Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 9
I) y.BLAÐIÐ LAl’r.ARDAGUR 14. ACl’ST 197«. illllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll LARSEN SIGURVEGARI í BIEL Þaö var meö naumindum að danski stórmeistarinn Bent Larsen sigraði í millisvæöa- mótinu í Biel í Sviss. Þegar 5 umferðir voru eftir hafði hann l'/í vinning í forskot á næsta mann en tók síðan upp á því að tapa tveimur skákum, fyrir Petrosian og Byrne, og komst á tímabili í hættu á að missa af einu af þremur fyrstu sætunum. En sigur á móti Smejkal í næst síðustu umferð kippti öllu í liðinn aftur og Lar- sen varð efstur með 12.V4 vinning. 1 2.-4. sæti voru þeir Petrosian, Tal og Portisch með 12 vinninga og verða þeir þrír því að keppa um þau tvö sæti sem gefa rétt til þátttöku í kandídataeinvíginu. Þegar hafa unniö sér rétt þeir Mecking, Hort og Polugajevski, auk þeirra Korschnois og Fischers, sem komast beint áfram í einvígin. Hér á eftir er ein af sigur- skákum Larsens frá Biel. Þar mætir hann ísraelska stór- meistaranum Liberzon, sem keppti hér á svæðamótinu í haust. Hv. Liberzon (ísrael). Sv. Larsen (Danmörk). Sikileyjar-vörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. 0-0 Rf6 8. Khl Bb4 9. Rxc6 bxc6 10. f4 Hér fer Liberzon út af al- gengustu leið. Oftast er hér leikið 10. Dd4 c5 11. De3 d6 12. Dg3, t.d. í skákinni Kaplan- Karpov, Madrid 1973, og fram- haldið varð 12. — Bxc3 13. Dxc3 0-0 14. f3 Bb7 með jöfnu tafli. 10. d5 11. e5 Rd7 12. Ra4 Rb6 Nú fær Larsen tækifæri til 13. c4 Be7 að gera út um skákina á snotran 14. Be3 Rxa4 hátt. 15. Dxa4 Bd7 33. Hxd3! 16. Dc2 Db7 34. Hxd3 c4! 17. Bd3 g6 35. Hd7 Bxbl 18. Habl a5 36. Hxe7 Hxb6 19. Df2 0-0 37. Dxc4 Bxa2!! 20. Hfcl Hfc8 21. b3? Hvitur gafst upp. Eftir 38. Dxa2 Fram til þessa hefur Liber- zon teflt vel. Larsen var alls ekki ánægður með stöðu sina, áður en Liberzon lék þessum leik, en hann .gefur Larsen hér tækifæri til þess að ná yfir- höndinni í skákinni. Hvítur átti hér tvímælalaust að leika 21. c5!, sem lokar drottningar- vænginn af, -og blása síðan til sóknar á kóngsvæng. 21. Db4 22. Hc2? Ennþá mjög ónákvæmur leikur. Eins og kemur fram siðar er hrókurinn mun betur settur á cl. kemur Hb2 og óstöðvandi. a peðið er 22. 23. Bd2 24. b4 25. b5 26. T)e2 2^Hxc4 28. b6 29. Hc3 30. Hb2 31. Bb5 32. Bd3 a4 Db7 c5 Hab8 dxc4 Bc6 Hd8 Be4 Dc6 Da8 a3 Eftirfarandi skák var tefld i Evrópukeppni taflfélaga og eigast þar við Solingen frá V- Þýzkalandi og Burewstnik frá Rússlandi. Þetta var úrslita- keppnin og skildu félögin jöfn 9-9 og deildu þar með með sér Evróputitlinum. í liði Solingen tefla aðeins tveir Þjóðverjar, hitt eru meistarar víðs vegar úr Evrópu m.a. júgóslavneski stórmeistarinn Kurajica. Hv. Kurajica (Solingen). Sv. Alburt (Burewstnik). Aljekin vörn. 1. e4 2. e5 3. d4 4. c4 5. exd6 Rf6 Rd5 d6 Rb6 Staðan eftir 33. leik hvíts. Hér er oft leikið 5. f4, en hvítur fer varlegar í sakirnar. 5. cxd6 Yfirleitt er drepið með e peðinu í þessari stöðu en þessi leikur svarts gerir skákina mjög áhugaverða. 6. Rc3 Bf5 7. Bd3 Bg6 8. Rge2 e6 9.0-0 Be7 10. b3 0-0 11. Be3 d5 Svartur hefur hér aðgerðir á miðborðinu en það kemur seinna í ljós að þær eru mjög vanhugsaðar. A hinn bóginn er ekki gott að segja hverju svartur hefði átt að leika í þessari stöðu. 12. c5! Rc8 13. f4! Sterkur leikur. Kemur alveg í veg fyrir að Alburt geti leikið hinum mikilvæga leik e6—e5. 13. Rc6 14. a3 b6 15. b4 bxc5 16. dxc5! Hvítur sleppir hér takinu á d4 reitnum, en aðeins í augna- blik, og svartur getur ekki notfært sér hann áður en hvítur tekur völdin aftur. 16. Bf6 17. Bxg6 hxg6 18. Rd4 R8e7 19. Rce2 Rxd4 20. Rxd4 Rf5 21. Bf2 Dc7 22. g4! Skemmtilegur leikur sem saumar enn frekar að svörtum. 22. Re7 23. Dd2 a6 24. Habl Dd7 25. Rf3 Rc6 26. g5! Bd8 27. Re5! Rxe5 28. fxe5 Da4 29. De3 Hab8 30. Hfdl Hb7 31. Hd4! Hindrar mótspil svarts, jafnframt því sem hrókurinn stefnir að því að komast á h4. 31. 32. Hel 33. Hh4 34. Hfl 35. axb4 36. Bel Dc6 He8 a5 axb4 Ha7 Hal 37. Dh3 38. Hh8+ Kf8 Ke7 9 mwm a || m Hi, jj WrnkM A ■ ö ilf ■ m | J %\ B ■ Lfkg Staðan eftir 38. leik svarts. 