Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 61

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 61
í ölluin herbergjum er sími, sjónvarp, smábar, hitaketill og bakki með tei og kaffi. „Ég get fullyrt að óvíða eru herbergi eins vel búin og falleg," segir Ingibjörg hótelstjóri. sali. Fundarsalurinn er búinn helstu tækjum svo sem myndvarpa, flettitöflu, sjónvarpi, myndbandi, skyggnuvél og fleiru. Inni á herbergjum er ágæt vinnuaðstaða eins og áður er sagt. „Ef menn hafa einhverjar séróskir varðandi vinnuað- stöðu reynum við að uppfylla þær eftir bestu getu,“ segir Ingibjörg. Afþreying innan og utan dyra Veitingar á Hótel íslandi Morgunverður er innifalinn í gistingu og er hann borinn fram í huggulegum sal á neðstu hæð. Þar er einnig fram- reiddur matur allan daginn af smáréttaseðli, svo og hádeg- is- og kvöldverður. Dæmi um rétti er langskorinn lamba- hryggvöðvi með völdum íslenskum jurtum, eldsteikt nautapiparsteik með blönduðum pipar og sterkkrydduð lúðusteik „Creole“. Urval forrétta og eftirrétta er á sér- réttaseðlinum svo og sérstakur grænmetismatseðill. Af smáréttaseðli má nefna rjómasoðið pasta með grænmeti og hvítlauksbrauði, og eggjaköku með tómötum og lauk. Það þarf því enginn að vera svangur á Hótel Islandi. Einnig er boðið upp á hópseðla. Anna Vigdís Þorsteins- dóttir er nýráðinn veitingastjóri Hótel íslands og er það stefnan að auka enn frekar gæði veitinga og þjónustu á hótelinu. Allir vita að innan Hótel íslands er stærsti og best búni skemmtistaður landsins, auk annarra minni sala. Gestir hótelsins fá afslátt af skemmtidagskrá og segir Ingibjörg marga notfæra sér það að halda fund, vinna stíft og slaka svo á við skemmtidagskrána. í anddyri hótelsins er lítill og notalegur bar fyrir hótelgesti. Rétt fyr- ir neðan hótelið breiðir Laugardalur- inn úr sér og nota skokkarar garðinn óspart. Ingibjörg segir erlenda hótel- gesti sérlega ánægða með útivistarað- stöðuna við hótelið og fara margir í heimsókn í Grasagarðinn. Hótelgestir fá frítt í sund og eru gestir hvattir til að notfæra sér aðstöðuna í laugunum. Staðsetning er góð „Hótel Island er vel staðsett utan miðbæjarskarkalans. Kringlan er í göngufæri, hér rétt fyrir neðan eru strætis- vagnar, sem ganga í allar áttir, og þess utan er mikið af fyr- irtækjum og stofnunum á þessu svæði. Hótelið býður upp á bílageymslu sem er ekki lítill kostur yfir vetrartímann. Hótel Island er glæsilegt og persónulegt hótel. Ég get full- yrt að óvíða eru herbergi eins vel búin og falleg,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel íslandi. íl funda og veitinga Fundir og vinna Ingibjörg segir að mikil áhersla sé lögð á að sinna þörf- um þeirra gesta sem halda fundi eða ráðstefnur innan hót- elsins. Fundarsalurinn er á 2. hæð og tekur allt að 70 manns í sæti. Honum er einnig hægt að skipta í tvo minni Hótel ísland Hótel ísland, Ármúla 9, Reykjavík. Sími: 568 8999. Fax: 568 9957 61

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.