Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. JÚLl 1978. EMMBUÐIB frýálst, úháð dagblað j . Útgefandh Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birg». Pótursson. RitstjómarfuHtmi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannes Reykdal íþróttir HaHur Símonarson. Aöstoöarfróttastjórar. Adi Steinarsson og Ómar Valdimarsson, Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurös- son, Guðmundur Magnússon, Hallur HaHsson, Helgi Pétursson, Jóncis Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guöjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristínsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Höröur VHhjálmsson,^ Ragnar Th. Sigurðsson, Svoinn Þormóösson. I Skrifstofostjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiösla, óskriftadeBd, augtýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aöalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 10. Stefnirí vinstrístjórn? Líklegast er, aö tíenedikt Uröndal, tor- manni Alþýðuflokksins, heppnist ekki sú tilraun, sem hann gerir nú til að mynda rikisstjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags. Of miklar hindranir virðast á vegi myndunar slikrar stjórnar, sem menn gjarnan kalla nýsköpunarstjórn. Á fundum stofnana Alþýðuflokksins hefur verið yfir- gnæfandi meirihlutafylgi fyrir myndun nýsköpunar- stjórnar. Á hinn bóginn hefur á fundum stofnana Al- þýðubandalagsins komið fram hörð andstaða gegn hvers konar stjórnarsamstarfi við „íhaldið”, sem þeir kuila svo. Þingmenn Alþýðubandalagsins segja í „prívat”-viðtöl- um, að slík stjórn komi ekki til greina. Alþýðubandalagið stefnir að myndun vinstri stjórnar með Alþýðuflokki og Framsókn. Fyrir tilstilli þess og af ótta við nýsköpunar- möguleikann hefur Framsókn skipt um skoðun. Hún er nú reiðubúin til viðræðna um vinstri stjórn, sem í reynd þýðir, að hún er reiðubúin til að fara í slíka stjórn. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins við hugmyndum um nýsköpunarstjórn eru blandin. Geir Hallgrímsson er tal- inn tilbúinn í nánast hvaða stjórnarsamstarf sem er. Hins vegar telja margir sjálfstæðismenn, að ríkisstjórn með „kommum” komi ekki til mála. í kosningabarátt- unni voru sjálfstæðismenn á einu máli um að undirstrika ágreininginn við Alþýðubandalagið um varnarmál. Jafn- framt báru þeir fram kjörorðið „Sjálfstæðisflokkurinn eða vinstri stjórn”. Við því er að búast, að ekki sé auðvelt fyrir marga þeirra að ganga síðan eftir kosningaósigur til samstarfs við Alþýðubandalagið. Nýsköpunarhugmyndin nýtur nokkurs fylgis meðal launþegaforingja Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins. En að öllu samanlögðu er ólíklegt, að af slíkri stjórnarmyndun verði. Lausnin, sem Benedikt Gröndal stefnir að þegar hann byrjar nú tilraunir til stjórnar- myndunar, hefur fremur fjarlægzt síðustu daga í viðræð- um vinstri flokkanna. Benedikt vildi í gær ekki segja, hvað við tæki, ef honum mistækist þetta og hvort hann mundi þá fara af stað og mynda vinstri stjórn. Þá mun á það reyna, hversu staðföst andstaðan við slíka stjórnar- myndun verður í forystuliði Alþýðuflokksins. Það hefur oftar en ekki gerzt við stjórnarmyndun fyrri tíma, að möguleikar, sem í fyrstu var hafnað, urðu ofan á, eftir að annað hafði verið reynt til þrautar. Eftir kosn- ingarnar 1974 fór jafnvel svo, að Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, sem glímdi við tilraun til stjórnarmyndunar, myndaði stjórn fyrir Geir Hall- grímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og afhenti hon- um forsæti stjórnarinnar. Eftir kostningarnar 1971 var mikið reynt til að koma Alþýðuflokknum í vinstri stjórn, en flokkurinn var fúll yfir ósigri í kosningunum, svo að allt kom fyrir ekki. Of snemmt er að fullyrða mikið um, hvert stefnir á þessu stigi, en helzt gætu menn spáð, að nú stefni í myndun vinstri stjórnar, en þó ekki fyrr en eftir talsvert þóf. Foringja Alþýðuflokksins fýsir að komast að. Spurningin er, hvort þá verði ekki valinn sá kostur, sem þeim mun þykja næstskástur, og hafið stjórnarsamstarf við Alþýðubandalag og Framsókn. Þjóðin hefur hins vegar dapra reynslu af fyrri vinstri stjórnum. Augljóst er, að stefna mundi í hörð átök og einnig tvísýnu í viðureigninni við efnahagsvandann. Forsíðurnar tvær á einu tölublaði tímaritsins Stern. Til vinstri sú sem olli þvi að leikkonunni og ritstjóranum var nóg boðið. Til hægri er forsiðan, sem sett var i staðinn að skipan aðalritstjórans, rétt eftir að prentun upplagsins