Dagblaðið - 13.07.1978, Síða 6

Dagblaðið - 13.07.1978, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978. Erlendar fréttir y HARMLEIKURINN A SÓLARSTRÖNDUM: Sprakk framdekk á gasflutningabílnum? gasinu var ekið f ramhjá ströndinni til að losna við 1000 peseta vegaskatt Enn er ekkert vitað með vissu um ástæður þess að gaáflutningabifreiðin ók út af veginum við tjald- og hjól- hýsastæðið. Talið er útilokað að um árekstur við aðra bifreið hafi verið að ræða. Lögreglan hefur sagt að sprung- inn hjólbarði hafi getað valdið slysinu. Hefur einn slikur fundizt meðal braks- ins á slysstaðnum. Þó er ekki vist að hann hafi sprungið áður en flutninga- bifreiðin fór út af veginum. Mikil mótmælaalda var að risa með- al fólks í nágrenni slysstaðarins gegn akstri gasflutningabifreiða þar um. Skilti með kröfum um að þvi verði hætt voru sett upp og fólk truflaði um- ferð um vegi. Var hótað að halda slíku áfram þar til yfirvöld lofuðu að styðja kröfur fólksins. Að sögn yfirvalda hefur verið ekið um vegi við ströndina með gasið til að, losna við eitt þúsund peseta vegatoll á hraðbrautum. Yfirvöld héraðsins hafa sagt fréttamönnum frá því að yfir- stjórn Katalóníuhéraðs hafi verið vör- uð við hættunni. Síðasta viðvörun hafi verið send fyrir aðeins tíu dögum. Kerðamenn aðstoða við að bera lik hinna látnu á brott. Undir pappanum sem sést til hægri var búið að koma fyrir fleiri likum. Llk eins terðamannanna, sem lá undir sölhlíf á ströndinni. Þannig komu gaslogarnir mörgum algjörlega að óvörum. Sænskur eiginmaður kostar 150þúsund — Pólverjar og fleiri gif tast Svíum til að tryggja sér landvistarleyf i í Svíþ jóð Keypti sprengi- gíg til minning- arum fyrri styrjöld- ina Enskur herramaður á fertugsaldri keypti sér nýlega holu í jörðina. Þetta er reyndar ekki nein smáræöishola heldur um það bil þrjátíu metrar á dýpt og nærri eitt hundrað metrar á hvern veg. Þar sem slík holukaup þykja héldur óvenjuleg var hann beöinn skýringar á tiltækinu og ekki stóðá henni. Englendingurinn er ákafur safnari margs konar striðsminja. Holan marg- umtalaða er í Frakklandi, nánar til- tekið í Somme, í norðurhluta landsins. Þar fóru margar orustur fyrri heims- styrjaldarinnar fram og þar grófu herir Þjóðverja sig niður í skotgrafirnar á móti skotgröfum Breta og Frakka. Siðari tíma sagnfræðingar telja að þar hafi milljónir hermanna týnt lifi sinu i óþörfum og tilgangslausum sóknum og gagnsóknum misviturra herforingjá sem ekki kunnuaðstjórna hernaði með þeirra tima vopnum. Englendingurinn mun að sögn vera mjög ánægður með holuna sína sem myndaðist í stöðugu og miklu sprengjuregni styrjaldarinnar. Aftur á móti er haft eftir eiginkonunni að hún hefði nú heldur kosið sér sumarbú- stað. Skaut bílstjórann fyrirað akaá hundinn Bifreiðarstjóri einn franskur, sem i fyrri viku varð fyrir því óhappi að aka yfir hund nágranna sinna, var skotinn fyrir. Nágrannakonan, sem átti hundinn, gerði sér lítið fyrir og greip riffil eiginmannsins og hljóp heim til ökumannsins. Þar hringdi hún dyrabjöllunni og skaut húsbóndann umsvifalaust er hann kom til dyra. Maðurinn lézt samstundis. Hundurinn mun aðeins hafa særzt lítillega er hann lenti undir bifreið- inni. önnumst hvers konar matvælareykingar fyrir verslanir, mötuneyti og einstaklinga. REYKIÐJAN HF. SMIÐJUVEGI 36 -Sf 7 63 40 Meðalveröið á sænskum eigin- manni er jafnvirði eitt hundrað og fimmtiu þúsund islenzkra króna. Það er í það minnsta verðiö sem pólskar stúlkur þurfa að greiða. Reyndar mun höfuðtilgangur hjónabandsins vera sá að tryggja hinum pólsku búseturétt- indi I Svíþjóð. Sænsk blöð hafa undanfarið rætt mjög mikið um hjónaband nítján ára pólskrar stúlku og tuttugu og fimm ára gamals Svía. Var það haldið fyrir nokkru og fór fram I kirkju einni í Stokkhólmi. Þar lofuðu hjónakornin að elska hvort annað og virða allt til dauðans. Á eftir fóru þau siðan á veit- ingastað i nágrenni kirkjunnar og þar tók eiginmaðurinn við greiðslunni. Tvö þúsund og fimm hundruð krónur skiptu um hendur. Raunverulegur unnusti brúðarinn- ar, sem er pólskur, var viðstaddur gift- ingarathöfnina. Hann mun einnig hafa í hyggju að tryggja sér dvalarrétt- indi i Svíþjóð með hjónabandi við inn- fæddan. Aö sögn stendur hann í samn- ingum um hve mikið borga þurfi hinni væntanlegu sænsku eiginkonu fyrir greiðann. Að þessu loknu hyggjast báðir Pól- verjarnir skilja við hina formlegu sænsku maka sína og giftast hvort öðru. Talsmenn sænska útlendingaeftir- litsins hafa viðurkennt að svo virðist að hjónaböndum, sem hafi það að einu markmiði að tryggja erlendum ríkisborgurum búsetuheimild í Sví- þjóð, fari fjölgandi. — Við höfum aftur á móti ekki farið út í það að njósna i svefnherbergjum fólks — og hyggjumst ekki gera það. Þess vegna er erfitt við málið að eiga. Annað dæmi hinu pólska skylt er um Tyrkja einn sem kom til Svíþjóðar bæði peningalaus og hafði hvergi höfði sínu að halla. Að eigin sögn var erindið til Svíþjóðar að ganga að eiga sænska stúlku er hann hafði bæði nafn og heimilisfang hjá. Lögreglan ræddi við stúlkuna en hún svaraði eftirfar- andi: —Mér dettur ekki í hug að giftast honum fyrr en ég er búin að fá þessar fimmtán þúsund krónur sem lofað var í auglýsingunni. Er það jafnvirði um niu hundruð þúsund íslenzkra króna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.