39. Df3! Eftir skemmtilega strategíska taflmennsku gerir Kurajica nú út um skákina i einni svipan. 39. f5 40. gxföfrhl. gxf6 41. Hh7 + ! Kf8 42. Dh3 svartur gafst upp. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll AF HVERJU ERTU SV0NA HÁS? Þessa dagana eru allir að hugsa um peninga. Sérstaklega á þetta við um bankastarfsmenn. Fyrir alllöngu fór maóur sem ég þekki í Sædýrasafnið. Hann hafði með sér son sinn fjögurra ára. Þegar þeir komu að ljónabúrinu spurði strákur, hvað þetta dýr héti. Það heitir sæljón, sagði faðir- inn. Næst komu þeir að girðingunni þar sem kindurnar voru. Strákur spurði hvað þær hétu. Þetta eru sækindur, sagði faðirinn. Þá komu þeir að pollinum þar sem selirnir eru og var verið að gefa þeim. Strákur benti á manninn sem var að því og spurði enn hvað þetta dýr héti. Það heitir Sæmundur, svaraði faðirinn. Ég fór í veislu unt daginn sem starfs- fólk í banka hélt. Þar sem mig langaði að hafa tal af Dankastjóra, sneri ég mér að manni sem ég kannaðist við og spurði, hvort hann gæti bent mér á bankastjóra. Hann svaraði því neitandi. En ég skal gefa þér ráð til að finna hann. Þú skalt bara ganga á milli manna og segja: Ég er algjör asni. Sá sem segir „nei“ er örugg- lega bankastjóri. Við gengum tvö i húminu heim á leið. Á himninum máninn í grálcitum skýjunum óð. Meðan myrkrið í slóð okkar orti sín iitríku ljóð stóð ljósið við hurðarstaf dagsins. feimið og beiö. Við gengum tvö í náttmyrkri nýrunníns datts og nutum þess bæði að mega elsku-.. .„ þjást. Þú hefur verið min fyrsta og einasta ást frá upphafi iífs míns, frá morgni til sólariags. Og síðan fannst mér frostið svo ilmandi og hlýtt, þótt fannkyngið berði mig nákalt, ég merkti það vart. Og lífið sem virtist mér áður svo ógnlega svart við ástina í sál okkar breyttist, varð skinandi hvítt. Við gengum tvö þennan þráðbeina þyrnlausa veg uns þraut okkar krafta til gangsins um dagmálabil. Við kvöddumst í skyndi á meðan tími var til og tókumst í hendur að skilnaði, ljóð mitt og ég. Ég þekki konu sem hefur ofnæmi fyrir innbrotum. I hvert skipti sem hún heyrir fréttir af slíku færu hún hræðileg útbrot. Ég reyndi að hrópa. Rödd mín var hás og dimm. Ég stóð á lækjartorgi lífsins og formæiti hörmungum neimsins. Ég sagði þeim til syndanna sem bera ábyrgð á lífshamingju okkar. Ég hvatti fóik til þátttöku i stvrjöld minni. Én það hlustaði enginn. Og þó. Litill maður með barðastóran hatt tók sig út úr hópnum, gekk til mín og spurði: Af hverju ertu svona hás? Vinur minn kom til mín um daginn og var mjög niðurdreginn. Eg spurði hvað væri að. Hann sagði að konan sín bæri enga virðingu fyrir sér. Þegar hann færi út með ruslið bæði hún hann að varast að koma nálægt öskutunnunum ef verið væri að tæma þær; þeir gætu tekið hann í misgripum. Um daginn, hélt vinur minn áfram, bað hún mig að fara út í búð og kaupa einn lítra af mjólk. Þegar ég var á leiðinni út, kallaði hún á eftir mér: Á ég kannski að skrifa þetta á miða fyrir þig- Fyrir óraiöngu var enginn hlutur til og ekkert sem er nú í kringum mig. Þá gerðust þessi undur sem ég alls ekki skil að andi drottins fæddi sjáifan sig og bjó til stóran heim og gekk það greitt, en efnið sem hann notaði var alls ekki neitt. Ég þekki mann sem er svo nískur að hann tímir ekki að segja manni hvað klukkan er. Ég vildi yrkja vandað kvæði, andann virkja einn í næði. En að vanda fer ei hjá því að vcrði talsverð vandkvæði á því. Ljóð á laugardegi Ein af afleiðingum ástarinnar er hús- bygging. Kvæðið hér á eftir fjallar um húsbyggingu. Grjót, viður, gler. Grasið kemur brúnt undan snjónum. Maður sekkur í ökkia í aur og for og eiginiega er best að fara úr skónum. Sól, regn, snjór. Sigurður er aftur kominn í bæinn. Þá er trúlega eitthvað að honum eða frúntti. Svo gæti auðvitað eitthvað verið að kúnni. Leir, pappír, spotti. Fyrsti víxillinn fellur í dag. Að lokum vil ég ráðleggja þeim sem ætla út í kvöld að taka einhvern skemmtilegan með sér, t.d. tengdamóður sína. Ben. Ax.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.