Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 7
7 DAíJBLAÐIÐ. LAUGAHDAGUK 14. AGUST 1976. ""--------------- Aukin harka og fljótvirkni í dómsmeðferð fíkniefnamóla: Jótaði þegar 10 daga gœzluvarð- haldsúrskurður var kveðinn upp - eldra máli annars pilts í varðhaldi var lokið í skyndingu og dómur kveðinn upp í klefanum ‘Pilturinn, sem úrskurðaður var í allt að tíu daga gæzluvarðhald eftir hádegi í fyrradag vegna aðildar að hass- málinu umfangsmikla, sem nú er í rannsókn hjá „hasslög- reglunni", var laus rúmum sex klukkutímum síðar. „Hann sá sig um hönd fljótlega eftir að varðhalds- úrskurðurinn hafði verið kveðinn upp, en hann hafði ekki verið mjög samvinnu- þýður fyrst í stað,“ sagði Arnar Guðmundsson, fulltrúi saka- dóms í ávana- og fíkniefna- málum, í samtali við frétta- mann DB í gær. „Hann gaf sjálfstæðan fram- burð í samræmi við það, sem áður hafði komið fram í málinu,“ sagði Arnar enn fremur, „og þar með voru forsendurnar fyrir varðhaldinu ekki lengur til.“ Þessi piltur er 19 ára. Mál þetta snýst um inn- flutning á kannabisefnum og hefur mikill fjöldi fólks komið við sögu, eða um 60 manns. Arnar Guðmundsson treysti sér ekki til að segja til um hversu mikið magn væri um að ræða '(„Það hefur oft verið meira.“), hvort innflutningstilfellin væru fleiri en eitt eða hvort ljóst væri hver væri raun- verulegur innflytjandi. Mátti skilja á Arnari, að ef til vill yrðu einhverjir fleiri teknir i gæzlu á næstu dögum. Tveir piltar sitja nú í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls og hefur annar setið inni í rúmar þrjár vikur. öðrum piltinum var skömmu áður en hann var handtekinn boðin dómssátt — 90 þúsund krón? sekt — vegna aðildar að öðru fíkniefnamáli, en hann hafnaði sáttinni, taldi greiðslu- getu sína ónóga og sektina óréttláta. Sakadómur brá skjótt við, sendi mál hans til ríkis- saksóknara, sem gaf út ákæru. Daginn eftir var kveðinn upp dómur yfir piltinum þar sem hann situr í gæzluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu. „Dómurinn var nánast stað- festing á sáttartilboðinu," sagði Arnar. „eða90 þúsund króna sekt. Það var engin ástæða til að draga afgreiðslu málsins fyrst hann hafði neitað, sak- sóknari fékk málið í sínar hendur og tók ákvörðun um ákæru. Við hér teljum það mjög mikilvægt að hægt sé að hraða afgreiðslu smærri mála og upp- lýstra mála. Ég get nefnt sem dæmi. að á föstudaginn í síðustu viku voru nokkrir ung- lingar teknir fyrir hass- meðferð. Þeirra málum lauk endanlega á miðvikudaginn með dómssátt.“ —ÓV SKODA 30 ór á íslandi: „Við sitjum við sama borð og aðrir — segir forstjórinn, Ragnar Ragnarsson „Haftatímabilið fyrir 1960 áður Islandi Ragnar J. Ragnarsson, en en, innflutningur á bílum var fyrirtæk-ið á þrjátíu ára afmæli í gefinn frjáls hafði mjög slæm dag. „Það er alltaf neikvætt að áhrif á okkur,“ sagði forstjóri neyða fólk til þess að kaupa Tékkneska bifreiðaumboðsins á ákveðnar bílategundir. Nú í dag hefur reynslan sýnt að við sitjum við nákvæmlega sama borð og aðrir bílainnflytjendur. Það er greitt fyrir Skodabifreiðar í bein- hörðum dollurum. Það hefur ekki verið vöruskiptaverzlun við Tékkóslóvakíu sl. 12 ár.