Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 28
Fjármál „skátasirkusins”: SKÁTAHÖFMNGISEGIR Em- AÐSTOÐAR- HÖFMNGIANNAÐ Upplýsingar sem Páll Gíslason skátahöfðingi, og Amfinnur Jónsson aðstoðarskátahöfðingi hafa gefið fjöl- miðlum um fjármál sn. „skátasirkus” stangast á í mjög þýðingarmiklum at- riðum. Páll Gíslason sagði í samtali við DB sl. föstudag að fyrirtækið Jóker hf., sem er í eigu framkvæmdastjóra og fjármálastjóra Bandalags islenzkra skáta, fengi ekki undir 50% af ágóða sem yrði á sýningu sirkusins. I samtali við fréttastofu útvarpsins á föstudagskvöld staðfesti Páll þessi ummæli sín í DB. Arnfinnur Jónsson aðstoðarskáta- höfðingi, sagði aftur á móti í samtali við DB í fyrradag að Bandalag is- lenzkra skáta hefði ráðið Jóker hf. til að hafa með höndum framkvæmda- stjórn sýningarinnar fyrir ákveðna greiðslu. Hann vildi þó ekki gefa upp hver sú greiðsla væri, enda væri hún háð ýmsum atriðum sem enn væru ekki komin á hreint. Amfmnur Jónsson sagði að fjármál sirkusins yrðu gerð upp fyrir helgina og væri hann persónulega ekki and- vígur því að leyfa DB að sjá samning- inn sem gerður var við Jóker hf. þegar uppgjör liggur fyrir. í sambandi við fjármál „skáta- sirkusins” vaknaði sú spurning hvort verið væri að fara bak viö lög um skemmtanaskatt. Tollstjóraembættið hefur með það mál að gera. Mun embættið ekkert aðhafast fyrr en eftir helgi þegar skilagrein Bandalags is- lenzkra skáta um sirkushaldið hefur borizt. Þótt fjármál sirkusins séu ekki komin á hreint liggur fyrir að um 22 þúsund miðar seldust á sýningarnar og veltan er því um 78 milljónir króna. Ef greiddur verður skemmtanaskattur, sem er 20% af brúttó miðaverði, er hann á sextándu milljón. - GM — velta sirkusins um 78 milljónir, skemmtana- skatturinn á 16. milljón 1 >«lrrl voi. *& /nair I«ílit Uyl 1 •» /lytj. •lrtMaýrla tU tiluli •/ ilaiUgutlU rarl opinfr. WIU hmltl pi moju tr«ytt UB Uu«U»t»lB« þ«ð«r » -T«y»dl. lto/41 iw <m lalitj U ltUr »./. k*/»l M]«I Vi «lrku.k«141.u 1 Mko»l bMdalaoalM og takl ptrryrlr- UkU ».!«>» /J*rkM»U«u »Mtt« .«• *J prl ky»al u UiU. fáll >M»1 •» >•* Wl r»tt MB DM»U»U Wtl «/t lr Ur. •» »«6Ukl«tur jtun yr.l akkl wllr M. M >««»i /U1 •» kK.Htl» WU ilto •»tt <m Dl*ur/«U1»0U akMMuUtU. ■— Uy/t h*/»i urU m» »*t •Uur t«»»'ýtU MUnkaUll* »k»t*. I«u kntat pt vllj. tak* trm al htr M»1 «kkl nrU atluela *» /«rl » kakrU mim, .katturliui yr.l fnUáur ./ (*»» yr»l kra/l»t. og /r» »J«*u- I»r m ryuu o» 1_ «l*ga- Ljósrit af fréttinni sem lesin var i kvöldfréttum útvarpsins föstudaginn 7. júlf. Þar er frétt DB staðfest af Páli Gislasyni skátahöfðingja. m frjúlst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ1978 Wolf Biermann á íslandi í september Veðurguöirnir snúast gegnGunnari: Signý veður- tepptá Bakkafirði Er DB hafði samband við Bakkafjörð kl. 9.00 í morgun var kappinn Gunnar Gunnarsson sagður sofandi en þegar að var gáð reyndist hann kominn niður á bryggju. Hann hafði fengið varahluti í drifið sem bilaði klukkan 19 í gærkvöld kl. 5.30 í morgun og var viðgerð nær lokið. Var talið ólíklegt að þeir Signýjar- menn gætu lagt í hann strax þar sem veður var mjög óhagstætt, vindur og bræla. Er þvi líklegt að þeir verði veður- tepptir á Bakkafirði