Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 3
alþýðu: blaöíð Þriöjudagur 22. júní 1976 IFRÉTTIR 3 Alþýðublaðið segir: Það viröist ekki óliklegt að ætla að á næstu mánuðum verði „landsölumálið”, sú hugmynd sem fram hefur komið að taka i miklu rikari mæli en verið hefur leigu i einu eða öðru formi af Bandarikjamönnum, vegna þeirrar aðstöðu sem þeir njóta hér, helzta pólitiska deiluefnið I landinu. Undanfarið hafa fjölmiðlar spurt nokkra forustumenn stjörnmála um afstöðu þeirra til þessa máls. Aö visuer enn óljóst um hvers konar leigu hér er að ræða, en iútvarpsþætti á sunnu- dag itrekaði dr. Gunnar Thor- oddsen félagsmálaráöherra, þá skoðun sina, að samvinna um vegargerð og flugvallargerð væri æskileg, það treysti varn- ir landsinsog væri beggja hagn- aður. Þá hefur komið fram í fjöl- miðlum að sömu eða svipaðrar skoðunar og dr. Gunnars eru ráðherrarnir Matthias Bjarna- son og Halldór E. Sigurðsson. Einar Agútsson, utanrfkisráð- herra, hefur hins vegar (i sjón- varpsfréttum á föstudagskvöld) tekið afar stórt upp i sig, sagði nánast að hann vildi sem minnst af slikum tengslum vita, og að slik sjónarmið væru lágkúruleg og óþjóðleg. Mjög i sama streng tók Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra, i 17. júni ávarpi sinu, en hann fjallaði raunar ó- beint um þetta atriði. Þessir fimm ráðherrar hafa opinberlega tjáð sig um þetta mál, Geir og Einar augljóslega á móti, en dr. Gunnar, Matthias Bjarnason og Halldór E. Sig- urðsson meö. Olafur Jóhannes- son, Matthias A. Matthiesen og Vilhjálmur Hjálmarsson hafa ekki tjáð sig um málið. Af einhverjum ástæðum, kannski vegna þrýstings frá fjölmiðlum, hefur almenningur sýnt þessu máli mikinn áhuga. Skoðanakannanir i Dagblaðinu og i Alþýðublaðinu fyrir nokkru sýna, að mun fleiri virðast vera á þeirri skoðun að I rlkari mæli beri að hagnýta veru varnar- liðsins hér — i fjárhagslegu til- liti. Auðvitað eru þó slikar skoð- anakannanir ekki marktækar nema I hófi —- og eins ber á hitt að lita, aðþeir sem mæla þess- um hugmyndum bót hafa látið mikið i sér heyra aö undan- förnu. Alla vega er þó ljóst, að mjög skiptar skoðanir eru um þessi mál i rikisstjórn landsins: Ekki er út i hött að áætla að 'rikis- stjórninkomi tilmeð að skiptast inokkuð jafna hluta. Hins vegar ersvo almennur áhugi á afstöðu stjórnarinnar til þessa máls, að innan skamms hlytur að mega vænta sameiginlegrar stefnu hennar. Dagblaðið hefur mælt þessum hugmyndum bót, Visir hefur mælt gegn þeim, og á sunnu- dag tók Morgunblaðið heldur betur upp i sig kallaði formæl- endur þessara hugmynda vind- hana sem hlypu eftir almenn- ingsálitinu hvemig sem vindar þess blésu. Geir Einar Gunnar Halldór E. Matthías Bj. Huqsunarháttur fólksi þarf að breytast Landsfundur Kven- var haldinn um helg- réttindafélags Islands ina. Eru slikir fundir ím allan heim eru konur nú að varpa af sér rimu hins veika kyns og geysast fram á at- afnavöll þjóðfélagsins — oft valkyrjum likast- r. Konan er maður, heitir þessi danska teikni- lynd. haldnir á fjögurra ára fresti, og sóttu fundinn að þessu sinni 50 full- trúar, sem kjörnir voru af þeim einstaklingum og samböndum sem aðild eiga að félaginu. Beinir aðilar að Kven- réttindafélaginu eru um 350 einstaklingar og 47 aðildarfélög, af þessum 47 félögum eru 12 i Reykjavik. Aðalefni fundarins var upp- eldi og starfsval á jafnréttis- grundvelli. Var þessu efni skipt i þrjá meginflokka sem rætt var um i starfshópum. Þessir flokk- ar nefndust: Frumbernska og forskólaskeiö, skyldunámsstig- ið, starfsmat og starfsval. í lok fundarins skiluðu umræðuhóp- arnir áliti og voru samþykktar margar ályktanir m.a. um dag- Sólveig ólafsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Islands. vistunarmál og kennslu i barna- og gagnfræðaskólunum, mun Alþýðublaðið greina nánar frá ályktunum fundarins seinna i vikunni. ns Kvenréttindafélag Islands var stofnað árið 1907 af Brfeti Bjarnhéðinsdóttur, verður fé- lagiðþvi70ára á næsta ári. Itil- efni af aimælinu hyggst félagið gera átak i húsnæðismálum fé- lagsins, en það hefur haft að- stöðu að Hallveigarstöðum, er þar m.a. til húsa skrifstofa fé- lagsins sem er opin tvo tima á dag þrjá daga I viku. Er á skrif- stofunni einn starfsmaður sem vinnur þá aö ákveðnum verk- efnum. Annars er mest af starfssemi Kvenréttindafélags- ins unnið i sjálfboðavinnu af á- hugamönnum. Að sögn formanns félagsins Sólveigar Ölafsdóttur, hefur nokkuð skort á að hægt hafi ver- ið að halda virku sambandi við aðildarfélögin á landsbyggð- inni, og hefur fjárskortur ráðið mestu þar um. Er nú i bigerð aö gefa út póstkort með mynd af útifundinum sem haldinn var á Lækjartorgi á kvenréttndadag- inn, til styrktar starfseminni. Að sögn Sólveigar er enn langt i land, þangað til hægt veröur að tala um að jafnrétti riki á Is- landi i reynd, þó að talsvert hafi miðaö i rétta átt nú siðustu ár, er það þá fyrst og fremst hugs- unarháttur fólks sem þarf að breytast. —gek.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.