Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.07.1978, Qupperneq 8

Dagblaðið - 13.07.1978, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR I3.JÚL11978. á eriendu undanþáguskipin að halda áfram veiöum sínum meðan íslenzkir sjómenn verða að sæta þorskveiðibanni? „Það hefur engin ákvörðun verið um það tekin ennþá, hvort belgísku, færeysku og norsku skipunum sem veiða i íslenzkri landhelgi samkvæmt undanþágusamningum, verði bann- aðar veiðar um verzlunarmannahelg- ina eins og íslenzkum skipum sam- kvæmt reglugerðinni sem gefin var út i gær,” sagði Jón B. Jónasson deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í sam- tali við DB. Jón tók fram að þar með væri ekki fullyrt að svo yrði ekki gert, en ráð- herrann væri fjarstaddur og þvi hefði ákvörðun varðandi þetta ekki verið tekin. Jón B. Jónasson benti á að áður- nefndar þjóðir stunduðu hér sínar veiðar og í samningunum væri kveðið á um heildaraflamagn. Af þeim sökum hefði það minna að segja en ella að banna veiðar þessara skipa ákveðið tímabil. Þau yrðu að hætta er heildar- aflamagninu væri náð. Af þessum orðum Jóns má ráða að svo gæti farið að aðeins takmarkaður fjöldi erlendra sjómanna væri við þorskveiðar hér við land, meðan íslenzkum sjómönnum væri bannað að stunda þorskveiðar. 1 samtalinu við Jón kom fram að enn eru Færeyingar of seinir að senda aflaskýrslur sínar af íslandsmiðum eins og þeim ber að gera samkvæmt samningunum. Færeyingar hafa heimild til, samkvæmtsamningum, að veiða hér 7000 lestir af þorski í ár. 1 fyrra fóru þeir talsvert fram yfir leyfi- legan kvóta sinn, drógu skýrslusend- ingar um aflamagnið héðan. Þegar Ijóst var hvernig komið var, voru veiðar þeirra stöðvaðar. Jón taldi að sá háttur færeyskra yfirvalda að skipta þorskaflakvótanum hér við land milli skipa fæli í sér gott aðhald. Færeyskir sjómenn á öðrum skipum gættu þess vel að félagar þeirra héldu sig við sinn kvóta. Ofveiði sumra færeyskra skipa hér við land í fyrra hafði leitt til þess að þeir fengu ekki úthlutað þorskveiðileyfi hér við land i ár. Norðmenn hafa sent aflaskýrslur hér við land fyrir maí og júní. Var þessa mánuði landað af íslandsmiðum samtals 1244 lestum og lætur nærri að það sé heildarafli Norðmanna hér við land í ár. Af því magni voru 120 lestir þorskur (innan við 10%), 159 lestir lúða, 509 lestir keila og 337 lestir langa. 1 samningunum við Norðmenn ' er ekkert aflahámark á þorski en heildaraflamagn þeirra hér er bundið við 2000 lestir. Er sýnt að þeir verða búnir að ná þvi fyrir haustið en sú varð einnig raunin á í fyrra. Samningarnir við Belgíumenn kveða á um að þeir megi veiða hér alls 1500 lestir af þorski í ár. Aflaskýrslur þeirra, fyrir fyrstu 3 mánuði ársins, sýna að heildaraflinn er 1300 lestir og af því eru 223 lestir þorskur eða rúm 17%. Ef sama skipting yrði á afla Belgiumanna í ágúst væru þeir yfir því þorskmagni sem má vera í afla ís- lenzkra skipa á sömu miðum. • A.St. Þorskveiðibannið endurtekið í ár Sjávarútvegsráðuneyti hefur gefið út tilskipan um að þorskveiðibannið algera, sem sett var i sjö daga um verzlunar- mannahelgina í fyrra, verði endurtekið í ár. Jafnframt er sett á 30 daga þorsk- veiðibann á alla skuttogara einhvern tíma á tímabilinu frá útgáfu reglugerðar- innartil 15. nóv. nk. Reglugerðin kveður á um þorskveiði- bann frá 1.—7. