Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 71
 MARKAÐSMÁL taka þátt og þeim léttleika sem við tengj- um skógræktinni, og það gekk eftir. I þetta sinn mun tombólan standa heldur lengur yfir en síðast. Og þar sem Islend- ingar fara mikið á pósthús þegar nær dregur jólum vonumst við til að minnsta kosti svipaðarar þátttöku og síðast, helst meiri,“ segir Viktor sem er að vonum ánægður með þátttökuna. Gerð auglýsinganna „Gírótombólan er ekki ný af nálinni - en við komum að henni í fyrsta sinn í haust,“ segir Júlíus Þorfinnsson hjá Mættinum og dýrðinni. „Þegar hugmyndavinna fyrir þessa her- ferð hófst höfðum við tvennt að leiðar- ljósi. Hið fyrra var að gera sjónvarpsaug- lýsingar sem skemmt gætu áhorfendum þvi eðli málsins samkvæmt á að vera gaman að taka þátt í slíkri tombólu - þar sem allir vinna. Hitt var að spinna auglýs- ingarnar um persónu sem verið hafði í aðalhlutverki í síðustu auglýsingaher- ferð Gírótombólunnar. Þar lék Halldór Gylfason leikari uppveðraðan talsmann Gírótombólunnar í auglýsingum eftir handriti Hvíta hússins og varð fyrir vikið eins konar andlit Gírótombólunnar." Eddi bensín Það sem Mátturinn og dýrðin lagði áherslu á var að búa þess- ari persónu, sem hlaut nafnið Oli Gíró, framhaldslíf og fram kom hugmyndin um röð sjónvarpsauglýsinga um bíl- skúrsband sem æfði og flytti lag um Gírótombóluna. Auk Ola Gíró, sem að sjálfsögðu er aðalsöngvarinn, skipa bandið þeir Eddi bensín (trommur) og Johnny Gudmundsson (bassagítar), hressir, vinalegir og örlítið lúðalegir strákar sem láta sig engu varða þótt velgengnin hafi látið á sér standa. „Bandið, sem nefnist Gíró Tríó, æfir lag sem íjallar um Gírótomból- una milli þess sem Oli Gíró fræðir félaga sína um eðli og tilgang henn- ar. Þannig var unnt að koma miklu magni upp- lýsinga á framfæri í aug- lýsingunum, enda Gíró- tombólan fremur flókið fyrirbæri. Meginþemað var hins vegar: Allir vinna, engin núll,“ segir Júlíus. Júlíus Þorfinnsson hjá Mœttinum og dýrðinni sem hafði umsjón með gerð auglýsinganna. 12 sjónvarpsauglýslngar Alls voru fram- leiddar og birtar 12 sjónvarpsauglýsing- ar. Helmingur þeirra átti sér stað á æfing- um Gíró Tríósins þar sem lagið var æft og fínpússað. Hinar auglýsingarnar sex Ekki Ríó heldur Gíró tnoið "núfrga hallœrislegt bílskúrsband sem heficrþað eina hlutverk að auglýsa Gírotomboluna jýnr Skógarsjóðinn. Allur ágóðinn rennur til trja- rœktar um allt latid. —- ^ *»-■ ’SSSSSX tzszsz raunar hluti afhljómsveitmm Geirfiiglunum sem g Handstýrð myndbandstökuvél Upptökur voru enda með frjálslegasta móti þar sem einungis var notuð ein handstýrð vídeó-myndavél með hljóð- nema til að taka upp tilþrif þeirra fé- laga. „Þannig fengum við þessa æskilegu heima- og heimildamynda áferð. Sumar auglýsingarnar voru m.a.s. birtar óklipptar eins og þær komu fyrir, jafnvel þótt eitthvað hefði mátt betur fara.“ voru teknar upp í pósthúsi þar sem vinn- inga er vitjað og á bensínstöð þar sem unnt er að kaupa fleiri miða. Handrit að auglýsingunum gerði Jakob Bjarnar Grétarsson sem og texta við Gírótom- bólulagið. Leikararnir Halldór Gylfason, Freyr Eyjólfsson og Otto Tynes fengu þó frjálsar hendur um að „improvisera“ og skapa sínar eigin persónur og hnyttin til- svör. Upptökur voru enda með frjálslegasta móti þar sem einungis var notuð ein handstýrð myndavél með hljóðnema til að taka upp tilþrif þeirra félaga. „Þannig fengum við líka þessa æskilegu heima- og heimildamynda áferð og skemmtileg- an takt. Sumar auglýsingarnar voru m.a.s. birtar óklipptar eins og þær komu fyrir, jafnvel þótt eitthvað hefði mátt bet- ur fara,“ heldur Júlíus áfram. Um fram- leiðsluna sá Rafn Rafnsson - en eftir- vinnsla var í höndum Hugsjónar. Kristín Thors annaðist förðun og leikgervi og ljósmyndari var Grímur Bjarnason. Ódýr og árangursrík herferð Júlíus segir meginþunga auglýsingaherferðarinnar hafa verið í sjónvarpi en einnig hafi verið stuðst við auglýsingar í dagblöðum og útvarpi sem og um- hverfisauglýsingar. Hann verst fimlega öllum spurn- ingum um kostnað en seg- ir þessa herferð ódýra og árangursríka. „Það er ekki lögmál að áhrifaríkar aug- lýsingar þurfi að kosta mikið. Hvert verkefni kallar á sína lausn, sína leið. Hvað varðar þessar tilteknu auglýsingar, þá var lykillinn að velgengni þeirra einfaldlega sjálf hugmyndin!" 33 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.