Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Side 70

Frjáls verslun - 01.03.1996, Side 70
FOLK ELÍN BJÖRK JÓHANNESDÓTTIR, SÓL „Stöðugleiki er gífurlega mikilvægur í þessum iðnaði og hann hlýtur alltaf að byggja á ströngu gæðaeftir- liti. Með stöðugleika er átt við að bragð og áferð vör- unnar séu alltaf nákvæm- lega eins en sveiflist ekki til milli laganna því slíkt líkar flestum neytendum afar illa.“ Matvælafræðingar læra margt um efnafræði matar og næringarfræði og Elín segist prédika hófsemi og heilbrigðan lífsstíl en tali gegn megrunarkúrum yfir þeim sem vilja hlusta. Elín er gift Ingimundi Bimi efnaverkfræðingi sem vinnur hjá Járnblendifélag- inu á Grundartanga. Þau em bamlaus og búa rétt hjá verksmiðjunni því Elín seg- ist vera þrjár mínútur að labba í vinnuna. Elín segist lesa mjög mikið og finnst af- ar gott að slaka á með góðan reyfara þegar vinnu sleppir. Hún les ensku og sænsku en hefur fengist við frönsku- nám hjá Alliance Francais í frístundum og segist hafa mikinn áhuga á tungumál- um. „Ég les margt og helst reyfara en er núna að lesa Viilta svani. “ Elín segist í frístundum sínum hlusta á tónlist, njóta samvista við vini sína og skemmta sér og borða með þeim. „Mér finnst gaman að ferðast og fór í fyrsta sinn í vetrarfrí í vetur og naut lífs- ins á Kanaríeyjum. Ég hef svolítið verið í leikfimi en ætla að fara út að hlaupa mér til heilsubótar núna þegar sólin hækkar á lofti.“ Elín Björk Jóhannesdóttir er verksmiðjustjóri hjá Smörlíki-Sól, fyrst kvenna. Hún er 33 ára matvælaverkfræðingur sem kom fyrst til starfa hjá Sól árið 1983, þá nýorðin stúdent. 0síðustu 18 mánuðum má segja að orðið hafi til 80 nýjar vöru- tegundir í Sól hf. Nýir eig- endur hafa farið kerfisbund- ið gegnum allar framleiðslu- vörur fyrirtækisins og horft með gagnrýnu auga á upp- skriftir, smakkað, skoðað og ígrundað. í sumum tilvik- um var engu breytt, sumum tegundum var mikið breytt, aðrar lagðar á hilluna og nokkrar alveg nýjar urðu til. Þannig má segja að þetta gróna fyrirtæki hafi gengið í gegnum endumýjun lífdaga enn einu sinni. Síðasta verkefnið í þess- ari endurskipulagningu var að gera nýtt skipurit fyrir fyrirtækið og við þær breyt- ingar, sem þá voru gerðar, varð Elín Björk Jóhannes- dóttir verksmiðjustjóri Sól- ar hf., fyrst kvenna til þess að gegna því starfi innan fyrirtækisins. „Okkar helstu verkefni þessa dagana er að setja á markað og kynna tvær nýjar vörutegundir frá Sól. Ann- arsvegar er það ávaxtasaf- inn Sólríkur og hinsvegar Eplasítri en það er okkar framleiðsla á Apple Cider sem margir kannast við,“ sagði EKn Björk. Elín Björk er 33 ára mat- vælafræðingur sem kom fyrst til starfa hjá Sól árið 1983, þá nýorðin stúdent, og vann þar með hléum næstu árin en í föstu starfi frá 1987. Elín er fædd í Reykjavík, varð stúdent frá MR 1983 og lauk matvæla- fræðinni frá HÍ 1987. Auk þess hefur hún stundað nám í rekstrarfræði við HÍ og há- skólann í Lundi í Svíþjóð. „Ég byijaði í verksmiðj- unni og hef unnið á öllum stigum framleiðslunnar nema á lagernum.“ Elín ber ábyrgð á stýringu fram- leiðslunnar, birgðahaldi, viðhaldsdeild og rannsókn- arstofu. Samtals vinna 35 manns undir hennar stjórn. Hún segir að nokkrar árs- tíðasveiflur séu í starfsemi Sólar því mismikil eftirspum sé eftir vömm fyrirtækis- ins. Þannig er mest sala í söfum og drykkjarvörum í takt við skólaárið en smjör- líkisárið hefur annan takt með tveimur hátindum um jól og páska. „Framleiðendur í þessum iðnaði þurfa að fylgjast með fleiri en einu almanaki. “ Elín varð yfirmaður rann- sóknarstofu og síðar gæða- stjóri áður en hún tók við starfi verksmiðjustjóra og gæðamál eru henni ákaflega hugleikin. Hún telur að ötult og mikið starf, sem unnið hefur verið í gæðastjómun hjá Sól hf. undanfarin ár, sé þegar farið að skila miklum árangri. TEXTI: PÁLL ÁSGEIRSSON MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON 70

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.