á bankareikning með 22 prósent vöxtum en greiða 18 prósent vexti af láninu og græða þannig 40 þús. krónur, auk þess sem hann færir vaxtagreiðslur til lífeyris- sjóðs sins til frádráttar á skatt- skjrslu? Allt löglegt og raunar aðeins lítið dæmi af fjöl- mörgum sem til staðar eru i „kerfinu" margumtalaða sem allir fordæma en enginn vill í raun missa — frekar en verð- bólguna! Hástemmd skrif hinna ,,hneyksluðu“ um lágskatta persónur og „vinnukonuút- svar“ þeirra og um óréttlæti i skattamálum eru ekki marktæk nema að því leyti sem snýr að hinum hrmvksluðu sjálfum og öfund þeirra út í aðra sem þeim voru klókari við að finna hinar „löglegu smugur." Hér er á engan hátt verið að mæla með því að ísienzkt skatt- kerfi eigi að vera svo götótt sem raun ber vitni. En hér er auðvitað við stjórnvöld ein að sakast en ekki þá sem mest og bezt hafa getað notfært sér lög- legar smugur sem núverandi skattakerfi býður upp á. Framkvæmd á breytingu skattalaganna virðist þung í vöfum og staðreynd er að síðustu áratugina hafa verið gerðar ýmsar breytingar til þess að reyna að einfalda þessi lög en undantekningarlitið hafa slíkar breytingar aðeins orðið til þess að gera lögin flóknari og er nú svo komið að sérfræðinga þarf til svo að þau séu skýrð til fulls. Flest atriðin, varðandi breytingu skattalaga, eru hrein pólitísk atriði og þá er ekki að sökum að spyrja. Sérfræðingar fá engu ráðið og því ekki á þeirra færi að breyta skatta- lögunum. Staðgreiðslukerfi skatta, sem ríkisskattstjóri var látinn gera tillögur um, hefur ekki séð dagsins ljós enn og er það til marks um hvernig stjórnvöld yfirleitt taka á þeim málum sem talin eru orka tvi- mælis um vinsældir hjá fá- mennum hópi kjósenda sem finnst í hverjum stjórnmála- flokki. Einungis tvö atriði, nefnilega þau að koma á staðgreiðslukerfi skatta ásamt því að afnema að fullu og öllu vaxtafrádráttarreglur, eru þess umkomin að koma í veg fyrir skattsvik í eitt skipti fyrir öll og koma þannig til móts við þá „hneyksluðu“, sem áreiðanlega myndu vera slíkum breytingum meðinæltir. — Eða er ekki svo?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.