Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 4
4 iÞRðTTIR Þriðjudagur 22. júní 1976 bia&fð1 Leikur helgarinnar er að þessu sinni Jeikleysa" helgarinnar Sem leik helgarinnar völdum viö leik KR og IBK. Betra nafn á þennan leik væri leikleysa helgarinnar. Langtlmur saman og reyndar mestan hluta leiktimans gekk boltinn mótherja á milli i leiö- indaþófi á miöju valiarins. Þaö samspil, sem i leiknum sást, áttu KR-ingar þó mestan heiö- urinn af. Þeir geröu itrekaöar tilraunir til þess aö ná upp ein- hverju spili og þó þaö tækist sjaidan, er þetta meira en hægt var aö segja um þá Suöurnesja- menn, þvi fengi sóknarmaöur þeirra knöttinn virtist hann ekki hafa hug á þvi aöafhenda hann aftur meö góöu og enduöu næst- um allar sóknir þeirra meö þvi varnarmaöur KR-inga hirti boltann af fótum þeirra. Aöeins einn sóknarmaöur Keflvikinga var undanþeginn þessari ádrepu og var þaö Ólafur Júliusson. Sendingar hans voru nákvæmar og yfir- vegaöar og var vinnsla hans og yfirferö i leiknummjög mikil. Lofaði góðu. Upphaf leiksins gaf tilefni til bjartsýni þvi strax á annarri minútu kom fyrsta markiö. Gefin var sending fram til Árna Guömundssonar, sem hljóp af sér varnarmenn Keflvikinga og skoraöi framhjá Þorsteini Ólafssyni, sem var illa staö- settur i markinu. Þær vonir, sem áhorfendur höföu gert sér um leikinn dofnuöu fljótt er á leikinn leiö. KR-ingar voru mun sprækari og meira meö boltann án þess aö skapa sér teljandi færi. Beztu marktækifæri KR-inga áttu Hálfdán örlygsson, er hann átti skot i stöng af stuttu færi, slik þruma aö markiö skalf viö, og minútu síöar skaut Jóhann Torfason framhjá, er hann stóö fyrir opnu marki. V ar narleikmennirnir skæðastir. Sóknarleikmenn Suöurnesja- manna voru ekki iönir viö aö skapa sér færi i fyrri hálf- leiknum. Tvö beztu færin áttu þeir Guöni Kjartansson og Einar Gunnarsson, en þeir komusl' báöir innfyrir vörn KR-inga en skotbeggjamistókust illa. Báöir eru þeir varnarleikmenn. Þruma úr heiðskiru lofti. Dómarinn bætti nokkrum minútum viö fyrri háfleikinn vegna tafa og meöan leikmenn biöu eftir flautu dómarans, voru Keflvikingar eitthvaö aö dútla meö boltann fyrir utan vitateig Vesturbæjarliösins, þegar Guöjón Guöjónsson fékk boltann og skaut þrumufleyg i mark KR-inga, algerlega óverj- andi fyrir Magnús Guömunds- son. Seinni hálfleikur. Keflvlkingar mættu ákveönir til leiks i síöari hálfleik og voru öllu meira meö boltann, en leikurinn fór sem fyrr næstum allur fram á miðjunni. Hvorugu liöinu tókst að skapa sér færi svo nokkru næmi og leyföu margir áhorfendur sér aö segja aö leikurinn væri' nánast hund- leiöinlegur. Réttara væri e.t.v. aö tala um áheyrendur þvi það athyglisveröasta, sem geröist á vellinum I lengri tima, var öskurkeppni sem þar fór fram. Ekki er gott að gera sér grein fyrir þvi, hvort liöið sigraöi i þeirri keppni, en þaö var ekki fyrr en á 35. minútu, sem menn þurftu aö nota augu sin aftur, en þá átti Ottó Guömundsson hörkuskot af 35-40 m færi og þurfti Þorsteinn að taka á öllu sinu til aö verja þaö. NU voru KR-ingar búnir aö ná góöum tökum á leiknum aftur og rétt á eftir skoti Ottós átti Arni Guömundsson gott skot framhjá eftir fallega fyrirgjöf Hálfdáns örlygssonar. Attu KR-ingar nú nokkur færi, þó ekki væru þau mjög upplögö. önnur þruma úr heið- skiru lofti. Rétt fyrir leikslokin var Guöjóni Guöjónssyni fariö aö leiðast þófiö. Svo virtist, sem KR-ingar væru lika orönir leiöir á jafnteflum, svo þeir buöu Guöjón velkominn og opnuöu vörn sina i fulla gátt og hörku- skot Guöjóns réöi Magnús ekki viö. Laglega gert hjá Guöjóni. Þófiö, þ.e.leikurinn,hélt áfram i nokkrar minútur, en iauk siðan meö flautu dómarans, áhorf- endum, þ.e.a.s. þeim, sem ekki voru löngu farnir, til mikils léttis. Liðin. Hjá KR-ingum var Halldór Björnsson beztur en einnig voru Arni Guömundsson og Hálfdán örlygsson friskir. Aö ööru leytí skar enginn sig úr en liöiö vann vel. KR-liöiö er þannig, aö erfitt er aö vinna þaö vegna bar- Sttugleöi leikmanna, en liöiö á ekki gott meö aö skora mörk og þaö eru þau sem gilda. Hjá IBK voru aöeins tveir menn, sem sýndu einhverja kanttspyrnu. Þaö voru þeir Einar Gunnarsson og Ölafur Júliusson. Aörir sýndu ekki mikinn lit, að visu skoraði Guöjón Guöjónsson tvö glæsileg mörk en sást lltiö þess utan. Fjarvera Glsla Torfasonar vakti athygli, þar sem hann hefur veriö bezti maður liösins i sumar. Dómari leiksins var Bjarni Pálmason og dæmdi hann ágæt- lega. Aö lokum má benda vallar- starfsmönnum á, að þó aö gott sé aö nýta allt túniö, sem ræktaö hefur veriö á vallarsvæðinu, ættu þeir aö benda áhorfendum á aö mæta meö sjónauka á ýollinn, ef ætlunin er aö láta leikinn fara fram svona langt frá áhorfendasvæöinu. aTA. 1. Guðjón skorar sigur- markið. 2. Keflvikingar fagna jöfnunarmarkinu. 3. Það leiddist flestum á leiknum, sem ekki gátu skemmt sér sjálf- ir. Vaiur vann Þrótt í gær Leikur Vals og Þróttar I 1. deildar keppni i knattspyrnu i gær fór þannig, aö Valur vann Þrótt meö sex mörkum gegn einu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.