Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 18

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 18
FORSIÐUGREIN Dbyrjun mars sl. kynnti tímaritið Fortune að stór- fyrirtækið Coca-Cola væri vinsælasta fyrirtækið í Bandaríkjunum. Svo virt er fyrirtækið að það þykir mikill heiður að vinna fyrir það og menn keppast um að komast þar að; þrá að verða „Kókarar“. Þessu er öðruvísi farið hér á landi. Hjá Vffilfelli, framleiðanda Coca-Cola, er fólksflótti stjórnenda, samhliða því að aðaleigandinn, Pét- ur Bjömsson, rekur stjómendur hiklaust. Það gýs reglu- lega upp úr hjá fyrirtækinu og hefur verið svo í fimm ár. Frá áramótum hafa átta stjórnendur hætt og er um algera endumýjun að ræða í toppstöðunum. Eftir að Lýður Frið- jónsson hætti sem fram- kvæmdastjóriíágústl991, og Pétur Bjömsson fór að skipta sér aftur af rekstri fyrirtækis- ins, hefur mikið gengið á og fjöldi stjómenda látið af störf- um. Enda er til félagsskapur fyrrum starfsmanna Vffilfells sem heitir „Fyrrum Kókarar“ og það fjölgar ört í honum á hverju ári. Síðasta hrinan í stjórnendaflóttanum frá Vffilfelli reið yfir í endaðan mars þegar fjórir stjómendur á sviði sölu- og innkaupamála sögðu upp. Það voru þeir Sigurður Borgar Guðmundsson, yfirmaður sölu- og umboðsmanna, Frið- bert Friðbertsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og innkaupastjóri, Bjöm Gunnlaugsson, yfirmaður markaðs- rannsókna og markaðsupplýsinga, og Bjöm Sigurðsson, yfirmaður sölu til veitinga- og kvikmyndahúsa. í febrúar sagði sölu- og markaðsstjórinn, Trausti Sigurðsson, upp störfum. Og í apríl sl. hætti Sigurjón P. Kolbeins, yfir- maður tölvudeildar, en hann er á leið út til Coca-Cola í Noregi. Áður, eða um áramótin, fluttu Jón Sigurðsson fjármálastjóri og Einar Gunnarsson verksmiðjustjóri sig yfir til Coca-Cola í Noregi. MÁUÐ SNÝSTUM STJÓRNLEYSIPÉTURS Stjómendaflóttinn frá Vffilfelli síðustu fimm árin er að mestu rakinn til stjómunar - eða öllu heldur stjórnleysis - Péturs Bjömssonar, aðaleiganda fyrirtækisins. Ekki er hægt að tala um flótta í öllum tilvikum; nokkrir hafa farið til FRÉTTA SKÝRING Jón G. Hauksson Undir stjórn Péturs Björnsson hefur gosið reglulega upp úr hjá Vífilfelli. Nýjasta gosið var í febrúar og endaðan mars sl. Coca-Cola í Noregi og það ber raunar vott um hæftii Vffilfells til að geta af sér góða starfsmenn. Fyrirtækið er góð uppeldisstöð. Stjómendum í lykilstöðum hjá Vffilfelli þykir erfitt að vinna með Pétri og undir hans stjórn. Málið snýst um persónu Péturs. Honum er lýst sem dyntóttum yfirmanni og að stjómendur viti engan veginn hvar þeir hafi hann. Flottmnfra Vífilfelh stafar af stjórnun Péturs Björnssonar. Hann hefur þörf fyrir aí MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON OG BRAGI P. JÓSEFSSON 18 i

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.