Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 12
12 iff Lausar stöður Sérfræðingur Staða sérfræðings i röntgengreiningu i Borgarspitalanum er laus til umsóknar. Umsóknir sendist yfirlækni röntgendeild- ar, sem jafnframt veitir frekari upplýs- ingar. Aðstoðarlæknar Aðstoðarlækna vantar til afleysinga á Geðdeild Borgarspitalans. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 21. júni 1976. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Veitingastofan ÞRASTALUNDUR Veiðimenn Nokkur veiðileyfi eru enn óseld i Sogi (Þrastarlundar megin),og i Haukadalsá efri. Pantanir óskast sóttar að Látra- strönd 38. Upplýsingar i sima 25127. Veitingastofan ÞRASTALUNDUR v/Sog TEOLOFUN ARHRINGAR'. “ Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu • GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 VIPPU - BltSKURSHURÐIR Aórar stárðir. smíSaðar eflir beiðné GLUÍ^ASMIÐJAN Sfðumúia 20, slmi .'18220 Lagerstærðir miðað við jnúrop: Hæð;210 sm x breidd: 240 sm 2-W) - x - 27 0 snrf I-karaux TRÉSMIDJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÖSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * E3dd er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. BÉ) SJÖNARMID Þriðjudagur 22. júní 1976 biaöiö du- r Upplýsingasljóleiki Að fundanförnu hafa farið fram töluverðar umræöur um upplýsingaskyldu eöa öllu heldur upplýsingatregðu stjórn- valda. Aö undarförnu, nánast i hverri viku hafa verið að koma upp mál, mál sem eru óhugnar- legri en við höföum imyndað okkur að gætu gerzt á okkar litla landi. En það eru ekki bara þessi stórmál sem hinn almenni borgari þessa lands vill fá svör við, heldur og einnig mörg smá mál fyrir kerfið en stór mál fyrir einstaklinginn Margur er sá landinn sem farið hefur á flæking i kerfinu til að fá úr- lausn sinna mála. Þetta minnir mig á að ekki fyrir svo löngu skaut upp kollinum i sölum Alþingis frum- varp um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Mun Olafur Jóhannesson hafa staðið að þvi. Bálkur þessi var svo mein- gallaður að engu var likara en Nixon karlinn hefði stungið þar niður penna sinum. Siðan þetta var hefur hvorki heyrzt hósti né stuna frá stjórnvöldum i þá átt, að gera kerfið oppnara fyrir almenningi. I þvi máli er þögnin sterkasta vopn stjórnvalda. En það var nú ekki upp- lýsingatregöa stjórnvalda sem ég ætlaði aö gera hér að umfjöll- unarefni heldur upplýsinga- sljóleiki almennings. Hversu langt er hægt að traðka á rétti einstaklings án þess að hann láti heyra frá sér? Flestir hafa oröið fyrir þvi að kaupa gallaða vöru. Hvernig menn taka á þvi fer sjálfsagt eftir einstaklingnum og hversu mikill þessi galli er. Flestir fara sennilegast aftur á sölustaðinn, kvarta og í bezta falli fá nýjan hlut i stað þess gallaöa. Sumir koma hlutnum á fram- færi við opinbera aðila, svo sem blöðin, Neytendasamtökin eða Heilbrigðiseftirlitið. Þessi upptalning leiðir hugann að Neytendasam- tökunum, sem eru þvi miður i þessu landi grátlega van- máttug. En þrátt fyrir smæð sina hafa þau gert marga góða hluti. En almenningur, illu heilli hefur sniðgengið samtökin og stjórnvöld hafa ekki verið jafn vakandi i að skapa þeim þann starfsgrundvöll sem sam- tökunum bæri með réttu. 1 sambandi við Heilbrigðis- eftirlitið vakna ýmsar spurn- ingar sem forvitnilegt er aö velta fyrir sér. Hvernig verndar þaö hag neytandans? Hversu oft getur fyrirtæki fengið aðvaranir, áður en þvi er lokað? Fá fjölmiðlar upplýsingar um slikar aðvaranir? Þessar spurningar og fleiri hafa komið upp i hug minn nú þegar maður heyrir lausa- fregnir að gosflösku er inni- halda kunni svo ótrúlegan hlut, að það er aðeins fyrir menn meö imyndurnarafl talsvert fyrir ofan meðallag, sem geta gert sér i hugarlund hvað það er. Fjóröa undrið.’ Fram til þessa tíma hafa þrjú náttúrufyrirbæri á Islandi verið á orði höfð, vegna þess, að þau séu óteljandi. Eins og kunnugt er, eru þetta eyjarnar á Breiöa- firði, vötnin á Tvidægru og Vatnsdalshólar. Nú veröur ekki betur séð en að hið fjóröa sé komið i hópinn, axarsköft og glöp, sem framin hafa verið i rannsókn hinna hryllilegu glæpamála, sem i rösklega hálft annað ár hafa veriö í athugun hér á landi. Landsmenn hafa horft með dagvaxandi ugg og undrun á alla framvindu i þessum ó- hugnanlegu uppljóstrunum, að hér á þessu friðsama landi og i riki, sem við viljum telja réttar- riki, mori af allskyns skugga- böldrum, sem skirrist ekki við morðum ofan á aöra stórglæpi; Þaö hefur ekki verið neitt á- hlaupaverk, að komast að raun um hvernig rannsóknir hafa veriö reknar, né heldur hvaða á- rangur hafi oröið af fálminu i allar mögulegar og þó helzt ó- mögulegar áttir. Svo má kalla, að allar upplýsingar, sem fjöl- miðlar hafa leitazt við að afla sér, hafi verið harðlæstar niður undir sjöföldum lásum og slám. Hin eina sök þeirra, ef sök skyldi kalla, er máske fólgin i þvi, að reka eftirgrennslanir sinar fremur sem snap eftir fréttum og þá gjarnan I nokk- urri samkeppni hvers við ann- an, heldur en að leitazt hafi ver- ið við að fylgja eftir og aðstoöa við að rekja þá fáu þræði, sem losnaö hafa. En svo er ósýnt, hvernig slíkri aöstoð hefði verið tekið: Þvi miöur virðast ekki stjórnendur allra dagblaðanna verið eins hugar um að fá glæpamálin upplýst. Þannig hefur Tíminn lagt sig i framkróka með að gera þá tvo rannsóknarmenn, sem harðast hafa barizt i rannsókn misferl- ismála, tortryggilega, þá Hauk Guðmundsson og Kristján Pét- ursson. Seinagangur i dómskerfinu má einnig kallast fullkomlega blöskranlegur, af hverju sem það stafar. En þó verður að telja, að nýjasta hneykslið, sem uppskátt hefur orðið um, taki hreinlega út yfir allan þjófa- bálk. Þegar handsamaðir hafa ver- ið menn, sem sumpart hafa ját- aö á sig sóðalegt morð og aðrir, sem með réttu eða röngu grun- aðir um hlutdeild i þessari og anharskonar glæpastarfsemi, er þess ekki gætt, að hafa hina grunuðu og uppvlsu einangraöa frá þvi að bera saman bækur sinar' Þaö liggur við að maður furði sig á, að ekki skuli hafa verið haldnar „hanastélsveizlur” öðru hvoru, til þess að setja i allri alvöru punktinn yfir þetta furðulega i(? Vissulega hefur lengi verið á almanna vitorði, að fangelsis- mál á Isiandi hafa veriö i hinum megnasta ólestri, svo að við liggur að refsifangar gætu gengið inn og út úr tugthúsunum eftir vild og geðþótta, þegar dómsmálaráðuneytinu hefur þá ekki þóknast að losa handtekna sem snarast úr haldi! Hins mun fáa hafa varaö, að fangelsi, sem sérstaklega er hagnýtt til þess að einangra gæzluvistarfanga I, skuli hafa verið svo haganlega útbúið, að jaðri við fullan samgang hinna grunuðu. Er nú furða þó litið gangi eða reki i rannsóknum, sem búa við aðrar eins aðstæð- ur?ÍJafnveI þó blaö dómsmála- ráðherrans upplýsi nú, eftir að Siðumúlafangelsið hefur veriö notaö árum saman, hafi það verið hannað sem bilskúr/. raskar það ekki þvl, að fávis- legt er að láta sér detta I hug, að ekki þurfi nær að ganga ef þar eiga að dvelja menn i einangr- un. í HREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.