Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR (Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aösetur ritstjórnar er i SIÖu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Askriftarslmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1000 krónur á mánuöi og 50 krónur I lausasölu. Grein Gísla Sigurðssonar ? í framúrskarandi rabbgrein, sem Gísli Sigurðsson, ritstjóriLesbókar Morgunblaðsins, ritar í það blað um helgina, fjallar hann um þann fnyk sem svífur yf ir landinu vegna morkins dómskerf is og þó einkum þeirra stóru sakamála, sem til umræðu hafa verið og æ virðast taka á sig einkennilegri mynd. Gísli Sigurðsson kveður fastar að orði en margir aðrir hafa gert og f jallar meðal annars um það orðspor sem allir þekkja: að hugsanlega nái ein- hverjir angar þessara mála eitthvað,,upp" eftir samfélagsstiganum, að það sé engin tilviljun hversu slælega og hall- ærislega virðist vera að þessari rannsókn staðið. Orð Gísla Sigurðssonar eru ekki sögð að ástæðu- lausu. Og hvað sem líður værðarlegum yfirlýsing- um ráðamanna að ekkert verði til sparaðtil upplýs- ingar, þá er ástand í þess- um efnum þannig, að þess háttar almennum yfirlýsingum er ekki treyst, nema sýnilega. fylgi gerðir þeim orðum. En það er ekki ennþá að sjá. Pólitísk hrossakaup Fyrir helgina gekk útvarpsráð frá ráðningu frétta manns á fréttastofu sjónvarps. Endanlega mun þó útvarpsstjóri skipa í starfið, en raunverulegt vald mun þó, samkvæmt hefð, vera hjá útvarpsráði. Eina ferðina enn hefur útvarpsráð gert sig sekt um að taka fullkomlega pólitíska afstöðu, óháð reynslu og hæfni umsækj- enda.útvarpsráð, eða fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks, afhentu starfið Sigrúnu Stefánsdóttur, sem undanfarið hefur rit- stýrt íslending á Akur- eyri, en hafnaði Einari Karli Haraldssyni, sem hefur verið fréttastjóri Þjóðviljans og starfaði áður á fréttastofu út- varps. Þó svo hér sé um ágæta einstaklinga að ræða í báðum tilfellum, er hitt Ijóst, að Einar Karl hefur bæði hæfni og þó einkum reynslu fram yfir. Og þó svo hann hafi pólitískar meiningar, þá hefur það ekki verið á þann veg að hann hafi misnotað að- stöðu sína við ríkisfjöl- miðla. Útvarpsráð hefur hér augljóslega ruglað saman pólitík og hæfni. Það er svo annað mál að á laug- ardag hnýtir AAorgun- blaðið í Emil Björnsson, fréttastjóra sjónvarps, fyrir að hafa, að sögn mánaðarritsins Frjáls verzlun, hvatt Einar Karl til þess að sækja um þetta starf. Hvaða ofstæki er nú þetta? AAá yfirmaður deildar ekki hafa per- sónulegt mat á hæf ni um- sækjanda — og haf a skoð- anir á slíku? Það er samt útvarpsráð, sem velur og hafnar. ■ Munaðarnes i m Þeir sumarbústaöir fyrir opinbera starfsmenn sem risiö hafa aö Munaöarnesi I Borgarfiröi á siöustu árum, eru dæmi um giæsileg- ar framkvæmdir — Idealisma sem gerður hefur verið að raun- veruleika. Þarna hafa á örfáum árum risiö hús þar sem fólk getur notiö sumars — og sólar þegar henni þóknast að skina — I dýrðlegu umhverfi, og að auki viröist öll þjónusta vera tii mikillar fyrir- myndar. Þetta er hægt. Forgöngumenn þessara sumarbústaða eiga mikl- ar þakkir skildar fyrir framtakiö. alþýðu- Þriðjudagur 22. júní 1976 blaoið Landeigendur græða á sólinni 5000 krónur. Leigan af þvi landi er gerð upp á fimm ára fresti og er bundin byggingarvisitölu. 1 fyrra var leigan borguð og var þá orðin þrefalt hærri. Leigusamningur á landi Stórugrafar er að þvi leyti frá- brugðinn hinum samningnum að hann er borgaður árlega. Ekki kvaðst Haraldur hafa við höndina tölur vegna Stóru- grafarsamningsins. Leiguupphæðin hefur svo margfaldazt I þeirri óðaverð- bólgu sem hér hefur verið. Leigusamningurinn er til 70 ára frá undirritun. Það er þvi ekki óliklegt aö sú upphæð sem BSRB verður búin að borga landeigendum á þessum sjötiu árum verði drjúgur skildingur. Það væri liklega réttara að segja að þeir sem borguðu væru þeir laun- þegar sem verða þess njótandi að fá að eyða sumarstundum i Borgarfirðinum. — JEG. Já, það er rétt við eigum