Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 20

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 20
FORSIÐUGREIN Pétur tekur mikið tillit til fólks sem kemur til hans og kvartar. Orð þess eru heilagur sannleikur. Með öðrum orðum; hann vantreystir sínum eigin stjómendum og lykil- mönnum í fyrirtækinu. Raunar munu stjómendur eiga mjög erfitt með að vinna traust hans og halda því - hann treystir stjómendum illa og er ævinlega mjög á varðbergi gagnvart þeim. Reynslan er þar óvæginn vitnisburður. Raunar telja margir að einn af meginókostum Péturs sem stjómanda sé hversu erfitt hann eigi með að standast bón fólks um að falla frá málum sem yfirmenn í fyrirtækinu em að koma á. Það sýnir þversögnina í málinu: Hann getur verið of ljúfur maður sem stjómandi og viljað allt fyrir alla gera. En hann er líka tígur. Hann getur verið afar grimmur og rekið menn með grimmilegum hætti, eins og reynslan sýnir. ÁHUGAMAÐUR UM SÖGU OG HEIMSPEKI Enginn stjómandi, sem hefur yfirgefið Vffiifell, talar illa um Pétur sem einstakling þótt mörgum finnist hann léleg- ur stjómandi. Hann er sagður hinn vænsti karl og ljúfur þótt hann geti, eins og gengur, reiðst og tekið góðar gusur. Hann er sagður vel gefinn og mikill áhugamaður um sögu og heimspeki - og vera vel að sér í þeim málum. Hann er mikill húmanisti og haft er á orði að hann hefði getað orðið góður fræðimaður við háskóla eða sem hugmynda- fræðingur innan Coca-Cola fyrirtækisins í Bandaríkjunum. ýtarlegt skipulag til að fara ekki út af brautinni og verða fyrir íjárhagslegum skakkaföllum. Það getur tekið tíma að komast inn á réttu brautina aftur. Engu að síður er sterkt vörumerki einhvert skæðasta vopn hvers fyrirtækis í samkeppni. Sterkt vörumerki, eins og Coca-Cola, er ekki bundið við persónur heldur vömna sjálfa. Þegar menn drekka ískalt kók hugsa þeir um bragðið en ekki fólkið að baki drykknum. Fyrir vikið er auðveldara að skipta um starfsmenn og stjómendur án þess að það komi niður á sölunni. Slíkt er hins vegar erfiðara í fyrirtækjum þar sem verið er að selja hugvit einstaklinga. Engu að síður hlýtur það að hafa áhrif á söluna þegar yfirmenn hætta. Það tekur tíma að rækta samskipti við kúnnana og viðhalda viðskiptasamböndum. Pétur Bjömsson mun oft hafa haft á orði að maður kæmi í manns stað. Það er út af fyrir sig gömul og góð kenning. Hins vegar hlýtur það að hafa slæm áhrif þegar allir stjórn- endur yfirgefa skipið á sama tíma. Það getur vart gengið upp. Það kostar bæði tíma og fé að missa menn og þjálfa nýja til starfa. Fyrir áhugamenn um stjómun er annar skemmtilegur punktur við stjómun Péturs á Vffilfelli. Pétur á fyrirtækið og getur gert það sem honum sýnist. Honum kemur ekkert við hvað undirmönnum hans finnst um ákvarðanir hans. Þetta er hans fyrirtæki en ekki þeirra. Á meðan þeir vinna hjá fyrirtækinu em þeir að höndla með hans peninga, hans fjármuni. Þar við situr. Það nær ekki lengra. Uni stjómandi ekki ákvörðun hans, hvort sem hún er sniðug ÍSKALT KÓK. ALLTAF Það kemur sér sjálfsagt betur fyrir nýja menn í sjóðheitum stjórnunarstólum hjá Vífilfelli að hafa iskalt kók sér við hlið. Alltaf. Heimspeki Coca-Cola er að drykkurinn standi fyrir frelsi og veiti aukið sjálfstraust. Enda er kók vinsælt hjá þjóðum sem eru að brjótast út úr fjötrum einræðis. Þegar Lýður Friðjónsson hætti kom Pétur meira inn í rekstur fyrirtækisins. Hann fór að gera sig meira gildandi. Þar með hófust stöðugar mannabreytingar í helstu stjóm- unarstöðum fyrirtækisins; breytingar sem allt að því líkj- ast farsa eftir Dario Fo. Þegar Páll Kr. Pálsson hætti sem framkvæmdastjóri í byrjun sumarsins 1994 ákvað Pétur að ráða ekki nýjan framkvæmdastjóra heldur stýra hinum daglega rekstri sjálfur. Stjómun - eða stjómleysi - Péturs á Vffilfelli er bæði sérstakt og skemmtilegt umræðuefni fyrir alla áhugamenn um stjómun. Coca-Cola hefur um 70 til 80% hlutdeild á markaðnum á íslandi - og hefur haft lengi. Merkið er það þekktasta í heiminum. Á síðustu ámm hefur mikil vinna verið lögð í að kynna merkið sem tákn frelsis og sjálfstæð- is. Það er heimspekin á bak við merkið. Spyrja má sig hvort Coca-Cola merkið sé svo sterkt að það skipti litlu máli hverjir sitji í stjómunarstörfum hjá Vffilfelli, að merkið selji frekar en mennimir. En það er ekki nóg að selja. Það þarf líka að vera hagnaður af því sem framleitt er og selt. Merkið selur kannski en það heldur ekki utan um budduna. Fyrirtæki, sem er af stærðargráðu Vffilfells, þarf stefnumörkun, framtíðarsýn, markmið og eða óúthugsuð, liggur Ijóst fyrir hvor víkur. Flóknara er málið ekki. Og ef stjómendur hneykslast á ákvörðun hans, og telja hana ranga, er það Pétur sjálfur sem situr í súpunni og tapar. Það skiptir hann fyrst og fremst máli hversu mikið er talið upp úr kössunum í árslok. Ef Vffilfell væri almenningshlutafélag með dreifða eign- araðild og svonefndan atvinnustjómanda í forstjórastól væri ægivald og afskiptasemi eigenda af daglegum rekstri ekki eins mikið. Forstjóranum væri treyst og hann bæri jafnframt ábyrgðina á að skila eigendum góðum hagnaði og hafa góðan starfsanda í fyrirtækinu til að ná þeim hagnaði. Slíkum forstjóra gæti vissulega haldist illa á fólki líkt og gerst hefur hjá Pétri í Vffilfelli. Ljóst er hins vegar að stjóm fyrirtækisins myndi taka forstjórann á beinið og spyrja hann hvemig stæði á því að svo margir yfirmenn hættu hjá fyrirtækinu í einu. Pétur þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því. Þetta er skemmtilegt umræðuefni í stjórnun vegna þess að Vffilfell er auðvitað eitt margra fjölskyldufyrir- tækja á íslandi þar sem eigandi ræður sér utanaðkomandi stjómanda til að reka fyrirtækið en er svo á sama tíma með puttana í daglegum rekstri. Þeim reynist ansi mörgum 20 i

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.