Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FLMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1978. Raddir lesenda skylda til að hlýða lagaboðum Al- þingis? 3. Með hvaða móti er hægt að halda framleiðslufyrirtækjunum gangandi og jafnframt halda fullri atvinnu, ef staðið er við „sól stöðusamning- ana”? 4. Hvemig á að fjármagna stórfram- kvæmdir sem á döfinni eru? (Grundartangi, Hrauneyjarfoss- virkjun, vegagerðir syðra o.s.frv.) 5. Hve lengi getur þjóðin „lifað um efni fram”? Verða ekki allir að draga úr kröfunum? 6. íslenzkur iðnaður. Má ekki taka fyrir innflutning á vömm sem þjóðin getur framleitt sjálf? 7. Landbúnaður. Er ekki fráleitt að draga úr kjötneyzlu innanlands með mjög háum söluskatti á sama tíma og stórfé er varið til útflutningsbóta, svo að erlendir menn fái sömu fæðuna fyrir lítið. 8. SÍS og kaupfélögin. Er hér um auð- hringi að ræða eða bjargráð þjóðar- innar á erfiðum tima i strjálbýlu landi? 9. „Báknið”, bankakerfið og skatta- misréttið. Rabb og ræðuþóf í þing- sölum gæti verið byrjun — en það er ekki nóg. Verkin verða að tala! 10. Visitalan — við hvaðskal miða? 11. Slagorðið „Herinn burt — Island úr NATÓ!” Hvenær? Vitanlega er margt fleira á dagskrá, en hér skal hætt. Jónas Jónsson, Brekknakoti, skrifar: Grein sú er fer hér á eftir var rituð og ætluð til birtingar nokkru fyrir kosningarnar 25. júní þegar auglýs- ingar bárust viða að um opna stjóm- málafundi. Eftir þvi sem mér skildist voru þessir fundir með „gamla lag- inu”, þar sem andstæðingar mættust og beittu mælsku sinni og rökum, og fundarmenn fengu að leggja orð i belg og koma með fyrirspurnir. Þar var sannarlega oft fjör á ferðum, og æfing góð að bregðast bæði skjótt og djarf- lega við annarra rökum og athuga- semdum. En mér skilst að þegar til kom hafi þessir fundir bara orðið langir og leiðinlegir: fyrirfram samdar ræður fluttar og engin þátttaka almennra fundarmanna, þ.e. næsta lítil skólun fyrir ábyrga stjórnmálaskörunga! Og svo komst greinin mín ekki að í blöðum (sem ég reyndi við) fyrir myndum af vonlausum kjörkandídöt- um, og óljósu gjálfri þeirra um það sem þeir ætluðu að afreka á þingi. Lítill skaði skeður! Kosningum er lokið, og margt skeði óvænt. Enn er þó eftir að koma stjórn á laggirnar. Sigrandi flokkum virtist — fyrir kosningar — augljósar leiðir úr hverjum vanda — en samt hlýtur að verða að bollaleggja og semja, m.a. um það sem á er minnst hér á eftir og áreiöanlega leitar fast á huga margra íslendinga þessa dagana. Það er mér fagnaðarefni að nú skuli farið að efna til opinna stjórnmála- funda þar sem andstæðingar leiða saman hesta sina, standa ábyrgir fyrir máli sinu, hver og einn. Þessa er mikil þörf og gefur von um skörungsskap meiri og aukna virðingu Alþingis um ieið. — Halli og Laddi mega gjarnan missa sin á þessum vettvangi — TIL HVAÐA RABA Á AÐ GRÍPA? Ber okkur skylda að hlýða lagaboðum Alþingis? spyr bréfritari. jafnvel Omar og Guðrún Á. Símonar þótt góð séu — á sinum stöðum. Mörg eru vandamál þjóðarinnar nú, og okkur kjósendum er nauðsynlegt að vita hverjum brögðum — eða við- brögðum — hver og einn ræðumanna ogflokka vill beita. Mig langar að minnast á nokkur at- riði sem ætla má að hver sá er hugsar sér að ná sæti á Alþingi verði að taka afstöðu til og vera viðbúinn að kynna og rökstyðja. Af nógueraðtaka: 1. Verðbólgan. Á að láta hana geisa áfram? Ef ekki — hvað vilt þú láta gera? 2. Efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinn- ar i febrúar sl. A) Á að framfylgja þeim? B) Á að hlita siðari bráða- birgðalögunum? C) Ber okkur Þjóðarvandi kallar á þjóðstjórn Óraunhæft að stofna til minnihlutastjórnar Páll H. Árnason, Þórlaugagerði, Vest- mannaeyjum, skrifan Kosningastríðinu er lokið. Þeir sigurglöðu flokkar er bera áróðursins lárviðarsveig hafa þegar haldið sínar kosningahátíðir. Málefnalegar sigur- hátiðir þeirra verða hins vegar að bíða enn um sinn. Vonandi þó ekki alltof lengi þar sem sú tilfinning ætti að fylgja sigurgleðinni að nú sé tækifærið komið að