Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. JÚLl 1978. Ti/sö/u: M-Benz2623, 1968, 12 tonn, góð dekk, ástand gott, verð og útborgun eftir samkomu/agi. S/mi 97— 1191. Grunnskólinn f Bolungarvík Auglýstar eru eftirfarandi kennarastöður: 1. Mynd- og handmenntakennara. 2. Kennara f orskóladeildar. 3. Almenns kennara. Umsóknarfrestur er til 24.07.78. Upplýsingar hjá skólastjóra, Gunnari Ragnarssyni, í síma (94)7288 og formanni skólanefndar, Ólafi Kristjánssyni, í símum (94)7113 og 7175. BILAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Nýkomnir varahlutir í Chevrolet Cheville '65, Hillmann Hunter '68, Moskvitch '72, Fiat 125 '72 e og Peugeot 204 '68. Einnig höfum við úrval afkerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um alltland. BÍLAPARTASALAN Höföatuni 10-Simi 11397 BÍLASALA Seljum í dag: Renault 4 TL Rcnault 4TL Renault 4 Van Renault4 Van Renault 6TL Renault 12TL Renault 12TL Renuult 12L Renuult 12TL Renault 12TSA utomatic Renault 16TL Renault 16 TL Renault 20TL BMW320 BMW518 órg. '74, verð 900þús. úrg. '77, verð 1.800þús. úrg. '75, verð 1.050þús. úrg. '77, verð 1.400þús. úrg. '71, verð 600þús. úrg. '73, verð 1.100 þús. úrg. '74, verð 1.400þús. úrg. '75, verð 1.800þús. úrg. '77, verð 2.600þús. úrg. '78, verð 3.400þús. úrg. '72, verð 1.100 þús. úrg. '73, verð 1.400þús. úrg. '77, verð 3.600þús. úrg. '76, verð 3.600þús. úrg. '77, verð 4.300þús. Getum bœtt við fleiri bílum á söluskrá. Kristinn Guðnason hf, Suðurlandsbraut 20. Simi 86633. PÓLSK SVÍTA Ferðapunktar frá grafíkhátíð Pólland hefur upp á ýmislegt að bjóða: náttúrufegurð Zakopanefjalla, undur saltnámanna nálægt Kraká, bú- sældarleg sveitahéruð og falleg lítil sveitaþorp, vel varðveitta kastala og hallir i Endurreisnarstil og umfram allt, menntaða og með afbrigðum gest- risna einstaklinga sem bera útlending- inn á höndum sér. En landið á enn talsvert langt I það að verða reglulega aðlaðandi fyrir ferðamanninn. Því veldur yfirþyrmandi skrifræði á flest- um sviðum, vankantar á ferða- þjónustu og fyrirgreiðslu opinberra að- ila, lítt hjálpsamt starfsfólk á hótelum og svo hin gengdarlausa græðgi yfir- valda i dollara. Yfirvöldin krefjast þess að ferðamaðurinn skipti svo og svo mörgum dollurum daglega, hótelin krefjast þess að fá sinn skerf af dollur- um daglega, en siðan koma almennir borgarar, leigubilstjórar, þjónar og alls konar vegfarendur og bjóðast til að kaupa dollara, mörk, sænskar krónui, pund, yen og allt á þreföldu gengi. Dollarar, mörk, yen Fyrir utan þau óþægindi sem af þessu verða, þá sýnir eftirspurnin hversu óraunhæft hið opinbera gengi dollarsins hlýtur að vera. Nú, nú, — hafi ferðamaðurinn skipt nægilega miklu og geti staðfest þau skipti með kvittunum á útleið, þá á hann rétt á þvi að fá sin„m zloty breytt aftur i dollara. En vei þeim sem hefur í fórum sér fleiri zloty en kvittanir hljóða upp á, — eða hefur ekki skipt nógu miklu. Undirriiaður varð fyrir undarlegri reynslu þar i landi nýverið. Sem opin- ber gestur á dagpeningum frá Grafik- biennalinum í Kraká, þru'ti ég ekki að skipta mörgum dollurum i pólska mynt. Á flugvellinum í Varsjá á hei - leið rak ábúðarmikil embættiskona augun í þetta og neitaði að skipta mínum zloty aftur í dollara, þótt ég hefði margumtalaðar kvittanir i pússi mínu. Ennfremur tjáði hún mér þung á brún, að ég mætti ekki taka zloty úr landi. Þetta kalla Ameríkanar „catch 22”. Get ég ekki keypt eitthvað fyrir þessa óveru í fríhöfninni, spurði ég þá. Vodka og konfekt Frihöfnin tekur aðeins dollara, sagði konan. Hvað geri ég þá, spurði ég. Konan hnyklaði brýrnar, en greip svo í handlegginn á mér og leiddi mig inn í frihöfn, að skenki þar i horni þar sem eyða mátti zloty i áfengi og sæl- gæti. Eitthvað byrsti hún sig við af- greiðslustúlku þar, stillti mér upp við skenkinn og skipaði: „Kauptu, kauptu”. Afgreiðslustúlkan hóf þessu næst að raða á skenkinn vodkaflösk- um og konfektkössum og var kominn upp i sjö af hverju er ég sagði stopp og gaf henni afganginn af aurunum. Sú borðalagða virti þessi viðskipti fyrir sér með velþóknun. Hvað á ég að gera við sjö vodkaflöskur? ekki kemst ég inn í nokkurt land með þær í poka- horninu, spurði ég og var nú orðinn þreyttur á stappinu. Konan yppti öxl- um. Þa j kom henni ekkert við. Endaði með þvi að ég dragnaðist með flösk- urnar um borð i SAS vél og gaf bróð- urpartinn á leiðinni þeim sem vildu þiggja. Þannig fór um sjóferð þá. Mikil gróska Ferðamaðurinn er oft erfið skepna og vanþakklát, en hafi pólsk yfirvöld einlægan