ekki landið undir sumar- bústöðunum, við leigjum það. Þetta sagði Haraldur Stein- þórsson hjá BSRB er við höfðum samband við hann til að grennslast fyrir um sumarbústaðaland samtakanna. Aðspurður um hvort BSRB hefði falazt eftir landinu, sagði Haraldur að þeim hefði ekki staðið það til boða. — Við leigjum 15 hektara úr landi Munaðarness, en 40 hekt- ara úr landi Stórugrafar, sem er eyðibýli,sagöi Haraldur. Upphaflega var hektarinn i landi Munaðarness metinn á Haraldur Steinþórsson. Islenskuþættir Albyðublaðsins Rekið hefur á fjörur þáttarins litið fréttablað sem Félag is- lenskra bifreiðaeigenda hefur gefið út og sent félagsmönnum. Þetta er fyrsta tölublað fyrsta árgangsins, fjórar blaðsiður i litlu broti. Ekki verður sagt að rit þetta sé á neinu gullaldar- máii og er óskandi að málfar batni i næstu blöðumi og það til mikilla muna. Litum á nokkur dæmi sem mér finnast aðfinnsluverð: „Þegar umferð er mest á veg- um rekur FIB vegaþjónustu.” Það samræmist illa islensku máli að reka þjónustu; venju- lega er þjónusta veitt eða iátin i té. Ennfremur segir: „Þjónusta þessi eykur mjög á umferðar- öryggið i landinu og hjálpar mörgum ökumanninum.” Það er óþarft og til lýta að nota forsetninguna á með sögn- inni auka.Alveg er nægilegt — og betra mál — að segja: „Þjón- usta þessi eykur mjög umferð- aröryggið i landinu o.s. frv.” Og áfram heldur fréttablaðið: „FIB hefur um nokkurt skeið veitt félagsmönnum þá þjónustu að útvega þeim varahluti. Á þjónusta þessi einkum við fé- lagsmenn úti á landsbyggðinni sem oft eyða háum upphæðumi simahringingar við að leita að varahlutum.” Ekki er heppilega að orði komist. þegar sagt er að þjónust- an eigieinkum við félagsmenn úti á landsbyggðinni. Betra er að segja að þjónustan sé einkum ætluð þeim eða komi þeim aö mestu gagni. Draugur þágufallssýkinnar riður hér einnig húsum: „Ef fé- eftir lagsmönnum vantar upplýsing- ar eða leiðbeiningar þá er þeim velkomið að leita til skrifstofu FIB...” Þarna á að sjálfsögðu að segja: Ef félagsmcnn vantar upplýsingar eöa leiðbeiningar. Með sögninni vanta stendur aukafallsliðurinn i þolfalli eins og t.a.m. meö sögnunum langa og dreyma: Mig langar/ mig dreymir,* mig vantar. Þá er rætt um talstöðvarþjón- ustuFIB: „Meðal félagsmanna FIB eru fjölmargir talstöðvar- eigendur og hefur FIB sett á fót móðurstöðvar viðsvegar um landið, félagsmönnum til örygg- is og þæginda.” Heldur er klúðurslegt að tala um móðurstöðvar. Betra væri að segja að FIB hafi komið upp miðstöðvum viöa um land, en ekki finnst mér það nú nógu gott heldur. Guðna Kolbeinsson 1 fréttablaðinu er greint frá landsþingi félagsins, og segir þar m.a.: „Jón Rögnvaldsson verkfræðingur hjá Vegagerð rikisins flutti mjög fróðlegt er- indi um vegagerð og fjármögn- un til hennar.” Ef nota á orðið fjármögnun — sem mjög er i tisku nú — á ekki að nota forsetninguna til. Hér ætti þvi aðeins að segja: erindi um vegagerð og fjármögnun hennar. Ef við á hinn bóginn notum orðið fjáröflun verðum við að nota forsetningu: fjáröfl- un til vegagerðar eða vegna vegageröar. Þá segir ennfremur um lands- þingið: „Umræðuhópar störf- uðu um ýmsa málaflokka...” Fram til þessa hefur fólk starfað að ýmsum atvinnu- greinum eða við þær; en um- ræðuhópar hafa stundum fjallað um máleða þá málaflokka eins og tiðkast mjög um þessar mundir. Einnig ber það við að starfshópar ræði ýmis mál. I útdrætti úr ályktunum landsþings FIB stendur þessi setning: „Hafnarfjarðarvegur- inn skjlar þjóðinni milli 100- 200% arðbærnii’ Þar sem ég skildi ekki setn- ingu þessa leitaði ég til við- skiptafræðings sem ég þekki vel og bar vanda minn undir hann. Að visu skildi ég ekki heldur til hlitar útskýringar hans en komst þó að raun um að jafnvel fyrir sérfræðinga er setningin engan veginn einræð — og mér er hún nánást óræð. Ekki hef ég alveg lokið gagn- rýni minni á FIB fréttir en þó verður látið hér staðar numið að sinni. Þegar draugur þágufalls- sýkinnar ríður húsum...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.