Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 50

Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 50
STJORNUN Ásgeir: Það er mikilvægt aðyfirmabur se' sýnilegurþegar eitthvað bjátar á, feli sig ekki og láti aðra um að koma óvinsælum ákvörð- unum til skila. Þorbjörn: Ég segi aldrei að þessi eða hinn leikmaðurinn hafi eyðilagt leikinn. Við erum eitt lið og ef einhver klikkar þá er það liðið í heild sem klikkar. viðhlítandi skýringar. Ég gæti þess líka að gera ekki k'tið úr mönnum frammi fyrir hópnum. Ef ég ákveð að setja einhvem út úr liðinu fyrir leik segi ég honum það einslega áður en liðið er tilkynnt. Það er engin fram- koma að leikmaður fái fyrst að heyra um slíka ákvörðun á fundi með öllum hinum. Á þennan hátt losna ég við misskilning, óþarfa árekstra og upp- hrópanir. Þetta er hluti af því að hafa menn sáttari við stöðu sína í hópnum hverju sinni. Það eiga allir kröfu á skýringum ef breyta á stöðu þeirra innan hópsins," segir Ásgeir. Þorbjörn segir að þegar illa gangi falli margir í þá gryfju að æfa og vinna meira og meira. „Það skapar bara verra andrúmsloft. Það er nauðsyn- legt að brjóta hlutina upp, gera eitt- hvað allt annað sem aftur getur hjálp- að mönnum að skoða málin úr íjar- lægð og komast að mále&ialegri niðurstöðu. Þegar illa gengur hjá okk- ur komum við gjaman saman heima hjá mér og borðum saman. Makamir em þá með og við ræðum málin. Við ræðum ekkert endilega af hverju ekki gengur sem skyldi heldur njótum til- breytingarinnar og samverunnar. Þetta hef ég gert með góðum ár- angri.“ Þorbjöm er myrkur í máli gagnvart þeim stjómendum sem fela sig þegar illa gengur. „Það er afar slæmt þegar yfirmenn geta ekki horfst í augu við sína menn þegar taka þarf óvinsælar ákvarðanir, eins og að setja menn úr liðinu af einhverjum ástæðum. Ég horíist alltaf í augu við mína menn, það er líka nauðsynlegt til að halda stöðu sinni og virðingu í hópnum. Á sama hátt má ekki taka einstaka menn út úr eða finna blóraböggla. Ef leikur tapast vegna klúðurs eins eða tveggja manna þá segi ég aldrei sem yfírmað- ur að þessi og þessi hafi eyðilagt leik- inn. Við erum eitt lið og ef einhver klikkar þá er það liðið í heild sem klikkar. Og ég er jafii sekur og leik- mennirnir.“ FARAVEL MEÐ VELGENGNINA Þjálfarar, sem Frjáls verslun ræddi við, undirstrika að til þess að árangur náist þurfi allir í félaginu að vinna sam- an, stjóm, framkvæmdastjórar, starfsfólk og fleiri. Það gangi ekki að einhver hluti félagsins vinni á móti settum markmiðum. Það þarf sterk bein til að tolla í þjálfarastarfi. En það þarf líka sterk bein til að þola velgengni. Hvert lið á sínar hetjur og viðmælendur Frjálsrar verslunar ítrekuðu að menn yrðu að fara vel með velgengnina til að hún nýttist mönnum að einhverju viti. „Þegar þú ert orðinn stjarna er erfitt að halda sér á þeim stalli. Því ræði ég við menn, sem mikið ber á, og ráð- legg þeim að fara vel með þetta. Of- metnast ekki. Því þá er hætta á að fá rýting í bakið. Ég segi mönnum að liggja lágt en líða vel heima. Menn þurfa að eiga varasjóð fyrir þá tíma þegar verr getur gengið og þá ríður líka á að þeir séu ekki í andlegum 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.