a.m.k. um sinn. - GAJ/GS ;C& Þaa . KaupiðV. TÖLVUR VJl IGTÖLVUUR » BANKASTRÆTI8 ^11276^- í veg fyrir bílá aðalbraut Gatnamót Höfðabakka og Vestur- landsvegar reynast mörgum erfið. Þar varð t.d. bílvelta í gær. Jeppa var ekið af Höfðabakka inn á Vesturlandsveg eftir að hann hafði numið þar staðar. Tók ökumaður jeppans ekki eftir Volvo-bil sem kom vestur Vesturlandsveg og sveigði i veg fyrir hann. Jeppinn valt og bílamir voru báðir svo mikið skemmdir að þeir voru óökufærir. Slys urðu ekki. Þarna verða menn að sýna mikla gætni. — ASL K Hjálpsamir menn veltu jeppanum á rétt- an kjöl og slökkvilið kom i bensinþvott. — DB-mynd Sveinn Þorm. FJÖLMENNIBEIÐ BÁTANNA Á BRYGGJUNNIÁ AKUREYRI Austur-þýzki söngvarinn og lagasmið- urinn Wolf Biermann kemur hingað til lands í september nk. og heldur tónleika. Það eru Bókmenntafélagið Mál og menning og stúdentafélagið Verðandi sem standa að komu hans. Að sögn Þorleifs Haukssonar hjá Máli og menningu er enn óákveðið hvenær i september Biermann kemur og eins hvar tónleikarnir verða haldnir. Verður vænt- anlega gengið frá þeim málum innan skamms. Wolf Biermann er heimskunnur fyrir söng sinn og skáldskap. Hann var gerður útlægur frá Austur-Þýzkalandi árið 1976 þegar hann var á tónleikaferðalagi í Vestur-Þýzkalandi. Biermann er ein- dreginn sósíalisti og hefur gagnrýnt kommúnistaríkin i austri sem og þjóð- skipulag Vesturlanda. GM Fjölmennt var á bryggjunni á Akur- eyri í gærkvöld þegar vænzt var komu sjórallskappanna til hafnar. En því miður — engir bátar og brátt spurðist að þeirra var ekki von í bráð. Bátarnir þrír höfðu lagt upp frá Bakkafirði á mismunandi tímum. Haf- steinn Sveinsson og Runólfur Guð- jónsson á Hafróti lögðu fyrstir upp um hálfsex. Sóttist ferðin vel í fyrstu en þegar komið var fyrir Fontinn á Langanesi fór að kula. Skipverjar á Láru sneru fyrstir til hafnar á Raufarhöfn. Nían hélt sínu striki og Hafrótið, vel á undan hinum bátunum, einnig. Það er að frétta af Gunnari Gunn- arssyni og Birni Árnasyni á Signýju að þeir sitja enn á Bakkafirði með bilað drif og er vel farið með þá félaga þar. Varahlutir í Signýju komu flugleiðis til Akureyrar i gærkvöld og var þegar ekið með þá til Bakkafjarðar. Ætluðu þeir félagar varla að trúa svo snar- legri fyrirgreiðslu en bilunin var um kl. 19 í gærkvöld. Voru þeir ákveðnir í að taka ekki of langan tíma í sigling- una til Akureyrar. Stórkostlegt keppnisskap þetta. Þrátt fyrir sífelld óhöpp hafa þeir haldið ótrauðir áfram og hefur áhugi þeirra og bjartsýni hvarvetna smitað út frá sér þar sem þeir hafa komið. Um hálftólf í gærkvöld var hringt frá Raufarhöfn, skilaboð um að nian hefði snúið við og hefði tilkynnt komu sína til Raufarhafnar. Veðrið var þá orðið slæmt á þessum slóðum. Siðar leituðu hinir bátamir tveir einnig inn til Raufarhafnar. Hér á Akureyri hvíla félagamir úr Borgarnesi lúin bein og búa sig undir næstsíðasta legg ferðarinnar, Akur- eyri — Ólafsvík, með viðkomu á ísa- firði. - JBP, Akureyri Félagarnir á Hafröti, Hafsteinn Sveinsson og Runólfur Guðjónsson, á siglingu út af Austfjörðum f gær. Þeir þurftu f nótt að leita inn tii Raufarhafnar eins og Lára og .nfan, — DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.