Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 64

Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 64
Góð aðstaða er tíl funda- og ráðstefnuhalds á Edduhótelinu á Kirkjubæjarklaustri. HóteUð er opið aUt árið og aðstaða er fyrir allt að 130 manns innan hótelsins en félagsheimilið er til afnota fvrir stærri fundi. Hótel Edda á Kirkjubæjarklaustri var opnað árið 1994. Þar eru innréttingar og aðstaða samkvæmt ýtrustu kröfum um nýtísku hótel. Myndir: Lárus Karl Ingason. Paradís funda of Karl Rafnsson, hótelstjóri á EdduhóteUnu á Kirkjubæjarklaustri, segir að hóteUð sé smátt í sniðum og persónulegt. „Gestir okkar á Kirkjubæjar- klaustri hafa lokið lofsorði á frið- sældina og þann góða vinnuanda sem skapast hef- ur. Hótelið getur boðið góða aðstöðu til funda- og ráðstefnu- halds. Húsið er nýtt og glæsilegt og vel hugsað fyr- ir þörfum gesta,“ segir Karl Rafnsson, hótelstjóri Hótel Eddu á Kirkjubæjar- klaustri. Karl hefur verið hótelstjóri frá árinu 1991. Áður sáu hann og kona hans, Björg Ágústs- dóttir, um Edduhótel á Hallormsstað og í Nesjaskóla. Karl er frá Hornafirði og segir eina muninn þann að nú horfi hann á Vatnajökul til austurs í stað vesturs áður. „Hér á Klaustri er umhverfið ákaflega fagurt og hvetj- andi. Við erum í 260 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og hótelið er opið allt árið. Hótelið er eitt best búna hótelið utan þéttbýlis og býður fyrsta flokks aðbúnað fyrir gesti, hvort sem þeir eru í einka- eða viðskiptaerindum.“ HÓtel EDDA, Klaustri sem tengdur er . • • Gisting og matur Á hótelinu eru 57 tveggja manna herbergi með sérbað- herbergi og 1 svíta. Sími og útvarp eru á öllum herbergj- um og sjónvarp á 25 herbergjum. Sjónvarp er líka í setu- stofu á gangi. Hótelið var opnað fyrir fyrstu gesti árið 1994 og eru herbergin innréttuð samkvæmt nýjustu kröfum um aðbúnað. Kappkostað er að veita gestum hlýlega og persónulega þjónustu. ,Á sumrin bjóðum við aukalega 16 herbergi með hand- laug í skólahúsinu og einn sal í skólanum,“ segir Karl. Hótelið er rómað fyrir ljúffengan mat. Morgunverður er framreiddur á hlaðborð í matsalnum en í hádegi og á kvöldin er boðið upp á mat af séréttaseðli eða rétt dagsins. Meðal rétta af matseðli eru koníaksbætt skelfiskssúpa, pönnusteiktar lundabringur með púrtvínssósu, pönnu- steikt Klausturbleikja með blönduðum hnetum og rækjum og blandaðir íslenskir ostar með ávöxtum og kexi. Á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri er notalegur bar inn af matsal og setustofu. 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.