Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 14
14 Með eigin sjónvarpsþótt Brezka söngkonan Shirley Bassey ætlar að gera sjálfstæða sjónvarpsþætti á næstunni. Samizt hefur um gerð 26 þátta, þar sem Shirley mun m.a. syngja sitjandi á hestbaki, uppi á olíuborturn i Norðursjó og í loftbelg. Ekki fylgdi sögunni hvort það sé loft- belgurinn Holbergs Mássonar, en ekki er ósennilegt að við fáum að sjá þessa þætti eftir nokkur ár í sjónvarpinu „okkar“. Ekki dauð úr öllum œðum Hún er ekki af baki dottin gamla fegurðardísin og létt- úðardrósin, Mae West. Hún er orðin 84 ára, en er staðráðinn i að leika i kvikmynd sem byrjað verður að vinna við í nóvember. Myndin heitir Sextett og mótleikari Mae West er Timothy Dalton, 35 ára gamall Ástfanginn á nýjan leik Sögur herma að nú sé Peter Sellers orðinn bálskotinn eina ferðina enn. Sú lukkulega er engin önnur en blökkusöng- konan Diana Ross, sem nýlega hefur flutt að heiman frá eigin- manni sínum meö þrjár dætur þeirra hjóna. ☆ Svo lengi kerir sem lifir Glenda Jackson hefur ekki haJdið þvi fram opinberlega að hún íeggi fæð á karlmenn en hefur viðurkennt að „reynslan hafi kennt henni að vera varkár þegar karlmenn séu annars vegar.“ Það er þó hvorki vegna von- brigða i ástamálum eða sorgar vegna skilnaðárins í janúar sl„ þegar hún skildi við eigin- manninn, leikstjórann Roy Hodges (hann sakáði Glendu um framhjáhald), að hún fór i klaustur. Það var einungis I sambandi við kvjkmyndatöku á myndinni Abbadísin, sem tekin var í nunnuklaustri skammt fyrir norðan London. Glenda er ekkert sérlega nunnuleg á myndinni, sem tekin ér i hléi, sem hún notar til þess að fá sér vindling. Kannski hefur hún leýft myndatökuna tjl þess að undir- strika að hún sé ekki hæf til þess að vera abbadís i raun og veru! Sumir þurfa alltaf að vera að læra eitthvað. Jafnvel þótt manni finnist að Hussein Jórdaníukonungur hafi um nóg að hugsa i sambandi við að stjórna þegnum sínum telur hann ekki eftir sér að fara á námskeið. Hann er nefnilega á góðri leið með að verða útlærður karate-kennari og leiðbeinandi. Til léiðsagnar hefur hann haft kinverskan hershöfðingja, Loo að nafni. Ekki fylgdi sögunni hvérjum hann ætti að kenna karate að námi loknu. ☆ Fékk skaðabœtur Elizabeth Taylor krafðist þess að meðleikara hennar í myndinni ,,A Little Night Music", Robert Stephens, yrði sagt upp. Það slóst upp á vin- skapinn á æfingu fyrír kvik- m.vndatökuna í Vinarborg. Róbert neyddist til þess að pakka saman en fékk nærri fimm milljón isl. kr. í skaðabætur. „Hún hefur hatað mig frá þvi að við hittumst í fyrsta sinn,'' sagði hann. D AGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. ÁGUST 1976. Hún vonar að hann kunni að dansa tangó Poppsöngkonan Michelle Phillips hyggst nú venda kvæði sínu í kross og taka upp dans og kvikmyndaleik. Hún fær ekki ómerkari mótdansara en sjálfan Nureyev, súperstjörnu í ballett. Kvikmyndin fjallar um ævi hins ástsæla leikara Rudolph Valentino eftir Ken Russel. Nureyev leikur hlutverk Valentinos, sem allar konur elskuðu á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Michelle fer með hlutverk Natasha Rambova sem var ástkona hjartaknúsarans. Gert er ráð fyrir að taka myndarinnar taki um sex mánuði, en æfingar verða stífar — ekki sízt æfingar á tangó, sem þau dansa í kvikmyndinni. Þegar Michelle var spurð að því hvernig henni litist á að dansa vié meistara ballett- dansaranna ^Nureyev, svaraði hún snúðugt: „Ég kann mæta- vel að dansa tangó — ég vona bara að hann kunni það llka.“ Michelle, sem er 31 árs að aldri og var áður I söng- flokknum Mamas og Papas, á fimm ára gamla dóttur, China. Michelle var áður gift stjórn- anda söngflokksins, John Phillips. Þótt Michelle hafi mikinn áhuga á leiklistinni hefur hún ekki alveg sagt skilið við sönginn. Hún hefur nýlega sundið inn á einsöngsplötu, sem væntanlega fer á markaðinn bráðlega. Nureyev Itikur hlutverk hjartaknúsarans Valentinos. 11111 mm ■ •'vvX.lv'étóvX'Xvv ni Alichelle Phillips var áður í söngflokknum The Mamas and Papas. -J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.