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Útgerðir skuttogara geta þó valið tímabilið 8. til 14. ágúst ef þeir kjósa það banntímabil heldur, en til- kynna verður um það fyrir 20. júlí. Allir skuttogarar stærri en 900 bremsuhestöfl verða að hætta þorsk- veiðum í samtals 30 daga fram til 15. nóv. og er banntiminn I ágúst innfalinn í 30 daga banninu á skuttogarana. Hvert veiðistopp togaranna má ekki vera skemmra en 7 dagar i senn. Tilkynna verður um veiðistopp skuttogaranna fyrir 15. ágúst en að öðrum kosti getur ráðuneytið ákveðið veiðistopp togar- anna. Þegar veiðiskip eru í þorskveiðibanni má þorskafli þeirra ekki ná 15% afla- magni. Þorskafli að því takmarki skoðast hins vegar löglegur. Sé eitthvað umfram verður það gert upptækt. - A.St. HækkunhjáÁTVR Sígarettupakkinn470 kr. Brennivín ca. 5200 kr. Áfengisútsölur landsins voru lokaðar í gær vegna verðhækkana. Nýtt verð á áfengi gengur í gildi í dag og hið sama á við um tóbak. Sterk vin hækka um 22%, en borðvin, portvín og sherry um 18%. Tóbak hækkar um 20%. Sígarettupakkinn mun því hækka úr 390 kr. I 470 kr. Samkvæmt þessum hækkunum mun Brennivín kosta ca. 5200 kr., Tindavodka 6000 kr., Smirnoff 7100, viskí 7200 kr., Bristol Cream Sherry 2700 kr. og algeng hvítvínsflaska 2100-2200 kr. - JH Látið dólgslega á Laugavegi Tveir ungir utanbæjarmenn voru í kaupstaðarferð í fyrradag í orðsins fyllstu merkingu. Fóru þeir heldur dólgs- lega um Laugaveginn, hrintu þeim sem þeir þorðu en létu aðra i friði. Báru þeir allmiklar vínbirgðir með sér, bæði i pok- um og i maga. Lögreglan skarst í leikinn og kom i Ijós að mennirnir voru báðir undir lög- aldri viðskiptavina ÁTVR en höfðu fengið aðra til innkaupanna. Mennirnir voru sendir í sína heimasveit. • ASt Ofvöxtur hlaupinní þarfaþingið Þegar Hilmar, safnvörður okkar á Dagblaðinu, kom út einn morgunir.n brá honum heldur í brún. Hann sá ekki ann- að en ofvöxtur eigi all lítill hefði hlaupið í þarfaþing það sem salernisrúllur kall- ast. Eins og góðum blaðamönnum sæmir hljóp Hilmar inn og náði í myndavélina og festi risarúlluna á filmu. Hann vildi hafa þetta allt saman skjal- fest, því hann hefur stundum lent í þvi að samstarfsmenn trúa honum ekki, þegar hann segir þeim sögur á morgn- ana. En myndavélin lýgur ekki og hafði pantað rúlluna góðu til sinna Hilmar stóð þvi með pálmann i höndun- þarfa. um. Ekki fer frekari sögum af þvi hver • JH H jörleif ur Guttormsson alþingismaður (G) Tryggjum stjórnarfarslegt og efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar Hjörleifur Guttormsson náttúru- fræðingur kemur inn á þing sem upp- bótarmaður Alþýðubandalagsins á Austfjörðum. Hjörleifur fæddist 31. október árið 1935. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1955 og lauk prófi í líffræði frá háskól- anum i Leipzig árið 1963. Hann flutt- ist síðan til Neskaupstaðar, þar sem hann hefur búið síðan. Hjörleifur hefur unnið á Náttúrufræðistofnun- inni þar og jafnframt sinnt kennslu og safnamálum. 1 viðtali við DB sagðist Hjörleifur halda starfi sínu á Neskaupstað aðein- hverju leyti áfram i sumar. „Það fer þó að miklu leyti eftir því hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga,” sagði hann. „Maður þarf að vera við- búinn í Reykjavik, ef einhverjar breytingar verða. Það er ekki auðvelt að yfirgefa starfið fyrir austan, þvi ég reiknaði ekkert frekar með því að komast á þing og því hafa margar áætlanir verið gerðar um rannsóknar- störf i sumar. Það sem eftir er sumars verður síðan