Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 20
111111 strax inn í tekjuflæðið þá reynist það íjárhagslegur skellur komist hinn seldi leikmaður ekki í nýja liðið. Þetta virkar líka í hina áttina, hafi Stoke keypt leikmann íyrir 300 þúsund sterl- ingspund, og sem nálgaðist 30 leikja múrinn, kæmu 200 þús- und sterlingspund til viðbótar í fangið. En viðræður hófust aftur milli seljendanna, Peter Coates og Keith Humphrey, og ijárfestanna. Þær voru svo í höfn í Reykjavík 2. nóvember sl. Formlega var svo gengið frá greiðslum og skiptum á hluta- bréfum í Stoke föstudaginn 12. nóvember sl. Þar með áttu Is- lendingar orðið eitt hinna 92 liða í ensku deildunum fjórum, Stoke City Football Club Limited, félag sem verður hugsan- lega ný gátt, nýr farvegur, fyrir íslenska leikmenn inn í enska boltann. Þorsteinn Pálsson, sendiherra Islands í London, heiðraði fjárfestana með nœrveru sinni. Hann var heiðursgestur á leiknum á móti Bristol City ogfœr hérplatta með borgarmerkinu að gjöffrá borgarstjóranum í Stoke. fyrst og fremst um skattamál. Kaupþing sá um kaupin fyrir hönd fjárfestanna og naut við það aðstoðar frá endurskoðun- arskrifstofunni KPMG í Bretlandi en hún gerði úttekt á Ijár- málum Stoke fyrir hönd Kaupþings og fjárfestanna - og mat ýmsa áhættuliði við kaupin. KPMG annast endurskoðun hjá mörgum knattspyrnufélögum í Bretlandi og víðar. Kaupthing Luxemborg hefur umsjón með Stoke Holding S.A. fyrir hönd fjárfestanna. Kaupþing kom líka mjög við sögu við Jjármögn- unina og lánaði mörgum íjárfestum nokkurn hluta til kaupanna. Guðjón átti hugmyndina Kannski er það timanna tákn að það voru ekki tjárfestarnir sem fengu þá flugu í höfuðið að kaupa Stoke heldur bisnessmaðurinn Guðjón Þórðarsson. Hann var á ferð í Stoke City í febrúar sl. til að fylgjast með þá- verandi fyrirliða liðsins, Lárusi Orra Sigurðssyni. Hann sá að- stæður hjá félaginu og hleraði að félagið væri til sölu. Draumur vaknaði hjá Guðjóni um að Islend- ingar eignuðust liðið og hann ákvað að láta drauminn rætast. Er heim kom setti hann sig í samband við Kaupþing er hóf þegar að skoða málið og kanna hug íjár- festa. Seinni partinn í ágúst sl. voru hjólin farin að snúast íyrir alvöru og héldu Kaupþingsmenn utan til viðræðna. A ýmsu gekk og um tíma slitnaði upp úr viðræðun- um, eins og frægt er orðið. íslensku fjárfestarnir gengu í burtu. Ástæðan fyrir því var meðal annars fyrirvarar í samn- ingum vegna leikmannakaupa, fyrirvarar sem íslensku fjár- festarnir vildu að seljendur tækju á sig kæmu þeir í fangið eft- ir á. En við það myndi ráðstöfunarféð til að byggja félagið upp skerðast verulega. Seljendurnir töldu hins vegar að fyrirvar- arnir yrðu ekki að fjárhagslegum skelli. Svona fyrirvarar snerta t.d. kaup og sölu leikmanna og geta verið margs kon- ar. ímyndum okkur einfalt dæmi: Stoke selur leikmann á 300 þúsund sterlingspund. I samningnum er sá fyrirvari á að nái hann að spila 30 leiki með nýja liðinu þá hækki söluverðið um 200 þúsund sterlingsund og nái hann 60 leikjum þá hækki söluverðið um önnur 200 þúsund. Séu fyrirvararnir settir Óráðssía hjá Liverpool Þótt Guðjón leiki aðalhlutverkið í kaupunum á Stoke þá er trúlega of mikið sagt að fjárfesting- in standi og falli með honum. Hann er ekki eina breytan í for- múlunni að góðri ávöxtun fjárfestanna. Mörg dæmi eru um að knattspyrnulið standi sig vel úti á vellinum en samt sé rekstur þeirra - sem íyrirtækja - í rúst. Gott dæmi er enska stórliðið Liverpool sem á dögunum tilkynnti stórtap á rekstr- inum vegna mikils fjárausturs og óráðsíu við kaup og sölu leikmanna. Nokkur önnur úrvalsdeildarlið búa einnig við tap- rekstur vegna kaupa á leikmönnum. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Leicester að tap hefði orðið á rekstrinum vegna leik- mannakaupanna. í Stoke-fjárfestingunni þarf að halda af mik- illi festu um fjármálin og gæta fyllsta aðhalds í rekstri þótt fé- lagið bæti árangur sinn úti á vellinum. Kaup á leikmönnum og laun til þeirra eru langstærsti útgjaldaliðurinn í rekstri enskra knattspyrnufélaga. Það mæðir því mikið á íslensku stjórnarmönnunum í Stoke City F.C., þeim Gunnari Þór Gísla- syni, Elfari Aðalsteinssyni og Ásgeiri Sigurvinssyni, að stýra félaginu sem traustu fyrirtæki. Þeir verða að sjá til þess að nú- verandi leikmannahópur nýtist betur og að snjallir og metn- aðargjarnir leikmenn bætist í hóp- inn. Nota bene; á hóflegu verði. Það verður að verða hagnaður af fé- laginu! Stefna fjárfestanna er þessi: .Árangur! En sem ekki verður of dýru verði keyptur!!“ Stohe stökkpallur leikmanna Guð- jón og leikmennirnir munu ekki geta teygt sig í djúpa vasa hjá félag- inu eftir fé. Guðjón er þess mjög meðvitaður og stefnir að því að kaup og sala leikmanna verði tekjulind hjá félaginu en ekki útgjaldapyttur. Einmitt þess vegna er líklegt að ýmsir ungir - sem reyndir - íslenskir leik- menn eigi eftir að spila hjá félaginu á næstu árum; að Stoke verði ein leiða þeirra til Englands. Fyrir þá getur verið hag- stæðara að gera samninga til skamms tíma við félagið á hóf- legu verði og fá tækifæri til að sýna hæfileika sína í Englandi og springa út sem leikmenn heldur en að verðleggja sig út af borðinu í upphafi. Og hvers vegna ættu þeir ekki að vilja fara til Stoke á „norskum launum" eins og til einhverra liða í Nor- egi eða Svíþjóð í þeirri von að verða seldir þaðan til Bretlands á hærra verði? Hvers vegna ættu þeir að snúast gegn því að virðisaukinn verði til í Stoke? Til þessa hefur þeim staðið á sama þótt hann hafi orðið til í Noregi eða Svíþjóð. Á móti Liverpool; víti til varnaðar Mörg dæmi eru um að knattspyrnulið standi sig vel úti á vellinum en samt sé rekstur þeirra - sem tyrirtækja - í rúst. Gott dæmi er enska stór- liðið Liverpool sem á dögunum tilkynnti stórtap á rekstrinum vegna mikils fjárausturs og óráðsíu við kaup og sölu leikmanna. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.