láta hendur standa fram úr ermum og. hrinda þaulhugsuðum björgunaraögerðum i framkvæmd. Setja mjaðmahnykk á verðbólguna, og skella henni kylliflatri og rassskella hana rækilega fyrir illa hennar óknytti. Hefja svo atvinnureksturinn upp úr rekstrarlægðinni, a.m.k. upp i miðjar hliðar, góðrar afkomu. En misjafnt er hljóðið i forystu- greinum sigurblaðanna. Alþýðublaðið virðist gera sér Ijósan erfiðan vinnu- dag framundan og ekki alveg laust við hrollkenndan glimuskjálfta í þvi. Hins vegar heldur Þjóðviljinn sig bara við sama skammaskætinginn í garð stjórnarflokkanna og fyrir kosningar. Það hvarflar þvi eðUlega að manni, að í slikum málflutningi telji hann sin beztu bjargráð fólgin, enda hefur hann sennilega fært flokknum flest atkvæði. Máske það komi á daginn að hann telji sér öllu heppilegra hlutverk að vera í ábrygðarlausri stjórnarandstöðu en í ábyrgri stjórn. t leiðara ÞjóðvUjans 6. júU segir t.d. að stjórnin hafi verið að gorta af blómlegum þjóðarbúskap. Það eru öfugmæU. Stjómin hefur ein- mitt verið að brýna fyrir þjóðinni mjög mikinn vanda atvinnuvega og þjóðarbús. Og vegna þessa vanda réðist hún i Bréfritari vill að Birgir ísleifur Gunnarsson eða Gunnar Thoroddsen verði for- sætisráðherra i þjóðstjórn aUra flokka. Og Magnús Torfa Ólakson vill hann fá sem ritstjóra stjórnarblaðsins. efnahagsráðstafanir, sem af fuU- komnu ábyrgðarleysi eru fordæmdar og notaðar til bolabragða gegn henni. Hins vegar sáu sigurflokkamir svo blómlegan þjóðarbúskap, að óhætt væri og sjálfsagt að iþyngja atvinnu- vegunum og tómum ríkiskassa, með stórauknum álögum, er gengju a.m.k. jafnt til hálaunaðra og láglaunaðra stétta. Stjómarandstaðan sá þá gmnd- vöU fyrir aukinni einkaneyzlu. Jæja. Hvað sem öUum áróðri liður er það víst að aUir stjómmálaflokk- amir sjá nú og viðurkenna mjög mik- inn þjóðfélagslegan efnahagsvanda, sem öU þjóðin verði að einbeita sér við að leysa og Utinn biðtíma þoUr til að- gerða. Það er þvi óraunhæft að stofna til minnihlutastjórnar, þó studd sé tak- mörkuðu hlutleysi. Hlutleysi er ljótt og óraunhæft orð, er felur aldrei í sér einlægan stuðning við eitt eða neitt. Sá sem segist vera hlutlaus er falskur. Þjóðarvandinn nú kaUar á þjóö- stjórn. Stjóm aUra flokka. Nú em þingflokkamir aðeins fjórir. Það ................................... Ökukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cressida ’78 og annað ekki. Geir P. Þormar ökukennari. Simar 19896 og 21772 (símsvari). virðist því geta farið vel á þvi að hver þeirra fái tvo ráðherra. Þó sá flokkur aðeins einn.er fær forsætisráðherra. Þá kæmi þar jafnframt fram odda- maður. Það væri mikUl fengur i því, þó ekki væri nema eitt kjörtimabU, að losna við hatramma stjómarandstöðu. Reynslan hefur sýnt að hún er ætíð meira eða minna neikvæð tíl flestra stjómarákvarðana. AUra flokka stjóm er áreiðanlega óskadraumur þjóðarinnar nú. Og mig dreymdi fyrir skömmu að ráðherra- störfum væri i höfuðdráttum skipt þannig milli flokka: Alþýðubandalag: sjávarútvegs- og fjármál, Alþýðuflokk- ur: iðnaðar-, viðskipta- og félagsmál, Framsóknarflokkur: mennta- og utan- rikismál, og Sjálfstæðisflokkur: for- sætis- og dómsmál. Landbúnaðurinn ætti að eiga ítök i öUum ráðuneytum, því hann hefur haldið Ufinu i þjóðinni gegnum aid- irnar og verður ekki skUinn frá sam- skiptunum við landið og þjóðarsálina. Sem forsætisráðherra vUdi ég hugsa mér Birgi isleif Gunnarsson, eða Gunnar Thoroddsen. Lofa Geir að hvíla sig. Um herverndina er óþarfi að rífast þetta kjörtímabilið. Það er alveg Ijóst að mUcUl meiri hluti þjóðarinnar er í dag, með þátttöku i vestrænu vamarbandalagi. Og stjórnarsáttmála mætti til samkomulags ákveða með þjóðaratk væðagreiðslu. Kæmist þjóðstjórn á hér vUdi'ég að hún gæfi út sameiginlegt stjórnarblað, t.d. vikulega, er aðeins fjaUaði um stjórnarmálefni. Ritstjórn blaðsins ætti að fela Magnúsi Torfa Ólafssyni, sem þá fengi jafnframt nokkurt mál- frelsi fyrir hugsanlega stjórnarand- stöðu sína.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.