Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 22. JUNI Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG 3L_JUL VETTVAIMGUR Þau eru alltaf glöð! Aö Reykjadal i Mosfellssveit hefur styrktarfélag lamaðra og fatlaöra rekiö sumardvalarheimili fyrir fötluð börn i 25 ár. Þar sést aldrei ólundarsvipur á nein- um — allir eru glaðir og ánægðir. Sjá opnu. imt O ,C3 t£a 3Cil ÚTLOND Þegar börnin hrópuðu: VALD! mundaði lögreglan byssurnar A miövikudaginn skutu lögregluþjónar i Jóhannesarborg á hóp óvopnaðra skóla- barna, sem voru að mótmæla nýrri til- skipan varðandi námstilhögun þeirra. Sjá bis. 5 'gn —n ii_gaeat c------ 10 tí 02 ---* -—■ CZ3C FRÉTTIR Er stjórnin klofin? Mjög skiptar skoðanir virðast vera um hið svokallaða „landsölumál” i rikisstjórn landsins. Ekki er út i hött að ætla að rikis- stjórnin komi til með að skiptast i nokkuð jafna hluta. Sjá bls. 3 ii iacz :í “ZCZD’^ag^lZ Hver er skýringin? Tvisvar óku sömu hjónin sömu leið með leigubil, en verömismunurinn var kr. 200. Hvernig er hægt að skýra þennan mikla mismun? Fram að þessu hefur maður haldið, að ekki skipti máli i hvora áttina ekið er, þegar sama leið er ekin og á sama taxta. Sjá bls. 13 — _____I" -----1 i---- BO ,a o jDOc □ cirg -1 mi — Grein Gísla Sigurðssonar I framúrskarandi rabbgrein, sem Gisli Sigurðsson, ritstjóri Lesbókar Morgun- blaðsins, ritar i það blað um helgina, fjallar hann um þann fnyk sem svifur yfir landinu vegna morkins dómskerfis... Sjá bls. 2 u i_1 rocza,' zaoczJCZDj ;acz »QC ns ICZD J V ' --^g=L. —pOL- SI7l.ES.Si~HZZ3E i3 Ný flugstöð á Vellinum; Hvað kostaði athugun danska fyrirtækisins? - 50 milljónir hafa verið nefndar Bygging nýrrar flugstöðvar á Keflavikurflugvelli er stöðugt i undirbún- ingi. Hefur þegar verið gerður samningur við Bandarikjastjórn um að- skilnað farþega— og herflugs, en samkvæmt þessu samkomulagi munu þó íslendingar kosta byggingu flugstöðvarhússins sjálfs. Danskt fyrirtæki annaðist á- ætlunargerð um hvaða stofnanir skyldu vera til húsa i byggingunni og hversu miklu rými hver stofn- un þyrfti á að halda. .Er nokkuð siðan þessi áætlun var gerð og eru stjórnvöld nú aö kanna nánar þessa útreikninga. Könnun á þessum málum hafði raunar áður farið fram að talsverðu leyti. Þá könnun annaðist franskt fyrirtæki og var hún greidd af Sameinuðu þjóðunum. Alþýðubaðið hafði fengið þær upplýsingar, að umrædd könnun danska fyrirtækisins hafi kostaö um 50 milljónir islenzkra króna. Blaðið hafði þvi samband við Pál Asgeir Tryggvason deildarstjóra utnarikisráðuneytisins og spurðist fyrir um kostnaðinn. Páll vísar á Pétur — Pétur á Pál. Hann kvaðst ekki hafa neinar tölur þar að lútandi, en taldi liklegt að Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri á Keflavikurflug- velli hefði tiltækar upplýsingar um kostnaðinn. Ennfremur gat Páll Ásgeir þess, að ekki væri farið að veita fé á fjárlögum til flugstöðvarbyggingarinnar enda hefði sú efnahagskreppa sem rikt hefur á Vesturlöndum dregið nokkuð úr flutningum um stundarsakir. Er Alþýðublaðið náði tali af Pétri Guðmundssyni flugvallar- stjóra var hann spurður hvort það gæti staðizt að könnun danska fyrirtækisins hefði kostað um 50 milljónir króna. Pétur kvaðst ekki muna hve mikið þessi könnun kostaði, en sagði óðaverð- bólguna hérlendis hafa orðið til að hækka upphaflega áætlun. Taldi Pétur Guðmundsson vænlegt fyrir blaðið að snúa sér til Páls Asgeirs til að fá uppgefið hvaö á- ætlunin kostaði og var hringnum þar m.eð lokað. —- SG. Kommúnistar auka fylgi sitt Talning i itöisku kosningunum var vel á veg komin i gærkvöld. Þykir nú sýnt af þeim tölum sem borist hafa að kristilegir demó- kratar verði enn stærstí flokkur- inn i báðum þingdeildum, en kommúnistar hafa engu að siöur aukiö fylgi sitt aö mun. Hinir fyrrnefndu höföu i gær- kvöld hlotiö 39.3 atkvæöi af hundraöi, en kommúnistar 33.7 af hundraöi. Eins og sjá má er allt litlit fyrir aö aöeins örfá prósent skilji þessa tvo flokka, en siðustu yfirlýsingar formælenda kristilegra demó- krata voni þess efnis að stjórnar- starf við kommúnista komi ekki til greina. Kleinur og mjólk úti í góða veðrinu ,,Æ, ég er búinn að borða svo margar kleinur og drekka svo mikla mjólk, aö ég er oröinn alveg pakksaddur” gæti þessi litli snáði veriö aö segja. En hann var einn af börnunum sem viö hittum, þegar við skruppum i heimsókn að Reykjadal I Mos- fellssveit, þar sem fötluð börn dvelja yfir sumartimann sér til heilsubótar. Sjá frásögn i opnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.