Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Auður stóll í Seðlabankanum Þegar Steingrímur Hermannsson stóð upp úr stóli bankastjóra Seðlabankans íyrir rúmu einu og hálfu ári áttu flestir von á því að í stólinn settist fljótiega annar framsóknarmaður. En stóllinn er enn auður! Það bend- ir augljóslega til þess að framsóknarmenn séu í nokkru basli með að finna rétta manninn í stólinn. Lög um Seðlabankann kveða á um að þar skuli starfa þrír bankastjórar og er byggt á dönskum lögum í þeim efri- um. Færð hafa verið rök fyrir því að þrír seðlabanka- stjórar séu síst of margir vilji menn í reynd auka sjálf- stæði bankans - og færa meiri völd í efnahagsmálum til hans. Nokkrar aðrar þjóðir, eins og Svíar, hafa valið þá leið að flölga bankastjórum seðlabanka sinna til að auka dreifingu valdsins og koma í veg fyrir að einn maður hafi ægivald. Þó hefur það verið gert með þeim hætti að einn bankastjóranna gegnir formennsku, er eins konar forystusauður. Öll ákvarðanataka hvílir hins vegar á fleiri bankastjór- um en honum. Miklu og ótvíræðu valdi er dreift! Stjórnunarlega er erf- iðara að hafa tvo seðlabankasljóra en einn - því að komi til ágreinings þeirra á milli tefst ákvarðanatakan og mál stöðvast Þrír bankastjórar í seðlabanka ná hins vegar að mynda meirihluta. Ofmælt er að það standi Seðlabanka Islands fyrir þrifúm að hafa aðeins tvo bankastjóra, eins og nú er raunin, þótt augljósir stjórnunarlegir annmarkar séu á því fyrirkomulagi. I sþórnun fyrirtækja og hefðbundinna viðskiptabanka, sem ekki hafa jafnvíðtæk áhrif og seðlabanki, er til dæmis talið best að hafa einn forstjóra og einn bankastjóra, einhvern einn sem ber ábyrgð á rekstrinum gagnvart stjórninni. Því má segja að í seðlabanka, sem ekki hefur sjálfstæði og vald til að taka mikilvægar ákvarðanir í efna- hagsmálum, þurfi í sjálfu sér ekki nema einn bankastjóra! Halldór Ásgrímsson Hinn auði stóll í Seðlabankanum er svo eyrna- merktur Framsóknarflokknum, samkvæmt gömlu helmingaskipta- reglunni að það hvarflar ekki að neinum að hann sé annarra. Hvorki heyrist hósti né stuna um annað, og fólki virðist standa nákvæmlega á sama. Lengi vel leit út fyrir að Halldór Guðbjarnason, einn þeirra þriggja bankastjóra Landsbankans sem sögðu þar af sér í dymbilvik- unni fyrir rúmu einu og hálfú ári, yrði framsóknarmað- urinn sem hreppti hnossið. Sem betur fer var því af- stýrt! Þjóðarsálinni hetði þótt nóg um. En hvaða fram- sóknarmaður sest þá í hinn auða stól? Örugglega ekki Páll Pétursson félagsmálaráðherra, eins og einhverjir leiða líkum að. Frekar má ætia að stóllinn bíði Halldórs Asgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns Fram- sóknarflokksins, eða jalhvel Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra. Hvorugur er hins vegar að hætta í stjórnmálum í bráð. Halldór, sem er 52 ára, hefúr set- ið á þingi í um tuttugu og fimm ár og þar af verið ráð- herra í tólf ár. Hann sat í bankaráði Seðlabankans í níu ár á árunum 76 til '83, þar af sem formaður í flögur ár. Eflaust tekur Halldór næsta kosningaslag en lítur eftir það til stólsins við Kalkofnsveginn. Finnur Ingolfsson Vandi framsóknarmanna snýst mest um arftaka Halldórs. Með allri virðingu fyrir Finni Ingólfssyni, sem með réttu getur státað af dugnaði og framkvæmdagleði sem ráðherra, virðist hann ekki eiga upp á pallborðið hjá kjósendum eða vera líklegur til að rífa upp fylgi flokksins. I nýlegri könnun mældist hann næstóvinsælasti stjórnmála- maður landsins og með litiar sem engar vinsældir. Raunar var ómark- tækur munur á honum og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra, hún var jafiióvinsæl og Fmnur. Þau tvö tókust á um varaformennskuna fyrir um ári. Hvorugt sýnist hins vegar líklegt til að verða næsti formaður. Hvað gerir Finnur þá? I lok þessa kjörtímabils hefur hann verið þing- maður í tólf ár, ráðherra í átta ár og þar áður aðstoðarmaður ráðherra í átta ár. Haldist núverandi stjórnarsamstarf eftir næstu kosningar verður Fmnur áfram ráðherra - en verði hann undir í kosningum til formanns flokksins er hæpið að hann verði lengi í pólitík eftir það; slíkur er metn- aður hans. Og þá þarf einhvers staðar að vera auður stóll! Varla verður stóllinn í Seðlabankanum auður miklu lengur. En við blasir að í hann þarf að finna mann til bráðabirgða, kannski þriggja til fimm ára. Hvaða þekktur ffamsóknarmaður i ijármálaheiminum er núna á sjötugsaldri og tilbúinn til að tylla sér tímabundið? Jón G. Hauksson. Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 61. ár Sjöfit Geir Ólafsson Sigurgeirsdóttir Ijósmyndari auglýsingastjóri Hallgrimur Egilsson útlitsteiknari RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöih Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson LJÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir UTGEFANDI: Talnakönnun hf. RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- DREIFTNG: Talnakönnun, hf., sími 5617575 FIIJVIUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.