Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 38
STJORNUN Fjármál ogbókhald Öilun Aðianga Stjórnun iramleiöslu Stjórnuna; rstörf innan fyrirtœkja Ökönnun sem Aflvaki hf. kynnti nýlega kemur fram að fjármál og bókhald eru tíma- frekasti þátturinn í starfi ' stjórnenda smárra og meðalstórra fyrirtækja á Islandi. Um 64% forsvarsmanna fyrir- tækjanna, sem þátt tóku í könnuninni, eru þeirrar skoðunar. Næstmestan tíma tekur vinna við öflun aðfanga og þar á eftir kemur markaðssetning og sala. Þessi könnun fjallar al- mennt um viðhorf for- svarsmanna smárra og meðalstórra fyrirtækja til fyrirtækjareksturs og fs- lensks starfsumhverfis. Margt fróðlegt má lesa út úr niðurstöðum hennar og þær koma verulega á óvart enda stangast þær margar hverjar á við ríkjandi viðhorf. Könnunin var unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Is- lands og tók hún til áranna 1995 til 1997. Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið, Þjóðhagsstofnun og Viðskiptafræðistofnun Háskóla Islands stóðu að þessari könnun með Aflvaka. Stefnumótun ekki tírnafrek Þegar litið er nánar á svör við spurningunni um hvaða stjórnunarstörf séu tímafrekusl kemur meðal annars í ljós að gæða- stjórnun er tímafrekasti þátturinn hjá aðeins 5% stjórnenda og svipaður fjöldi nefnir opinber samskipti, eða 6% þátt- takenda. Skýr stefnumótun, öflug áætlana- gerð og vandaður undirbúningur eru almennt talin vera forsenda árangurs í rekstri fyrirtækja. Engu að síður telja aðeins um 3% stjórnenda stefnumótun vera tímafrekasta þáttinn í starfi sínu. í hvað fer tíminn? 64% ii—i.- ]t\Ol V > 7 5% 1 1 co/ 1 r 6/0 n n n 3% aðl 6°/” 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% sem forsvarsmönnum þyktr tímafrekast að sinna. Svipaður fjöldi starfsmanna og í Evrópu Við samanburð á niðurstöðum könnun- arinnar við niðurstöður evrópskra Stjórnendur smárra og meóalstórra fyrirtækja verja mestum tíma sínum í jjármál og bókhald. Minni tími fer í sölu og markaössetningu - og lítill sem enginn í stefnumótun. rannsókna kemur í ljós að starfs- mannafjöldi smárra og meðalstórra lyrirtækja hér á landi er svipaður og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Smáfyrirtæki eru því ekki séríslenskt fýrirbæri eins og svo oft er haldið fram. I könnuninni kemur fram að meðalfjöldi stöðugilda smárra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi var 8,9-9,2 á ár- unum 1995-1997. Til samanburðar má geta þess að meðal- fjöldi starfsmanna í smáum og meðalstórum fyrirtækjum í ríkjum innan ESB var 6 manns árið 1996. Minni velta Það sem greinir ísland frá öðrum löndum er hins vegar það að hér á landi eru engin risafyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Nær öll íslensk fyrirtæki, með fáum undantekningum, teljast smá eða meðalstór. Ennfremur vekur athygli að velta ís- lenskra fyrirtækja er lítil samanborið við evrópsk fyrirtæki. Um 77% smárra og meðalstórra fyrirtækja á Islandi, sem þátt tóku í könnuninni, náðu ekki 50 milljóna króna veltu árið 1996. Til samanburðar má geta þess að ársvelta smárra og meðalstórra fyrirtækja í Evrópu var að meðaltali 62 milljónir 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.