hófst. Vestur-Þýzkaland: Eru nektarmyndir af konum móðgun við allt veikara kynið? — tíu konur höföa mál á hendur tfmaritinu Stern Er hugsanlegt að myndir af hálf- nöktum eða nöktum konum á for- siðum blaða og timarita séu möðgandi fyrir kvenlesendur? Svo telja nokkrar þýzkar konur. Hafa þær lagt fram kæru á hendur ritstjórn tímaritsins Stern. Er það eitt stærsta sinnar teg- undar í Vestur-Þýzkalandi. Mun málarekstur hefjast á næstunni. Hending réði að kvennahópurinn ákvað að kæra Stern. Að sögn hittust tvær þeirra, þekkt leikkona og ritstjóri kvennablaðs af tilviljun, er þær áttu leið um flughöfnina i Köln. Báðar höfðu orðið sér úti um eintak af tíma- ritinu. Á forsíðunni var skartað með mynd af hálfnakinni svartri konu. Voru konurnar báðar hneykslaðar á sliku háttalagi stjórnenda blaðsins. Ekki aðhöfðust þær í.eitt að sinni vegna þessa. Nokkru siðar bar eintak af Stern aftur fyrir augu leikkonunnar og ekki hafði hegðun þess hvað varðaði for- siðumyndir skánað nema síður væri að áliti kvennanna. Var nú birt mynd, sem að vísu var teiknuð, af gleðikonu ásamt viðskiptavini. Var þetta vegna umfjöllunar tímaritsins af lífinu í St. Pauli skemmtanahverfi Hamborgar. Var nú mælirinn fullur. Ritstjóri kvennablaðsins, sem mun þekkt fyrir ákveðnar skoðanir, fjörugt ímyndun- arafl og skjót viðbrögð er mikið liggur við, tók forustuna í sinar hendur. Tíu þekktar konur í Vestur-Þýzka- landi með leikkonuna og ritstjórann áðurnefnda í fararbroddi ákváöu að kæra hinar hneykslanlegu forsíður Stern fyrir réttum yfirvöldum. Vilja þær að Stern og öðrum tíma- ritum verði hér eftir bannað að sýna myndir af konunni sem kynferðistæki — tæki sem sé hinu sterkara kyni til afnota, að vild. Þekktur lögfræðingur, Gisela Wild tók málareksturinn að sér fyrir hönd kvennanna. Hefur hún gengið frá ákæru á hendur Stern og lagt hana fram við dómstólinn. Málið er rekið I Hamborg. Ein helzta röksemd lögmannsins mun vera sú að rit eins og Stern megi ekki á skipulagöan hátt brjóta gegn per- sónulegu frclsi einstaklingsins. I kæru- 'skjalinu er því haldið fram að svo geri blaðið gagnvart helmingi lesenda sinna. Lr þá átt við konur. Stern hefur fengið óvæntan banda- mann í málarekstri þessum. Er það frá DerSpiegel. Der Spiegel er mjög þekkt vestur-þýzkt tímarit, sem þekkt er fyrir skorinorðar skoðanir og frásagn- ir. Tímaritið hefur þó alveg haldið sig frá kynferðisfrásögnum eða svokölluð- um djörfum forsíðumvndum. Er nokkur samkeppni á milli Stern og Der Spiegel á vestur-þýzkum blaðamark- aði. Der Spiegel varaði konurnar tíu við þvi í grein i blaðinu, að ef Stern yrði dæmt sekt af dómstólnum þá væri fyrsta skrefið stigið til ritskoðunar. Telur blaðið myndir af nöktum kon- um enga nýja bólu. Er vísað til mynda eftir málarana Rubens og Maillot. Einnig segir að yftrvöld í svissnesku borginni Basel láti sig hafa það að birta myndir af léttklæddum konum í kynningarbæklingum, sem ætlaðar eru fyrir ferðamenn. Meira að segja fyrirtækið, sem sjái um rekstur al- menningsvagna i Hamborg hafi not- fært sér myndir af konum sem ekki séu kappklæddar í kynningarskyni. Aðalritstjóri Stern hefur að nokkru fallizt á rök kvennanna. Gerði hann það á þann hátt að stöðva prentun síð- ara eintaksins, sem konurnar tvær höfðu hneykslazt svo mjög á. Sagði hann forsiðuna hafa gengið of langt. 1 stað hennar var sett mynd af tveim nektardönsurum, sem aðeins höfðu hatta á höfði. Nokkur hluti upplagsins fór þó til dreifingar með fyrri mynd- inni, gleðikonunni og viðskiptavinin- um. Fari svo að konurnar tíu vinni mál sitt á hendur Stern mun það hafa mjög mikil áhrif á stóran hluta vestur- þýzkra tímarita. Der Spiegel hefur greinilega bæði áhuga og áhyggjur af málinu. Er þar bæði um að ræða ástæður, sem snúa að ritfrelsi eins og áður sagði og einnig breytingum á afstöðu kynjanna hvors til annars. I siðasta tölublaði Der Spiegel fjallaði aðalgreinin um ofbeldi innan hjónabandsins. Heiti hennar var, Konan svarar fyrir sig. Einnig var sagt ítarlega frá málavöxtum í kæru kvennanna tiu á hendur Stern. Inge Meysel þekkt þýzk ieikkona hitti ritstjóra kvennablaðsins í flughöfninni i Köln og voru þær sammála um að naktar konur á forsíðum timarita væru móðgun við allar konur. Gisela Wild þekktur kvenlögfræðing- ur rekur málið fyrir hönd kvennanna tfu. Alice Schwarzter ritstjóri kvennarits- ins Emma, tók að sér forustu i málinu og nú er Stern kært fyrir ósiðlegar og niðurlægjandi forsíður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.