áhuga á því að rækta hana, vcrða þeir greinilega að koma ti! móts við hana. i rikara mæli Pinczehelyi Sándor, Ungverjalandi — Serigrafia. en þeir gera í dag. Erindi mitt þetta sinn í Póllandi var annars af hálf- opinberum toga, en ég hafði verið kvaddur til sem varamaður i dóm- nefnd fyrir ofangreindan grafík bienn- al í Kraká. Notaði ég tækifærið til að kynna mér pólska myndlist enn ræki- legar og endurnýja kynni við góða vini þar í landi. Og sem fyrr sá ég hina miklu grósku sem virðist ríkja innan pólskra myndlista, hvort sem, um graf- ík, hönnun, vefnað, skúlptúr eða blandaðar myndlistir er að ræða. Þar virðast allir hlutir geta gerst, svo fram- arlega sem listamenn forðast alla póli- tík. Meira var ég var við alls konar umkvartanir listamanna heldur en fyrr, yfir smásmugulegum aðfinnslum stjórnmálamanna. Leikhúsfólk kvart- aði yfir þvi að fá ekki að fást við sam- timaatburði í verkum sínum og einn af þekktustu listgagnrýnendum Pólverja sýndi mér greinar sinar sem höfðu ver- ið ritskoðaðar, af heldur kynduglegum ástæðum að mér fannst. 1 annarri vitnaði hann titt i heimspekinginn Nietszche og i hinni hafði hann vitnað í Maó formann með velþóknun. r Mislagðar hendur —- Um sumarsýningu Norræna hússins Myndlist K A Sumarsýningar Norræna hússins eru bráðum að verða skemmtileg hefð. Á þeim hafa verið til sýnis nokkuð samstæðir listamenn og verk þeirra hafa verið mátulega ný af nálinni til að draga að bæði Lndann og erlenda ferðamenn, en báoa þessa hópa verður að hafa í huga við skipulag slíkrar sýn- ingar. Að vísu hefur fremur hefðbund- in list verið þarna í fyrirrúmi hingað til og nýjar hræringar saltaðar, en kannski verður bætt úr því á næstu ár- um. Mikilvægt er að búa ekki til of einhliða mynd af íslenskri list fyrir innlenda og (sérstaklega) erlenda sýn- ingargesti. Þessa dagana sýnir Nor- ræna húsið þrjá íslenska listamenn, þá Ásgrím Jónsson.Sverri Haraldsson og Braga Ásgeirsson og get ég ekki að þvi gert að mér finnsl þetta einkennilega samsett sýning og er ekki auðvelt að koma auga á þau sjónarmið sem að baki henni liggja. Ósamstæð innbyrðis 1 fyrsta lagi er hún afar ósamstæð innbyrðis og lítil tengsl milli lista- mannanna. Út af fyrir sig er fjöl- breytni ekki galli á sýningu, en þegar leitast er við að draga upp einhverja mynd af „þjóðlegum” sérkennum, þá er æskilegt að verkin tengist á ein- hvern hátt. í öðru lagi er mikill meiri- hluti verkanna yfir 20 ára gamall og gefur því næsta litla mynd af íslenskri list í dag og i því sambandi er vert að minnast á að fjöldi þessara verka hefur þegar sést á almannafæri, teikningar Sverris i bók hans og vatnslitamyndir Ásgrims i Ásgrímssafni og annars staðar. í þriðja lagi finnst mér óvitur- lega staðið að Ásgrímshluta sýningar- innar. Þær vatnslitamyndir sem hér eru, eru að visu gullfallegár, en þær eru afar vel þekktar og álít ég að ef farið er út í að sýna verk Ásgríms, þá eigi að kappkosta að sýna verk sem sjaldan eða aldrei hafa verið til sýnis, — úr einkasöfnum til dæmis. Sverrir — Nr. 70 „Pétur Benedikts- son” M. Hörður Lituð skólavinna Tilvitnanirnar eru einum of líkar innbyrðis og er einum of settlega fyrir komið á flötunum þannig að engin spenna myndast, — eins og gerist í málverkum Errós til dæmis. Afgang- urinn af framlagi Braga samanstendur af miklum fjölda módelteikninga frá árunum 1952—59 og nú er ekki laust Óbægileg Finnst mér nánast út í hött að taka allar myndir Ásgríms hér úr safni hans, sem er önnum kafið við að sýna þau allt árið um kring. Nær hefði ver- ið að beina athygli sýningargesta að öðrum listamönnum, sem ekki hafa á bak við sig sérstakt safn og ekki hafa sýnt lengi. Eins og ég nefndi áðan sýnir Sverrir Haraldsson teikningar, auk nokkurra málverka. Þær fyrrnefndu eru flestar í bókinni um hann og Ijóma af fágun, en þó virðist mér Sverrir hafa gert lif- legri hluti áður með blýanti sínum. Æ, — og ósköp eru þær nú nálægt þvi að vera „vúlger”, myndirnar um kvenna- árið. Málverk Sverris eru hér á enda- vegg, lítil um sig flest og heldur óþægi- legfyriraugað. Bragi Ásgeirsson kemur hér heldur einkennilega fyrir sjónir. Tvö ný sam- sett verk eru hér eftir hann (gerð á viku, eins og haft hefur verið eftir hon- um ...) og eru þau rökrétt framhald af því sem sjá mátti á siðustu einkasýn- ingu hans á sama stað nýverið. Tilvitnanir í gamla meistara eru nokkrar í þeim og er þeim ágætlega fyrir komið í verkunum, — en þó spyr maður sjálfan sig: 1 hvaða tilgangi?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.