Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.08.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1976. 13 abeth Taylor James Garner, Diana Ross, BROSIÐ SÉ í LAGI handarverk tannlæknisins og lét þaö spyrjast meðal vina og kunningja. Vogel segir að örfáir viðskiptavina sinna séu sérvitringar sem ómögulegt sé að eiga við. Minnist hann þá einnar ljósku, sem neitar að bíða á biðstofunni, og vill ekki láta gera við tennurnar nema í stofu þar sem ljósið er flatterandi. Vogel segir að í flestum tilfellum sé ekkert öðru vísi að eiga við tennur í kvikmyndaleikurum en öðrum sjúklingum. Nokkrir af hinum nýríku i Beverly Hills standa fyrir framan spegilinn og lýsa því nákvæmlega hvernig tennur þeir vilji fá, en flestar stjörnurnar eru samvinnu- þýðar og Iáta hann ráða ferðinni. „Sumir vilja þó gjarnan fá krónur á framtennurnar þótt ekki sé nokkur ástæða til þess. Ég reyni að skýra fyrir fólki að tennurnar þurfi helzt að vera í samræmi við andlitið. Ég vil ekki að viðskiptavinir mínir líti út eins og þeir séu með múnninn fullan af postulíni. Oftast verð ég þó að láta í minni pokann og Iáta krónurnar á,“ segir tannlæknirinn. Þegar Vogel var barn að aldrei lék hann nokkur barnahlutverk á Broadway. Faðir hans seldi notaða bíla og móðir hans vann á saumasofu. Vogel gekk á Columbia háskól- ann og á meðan hann var í tannlækningaskólanum lagði hann stund á ýmis störf i sumarfríinu. Hann lauk her- þjónustu I sjóhernum og þannig komst hann til Kaliforníu, þar sem hann settist síðan að. Hann hefur alla tíð frá þvi hann útskrifaðist úr tann- læknaskólanum haldið sig vel við efnið og sótt mörg námskeið í háskólunum í Kaliforniu og einnig haldið góðu sambandi við sjúkrahús í Los Angeles. Hann telur að það sé nauðsynlegt fyrir alla sem að heilbrigðismálum vinna að vera sífellt að endurnýja kunnáttu sína, því framfarir á sviði læknavísinda,tannlækninga og meltingarfræða eru örar. „Ég hlakka til þess tíma þegar unnt verður að láta sjúklingana halda tönnum sínum og ef þarf að skipta um tennur að þær verði úr „varanlegu" efni, sem líkustu hinum upprunalegu tönnum og hefðu endingu á borð við mann- legar og sterkar tennur." Vogel segir að miklar fram- farir hafi orðið á sviði tann- ígræðslu. Ekki þykn pað sérlega í frá sögur færandi þótt Vogel haf; smitazt eitthvað af stjörnunum sem hann er með daglega. Hann fæst til dæmis ekki til þess að segja frá því hve gamall hann er, en álitið er að hann sé rétt undir fimmtugu. Um tekjurnar er hann einnig fá- máll, segir aðeins að þær séu á bilinu frá 50 þúsund dölum upp j í 150 þúsund (frá 10 og upp í 30 millj. ísl. kr.). Hvað sem tekjunum líður j virðist Vogel ekki lifa neinu j sultarlífi. Hann er fráskilinn og nýtur lífsins. Hann á Mercedes 1 bifreið, 42 feta lystibát og j þriggja svefnherbergja hús við i sjávarsíðuna. Það er metið á 40 j millj. ísl. kr. Hann hefur vinnu- ! konu sem tekur til hjá honum fimm daga vikunnar og fyrir j utan stóran konsertflygil, sem í hann leikur sjálfur á allt frá ! rokki út í klassíska tónlist, hefur hann heljarstórt ] fiskabúr. Hann gefur ouum viðskipta- vinum sínum sama ráðið þegar þeir kveðja hann á stofunni: Forðizt öll sætindi, burstið tennurnar vandlega eftir hverja máltíð og heimsækið tannlækni að jafnaði tvisvar á ári. Vogel segir einnig að sumir þverbrjóti allar þessar reglur en hafi engu að síður prýðilegar og óskemmdar tennur! f Orn er meí Peking-monninn i knssn á leið (rá Hong Kong. Orn leynilögreglumaður fer um berð i ferjuna sem er á leiðinni til Kowloon flugvallar. Éí Ig get varla sagt að þeir hafi verið gestrisnir við mig þarna í Hong Kong. W Ég þarf að w komast á mikil vœgt stefnumót. En Örn þarfnast ekki formlegra fyrirskipann. ^ Stoppið báfinnl m imi—inwiM m

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.