notað til undirbúnings þingstarfanna.” „Helztu baráttumál min á þingi skiptast í þrennt,” sagði Hjörleifur. „Það er í fyrsta lagi sjálfstæðismál þjóðarinnar, bæði stjórnarfarsleg og efnahagsleg. Við þurfum að tryggja forræði okkar. Ég er andvigur stórum bandalögum, hernaðarlegum og efna- hagslegum. Þetta er stórmál, sem al- þingismenn þurfa að takast á við. Við verðum að taka tillit til sérstöðu okkar sem eyþjóðar og jafnframt fámennis þjóðarinnar. Þá verður að tryggja undirstöðu menningarlífs í landinu. Menningarlíf verður að byggjast á jöfnuði, bæði kjarajöfnuði og einnig jöfnuði eftir landshlutum. Við verðum að leggja rækt við okkar menningararf en ekki slíta okkur úr tengslum við fortíðina. 1 þriðja lagi er við lítum til atvinnu- mála, þá verðum við að byggja sem mest á innlendum auðlindum. íslend- ingar verða að vera sem mest sjálfum sér nægir. Verndunarstefna verður siðan að fylgja nýtingarstefnunni. Sem sósíalisti er ég því fylgjandi að at- vinnulif byggist sem mest á félagsleg- um þáttum og að starfsmenn hafi sem mest áhrif á stjórnun fyrirtækjanna. Styrkja þarf samneyzluþáttinn. Það er ekki rétt að stefna hér að stórfyrirtækjum. Heldur þarf að byggja á smærri einingum. Það hæfir betur dreifðri byggð hér og fámenni. hér þarf ekki stórverksmiðjur, sem draga að sér vinnuaflið frá öðrum þáttum. „Ýmsa aðra þætti má nefna,” sagði Hjörleifur, „m.a. eflingu lífvænlegrar byggðastefnu. Þá skipta samgöngu- og orkumál miklu. Það má ekki viðgang- ast að vanrækja þá þætti í heilum landshlutum og byggja allt út frá þétt- býlinu suðvestanlands. Þá má og nefna bætta þjónustu i heilbrigðis- og menntamálum. Umhverfismál hafa einnig verið mér hugfólgin og þar þarf að taka til hendi. Það þarf breytt tök á skipulagsmálum og flétta þarf saman skipulag mannvirkja og hagræna áætl- unargerð. Viö erum langt á eftir ná- grannalöndum okkar i þróun skipu- lagsmála. Efla þarf rannsóknir á nátt- úru landsins og þær rannsóknir þurfa íslendingar sjálfir að annast. Persónuleg áhugamál mín hafa tengzt þeim félagsmálum, sem ég hef verið að fást við. Tómstundirnar hafa farið saman við félagsstörfin. Ég er áhugamaður um náttúruvernd. Raunar á ég fáar tómstundir, en nota þær sem ég á i lestur og jafnframt úti- líf, sern hefur tengzt starfi mínu. Ég hef stundað rannsóknir á heiðum og fjöllum Austfjarða og til þess að halda mér í þjálfun stunda ég skíðaiþróttir. Hvað varðar stjórnarmyndun er vinstri stjórn hyggilegust, raunar eini kosturinn sem horfir við Alþýðu- bandalaginu. Æskilegt er að Alþýðu- bandalagið hafi forystu um slíka stjórnarmyndun. Ég á vart von á þvi aö Alþýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur nái málefnasamkomulagi í ný- sköpunarstjórn. Bjórmálinu hef ég ekki mikið velt fyrir mér,” sagði Hjörleifur. „Misnotk- un á áfengi er ein af okkar þjóðar- meinsemdum. Þó tel ég ekki útilokað að leyfa sölu áfengs öls í landinu. En það sem mestu skiptir er að koma á fót skynsamlegri fræðslu í skólum og al- mennum félagasamtökum um áfengis- mál.” Hjörleifur Guttormsson er kvæntur Kristinu Guttormsson lækni við fjórð- ungssjúkrahúsið á Neskaupstað. Þau eiga 19 ára gamlan son. „Ég geri ekki ráð fyrir þvi að við breytum búsetu Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður. — DB-mynd Bjarnleifur. okkar þrátt fyrir þingstörf mín,” sagði Hjörleifur að lokum. - JH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.