Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Side 22

Frjáls verslun - 01.03.1996, Side 22
FORSÍÐUGREIN KÚVENDIR í MÁLUM Á SÍÐUSTU STUNDU Pétur mun eiga það til að kúvenda í málum á sfðustu stundu, málum sem mikil vinna hefur verið lögð í og þar sem stefnan hefur verið mörkuð og samþykkt löngu áður. afslátt en áður. Niðurstaðan var einföld: Pétri mislíkaði og Símon hætti. STERK SKJÁLFTAHRINA HAUSTIÐ1991 Brotthvarf Súnonar var fyrsti skjálftinn. í kjölfarið kom öflugur eftirskjálfti. Nokkrir helstu stjómendur fyrirtæk- isins mótmæltu brottför Símonar og studdu hann. Þetta voru þau Bæring Ólafsson sölustjóri, Trausti Sigurðsson auglýsingastjóri, Skúli Skúlason, yfirmaður sölu til veit- inga- og kvikmyndahúsa, Kristbjörg Ólafsdóttir skrif- stofustjóri og Helga Ólafsdóttir, ritari Lýðs og Péturs. Pétur varð heiftarlega reiður út í þetta fólk og sagði því upp með látum. Svo fyrirvaralausar voru ákvarðanirnar - og geðþóttalegar - að menn setti hljóða í fyrirtækinu. Skilaboðin voru hins vegar skýr: Það fór ekki á milli mála hver valdið hafði í fyrirtækinu. Við þessa ákvörðun varð allt vitlaust í söludeildinni, sem heyrði undir Bæring, og hótuðu allir í söludeildinni að segja upp og fylgja Bæring. Þar með blasti það við Pétri að hann gæti verið að missa um 30 manns í einni kippu. Pétur guggnaði. Hann samdi við Bæring um áframhaldandi starf og síðan við Trausta. Skúli Skúlason, Kristbjörg og Helga hurfu hins vegar á brott frá fyrirtækinu. Eftir þessa holskeflu haustið 1991 þar sem Símon Gunn- arsson hvarf úr forstjórastól eftir um tveggja mánaða setu, settist Páll Kr. Pálsson í stól forstjórans en hann hafði þá verið forstjóri Iðntæknistofnunar um árabil. Páll starfaði hjá fyrirtækinu í tæp þrjú ár, eða fram á vormánuði árið 1994. Fljótlega eftir að Páll kom inn mun hafa farið að bera á samskiptaörðugleikum á milli hans og Péturs, ekki síst vegna þess að Pétur mun hafa átt erfitt með að sleppa hendinni af fyrirtækinu sem aðaleigandi þess. FJARAÐIÚT UNDAN VÖLDUM PÁLS HÆGT 0G SÍGANDI Fullyrt er að þegar eftir fyrsta árið hjá Vífilfelli hafi í reynd verið farið að fjara út undan völdum Páls Kr. hjá fyrirtækinu þótt hann ynni þar sem framkvæmdastjóri í næstum þrjú ár. Þótt samkomulag Páls og Péturs væri stirrt naut Páll gífurlegrar virðingar hjá Coca-Cola erlendis og skyggði hann í raun á Pétur. Allir innan fyrirtækisins vissu hins vegar hvert stefndi og að þetta gæti ekki endað nema á einn veg. Svo fór líka, stundin rann upp á vormán- uðum 1994. Gert var samkomulag við Pál um að hann hætti. Hann keypti síðan um haustið, í samstarfi við aðra, fyrirtækið Smjörlíki - Sól hf. af bönkum og fjárfestingar- sjóðum. Þegar Páll Kr. Pálsson kom inn sem framkvæmdastjóri til Vífilfells lagði hann ríka áherslu á að fá fjármálastjóra inn í fyrirtækið. Fyrir valinu varð Jón Sigurðsson sem þá var fjármálastjóri hjá Hans Petersen. Jón kom til starfa hjá Vífilfelli á vormánuðum 1992. Hann er annar tveggja sem 22 hættu síðastliðin áramót og héldu til Noregs til starfa fyrir Coca-Cola á Norðurlöndum. Með Jóni fór verksmiðju- stjórinn, Einar Gunnarsson. Brotthvarf þeirra félaga til Noregs bar að með löngum aðdraganda. Sveinn Ragnars- son endurskoðunamemi hefur gegnt starfi fjármálastjóra frá áramótum en hann kemur frá Coopers & Lybrand, Endurskoðunarmiðstöðinni, en sú skrifstofa er endur- skoðandi Vífilfells. Sveinn mun verða til bráðabirgða hjá fyrirtækinu. TÍÐUM ERLENDIS 0G HEIM MEÐ SVEIFLU Þrátt fyrir að Pétur tæki daglega stjómun að sér sumar- ið 1994, og réði ekki inn nýjan framkvæmdastjóra í stað Páls Kr. Pálssonar, dvaldi hann tíðum erlendis en kom síðan heim með mikilli sveiflu og bretti upp ermamar við daglega stjómun. Slíkt er erfitt. Ekki bara fyrir Pétur heldur alla. Menn eru ekki nægilega vel inni í málum - hafa einfaldlega ekki fylgst nægilega vel með. Fjarstýringar ganga varla upp og mikil hætta er á að stjómunin verði sveiflukennd og með gassagangi. í hræringunum hjá Vífilfelli á undanfömum árum hefur mikið mætt á Vilhjálmi Árnasyni lögfræðingi. Þess má geta að á meðal starfsmanna Vífilfells gengur Vilhjálmur undir viðumefninu Matlock. Það hefur oftast komið í hans hlut að tilkynna mönnum uppsagnir; að þeir hafi verið reknir. A undanfömum tveimur árum hefur Hreinn Lofts- son verið helsti lögfræðingur Vífilfells, og aðalráðgjafi Pét- urs, en Vilhjálmur hefur dregið sig í hlé vegna aldurs. PÉTUR LÉT TENGDASYNISÍNA TVO HÆTTA Tveir tengdasynir Péturs hafa verið í starfi hjá Vífilfelli á undanfömum árum. Þeir eru báðir hættir. Gunnar Gylfa- son, sem giftur var Guðrúnu, dóttur Péturs, var undir lokin sölustjóri. Einar Pálmason, sem kvæntur er Erlu Pétursdóttur, starfaði undir það síðasta sem aðstoðar- maður Péturs og heyrði beint undir hann. Pétur gaf bæði Gunnari og Einari tækifæri á að spreyta sig sem stjórnendur hjá Vífilfelli. Það sýnir á vissan hátt ljúfmennsku hans. En hann tók líka af skarið gagnvart þeim báðum og lét þá hætta. Þannig má segja að Pétur sé samkvæmur sjálfum sér hvað þetta snertir. Gunnar var gerður að þjónustustjóra og yfirmanni gos- sölu til veitinga- og kvikmyndahúsa. Þegar Bæring hætti árið 1993 sem sölu- og markaðsstjóri var það altalað innan fýrirtækisins að Pétur vildi að Gunnar tæki við af Bæring en Páll Kr. væri á móti þeim ráðahag og vildi ráða inn nýjan, utanaðkomandi mann í starfið. Pétur vildi að Gunn- ar yrði þjálfaður upp í starfið og sendi hann meðal annars út til Atlanta í þjálfun. Ekki var ráðið í starfið á meðan. Gunnar tók síðan við sem sölu- og markaðsstjóri árið 1994. Hann var ekki talinn ráða nægilega vel við það og lét J

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.