“ Fyrir- tækið var stofnað í kringum inn- flutning á tékkneskum bílum. /# sem hefur aukizt mjög síðari ár, enda sagði Ragnar að Skoda- bílarnir væru nú orðnir mjög vandaðir bílar. Fyrirtækið rekur verkstæði og ryðvörn og er eina ryðvarnar- fyrirtækið sem tekur fimm ára ábyrgð á ryðvörninni . á þeim bílum sem þeir flytja sjálfir inn. Þá flytur fyrirtækið ínn Barum hjólbarða en innflutningur þeirra er um fjórðungur af veltu fyrir- tækisins. Hjá fyrirtækinu vinna nú um 40 manns. Stofnandi þess var Ragnar Jóhannesson ásamt fleirum, og var hann fyrsti for- stjóri þess og allt fram til 1971 er núverandi forstjóri tók við. Á myndinni er sölustjóri fyrir- tækisins Öli P. Friðþjófsson og Ingibjörg Magnúsdóttir, skrif- stofustúlka. Á litlu myndinni er Ragnar Ragnarsson forstjóri. DB- mynd Árni Páll. Borgin mó ekki bregðast börnunum: STARFSVÖLLURINN ER BYGGINGAREFNA LAUS MEÐ Alvarlegur skortur á byggingarefni stendur nú í vegi fyrir því að starfsvöllur í barn- flesta byggðarlagi landsins geti orðið nothæfur. Að sögn Sigurðar Bjarnasonar for- manns framfarafélagsins í Breiðholti hefur yngri íbúum þar þótt æði löng biðin eftir því að þessi leikvöllur tæki til starfa. Nú má heita að allt sé tilbúið af hendi borgaryfir- valda og borgarverkfræðings. Hús fyrir gæzlufólk er komið á staðinn og völlurinn hefur verið girtur af að mestu. Þarna vantar byggingarefni ÖLLU handa börnunum til þess að smíða úr hús og annað það sem hugvit og kraftar leyfa. Börnin í Breiðholti biðja nú alla íbúana þarna að leggja þeim lið með öflun byggingarefnis. Ekki er síður vonazt til þess að kaup- menn, byggingamenn og allir aðrir, hvar sem er, leggi þessu lið. Ef góðviljaðir menn eiga ekki hægt með að koma byggingarefni á staðinn, geta menn hringt í síma borgarverk- fræðings milli kl. 1 og 2 dag hvern og þá verða spýturnar sóttar. 'bs. Þessi strákur „vinnur“ við húsbyggingar á öðrum af tveimur starfsvöllum Kópavogs. Þeir í Kópavogi voru frumherjar í þess- ari gerð leikvalla. Minni myndin sýnir auðan og tóman „starfs- völl“ í Breiðholti, en þar er veruleg þörf fyrir starfsvöll. Hvoð borga sólusorgarar okkar í skatta og skyldur: BRAUÐIN VIRÐAST NOKKUÐ MISFEIT Þegar prestskosningar fara sem sýnist. Samkvæmt þeim Prestar sem starfa í sömu sói fram. einkum á Revkiavíknr- tölum. sem skattskrá Rpvkin. hnrfa ekki art hafa crimn toH, fram, einkum á Reykjavíkur- tölum, sem skattskrá Reykja- . þurfa ekki að hafa sömu tekjur. svæðinu, er gjarnan blásið í víkur gefur mönnum. eru laun Við flettum í skattskránni upp herlúðra. Telja mætti að keppt presta í Reykjavík hreint ekki á nöfnum nokkurra presta í væri að einhverju stórkostlega há. Og það kemur líka í ljós að höfuðborginni: „feitu" embætti. En ekki er allt brauðin eru misjafnlega feit. Nafn Árelíus Níelsson tsk. eignarsk útsvar barna bætur samtals sóknarprestur 145 197.300 393.718 Þórir Stephensen sóknarprestur Óskar J. Þorláksson 0 252.000 37.500 303.632 sóknarprestur Jón Þorvarðarson ■ 339.410 62.953 182.400 584.763 sóknarprestur Arngrímur Jónsson 1.824 193.500 501.884 sóknarprestur Ólafur Skúlason • 115.473 39.359 147.500 37.500 364.832 sóknarprestur 32.855 222.600 37.500 509.946 Karl Sigurbjörnsson sóknarprestur Frank M. Halldórsson 0 139.700 93.750 94.157 sóknarprestur Halldór S. Gröndal • 403.868 47.005 208.200 659.073 sóknarprestur öuðmundur Þorsteinsson 326.118 0 198.500 93.750 430.868 sóknarprestur ... 169.730 17.978 169.400 93.750 263.358 Guðmundur Óskar Ólafsson sóknarprestur ... 42.106 32.946 168.200 37.500 205.752 Sigurbjörn Einarsson biskup ...294.445 0 185.400 479.845 Garðar Svavarsson sóknarprestur ...171.548 2.448 212.900 386.896 Þorsteinn Björnsson sóknarprestur ...106.342 0 133.300 239.642 Sigurður Haukur Guðjónsson sóknarprestur ...246.248 8.302 242.700 497.250 Emil Björnsson sóknarprestur ...494.304 23.825 265.900 725.129 Grímur Grímsson sóknarprestur ...232.673 8.271 265.300 506.244 Einar Gislason safnaðarst jóri ... 20.573 16.907 153.700 37.500 153.680

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.